Þjóðviljinn - 28.06.1991, Page 6
Víetnamska forustan yngd upp
Aukin einkavæðing á döfinni. Sunnlendingar aukast að áhrifum
Haldið upp á sigurinn (Víetnamstrfði f Ho Chi Minh-borg (Saigon) -fimm af 13 f stjómmálaráði eru nú frá Suð-
urlandinu.
Víctnamski kommúnista-
flokkurínn, sem er alráður
þariendis, skipti í gær um menn
í mörgum helstu stöðum og
embættum flokks og ríkis. Var
forustan yngd upp að nokkrum
mun og hlutur Sunnlendinga í
henni aukinn.
Breytingar þessar voru gerðar
á yfirstandandi þingi flokksins í
Hanoi, höfuðborg landsins.
Flokknum var í gær kjörinn
nýr aðalritari, þ.e.a.s. ffam-
kvæmdastjóri, sem samkvæmt
venju í löndum undir stjóm
kommúnista er helsti valdamaður
landsins. Hinn nýi aðalritari heitir
Do Muoi og er 74 ára að aldri.
Honum er lýst sem kyrrlátlegum
sáttamanni og er talið að honum
sé ætlað að jafna ágreininginn
milli íhaldsmanna, sem halda
vilja fast við fýrri stefnu flokks-
ins, og breytingasinna. Er Do
Muoi talinn hlynntari þeim síðar-
nefndu, sem auka vilja samkeppni
í atvinnulífi. Þeir em nú í sókn í
flokknum og benda breytingamar
á flokksforustunni til þess, auk
annars.
Do Muoi er af bændaættum,
starfaði á unga aldri sem húsa-
málari og hefur verið í flokknum
síðan 1939, er landið var enn und-
ir yfirráðum Frakka. I stjómmála-
ráði flokksins, sem mestu ræður
um stefnu hans, hefúr hann verið
síðan 1960 og forsætisráðherra
síðan 1988. Hann er aðeins ári
yngri en fráfarandi aðalritari,
Nguyen Van Linh, og er hafl eftir
mönnum kunnugum í Hanoi að
hann muni ekki verða lengi við
völd, heldur aðeins þangað til
flokkurinn hafi sæst á yngri mann
í stöðuna. Embætti forsætisráð-
herra gegnir hann áffam.
Af þeim, sem flokksþingið
kaus í 13 manna stjómmálaráð
flokksins em átta nýir og Sunn-
lendingar em þar fimm, tveimur
fleiri en áður. Flestir fomstu-
manna vietnamskra kommúnista
hafa hingað til verið úr norður- og
miðhémðum landsins, en ljóst má
vera af íjölgun Suður-Víetnama í
stjómmálaráðinu að áhrif þeirra í
fomstu flokks og ríkis fara vax-
andi. Er það í samræmi við það að
Sunnlendingar, léttari á bámnni
yfirleitt taldir en Norðlendingar,
em áhugasamari en þeir um ein-
staklingsframtak i atvinnulifi.
Meðalaldurinn í nýja stjóm-
málaráðinu er og talsvert lægri en
í hinu ffáfarandi, sem setið hefúr
að völdum frá flokksþinginu
1986. í ffáfarandi ráði vom flestir
fulltrúa á áttræðisaldri en í því
nýja em nokkrir kringum hálfsex-
tugt. Það er ekki hár aldur á ráða-
mönnum í ríki, sem bæði er
kommúniskt og konfúsíanskt.
Einn þeirra ráðamanna sem
formlega létu af völdum á flokks-
þinginu er Nguyen Co Thach, ut-
anríkisráðherra síðan 1980. Hefúr
hann á þeim árum orðið þekktur á
alþjóðavettvangi fyrir að tala máli
lands síns af skömngsskap og
fijálslega framkomu. Hann talar
ensku og frönsku reiprennandi.
Það flýgur fyrir að hann hafi hætt
vegna þess að ráðamenn í flokkn-
um kenni honum um að Víetnam
hefúr ekki tekist að koma á eðli-
legu sambandi við fyrri fjendur,
Bandaríkin og Kina. Nguyen Co
Thach er 68 ára.
Suður-Afríka hyggst undirrita NPT- sáttmála
Innanríkis-
ráðuneyti genn
Gorbatsjov?
