Þjóðviljinn - 15.06.1991, Side 6
9
Hvað ætlarðu að
gera 17. júní?
Jórunn Harpa Ragnars
dóttir
13 ára í sumarfríi:
Ég held að ég fari með
fjölskyldunni niður í mið-
bæ í rigningu eins og
venjulega.
Sesselía Konráðsdóttir
13 ára í fríi:
Ég fer örugglega niður í
bæ, nema ef ég skyldi
fara í sumarbústað með
pabba og mömmu. Það
verður örugglega sól og
rigning til skiptis.
Erlingur Valdimarsson
málari:
Ég ætla að sofa fram að
hádegi, slappa af fram á
kvöld og skemmta mér
síðan við glaum og gleði.
Rósmarí Þoríeifsdóttir
starfsstúlka:
Ég ætla í afmæli austur
fyrir fjall.
Magnús Pálsson
öryggisgæslustjóri:
Ég verð í faðmi fjölskyld-
unnar austur á Flúðum, í
hjólhýsi.
Bömin
gerast
vísinda-
menn
Candace Julyan er einn 20 erlendra fyrirlesara sem sækja
umhverfisráöstefnuna Miljö 91 og miðla þátttakendum af
reynslu sinni í starfi tengdu umhverfismálum. Candace er
reyndar eini bandaríski fyrirlesarinn. Hún kemur frá vís-
indastofnun í Massachusetts, TERC, sem vinnur að mennt-
unarrannsóknum og sinnir eingöngu vísindum og stærð-
fræði. Stofnunin er sjálfstæð en nýtur fjárhagslegs stuönings Banda-
rikjastjórnar. Árið 1986 var óskað var eftir því við TERC og fleiri álíka
stofnanir að kannaðir væru möguleikar á nýjum aðferðum við kennslu í
vísindum. TERC hannaði þá viðamikið tölvufjarkennslukerfi og það er
það sem Candace fræðir þátttakendur á Miljö 91 um. Verkefnið nefnist
„Kids network“ og alls taka 6000 bekkir í 22 löndum þátt í því, m.a.
fjórir 12 ára bekkir í Melaskóla, reyndar þau einu á Norðuriöndum sem
hafa tekið þátt.
„Krakkanctið" er sem fyrr segir
hannað af TERC undir stjóm Cand-
ace Julyan, en framkvæmd þess er
unnin í samvinnu við National Geo-
graphic sem sér um útgáfú, dreifingu
og móttöku upplýsinga í gegnum
tölvur.
Öll verkefhin eru tengd um-
hverfismálum á einn eða annan hátt.
Skólabömunum er sent námsefni,
tölvuforrit og öll gögn. Þau sinna
síðan ýmsum mælingum undir stjóm
kennara og senda upplýsingar í
gegnum tölvur f gagnabankann í
Bandaríkjunum. Bömin hafa aðgang
að öllum upplýsingum sem aðrir
skólar safna og geta þannig borið
saman eigin niðurstöður við niður-
stöður skólabama sem vinna við
sama verkefni um allan heim.
„Markmiðið með þessu öllu er
að við viljum að nemendur hafi
tækifæri til að kynnast því í raun
hvað er að vera vísindamaður,“ segir
Candace. „Það er tæpast hægt að tala
um kennslu í vísindum í bandarísk-
um grunnskólum, og eftir því sem
mér er sagt þá gildir það sama um
fjölmörg önnur lönd. Ef einhver
kennsla fer ffam þá er hún upp úr
þurrum námsbókunum og bömin
átta sig ekki hvað það er sem er svo
spennandi við vísindin. Við vildum
að þau gerðust raunverulegir vís-
indamenn og skildu hvað samvinna
við aðra hefúr mikið gildi í vísind-
um. Þannig gætu þau borið saman
það sem þau gera sjálf og hvað aðrir
gera, raðað saman niðurstöðunum og
fengið út heillega mynd.
