Þjóðviljinn - 15.06.1991, Side 7
LÍÚ og olíufélögin
vilja frjáls olíuviðskipti
Olíufélögin og Landssamband íslenskra útvegsmanna eru
fylgjandi því að verslun með olíu verði gefin frjáls, en þó er
Olíufélagið hf. ósammála því að flutningsjöfnun á olíu
verði afnumin. Einnig vill LÍÚ að olíufélögin gefl upp verð
á gasolíu í birgðum um hver mánaðamót, einhverjum hlutiausum
aðila, vegna tengingar olíuverðs við skiptakjör sjómanna.
Hólmgeir Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sjómannasambands
Islands segist vera persónulega
íylgjandi því að gefa olíuviðskipti
fíjáls, en hefur allan fyrirvara á
þeim vilja útvegsmanna að olíufé-
lögin gefi einhveijum hlutlausum
aðila upp birgðaverð á gasolíu.
Hólmgeir segist reikna með því að
sjómenn muni gera kröfu til þess í
haust að kostnaðarhlutdeild sjó-
manna i olíukostnaði útgerða verði
afnumin.
Þar sem flutningsjöfnun á olíu
hefur til þessa tryggt það að verð á
olíu sé hið sama um land allt, má
gera ráð fyrir því að mismunandi
verð verði á olíu, sé engri flutn-
ingsjöfnun fyrir að fara. Sveinn H.
Hjartarson hagffæðingur LÍÚ segir
að annaðhvort sé að hafa fullt
frelsi eða ekki. Hann segir að þó
svo að ákvæði laga ffá árinu 1985
um flutningsjöfnun á gasoliu og
svartolíu verði afnumin, þurfi það
ekki endilega að þýða það að verð
á olíu til útgerða verði mismunandi
eftir landshlutum. Hann segir að
útgerðarmenn séu það stórir olíu-
kaupendur að til þess þurfi ekki að
koma, auk þess sem frelsi í þessum
viðskiptum muni kalla á ýmsa hag-
ræðingu þar á móti.
Varðandi olíuviðskipti við Sov-
étmenn er það mat stjómar LÍÚ að
áframhald verði á þeim viðskiptum
þegar olíufélögin telja svo.
-grh
Leynifélag í
Kaupmannahöfn
Dr. Lúðvík Kristjánsson
hefur sent frá sér nýtt
rit um Jón Sigurðsson
og samtíð hans. Þar
beinir hann sjónum að ungum
samherjum Jóns forseta sem
stofnuðu leynilegt félag í Kaup-
mannahöfn, árið 1872, undir
nafninu Atgeirinn og kölluðu fé-
lagsmenn sig oft Geirunga. Hlut-
verk þessa félags var „að halda
uppi vörn fyrir landi voru og
réttindum þess...“
Bókin heitir: „Jón Sigurðsson
og Geirungar". Hún skiptist í fjóra
aðalkafla sem bera þessi heiti:
„Aðfararorð", „Umhverfi Geir-
unga“, „Ritgerðir Geirunga", og
„Geirungar stefna að blaðaútgáfú“.
Þá er íjöldi undirkafla þar sem höf-
undur vitnar til prentaðra og
óprentaðra heimilda, einkum bréfa
og greina, í umQöIIun sinni um
baráttu Geirunga á þjóðhátíðarára-
tugnum. Sýnir hann hvemig þeir
leituðust við að halda uppi vöm
fyrir réttindum Islands á grundvelli
stefnu Jóns Sigurðssonar forseta,
sem var driffjöður aðgerða At-
geirsins. Kemur þar margt forvitni-
legt fram sem snertir framgöngu
kunnra persóna i íslensku þjóðlífi á
þessu tímabili og síðar. Hinir ungu
ryðjast fram af ofúrkappi, en þeir
sem eldri eru og varfæmari
hneykslast á því framferði.
Lúðvík Kristjánsson er löngu
kunnur af ritverkum sínum. Þekkt-
ast þeirra er sennilega rit hans um
sjávarútvegssögu: „Islenskir sjáv-
arhættir“, en fyrir það hlaut hann
heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla
íslands.
-kj
Enn syrtir (álinn hjá rækjuvinnslunni.
Enn lækkar
verö á
Markaðsverð á fyrsta
flokks pillaðri rækju,
100-200 sfykki í kflói
hefur lækkað um 40
krónur að undanfornu og virðist
sem ekkert lát sé á verðhruni
rækjunnar. En frá miðju síðasta
ári hefur rækjuverð lækkað um
tæp 25% í sterlingspundum tal-
ið.
