Þjóðviljinn - 15.06.1991, Page 2
Hefur utanríkisráðherra
umboð ríkisstjómarinnar?
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur látið
hafa eftir sér í DV að „gagnkvæmar veiðiheimildir á
milli íslands og Evrópubandalaasins séu alls ekki útilok-
aðar ef þær verði til þess að Islendingar fái tollfrjálsan
aðgang að mörkuðum bandalagsins fyrir fiskafurðir."
Þetta eru vond tíðindi sem vekja strax þá spumingu
hvort samband kunni að vera á milli þeirra og fréttar sem
birtist á forsíðu Morgunblaðsins í fýrradag, þar sem fram
kemur að Spánverjar séu nú að sækja í sig veðrið og
hafi ítrekað kröfu um veiðiheimildir við ísland í skiptum
fyrir tollfrjálsan aðgang fyrir fiskafurðir að mörkuðum EB.
Getur verið að Spánverjar finni að bilbugur sé á íslensku
ríkisstjóminni og því sé lag til að herða nú róðurinn inn í
fiskveiðilögsöguna hér við land?
Utanríkisráðherra er greinilega að gefa undir fótinn
um að tekin verði upp ný skilgreining á algerri neitun ís-
lendinga á að hleypa EB-flota inn í fiskveiðilögsöguna í
skiptum fýrir aðgang að markaði. Ráðherrann segir að ef
við fáum aðgang að fiskimiðum EB á móti þá væri ekki
verið að „láta einhliða veiðiheimildir í staðinn.”
Hingað til hefur enginn utanríkisráðherra haft nokkurt
umboð frá íslenskri ríkisstjóm til að gefa í skyn að íslend-
ingar væri tilkippilegir að veita flota EB aðgang að ís-
lenskum fiskimiðum. Þetta umboð hafði Halldór Ás-
grímsson fýrrverandi sjávarútvegsráðherra t.d. ekki þeg-
ar hann átti tal við forystumenn í EB fyrir nokkrum
misserum og mun hafa gefið eitthvað álíka til kynna og
Jón Baldvin er opinskátt að opna á nú.
Afdráttariaus neitun íslendinga á að hleypa EB-skip-
um inn í íslenska fiskveiðilögsögu hefur hingað til verið
tekin sem traustur vitnisburður um þá miklu sérstöðu
sem íslendingar hafa í samfélagi Evrópuþjóöa. Og það
er þessi neitun og alger samstaða um hana hér á landi
sem m.a. hefur skapað (slendingum sterka samnings-
stöðu.
í samningaviðræðunum um EES hafa Spánverjar
haldið fastast á þeirri kröfu að fá aðgang að fiskimiðum
við ísland. Allar fréttir af samningunum benda til þess, að
þeir hafi smátt og smátt verið að einangrast, og áhrifa-
mestu aðilamir í EB hafa tekið undir þann skilning að ís-
lendingar hafi algera sérstöðu. Enda þótt Spánverjum sé
nokkur vorkunn að fá ekki að veiða þann fisk sem þeir
vilja þá eru þeir eins og aðrar fiskveiðiþjóðir sinnar gæfu
smiðir í þeim efnum. Fiskistofnar innan lögsögu EB-
landa eru flestir afar illa famir vegna ofveiði. Bandalagið
hefur ekki haft nokkra burði til að stjóma veiðunum svo
vit sé í, með hörmulegum afleiðingum.
íslendingar hafa komið á hjá sér fiskveiðistjómun
sem, hvað sem um hana má segja, hefur þó haldið
nokkuð í horfinu, sókn í stofnana er skaplega stýrt, en
það er ekki uggi til skiptanna fýrir aðra. Það væri því
undarlegt ráðslag á tímum umhverfisvemdar og aðgátar
í umgengni við lifandi auðlindir ef íslenskum flota væri nú
stefnt á ofveidda fiskistofna EB- landanna og EB-flota
yrði hleypt á íslandsmið þar sem heimamönnum er
bannað að veiða meira en þeir gera nú.
Ummæli Jóns Baldvins komu Eyjólfi Konráði Jóns-
syni formanni utanríkismálanefndar á óvart er Þjóðviljinn
ræddi við hann í gær. Þrátt fyrir það getur utanríkisráð-
herra ekki verið einn í ráðum um meðferð mála á loka-
stigi samninga um EES. Þar hlýtur ríkisstjómin öll að
bera ábyrgð, og varia leikur vafi á að fóstbræðumir úr
Viðey hafi samráð um það sem gert er. í Ijósi ummæla
Eyjólfs Konráðs og forsögu málsins er því eðlilegt að
spyrja: Talar utanríkisráðherra í nafni ríkisstjómarinnar,
eða er hann aðeins að tjá eigin hugrenningar?
hágé.