Ástæðumar fyrir því að við
ákváðum að velja verkefni í tengsl-
um við umhverfismál em m.a. þær
að við urðum að velja eitthvað sem
hægt væri að vinna í hvaða Iandi
sem er, hefði landffæðilegt gildi og
ekki síst: eitthvað sem vekti áhuga
bamanna sjálffa. Við vildum fremur
velja eitthvað á sviði raunvísinda
ffemur en félagsvísinda, og um-
hverfistengd verkefni vom því eðli-
leg niðurstaða.
Við hönnuðum mjög myndrænt
forrit þannig að vinnan yrði sem
auðveldust og tungumálaerfiðleikar
yrðu ekki í veginum. Það birtast sem
sagt myndir en ekki texti á skjánum
og bömin smella músinni á þá val-
mynd sem nota á í hvert sinn. Fyrsta
verkefnið sem við sendum út kölluð-
run við „Hello“. Það er mjög einfalt
og ætlað til kynningar þannig að
engir þeir sem hefðu ef til vill ein-
hvem ótta af tölvuvinnslu myndu
hika við að vera með. í því felst að
bömin safna upplýsingum um gælu-
dýrin sín, skrá fjölda þeirra, tegund
og svo ffamvegis. Þetta gekk mjög
vel og bömin vom uppfull af áhuga.
Þau ræddust við í gegnum tölvumar,
spurðu hvert annað í smáatriðum um
gæludýrin og hvers vegna einhver
hafði t.d. humar eða jafnvel kálf sem
gæludýr. I þessu verkefni sáum við
mikinn mun á því hvað borgarböm
og sveitaböm álitu góð gæludýr og
hver ekki! Við létum þau vinna gröf
út úr upplýsingunum og það gekk
mjög vel. Þama vora þau að bera
saman raunveralegar upplýsingar,
tölumar stóðu fyrir eitthvað sem þau
þekktu af eigin raun og það var
spennandi fyrir þau.
Næsta verkefni vora mælingar á
súra regni, og krakkamir í Mela-
skóla unnu við það á síðasta ári.
Bömin söfnuðu regnvatni í krakkur,
mældu ph-gildi þess á mismunandi
tímum og sendu upplýsingamar í
gegnum tölvuna út. í gegnum hana
gátu þau síðan sótt upplýsingar um
sams konar mælingar bama um allan
heim og borið saman.
Svo ég bæti við, varðandi verk-
efnavalið, þá vil ég geta þess að við
vildum velja eitthvað sem hefði vís-
indalegt gildi fyrir allt samfélagið,
þ.e. bæði almenning og vísindasam-
félagið. Vísindamenn á hverju sviði
hafa aðgang að þeim upplýsingum
Candace Julyan: Börnin eiga mun auðveldara en hinir fullorðnu með
að skilja hversu mikilvægt er að ganga vel um umhverfi okkar.
Mynd: Þorfinnur.
sem bömin safna og getað notað það
sem þeir telja nógu áreiðanlegt. Svo
er vitaskuld ekki alltaf, en ég veit til
þess að vísindamenn hafa nýtt sér
gögn ffá bömunum við eigin rann-
sóknir.
Vísindamaður hefúr yfiramsjón
með hveiju verkefni og sá sem sér
um „Súra regnið“ er reyndar einn
helsti sérffæðingur Bandaríkjanna á
því sviði. Hann er talsmaður Banda-
ríkjastjómar á alþjóðlegum ráðstefn-
um sem fjalla um þessi mál. Til
gamans þá má geta þess að hann
kynnti „Kids Network" í lok ræðu
sinnar á ráðstefnu síðasta árs sem
haldin var í Genf um súrt regn og
menn sýndu mikinn áhuga. Þessar
ráðstefnur era haldnar árlega og
hann hló þegar hann sagði mér
að eftir áratuga starf á þessu sviði þá
hefðu aldrei fyrr komið fram spum-
ingar um ræðuefni hans!
