Þjóðviljinn - 28.06.1991, Page 11
Blómlegt
mannlíf
[safjörður stendur ekki einn, ef Vestfirðir eru almennt að tæmast. Nú stendur atvinnulif með blóma hér i fjórðungnum, með vissum undantekningum,
sem sagt er frá í fréttum, segir Smári i viðtalinu. Mynd: Bæjarins Besta.
Nú, hvemig mér lítist á ffam-
tiðina? Því má svara bæði vel og
illa. Ég væri hins vegar ekkert að
basla við þetta, ef mér litist ekki
vel á framtíðina. En auðvitað er
ýmislegt neikvætt. Það er t.d.
fólksfækkunin hér á Vestfjörðum.
Þeim flutningum þarf að snúa við
og við getum það, ef við áttum
okkur á því, að aðalverðmætin
liggja í fólkinu sjálfu. ísafjörður á
sér langa og merka sögu, það em
líka verðmæti, og hér er gott
menningarlíf og sannarlega blóm-
legt mannlíf, og þama liggja aðal-
verðmæti okkar. Til þess að nýta
þessi verðmæti þurfum við að
hafa eitthvað til að lifa á og þar
em fiskveiðamar og kvótinn und-
irstaðan. Ég trúi því, að hér sé
hægt að búa áffarn og búa vel. Nú
erum við að fá hér jarðgöng, sem
menn em þakklátir Steingrími
okkar Sigfússyni og Alþýðu-
bandalaginu fýrir. Það mál er
grundvallaratriði og styrkir mjög
byggðina sem verður einn kjami
frá Dýrafirði og norður úr, 6-7
þúsund manna samfélag. Það er
eitt stærsta mál okkar Vestfirð-
inga að fá bættar samgöngur bæði
innan fjórðungsins og út úr hon-
um. Fólk nú vill greiðar samgöng-
ur. Og allt þróast þetta í rétta átt.
Framtíð ísafjarðar er samoftn
ffamtíð Vestfjarða, ísafjörður
stendur ekki einn, ef Vestfirðir em
almennt að tæmast. Atvinnulíf
stendur með blóma hér í fjórð-
ungnum, með vissum imdantekn-
ingum,_ sem sagt er ffá í fféttum.
Hér á ísafirði em erfiðleikar nú í
rækjuiðnaðinum og á því máli
verður að taka. En það er líka rétt
að velta því fyrir sér hvers vegna
þessi staða kemur upp, gengur vel
aðra stundina en erfiðleikar hina.
Af hveiju er ekki hægt að nota
feitu árin til að safha fyrir þau
mögm? Auðvitað er ekkert ein-
hlítt svar við því og ýmsar ástæð-
ur valda. Kvótamálið er t.d. mikil-
vægt hér. Þegar úthafsveiðar á
rækju hófúst að marki, þá komu
hér loðnuskip slypp og snauð, þar
sem lægð var í þeim veiðum.
Rækjuverksmiðjumar útveguðu
þeim veiðarfæri og komu þeim af
stað. Á þessum tíma öfluðu skipin
sér reynslu sem síðan var notuð til
að úthluta kvóta og auðvitað
gerðu Isfirðingar skyssu þama,
þeir áttu að keppa að því að eign-
ast hlut í þessum skipum til að
tryggja sér það, að kvóti, sem
mátti vera fyrirsjáanlcgur í ffam-
tíðinni, héldist heima, en því mið-
ur varð það ekki. Og nú verða
þessar sömu verksmiðjur, sem
komu þessum skipum á veiðar og
öfluðu þeim reynslu, raunvera-
lega að kaupa þessar veiðiheim-
ildir upp á nýtt.
- En hvað er þá hœgt að gera
i kvótamálunum almennt?
— Mér líst best á hugmyndir
Alþýðubandalagsins um byggða-
kvóta. Sjávarútvegurinn verður
áfram að vera dálítil veiði-
mennska, það er mikilvægt. Og
þá þarf að vera sveigjanleiki, t.d.
að tveir þriðju yrðu bundnir við
byggðarlag en einn þriðji færan-
legur. Ástandið er herfílegt eins
og það er núna, þegar verið er að
kaupa fiskinn í sjónum og borga
einhveijum fyrir. Það er auðvelt
að vera vitur eftir á, en við Vest-
firðingar hefðum betur áttað okk-
ur á þvi fyrr, að kvótinn var kom-
inn til að vera og tekið þátt í þessu
á þeim forsendum, keypt kvóta
meðan hægt var að ná í hann, eða
reynt að hafa áhrif á kerfið, í stað
þess að vera að mótmæla árangur-
slítið. Nú hæli ég ekki Sjálfstæð-
ismönnum fyrir að hafa enga
stefnu í þessum málum, en það er
skynsamlegt að setjast niður og
hugsa dæmið upp á nýtt og finna
einhveija þá stefnu, sem yfir-
gnæfandi meirihluti fólks getur
sætt sig við og er sæmilega útfær-
anleg.
