Þjóðviljinn - 15.06.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.06.1991, Qupperneq 8
Q ex verkalýðsfélög á Suðurnesjum hafa gert samkomulag við Atlantal hf., þar sem fjallað er um væntanlegan kjarasamning milli aðilanna. Samkomulag þetta hefur mælst misjafnlega fyrir og hafa verkalýðsfélögin orðið fyrir gagnrýni frá forystumönnum Alþýðusambandsins og V innuveitenda- sambandsins fyrir að skapa hér óæskilegt fordæmi. Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefiavíkur og nágrennis, sem er stærst viðkomandi félaga, er tekinn á beinið vegna þessa. A Sveinþór Þórarinsson spyr Mynd: Kristinn Fyrirkomulagi kjarasamninga þarf að breyta Hver er ávinningur verka- lýðsfélaganna á Suðurnesjum af samkomulaginu við Atlantal? - Með samkomulaginu treyst- um við ramma væntanlegs kjara- samnings. Það þurfti að gera og þá einkum til að tryggja að sá þáttur sé klár þegar ákvörðun verður tek- in um hvort hér verður álver eða ekki. Þetta er ekki þýðingarminni þáttur heldur en orkusamningurinn við fyrirtækið. Lá vilji félaganna á Suður- nesjum til að gera langtíma- samning fyrir, þegar ákvörðun var tekin um staðsetningu ál- versins? - Við ræddum það mjög ítar- lega í félögunum. Ut af fyrir sig var staðsetningin ekkert rædd sér- staklega, en við töluðum um hvemig bæri að standa að þessum málum og ákváðum þá að standa saman að samningagerðjnni. Það atriði sem er einstakt á Islandi er að þrátt fyrir mörg félög og ólíkar áherlsur verður talið upp úr einum potti. Heldur þú að þessi vitneskja hafi haft endanleg úrslit á stað- setningu álversins? - Eg býst við að það hafi skipt máli. En ég bendi á að þeir á Akur- eyri höfðu boðið nákvæmlega það sama. Hefði ekki verið eðlilegt að bera svona stefnumarkandi sam- komulag undir almenna félags- fundi í viðkomandi félögum? - Þetta er dálítið einstakt, því það er enginn farinn að starfa sam- kvæmt þessum samningi, sem íjallar um grundvöll vinnubragða en ekki kaup og kjör. Enginn þeirra starfsmanna sem þama er um að ræða er í vinnu hjá fyrirtækinu. Þess vegna ákváðum við að fara þessa leið. Fari svo að menn uni ekki við þessa ábyrgð sem stjóm- imar hafa tekið á sig þá geta félag- amir fellt þær. Þessar stjómir hafa ákveðið að standa og falla með því sem þær gerðu. Betri aðferð var ekki til, nema þá með allsherjarat- kvæðagreiðslu og það er ansi svifaseint í stóru félagi eins og ég er formaður fyrir. Er fyrirmynd að samkomu- laginu sótt til erlendra stórfyrir- tækja? - Nei, en hins vegar er það mjög algengt í Ameríku og Evr- ópu, og þar sem verkalýðsfélögin eru hvað sterkust eins og í Þýska- landi og á Norðurlöndum að gera svona langan samning. Ég vil nota tækifærið og leið- rétta þann misskilning sem fram hefur komið í Þjóðviljanum að verkfallsréttinum hafi verið fómað. Sá sem gerir tveggja ára samning er með friðarskyldu í tvö ár. Eins er það ef maður gerir fimm ára samning þá hefur maður friðar- skyldu í fimm ár. Félagið sem þú ert formaður fyrir er langstærst þeirra félaga sem að samkomulaginu standa. Verður félagið í reynd ekki einr- átt um samningsgerð, þar sem telja á upp úr einum potti? - Nei, það verður það ekki, enda viljum við ekki vera það. Við vinnum að þessu saman og viljum ekki ljúka samningagerð fýrr en samstaða hefur náðst. Þetta er eins og gerist í samfloti innan Alþýðu- sambandsins og