I>JÓT)VTT.TTNN
Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
34
LIPPT & SKOMIÐ
Rak í roga stans
Samningaviðræður um Evr-
ópskt efnanagssvæði munu að
sögn komast á lokastig á næst-
unni. Eins og ffam kemur í leið-
ara Þjóðviljans í dag hefúr Jón
Baldvin Hannibalsson sagt að til
greina geti komið að semja um
gagnkvæmar vejðiheimildir á
EB-miðum og Islandsmiðum.
Fróðlegt er að sjá viðbrögð Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar, for-
manns utanríkismálanefndar við
essum ummælum Jóns. „Hafi
laðið (DV) rétt eftir ráðherran-
um er hér um brot að ræða á
þeirri stefnu sem við höfum hafl
í þessum málum í ein 30 ár,“ er
haft eftir Eyjólfi í Nýju Helgar-
blaði í gær. Seinna sama dag
kom svo DV með nýtt viðtal við
Eyjólf. Þar segir m.a.:
„Mig rak í rogastans þegar ég
sá viðtalið við Jón Baldvin í DV
þar sem hann útilokar ekki alveg
gagnkvæmar veiðiheimildir, það
setti bæði ugg og urg í mig.“
Gagnkvæmar heim-
ildir koma ekki til
greina
Þá segirEyjólfur:
„Þetta hefur ekki komið til
greina í þrjá áratugi og gerir ekki
ennþá. Það ef engin stefnubreyt-
ing af hálfii íslendinga. Við for-
um ekki, fimmtán árum eftir að
breskir togarar sigldu út fyrir, að
hleypa þeim inn og Spánverjum í
ofanálag.
Það var kveikt á þessu fyrir
tveimur árum af Halldóri Ás-
grímssyni, þáverandi sjávarút-
vegsráðherra, og. fékk hann mik-
ið bágt fyrir. Eg sagði meðal
annars í þingræðu að Halldór
hefði verið umboðslaus að þvæl-
ast um lönd Evrópubandalagsins
að fjalla um þessi mál.“
DV spyr hvort að af hans
hálfu (þ.e. Eyjólfs) komi ekki til
reina að ræða gagnkvæmar
eimildir.
„Nei. Það sýnir sig að ef
ieim er réttur litli puttinn taka
jeir höndina alla. Enda er þetta
comið ffam. Af fféttum ma sjá
að nú gera Spánverjar ekki bara
kröfú um veiðiheimildir, heldur
líka um að fá að eiga veiðiflot-
ann.
Það er hvergi gert júð fyrir
veiðiheimildum við Island í
samnjngnum (friverslunarsamn-
ingi Isl. og EB frá árinu 1972).
Menn geta náttúrlega farið fram
á hvað sem er, en það hefur eng-
inn ábyrgur stjómmálamaður ljað
máls á þessu í 30 ár fyrr en fyrir
tveimur árum af hreinum mis-
skilningi.“
Hér umgengst Eyjólfur Kon-
ráð sagnffæðina nokkuð ffjáls-
lega, en kannski sleppur hann
fyrir bláhom. Svo vill nefhilega
til að „ábyrgir stjómmálamenn"
léðu máls á veiðiheimildupi fyrir
útlendinga fyrir 30 ámm. 1 mars-
mánuði árið 1961 samdi Við-
reisnarstjómin við Breta um
veiðiheimildir innan 12 mílna
fiskveiðilögsögunnar sem þá var
í gildi. Bretar fengu veiðiheim-
ildxr í þrjú ár, en viðurkenndu 12
mílumar. Aftur á móti var í
samningnum alræmt ákvæði sem
fól í sér að Bretum skyldi til-
kynnt um frekari útfærslu físk-
veiðilögsögunnar með 6 mánaða
fyrirvara. Risi ágreiningur skyldi
honum vísað til Alþjóðadóm-
stólsins í Haag. Um samninginn
var svo deilt bæði þá og síðar, en
honum var í rauninni rift einhliða
af vinstri stjóminni sem sat
1971-1974 og færði fiskveiðilög-
söguna út í 50 mílur.
En þetta er útúrdúr og sagn-
fræði. Meira um það sem Eyjólf-
ur Konráð hefur að segja um
málin eins og sakir standa. DV
spyr hvort hann geri engan grein-
armun á einhliða veiðiheimildum
eða gagnkvæmum.