En almennt höfum við hér
traust fyrirtæki og vel rekin. Við
erum að setja á stofn ffamhalds-
skóla Vestfjarða, enda era mögu-
leikar til náms mjög mikilvægir.
Við erum með öfluga heilbrigðis-
þjónustu hér, íjórðungssjúkrahús
og tannlækni og annað slikt, og
hún nýtist auðvitað miklu fleiri
eftir að göngin era komin. Ef við
viljum, er ffamtíðin björt. Ef við
hins vegar ætlum að vera hér í
volæði og sundrangu, þá eigum
við enga framtíð.
- Nú tekur þú við bcejarstjóra-
starfinu 1. ágúst. Hvers vegna
þú?
- Ja, það er m.a. vegna þess,
að ég er kunnugur bæjarmálun-
um, var formaður bæjarráðs og þá
alveg á kafi í þessum málum. Ég
hef verið skólameistari mennta-
skólans síðasta ár vegna leyfis
skólameistara, Bjöms Teitssonar,
og dró mig út úr bæjarmálunum
þetta ár og það þykir inér reyndar
gott. Manni hættir til að verða
íhaldssamur og það er gott að sjá
málin úr Ijarlægð. Þetta hefúr ver-
ið mér pólitísk endurhæfing.
Rótgróinn
heimamaóur
Nú, ég er heimamaður rótgró-
inn. Ég hef unnið með þessu fólki
flestöllu sem er í bæjarstjóm,
þetta era kunningjar mínir og vin-
ir og ég ætti þess vegna að geta
stuðlað að vinnufriði, þótt auðvit-
að geri ég ekkert einn. Ég verð
ekki pólitiskur bæjarstjóri, ég er
ráðinn samkvæmt samkomulagi
og ætla mér að ffamfylgja vilja
meirihlutans.
- Mér heyrist mönnum hér í
bœ almennt lítast vel á þetta, það
andar hlýju iþinn garð. Menn sjá
ekki eftir því ástandi sem rikt hef-
ur, þú hefur getið þér gott orð í
vetur fyrir stjóm þina á skólan-
um. Margir telja þig heppilegan i
þetta starf. Hins vegar hef ég
heyrt þeirri spumingu varpað
fram, hvort eklti verði erfitt fyrir
þig að hafa áhrif hvort þú fáiryf-
irleitt að ráða einhverju.
- Já. Sko, það á auðvitað eng-
inn einn að ráða, þetta verður að
vera samstarf og að sem flestir fá-
ist til að hugsa um bæjarfélagið
og hag þess. Nei, ég er alls ekki
smeykur við að ég fái ekki að ráða
nógu miklu. Ef ég fæ ekki að ráða
því sem ég tel eðlilegt að ég fái að
ráða, þá er það bara af klaufa-
gangi hjá sjálfúm mér. Hlutverk
hljómsveitarstjóra er að fá hljóð-
færaleikarana til þess að spila
saman, tónlistina til að hljóma
sem heild. Hlutverk bæjarstjóra
sem stjómanda er að fá skoðanir
fólksins til að hljóma saman og
mynda eina heild sem er þetta
bæjarfélag. Þetta verður bara allt
að koma í ljós. Ég hef líka góða
menn með mér, ekki síst Magnús
Reyni Guðmundsson, sem verið
hefur bæjarritari í tuttugu ár og
staðgengill bæjarstjóra. Hann
skilur fólk og er maður vinsæll,
og ég held að það sé ekki sist mik-
ilvægt að sinna vel mannlegum
samskiptum.
- Þá er spumingin: Hver er
maðurinn Smári Haraldsson?
- Ja, ég er karl á Isafirði. Ég er
sem sé heimamaður. Ég er alinn
upp í Grannavík í Jökulfjörðum
til ellefú ára aldurs, þegar byggð
lagðist af þar 1962. Ég upplifði
það ákaflega sterkt sem bam, þeg-
ar sú byggð lagðist af. Það er lík-
lega aðalástæðan til þess að ég hef
verið að basla í þessum félags-
málum hér. Mig langar til að
leggja mitt af mörkum til þess að
byggðir þurfi ekki að leggjast af,
fleiri hér en orðið er. Síðan ólst ég
upp á ísafirði, gekk hér í skóla, er
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1971, lauk námi í líf-
fræði frá Háskóla íslands, kom
hingað vestur og fór að kcnna við
Menntaskólann. Seinna var ég í
ffamhaldsnámi í Osló, en kom að
því loknu aftur vestur að Mennta-
skólanum. Ég er kvæntur Helgu
Friðriksdóttur, líffræðingi og
kennara, og við eigum, eina
dóttur, Elínu, og tvo stráka, Frið-
rik Hagalín og Halldór, sem heitir
eflir þeim ágæta sósíalista og
heimilisvini Halldóri heitnum Ól-
afssyni frá Gjögri.
