Þjóðviljinn - 15.06.1991, Qupperneq 11
/7r?ENNPfG
r
Utboð
Ástarljóð bílanna,
Stefán Steinsson og Bókaútgáf-
an Norðan niður hafa sent frá sér
iúmlega 100 blaðsíðna ljóðabók sem
heitir Ástarljóð bílanna. Bókin er
þokkaleg útlits. Höfundurinn er
læknir i Búðardal, fæddur á Seyðis-
firði árið 1958.
Aftan á bókarkápu segir m.a.:
Þessi bók geymir ástarljóð Rússa-
jeppanna og Land-Roveranna, eins
og konan sagði og gæti því átt erindi
til íslendinga. Svona efni er kallað
ljóð nú til dags, en ef menn vilja það
ekki, af þvi að kveðskapurinn er
stuðlalaus, þá lætur höfúndur kost á
því að tala um vangaveltubók. Sá
kostur er einkum gerður bændum;
bústólpum lands vors, þeim er eiga
fé mikið og ffitt.
Ástæðan fyrir þvi að þessi kápu-
texti er birtur hér með umfjöllun um
þessa bók er sú að hann gefúr eigin-
lega ansi góða mynd af viðhorfi höf-
undar til skáldskapar síns. Það er
uppfúllt af hressilegri léttúð. I ljóð-
unum sjálfúm ber óvenju mikið á
bjartsýni og lífsgleði.
Áður en lengra er haldið má
kannski minna á að þvi er oft þannig
varið með ljóð, séu þau góð, að þau
virka eins og stækkunargler á ein-
hveija sérstaka tilfmningu, gera hana
sýnilega. Ef þau gera það ekki er
svolítið hætt við að þau renni út i
sandinn, verði svosem ekki neitt
neitt.
Við lesendumir hljótum held ég
alltaf að efast svolítið um þær til-
finningar eða þau viðhorf sem ljóðin
draga ffam eða með öðrum orðum
það sem birtist undir þessu stækkun-
argleri svo að aftur sé vísað til þeirr-
ar myndar. Skorturinn á algerri vissu
um tilfinningar og viðhorf annarra er
með öðrum orðum nálægur í ljóða-
gerð eins og annars staðar.
Ljóð Stefáns Steinssonar verða
best þegar bjartsýni og lífsgleði
komast í raunverulegan brennipunkt.
Það gerist þegar eitthvað af öðm tagi
kemst að; þegar inn í myndina kem-
ur einhvers konar samanburður sem
sýnir lesanda áherslur höfundar. Til
dæmis um þetta gæti ég nefnt kvæði
sem heitir: „Niður fljótsins“. Þar er
dauðinn eðlilegur, en þeir sem vinna
við að ffesta honum verða svolítið
broslegir. Kvæðið hefst á þessum
línum:
„Konan vill deyja. Hún fússar
við pillum og löngum þvættingi
uppörvandi starfsliðs.“
„þvættingur uppörvandi starfs-
liðs“ fær merkingu sína af því að
hann fer ffam við banabeð.
Margir munu hallast að því að
of lítið sé ort og skrifað um jákvæð
viðhorf til tilverunnar, en það er
kannski vegna þess að fyrr en varir
vill kveðskapur af því tagi enda í
einhvers konar hressilegheitamgli
sem er í sjálfú sér afar óskáldlegt.
Það er óskáldlegt vegna þess að
flestar þjóðarklisjur okkar Islendinga
ganga að einhveiju leyti út á það
hvemig afgreiða megi allan vanda
með hnitmiðuðum reddingum og
heiðríkju í augum.
Þegar lakast tekst til hjá Stefáni
Steinssyni þá verður kveðskapurinn
eilítið billegur, einmitt á þann hátt.
Heildaráhrifin af þessari bók em
engu að síður frekar jákvæð. Hún
skiptist í nokkra tölusetta kafla og
það er fjórði kafli sem fjallar um ást-
ir bíla. Ekki hef ég mikla trú á því að
áhugi ljóðaunnenda á bílum vaxi sér-
lega mikið við að lesa þessi ástar-
ljóð, en það gæti vel virkað á hinn
veginn. Þeir sem t.d. em uppteknir af
bifreiðategund sem heitir Mazda
gætu fengið aukna trú á nútímaljóð-
um við að lesa þetta kvæði:
Samband í bígerð
Ómikiá drukkinn
duflaði ég við hina ávölu Mözdu
lengi fram eftir kvöldi
og taldi um meinlaust dufl að
rœða.
En ég uppgötvaði um seinan
að það var tundurdufl.
Mér finnst ég ekki geta lokið
þessum hugleiðingum öðmvfsi en
nefha að Stefán víkur að Njálu oftar
en einu sinni í bók sinni. Hún er
honum hugstæð og hann yrkir m.a.
minni hennar:
Minni Njálu
Skyldu hestamir
aldrei hafa orðið hissa
þegar menn voru bara höggnir
og duttu snögglega af baki þeim
dauðir?
-kj
Stefán Þorvarðsson
skipasmiður
Fæddur 15. júní 1911 — Dáinn 3. apríl 1991
Aðeins tveimur og hálfúm mán-
uði fyrir 80 ára afmæli sitt var Stef-
án Þorvarðsson skyndilega burt
kallaður þann 3. apríl síðast liðinn.