A ríkisstjómarfundi í fyrradag
var ákveðið að veita Byggðastofn-
un heimild til að taka 200 miljón
króna lán til að endurlána rækju-
iðnaðinum. Hins vegar féllst ríkis-
stjómin ekki á það að Verðjöfnun-
arsjóður sjávarútvegsins tæki lán
til að bæta rækjuframleiðendum
upp verðfallið, eins og Félag
rækju
rækju- og hörpudiskffamleiðenda
hafði óskað eftir.
Reynir Gísli Hjaltason stjómar-
formaður rækjuverksmiðjunnar
Arvers hf. á Arskógsströnd segir
að þessi neitun ríkisstjómarinnar
varðandi Verðjöfnunarsjóðinn
valdi rækjuiðnaðinum miklum
vonbrigðum. Hinsvegar sé allt gott
um það að segja að grænt ljós hafi
verið gefið á lántökuheimild
Byggðastofnunar, þó svo að upp-
hæðin hefði mátt vera hærri. Reyn-
ir Gísli segir að ef þessum 200
miljónum króna verði skipt jafnt á
milli 20 verksmiðja komi 10 milj-
ónir í hlut þeirra hvers um sig og
trúlega þurfi einstaka verksmiðjur
mun meira, ef vel ætti að vera.
-grh
Dagskrá hátíðahaldanna á 17. júní
Reykjavík:
Dagskráin verður með hefð-
bundnu sniði fram að hádegi.
Kl. 10.00 verður blómsveigur lagð-
ur að leiði Jóns Sigurðssonar í
Kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Síðan hefst hátíðardagskrá við
Austurvöll kl. 10.40. Vigdís Finn-
bogadóttir forseti Islands leggur
blómsveig frá íslensku þjóðinni að
minnisvarða Jóns Sigurðssonar og
forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
flytur ávarp. I Dómkirkjunni verð-
ur svo guðsþjónusta kl.11.15 þar
sem Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson,
predikar.
Skrúðganga leggur af stað ffá
Hlemmi kl. 13.40 og önnur frá
Hagatorgi kl. 13.45. Skemmtidag-
skrá hefst á íjórum leiksviðum í
miðbænum kl. 14.00 á Lækjartorgi,
í Lækjargötu, í Hallargarðinum og
í Hljómskálagarðinum. Fram koma
ýmsir skemmtikraftar og lista-
menn.
Tveir íþróttaviðburðir tengjast
hátíðarhöldunum. Kl.13.50 lýkur
friðahlaupinu frá Þingvöllum í
Hljómskálagarðý og kl.13.55 hefst
Landshlaup F.R.Í. frá sama stað.
Félagsstarf aldraðra gengst fyr-
ir skemmtun fyrir ellilífeyrisþega á
Hópur ungs fólks, sem er
andvígur veru bandaríska hers-
ins á Islandi, hyggst standa fyrir
stofnun starfshóps ungmenna
innan Samtaka Herstöðvaand-
stæðinga.
Undirbúningsstofnfundur verð-
Hótel Islandi kl.14.00 - 18.00.
Við Grófarbryggju í Reykja-
víkurhöfn verður tekið á móti vík-
ingaskipi sem kemur hér til hafnar
á leið sinni frá Noregi til Vestur-
heims til að minnast landfúnda
Leifs heppna. Forseti íslands, Vig-
dís Finnbogadóttir, mun gefa skip-
inu nafn. Norskir og íslenskir
skemmtikraftar koma fram.
Um kvöldið verður skemmtun
og tónleikar á tveimur sviðum í
Miðbænum. í Lækjargötu verða
tónleikar og skemmtun og á Þórs-
hamarsplani verða gömlu dansamir
við harmonikkuspil.
Ferðir SVR
Mánudaginn 17. júní aka vagn-
ar SVR eftir tímaáætlunum helgi-
daga, þ.e. á 30 mín. fresti. Auka-
vögnum verður bætt inn í ferðir
eftir þörfúm. Frá kl. 13.00, þegar
hátíðarhöldin heíjast í Lækjargötu
og til kvölds, er breytt frá venju-
legri akstursleið vagnanna. Breyt-
ingin nær til níu leiða sem fara um
Lækjargötu. Vagnar á leiðum 2,3,4
og 5 á vesturleið, munu aka Sæ-
braut og Tryggvagötu og hafa við-
komu í Tryggvagötu við brúna upp
á Tollstöð. A austurleið hafa þessir
ur haldinn þriðjudaginn 18. júní kl.