Fólksflutningur
suður
Já, það var mjög sterk reynsla
fyrir mig, þegar byggðin í Jökul-
fjörðum lagðist í eyði. Ég hef líka
séð það, að þegar fólk flytur
vegna þess að staður fer í eyði, þá
flytur það sjaldnast allt. Það verð-
ur eflir af því. Þannig finnst mér
þetta hafa verið með Grannvík-
ingana. Það er allt annað þegar
fólk fer af fúsum og frjálsum vilja
vegna þess að það ætlar að hasla
sér völl annars staðar og ímyndar
sér að það hafi það betra þar. Þá
velur það sjálft að flytja. Én það
era mikil mannréttindi, að hinir
sem vilja fá að búa á sínum stað,
þeir fái að búa þar áffam.
— Stundum er sett upp svo i
blöðum fyrir sunnan, að fólkið á
þessum lítt skilgreinda stað
„Landsbyggð", það sé nánast í
einum allsherjar Síberiufanga-
búðum og þvi þurfi að gera kleift
að flytjast burt. Er þetta ekki öf-
ugt, fólkið sem býr i landinu vilji
almennt búa þar áfram en sjái sig
tilneytt til að flytja?
- Ég er sannfærður um það,
að fólk almennt vill búa áfram þar
sem það á rætur. Einhveijir vilja
auðvitað flytja, eins og gengur og
gerist. En af hveiju flytur fólk á
einn stað, á Stór-Reykjavíkur-
svæðið? Hvaða öfl era það í sam-
tímanum, sem flytja fólkið þang-
að? Nú er það auðvitað svo, að
fólk hefúr flutt á öllum tímum.
Þessa fólksflutninga er hægt að
skýra sögulega, út ffá aðstæðum
þá. Við getum með sögulegum
rökum skýrt af hveiju ísland
byggðist á sínum tíma, fólksfjölg-
un í Vestur-Noregi t.d. Eða af
hveiju þorp og bæir mynduðust á
Islandi með breyttum atvinnuhátt-
um. Hvaða þættir era það þá nú
sem valda því að fólkið flytur á
einn stað? Áuðvitað verður sagan
að skera úr, en ég held að þama
séu á ferð öfl sem hópa fólkinu
saman til að geta selt því eitthvað,
þjónustu eða vöra. Þessi öfl ráði
þessu, og hvemig gera þau það?
Þau ráða því með auglýsingunni
og þar hjálpast margt að, t.d. öll
umfjöllunin. Ég held nefnilega,
að það skipti ekki öllu máli hvað
er sagt um staði eða af hveiju þeir
era í fféttum, mestu skiptir lengd
þess tíma, sem viðkomandi staður
hefúr í eyrum manna. Sá staður
verður athyglisverður og hann
dregur til sín fólk.
Kvóti á fréttir
Fréttir snúast aðallega um það
sem gerist í Reykjavík, eðlilega,
þar er flest fólkið, auglýsingamar
sem við heyram úti um allt land
era fyrst og fremst frá fyrirtækj-
um í Reykjavík. Þama er eitthvað
spennandi að gerast og það dregur
til sin fólkið. Á tímum alls þessa
kvóta er spuming, hvort ekki ætti
að setja kvóta á fréttaflutning og
auglýsingar.
Á hveiju hausti flytja um 300
ungmenni burt af Vestfjörðum til
að fara í ffamhaldsskóla. Eflir
verða innan við 200. Þörfin fyrir
hvers konar fullorðinsfræðslu er
geysimikil um alla Vestfirði.
Þessari þörf fólksins verðum við
að sinna. Það munar miklu um
það líf sem fylgir unga fólkinu, en
þar að auki flytja þessi þijú
hundrað ungmenni með sér u.þ.b.
200 milljónir króna út úr fjórð-
ungnum. Og óvíst að þau snúi
heim aftur.
Jú, atvinnuástand hefúr vissu-
lega verið gott hér á Vestfjörðum
undanfarið, en samt flytur fólk.
Það er vegna þess, held ég, að at-
vinnulífið er þar ekki efst á blaði.
Það er mannlífið sjálff sem er
númer eitt. Það er ekki nóg að
hafa mikið að gera. ísafjörður
þrífst ekki sem verstöð, þar sem
fólk bara vinnur og sefiir. ísa-
fjörður þrífst aðeins á því mann-
lífi sem hér er og þeirri menningu
og þeirri sögu sem við eigum og
fólkinu sem hér býr, okkur sjálf-
um.
Eyvindur Eiríksson
Föstudagur 28. Júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11