„Eldki nokkum mun. í fyrsta
lagi hafa þeir ekkert að bjóða.
Það er ekkert sem við sækjumst
eftir og því skyldum við ekki
getað fiskað betur í okkar eigin
landhelgi en þeir. Þetta er em-
göngu gert til að troða okkur inn
í samninga um okkar eigin land-
helgi við einhverja menn. Það
hefur verið gjörsamlega ffáleitt
til þessa.“
— Nú leyfum við vinum okkar
Færeyingum að veiða í landhelgi
okkar. Ertu þá á móti því?
„Ég hef stutt það hingað til,
hvort sem það á að gerast lengur
eða ekki.“
- Þarf utanríkismálanefhd Al-
þingis að samþykkja samninga
um gagnkvæmar veiðiheimilair
við önnur lönd?
„I lögum um þingsköp segir
að ríkisstjómin skuli ráðgast við
utanríkismálanefnd jafnt þegar
þing situr og þegar það er eldci
að störfum. Þetta er því laga-
skylda. Orðrétt segir: „Utanríkis-
málanefnd skal vera ríkisstjóm-
inni til ráðuneytis um meiri hátt-
ar utanríkismál, enda skal ríkis-
stjómin ávallt bera undir hana
slík mál jafht á þingtíma sem í
þinghléum.“ Að mínu mati getur
ríkisstjómin því ekki gert neitt í
þessu máli án þess að ráðgast við
nefhdina áður.“
Hvað er kristaltært?
Það fer ekki á milli mála
hvað Eyjólfúr Konráð á við. En í
Morgunblaðinu í gær var rastt við
annan mann um sama mál. Sá
heitir Þorsteinn Pálsson og situr í
stóli sjávarútvegsráðherra. Þor-
steinn segir:
„Það liggur alveg ljóst fyrir
að við emm ekki tilbúnir til að
ræða veiðiheimildir í skiptum
fyrir tollftjálsan aðgang að mörk-
uðum EB. Sú afstaða hefúr verið
kristaltær af okkar hálfú og mun
ekki breytast.“
Hér fer heldur ekkert á milli
mála. Tollfrjáls aðgangur að
markaði verður ekki greiddur
með veiðiheimildum. Kristaltært,
ekki satt?
Síðan rekur Morgunblaðið
ffekar kröfur Spánverja, sem em
meðal annars um að EB ríkjum
verði leyfðar fjárfestingar í sjáv-
arútvegi EFTA-landa. Enn segir
Þorsteinn:
„Þeir sem em aðilar að Evr-
ópubandalaginu ættu nú að vita
það manna best, að þeir hafa
nafnað kröfum okkar um ffí-
verslun með sjávarafúrðir, vegna
þess að þeir ætla sér að viðhalda
áffam styrkjakerfi í sjávarútvegi.
Og það liggur í augum uppi að
það er ekki hlustað á kröfúr Evr-
ópubandalagsins um ffjálsan að-
gang til fjárfestinga í sjávarút-
vegi við slíkar aðstæður og ég er
í meira lagi hissa á að þeir slaili
láta svona lagað út úr sér þegar
komið er á lokastig þessara
samninga.“
Frétt Morgunblaðsins lýkur
svona:
„Utanríkisráðherra hefur ný-
lega sagt að skipti á gagnkvæm-
um veiðiréttindum komi til
greina í teng^lum við sjávarút-
vegssamning Islendinga og Evr-
ópubandalagsins. Þorsteinn sagði
um þetta, að menn hefðu alltaf
verið tilbúnir til að ræða gagn-
kvæman samstarfssamning. „Það
á ekkert skylt við það aö veita
veiðiheimildir fyrir tollfríðindi,
og er því alveg óviðkomandi,“
sagði Þorsteinn Pálsson."
Þegar grannt er skoðað kem-
ur í ljós að sjávarútvegsráðherra
er fjarri því jafh skýrmæltur og
flokksbróðir hans Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson. Engir segjast vilja
veita veiðiheimildir fynr tollfríð-
indi, varla að Jón Baldvin nefni
það opinskátt. Er þá kannski
öðru máli að gegna um veiði-
heimildir í samstarfssamningi
sem líkt og af tilviljun yrði gerð-
ur um leið og samningur um toll-
frjálsan aðgang að markaði EB?
Hvað er kristaltært í orðum
Þorsteins Pálssonar?
hágé.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1991
Síða 2