í þriðja verkefninu mæla bömin
nítrat í vatni. Þetta er að vísu líklega
ekki vandamál hér á Iandi, en nú er-
um við að bæta Austur- Evrópuþjóð-
um í hópinn hjá okkur og þar er
þetta alvarlegt mál. Með því að gera
þessar mælingar í svo mörgum lönd-
um þá fáum við mjög breiðan sam-
anburð og getum um leið fengið
böm, sem ekki þekkja drykkjar-
vatnsvandamál, til að skilja hversu
alvarleg þau era. Eitt af því sem við
tengjum alltaf við hvert verkefni er
að fá bömin til að velta fyrir sér því
sem þau fást við, skilja hvaða áhrif
t.d. súrt regn hefúr á umhverfið og fá
þau til að koma með vangaveltur um
hvað er til ráða.
í tilraunaverkefnunum sem við
gerðum i upphafi komumst við að
því að böm hafa mikið ímyndunarafl
þegar þau era beðin að giska á hluti
og spá fyrir um afleiðingar.
Vegna þess settum sérstakt verk-
efni inn í „Hello“ til þess að gera
þeim grein fyrir muninum á vanga-
veltum, ágiskunum út í loftið og
raunveralegum fyrirspám. Það fólst í
því að við báðum þau um að giska á
hversu marga vatnsdropa þyrfti til að
„fylla“ smápening. Síðan áttu þau að
rannsaka hversu marga dropa þurfti
og sáu þá að ágiskanir þeirra vora
kolrangar. Síðan báðum við þau að
spá fyrir um, á grandvelli þessara
upplýsinga, hversu marga dropa
þyrfti til að fylla lítið eitt stærri pen-
ing. Með þessu tókst okkur að færa
þau nær raunveraleikanum og fækka
röngum ályktunum sem vora byggð-
ar á ágiskunum einum saman.
í fjórða verkefninu færa bömin
skrá yfir hversu miklu rasli þau
fleygja í hveijum bekk. Við töldum
of erfitt að biðja um upplýsingar ffá
heimilum bamanna þar sem það
krefst samvinnu við foreldrana og
hún er alls ekki alltaf fáanleg, sér-
staklega ekki í borgarsamfélögum
þar sem bömin búa oft við erfiðar fé-
lagslegar aðstæður og svo framvegis.
En niðurstöður þessa verkeftiis
vora að mörgu leyti athyglisverðar.
Til dæmis kom í ljós að í skóla þar
sem allur pappír var endumýttur
hentu böm næstum tvöfalt meiri
pappír en önnur. Og við sáum líka að
böm í dreifbýli hentu mun meira af
matarleifúm en böm í borgum. Böm
sem keyptu matinn sjálf hentu minna
en þau sem komu með nesti að
heiman. Slíkum upplýsingum hefúr
aldrei verið safnað áður og era þvi
mjög athyglisverðar. Til þessa hefúr
fólk einbeitt sér að því að kanna
heimili og fyrirtæki, en skólamir
hafa ekki verið skoðaðir áður.“
Verkefnin era sjö alls, m.a. eitt
um næringu og annað um sólarorku,
en ekki er rými hér til að gera grein
fyrir þeim. Candace segir mögulegt
að fleiri skólar hérlendis taki þátt í
þessari tölvufjarkennslu og áhuginn
sé mikill, alls staðar sem „Kids
Network" er kynnt.
Hún segir þessa vinnu með
skólabömum hafa verið mjög mikils
virði.
„Það er svo merkilegt að bömin
virðast eiga mun auðveldara en fúll-
orðnir með að gera sér grein fyrir
umhverfinu og hversu mikilvægt er
að ganga vel um það,“ segir hún.
„Hinir fúllorðnu skiptast í tvo hópa
að þessu leyti. Svo virðist sem þeir
sem búa í fallegu og lítið menguðu
umhverfi hugsi mun minna um um-
hverfismál en hinir sem upplifa af-
leiðingar mengunar dags daglega.
Það er eins og fólk gangi að því
gefnu að það sem hefúr alltaf verið í
lagi verði það áftam, á hveiju sem
gengur. En bömin hugsa ekki þann-
ig. Þegar þau uppgötva að eitihvað
er ekki eins og það á að vera og til
era leiðir til að leysa vandann, þá
vilja þau gera eitthvað í málunum og
það strax.“
-vd.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júm'1991
Síða 6