Verkamannasam- bandsins. Hvernig á að tryggja að það verði ekki? - Við höfum gert samkomulag um þetta atriði og það er því bund- ið að öll félögin verða að ná sam- komulagi um samninga. Örn Friðriksson varaforseti ASI segir að samkomulagið geti orðið fordæmi að samningum við önnur erlend fyrirtæki og hætta sé á að samningar til svo langs tíma veiki samtakamátt hreyfingarinnar. Ertu sammála þessu? - Þessu er ég mjög ósammála. Ég vil minna á að þegar ISAL kom hingað var svipað samkomulag gert af Snorra Jónssyni sem síðar varð_ forseti Alþýðusambandsins og Óskari Hallgrímssyni. Verka- lýðshreyfingin á íslandi er þannig skipulögð að samningsrétturinn er hjá hveiju einstöku félagi. Alþýðu- sambandið eða Verkamannasam- bandið hefur engan samningsrétt. Það fordæmi sem verður i þessu samkomulagi verður þá hjá félög- unum sjálfum. Ég er ekki ósáttur við að fyrirkomulag samninga á Is- landi breytist, enda tel ég að þess þurfi. Við gætum náð betri árangri með því móti. Höfðuð þið eitthvert samráð við Alþýðusambandið eða Verkamannasambandið, sem þú ert varaformaður fyrir, við gerð samkomulagsins? - Nei, en menn þar vissu af því, að þetta væri í gangi. Þaðan kom engin ósk um neitt samráð í þessu máli. Við teljum okkur alveg fullfæra um að gera svona sam- komulag og þurfum ekki ráðgjöf nema við óskum eftir því sjálfir. Hefði slíkt samráð ekki verið eðlilegt, einkum með tilliti til þess að sum ákvæði þess gilda í allt að 35 ár? - Það sem gildir í 35 ár í sam- komulaginu er fyrirkomulag at- kvæðagreiðslunnar. Þetta finnst mér eðlilegt, enda er þessi tími líf- tími aðalsamningsins við Atlantal. Gerðuð þið kröfu til þess að Atlantal yrði ekki í Vinnuveit- endasambandinu? - Við gerðum þá kröfu að Atl- antal færi sjálft með sína samn- inga. , VSI túlkar það þannig að þið hafið bannað Atlantal að vera í þeirra félagi. Nú hóta þeir að taka áratuga samkomulag um forgangsrétt félaganna til vinnu til endurskoðunar. Kemur sam- komulagið ekki til með að valda ykkur, eða jafnvel heildarsam- tökunum, erfiðleikum af þessum sökum? - Eg get ekki ráðið geðsveifl- um innan Vinnuveitendasambands- ins., Hitt er annað að ef skipulag VSÍ er svo fomeskjulegt, að Atl- antal getur ekki verið í félagi með atvinnurekendum ef það fer sjálft með sína samninga, þá er það bara þeirra mál. Vinnuveitendasambandið hefúr víða um land reynt að bijóta niður þetta forgangsréttarákvæði. Verka- lýðshreyfingin hefur hingað til haldið því uppi. Það kemur mér á óvart að þeir séu að snúa þessu við núna. VSÍ hefur ekkert alræðisvald til að breyta kjarasamningum. Við munum halda á okkar málum. Formaður VSÍ, Einar Oddur Kristjánsson, segir að þið séuð að mismuna fyrirtækjum með því að gera betri samninga við erlent fyrirtæki en þau íslensku eiga kost á? - Þessi röksemdarfærsla er ein- kennileg. Ef hann á við lengd samningstímans, þá fer hann eftir aðstöðunni á hverjum tíma, hvem- ig að því er staðið. Við teljum okk- ur hafa gert skynsamlega hluti gagnvart væntanlegu starfsfólki og fyrirtæki sem verður að fá tryggð- an frið fyrstu starfsárin, líkt og IS- AL hafði. Ég vil benda á það að jafnvel í byggðarlaginu hans Einars Odds hefin- ekki verið verkfall í að minnsta kosti tuttugu ár, þannig er það viða um landið, svo þeir þurfa ekkert að kvarta í Vinnuveitenda- sambandinu. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.