Þjóðviljinn - 28.06.1991, Síða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Síða 8
nýtt pJÓÐVILIINN Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f Framkvsemdasfjórl: Hallur Póll Jénsson Rltstjórar: Aml Bergmann, Helgi Guömundsson Umsjónarmaður Helgarblaös: Bergdís Blertedóttlr Fréttastjórl: Siguröur Á. Frlðþjófsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla:« 68 13 33 Auglýsingadelld: tr 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónuf I lausasölu Setnlng ogun Prentun: Oddl hf, Aðsetun Slöumúta 37.108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Brahma-lífselexír í pólitík Af stjórnarheimilinu berast nú þær fréttir að til standi að selja ríkisbankana, Lands- bankann og Búnaðarbankann. Fengnir hafa verið „erlendir sérfræðingar“ til að athuga málið. Hafa þeir eins og við var að búast komist að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi ekki að vasast í bankaviðskiptum. Jafnframt hafa þeir metið og vegið bankana og reiknað út að Búnaðarbankinn sé hið besta fyrirtæki, og þar af leiöandi góð söluvara, en Landsbank- inn aftur á móti síðri, þrátt fyrir stærðarmun- inn. Sú þekking sem hér hefur verið leitað eftir erlendis er einskis virði af þeirri einföldu ástæðu að sala ríkisbankanna er ekki tækni- legt úrlausnarefni heldur rammpólitískt mál. „Sérfræðiálitið" er því ekki til neins annars en að renna stoðum undir það pólitíska markmið að koma ríkisbönkunum í hendur einkaaðila. Ríkisstjórnin hefur gert einkavæðingu á sem flestum sviðum efnahagslífsins að eins- konar brahma-lífselexír í sinni pólitík og er sala ríkisbankanna í eðlilegu samræmi við það. Með því að selja bankana væri ríkið að afsala sér einu af mikilvægustu stjórntækjun- um í efnahagslífinu. Samkvæmt gildandi lög- um taka bankarnir sjálfir ákvarðanir um vexti. Um leið og ríkisbankarnir hafa verið seldir hafa einkaaðilar fengið fullkomið sjálfdæmi um þau vaxtakjör sem þjóðin verður að búa við á hverjum tíma. Pólitík ríkisstjórnarinnar snýst um það að koma málum svo fyrir að ríkisvaldið hafi sem allra fæst hlutverk á sinni könnu. Með þessu er verið að hefja til vegs kenningar sem geta gengið í ríkjum með milljónum íbúa og þó því aðeins að menn sætti sig við fylgifiska hins frjálsa markaðsbúskapar. í iðnríkjunum, sem við berum okkur saman við, eru margar millj- ónir manna atvinnulausar, fátækt og félags- leg vandamál eru himinhrópandi mitt í öllum þeim feiknalega auði sem þessi ríki hafa komist yfir á undanförnum áratugum. Ríkisstjórnin er á kafi í því að gera stór- felldar breytingar á þjóðfélaginu sem allar miða að því að fækka tækjum sem ríkisvaldið hefur til að hafa áhrif á þróun mála í landinu, og fá þau í hendur einkaaðilum, innlendum og erlendum. Með þessu áframhaldi breytist stjórnarráðið smátt og smátt í afgreiðsluskrif- stofur fyrir minniháttar erindi. Gengi sjávarútvegsins og einstakra greina hans er ákaflega mismunandi frá einum tíma til annars. Eigi að síður verður sjávarútvegur- inn áfram mikilvægasta atvinnugrein lands- manna. Aðstæðurnar kalla því á að stjórnvöld á hverjum tíma dragi úr áhrifum þeirra sveiflna sem óhjákvæmilega fylgir atvinnu- greininni. Dæmi um nauðsyn þessa eru rekstrarvandræði Síldarverksmiðja ríkisins og erfiðleikar rækjuvinnslunnar. Ráðherrar hafa gælt við þá hugmynd að gera SR gjaldþrota (sem er raunar tæknilega útilokað því fyrir- tækið er eins og hver önnur ríkisstofnun á ábyrgð ríkisins), vegna þess að í bili er ekki veidd loðna, og fyrirtækið hefur ekki tekjur á meðan. Rækjuvinnslan á í erfiðleikum um þessar mundir, fyrst og fremst vegna verðfalls erlendis. Nú horfir svo að mörg fyrirtæki í þessari grein verði gjaldþrota og hætti rekstri ef ekki verður að gert, með þeim afleiðingum að heil byggðarlög verða fyrir stórtjóni. Þau dæmi sem hér hafa verið tilfærð sýna svo ekki verður um villst að ríkisstjórnin tekur ekki mið af séríslenskum aðstæðum. Stefna hennar á rætur að rekja til hugmynda sem geta ekki átt við eins og málum er háttað hér á landi og hafa auk þess komið í veg fyrir nauðsynlegan jöfnuð í þeim þjóðfélögum þar sem þær hafa helst verið reyndar í fram- kvæmd. hágé. 0-ALIT 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.