Hann vr elsta bam foreldra
sinna, þeirra Pálínu Stefánsdóttur
og Þorvarðar Kristóferssonar, sem
bjuggu á Dalshöfða i Fljótshverfi.
Hann var af þeirri kynslóð, sem
lifði hvað mestar breytingar, ffá
þeim tíma sem hann ólst upp austur
í Fljótshverfi á ámm fyrra striðsins
og frarn að krepputímanum, þar til
hann ásamt fleirum setti á stofn sitt
eigið fyrirtæki, Skipasmiðastöð
Njarðvikur, en þá hafði seinna stríð-
ið breytt miklu hjá íslendingum.
Ungur varð hann fyrir þeirri
sorg að missa konu sina, Lovísu
Sigurðardóttur ífá Maríubakka í
Fljótshverfi, en hann lét ekki bugast
og settist á skólabekk og aflaði sér
réttinda í skipasmiði, þótt hann væri
kominn yfir þrítugt.
Seinni kona hans varð Ragna
Skúladóttir ffá Mörtungu og byggði
hann þeim hús suður í Njarðvik, þar
sem hann vann lengi við fyrirtæki
sitt og sat í stjóm þess. Seinna
byggði hann hús í Kópavogi og
bjuggu þau þar síðan.
Böm þeirra em Sigríður, loff-
skeytamaður, búsett á Seyðisfirði,
og Þorvarður Skúli, tækniffæðingur,
búsettur í Danmörku. Bamabömin
em þrjú.
Stefán var ákaflega hlédrægur
maður og dulur, en þeir sem hann
þekktu vissu, að þar fór traustur
maður og vandaður. Hann var
heimakær og heimsótti helst ffænd-
ur sína og sveitunga og átthagamir
áttu ætíð sterk ítök í honum.
Góður drengur er genginn. Við
vottum Rögnu og bömum þeirra
samúð okkar og biðjum guðs bless-
unar.
Vigdís, Rannveig
og Ragnhildur.
V
r
Suðuriandsvegur,
Vorsabær -
Seljaland 1991/1992
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í
ofangreint verk. Lengd vegarkafla:
10,1 rúmkílómetrar, fyllingar 147.000
rúmmetrar.burðarlag 24.000 rúmmetr-
ar.
Verki skal lokið 15. maí 1992.
Utboðsgögn verða afhent hjá Vega-
gerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavik,
Borgartúni 45, (aðalgjaldkera) frá og
með 18. júní 1991.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fyrir kl. 14:00 þann 8. júlí, 1991.
Vegamálastjóri
~\
Útboð
Vatnsfjarðarvegur 1991
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í
endurfagningu 10,6 km kafla úr
Reykjafirði á Vatnsfjarðames í (sa-
fjarðardjúpi.
Helstu magntölur: Neðra burðarlag
20.000 rúmmetrar, fyllingar 39.000
rúmmetrar.
Yerki skal lokið 15. nóvember 1991.
Utboösgögn verða afhent hjá Vega-
gerð rikisins á (safirði og i Reykjavík,
Borgartúni 5, (aðalgjaldkera) frá og
.með 18. júni 1991.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fyrirkl. 14:00 þann 1. júlí 1991.
Vegamálastjóri
r
Utboð
Hellisheiði 1991.
Vegagerð ríkisins mun á næstunni
bjóða út lagningu Hlíðarvegar (917)
um Hellisheiði frá Hellisá að Fjallshól-
um alls um 8 km.
Helstu magntölur verða h.u.b.: Fylling-
ar 150.000 rúmmetrar, neðra burðar-
lag 20.000 rúmmetrar og röraræsi 200
metrar.
Verkinu skal lokið haustiö 1992.
Þar sem vinnusvæðið liggur hátt (í
345-655 m hæð) og framkvæmdatimi
er af þeim sökum stuttur, verður að
leggja áherslu á mikinn framkvæmda-
hraða.
Þeir verktakar sem áhuga hafa á
þessu verki geta fengið afhentan
kynningarbækling hjá Vegagerð ríkis-
ins á Reyðarfirði og í Reykjavik (aðal-
gjaldkera) frá og með 19. þ.m.
Mælt er með því að væntanlegir bjóð-
endur kynni sér auk þess aðstæður á
vinnusvæðinu með skoðunarferð
þangað.
Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði
afhent á sömu stöðum frá og með 1.
júlí 1991 og að tilboðum verði skilað
aðeins viku síðar.
Vegamálastjóri
RAFRUN H.F.
Smiðjuvegi 11 E
Alhliða rafverktakaþjónusta
Allt efni til raflagna
Sími 641012
GLÓFAXIHF.
ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SÍMI: 3 42 36
Lekur hjá þér þakið?
Haíðu þá samband við mig og
ég stöðva lekann!
Upplýsingar í síma 91-670269
Varahlutir í hemla
Hemlaviðgerðir
Hjólastillingar
VélastHlingar
Ljósastillingar
Almennar viðgerðir
Boröinn hf
SMIÐJtmGI 24 SÍMI 72540
Blaðberar óskast í:
Hafnarfjörð
Smáíbúðah verfi
Hafið samband við afgreiðslu í
síma 681333.
Þjóðviijinn
Síða 11
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1991