20.30 á skrifstofu samtakanna,
Hverfisgötu 49. Á fundinum, sem
er öllum opinn, verður mynduð
bráðabirgðastjóm og starfsemi
hópsins skipulögð.
-vd.
vagnar viðkomu í Hafnarstræti.
Vagnar á leiðum 6,7,13 og 14, sem
venjulega hafa endastöð við Lækj-
artorg færa sig að Tollstöð við
Tryggvagötu. Vagnamir munu aka
þar til dagskrá lýkur og verða síð-
ustu ferðir frá miðborg um
kl.01.00 eftir miðnætti.
HafnarQörður:
I Firðinum verður líf og fjör
sem endranær. Kl.8.00 draga skátar
fána að húni. Hátíðamót íþrótta- og
leikjanámskeiða hefst á Kaplakrika
kl. 10.00 og á sama tíma keppa
yngir flokkar Hauka og FH á Víði-
staðatúni.
Að venju verður Hátíðastund í
Hellisgerði og mun Lúðrasveit
Hafnarfjarðar og Karlakórinn
Þrestir byrja dagskrána þar
kl. 13.30. Fimmtán mínútum seinna
verður séra Einar Eyjólfsson með
helgistund.
Kl.14.15 hefst skrúðganga frá
Hellisgerði og gengið verður frá
Hellisgötu um Reykjavíkurveg,
Amarhraunið til suðurs, Tjamar-
götu, Lækjargötu og svo Fjarðar-
götu að Thorsplani.
Á planinu hefst svo dagskrá
með hefðbundnu sniði kl. 15.00.
Auk skemmtiatriða verður niður í
bæ, skátatívolí, minigolf og hesta-
leiga.
I íþróttahúsinu við Strandgötu
hefst svo handknattleikur kl.17.00
milli meistarflokks Hauka og FH.
Kl.20.30 hefst kvöldskemmtun
á Thorsplani þar sem hljómsveitin
Stjómin leikur m.a. fyrir dansi. Kl.
21.00 hefst í Vitanum dansleikur
þar sem hljómsveitin Gömlu brýn-
in leikur gömlu og nýju dansana til
kl.01.00.
Akranes:
Fánahylling skáta hefst á Akra-
torgi kl. 10.00. Hátíðarmessa verð-
ur síðan kl. 13.00 í Akraneskirkju
þar sem nýstúdentinn Anna Hall-
dórsdóttir heldur stólræðuna.
Kl. 14.00 hefst hátíðardagskrá þeg-
ar henni er lokið verður haldið í
skrúðgöngu að íþróttahúsinu Vest-
urgötu við undirleik Skólahljóm-
sveitar Akraness. Skemmtunin
byijar þar kl. 15.00, þar sem margt
verður á dagskrá t.a.m. skemmtiat-
riði, leikir o.fl. Um kvöldið
kl.20.30 verður síðan hátíðardag-
skrá í Brekkubæjarskóla og verður
hún í umsjá Tónlistarfélags Akra-
ness. Kl.21.00 hefst svo dans í
íþróttahúsinu og verður þar dansað
fram á nótt. I Rein mun einnig
verða dansað. Hinn eldhressi G.G.
kvartett sér um að spila lög fyrir
gömlu dansana eins og þeim er
lagið.
Landbúnaðarráðuneytið
Sérstök rekstrarlán
í fiskeldi
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita sérstök
rekstrarlán til fiskeldis kr. 150 miljónir á þessu ári
og 150 miiljónir á árinu 1992.
Auglýst er eftir umsóknum vegna ofangreindara
lána.
Umsókninni skulu fylgja:
1. Endurskoðaðir ársreikningar ársins 1990.
2. Yfirlit yfir sölu og framleiðslu 1990 og 1991.
3. Birgðaskýrslur áranna 1990 og 1991.
4. Viðskiptamannalisti 31.5 1991.
5. Eldis- og greiðsluáætlun fyrir árið 1991.
6. Önnur atriði sem umsækjandi telur að skipti máli
við afgreiðslu lánsbeiðninnar.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þriðjudag-
inn 25. júní til landbúnaðarráðuneytisins Rauðarár-
stíg 25 150 Reykjavík.
Ungt fólk gegn her
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1991