Gorbatsjov Sovétrikjaforseti
telur að árás svarthúfúliða á aðal-
símstöðina í Vilnu, höfuðborg
Litháens, í fyrradag kunni að
hafa verið gerð með það fyrir
augum að spilla fyrir honum
meðal vesturlandamanna. Skýrði
Vítalíj Ignatenko, talsmaður for-
setans, frá þessum gmn hans í
gær. Gorbatsjov hefur verið boð-
íð á fúnd leiðtoga sjö mestu iðn-
ríkja heims i Lundúnum í næsta
mánuði og bindur miklar vonir
við þann fund. OMON-Iiðið,
öðm nafni svarthúfumenn, heyrir
undir innanríkisráðuneytið og
Borís Pugo, innanríkisráðherra,
sem er einn af forustumönnum
Isovéskra íhaldsmanna.
Gorbatsjov hefur fyrirskipað
Pugo að láta rannsaka málið.
Svarthúfúliðar þeir, sem sím-
stöðina tóku, sögðust gera það að
skipun Gorbatsjovs sjálfs.
Mannrán í
Kasmfr
Vopnaðir menn, að líkindum
kasmírskir skilnaðarsinnar,
námu í gær á brott sjö erlenda
ferðamenn, sex ísraela og hol-
lenska konu. Israelamir vörðust
og drápu,einn mannræningjanna,
en einn ísraeli var og drepinn í
þeirri viðureign.
Kasmír er fylki í Indlandi en
meirihluti landsmanna múslímar,
sem margir vilja annaðhvort
sjálfstæði fyrir fylkið eða sam-
einingu við Pakistan. Skilnaðar-
sinnar, sem reyna að koma sínum
málum áleiðis meö skærum og
hryðjuverkum, virðast nú teknir
upp á því að ráðast á útlendinga
til að vekja athygli á sér. Tveir
sænskir verkfræðingar, sem
skæruhópur einn kasmírskur
rændi í marslok, eru enn fangar
liðsmanna hópsins.
Eitraður reykur
varð 19 að
bana
19 manns, fiest ferðafólk á
efri árum, létu lífið í gær á hress-
ingarhæli á heilsulmdarstað í
Frakklandi, um 80 km vestur af
Toulouse. Varð þetta með þeim
hætti að eldur kom upp í þaki
hælisins er verkamenn, sem þar
unnu að viðgerðum, misstu á
þakið bráðnandi tjöru. Fylltist þá
sundlaugasalur hælisins, þar sem
margt fólk var statt, af eitruðum
reyk.
Sagði af sér og
lést
Jacques Correze, forstjóri
dreifingarkerfis franska stórfyr-
irtækisins l’Oreal, sem framleið-
ir snyrtivörur, í Bandaríkjunum,
sagði af sér þeirri stöðu á mið-
vikudag. Hafði hann þá verið
sakaður um að hafa tekið þátt í
yðingaofsóknum i París á árum
eimsstyijaldarinnar síðari.
Correze sagði það ósatt, en við-
urkenndi að hafa á fjórða og
fimmta áratugnum starfað í
ítölskum og frönskum fasista-
samtökum, sem stunduðu m.a.
hryðjuverk.
Correze kvaðst segja af sér til
ess að koma í veg fyrir að mál
etta spillti fyrir I’Oreal. Nokkr-
um klukkustundum eftir afsögn-
ina var hann látinn. Tilkynnt var
að banameinið hefði verið
krabbamein. Correze varð 79
ára.
Stjóm Suður-Afríku hét því í
gær að láta aldrei ffamleiða
kjamavopn, þar eð þeirra væri
ekki lengur þörf vegna breytinga í
alþjóðamálum. Jafnffamt til-
kynnti Pik Botha, utanríkisráð-
herra landsins, að stjóm hans
hefði ákveðið að undirrita sátt-
málann gegn útbreiðslu kjama-
vopna (NPT).
Margra mál er að Suður-Afr-
íka hafi þegar ffamleitt kjama-
sprengju og sprengt hana í til-
raunaskyni, en Botha kvað það
ekki vera sannleikanum sam-
kvæmt.
AD UTAN
Dagur
Þorleifsson
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júní 1991
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1977-2.fl. 10.09.91-10.09.92 kr. 891.074,72
1978-2.fl. 10.09.91-10.09.92 kr. 569.264,03
1979-2.fl. 15.09.91-15.09.92 kr. 371.129,25
INNLAUSNARVERÐ *)
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00
1985-1 .fl.A 10.07.91-10.01.92 kr. 48.160,44
1985-1.fl.B 10.07.91-10.01.92 kr. 31.023,86**)
1986-1.fl.A 3 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 33.196,34
1986-1 .fl.A 4 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 35.837,94
1986-1 .fl.B 10.07.91-10.01.92 kr. 22.881,23**)
1986-2.fl.A4 ár 01.07.91-01.01.92 kr. 30.626,10
1987-1.fl.A2 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 26.476,01
1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 26.476,01
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS