Þjóðviljinn - 28.06.1991, Qupperneq 12
Sjarmi,
sál, saga...
Nýtt Helgarblað kannar antíkdelluna,
fer á búðarráp og veltir fyrir sér
hvað sé antík og hvað sé gamalt drasl á uppsprengdu verði
Það er einhver sjarmi yfir þessum gðmlu hlutum, óskilgreind
rómantík þess sem er liðið og kemur aldrei aftur: Gömul rósótt
kanna, þvottafat, snjáð sófasett með útskornum löppum. Munstruð
mjólkurflaska á hillu, fótstigin Singer saumavéi í horni...
Nostalgía, þátíð, eða fortíðar-
þrá segja sumir. Tískudella, segja
aðrir og hrista hausinn yfir ungu
fólki sem kaupir sófasett ffá stríðs-
árunum og eftirlíkingu af gamalli
kókauglýsingu á stofuvegginn í
nýju blokkanbúðinni.
Þetta er nýjasta „nýtt“: Antík
er inni, króm, gler og stál er úti.
Langt úti.
Ungt fólk er æst í gamla hluti
og skiptir ekki máli hvort hlutimir
eru frá tilteknum tíma, áratug eða í
einhveijum sérstökum stíl. Hver
og einn býr til eigin stíl og kaupir
hluti sem er bara til eitt eintak af.
„Það fylgir því sérstök tilfinning
að eiga eitthvað sem enginn annar
á. Hlut sem á sér sögu, hefur ka-
rakter,“ segir afgreiðslustúlka í
einni af tugum antíkverslanna
Reykjavíkur.
Hvað er antík
og hvað ekki?
Nýtt Helgarblað fór á búðarráp
í gær og kannaði innvols þessara
mjög svo fjölbreyttu verslanna þar
sem ótrúlegustu hlutum ægir sam-
an í hroðalegri óreiðu sem skapar
sérstakt andrúmsloft. Afar rólegt
andrúmsloft þar sem hið liðna
svífur yfir vötnum. Og líka ryk.
Það er margt að sjá, bæði „al-
vöm“ antík og lika gamalt dót sem
sumt er reyndar ekki svo mjög
gamalt. Og verðið er oftast í dúr
við aldurinn.
í Antíkbúðinni við Armúlann
má til dæmis finna glæsilegan
skáp frá Viktoríutímanum sem
kostar litlar 245.000 krónur. Og
líka emileraða kaffikönnu á 1.500
krónur. „En hún er ekki antík,“
Ó, þú gamla horfna tíö!
segir verslunareigandinn, Guðrún
Álfgeirsdóttir, sem opnaði þessa
búð fyrir einu og hálfu ári. Það er
skýr greinarmunur á antík og
„gömlum munum“ segir hún. Til
að teljast antík þarf hluturinn að
vera nálægt því hundrað ára eða að
minnsta kosti vera farinn að htlla á
þann aldur.
í Antíkbúðinni em aðallega
húsgögn og stærri húsbúnaður.
Stríðsárasófasett, danskur kónga-
stóll, hundrað ára spegill, eldfom
Myndir Kristinn
reiknivél og borðstofusett á virðu-
legum aldri. Inn á milli alls kyns
dót, svo sem stólar með rifnum
áklæðum og bilaðar ljósakrónur.
Það selst jafnt og hitt, þar sem
margir hafa áhuga á að dútla við
viðgerðir eða láta bólstra stóla í stíl
við innbúið sem fyrir er. Allt er
þetta keypt innanlands af fólki sem
vill selja muni úr dánarbúum, háa-
loftum og svo framvegis.
Þeir eldri selja,
hinir ungu kaupa
Guðrún segir fólk á öllum aldri
koma í búðina. „Það eldra kemur
aðallega til að selja, það yngra til
að kaupa,“ segir hún. „Ungt fólk í
kringum 25 til 35 ára kemur í
mikla meira mæli nú en áður. Eg
vann áður í húsgagnaverslun sem
seldi ný húsgögn og það em öðm-
vísi manngerðir sem koma hingað.
Opnara fólk sem skoðar í róleg-
heitum, leitar oft að einhveiju
ákveðnu og vill vita um sögu hlut-
anna. Eg skrifa oft niður nöfn og
læt fólkið vita ef eitthvað kemur
sem það hefur sérstakan áhuga á.“
Leið okkar liggur næst í Antík-
húsið í Þverholti. Þar em flestir
munir frá aldamótum, segir Stein-
unn Ólafsdóttir afgreiðslustúlka.
Allt er keypt inn frá Danmörku.
„Fólk kemur oft hér inn til að
skoða. Það nýtur þess að setjast
hér niður og virða fyrir sér þessa
gömlu muni þó það kaupi oft ekk-
ert. Það var miklu meira lagt í
þessi húsgögn en gert er í dag.
Smiðir sem koma hér inn dást að
handbragðinu. Antíkhúsgögn er
ekki dýr miðað við ný húsgögn og
auk þess oftast mun vandaðri. Út-
skomar renissansmublur...hugsaðu
þér alla vinnutímana sem hafa far-
ið í þetta,“ segir hún og strýkur yf-
ir glæsilegan skáp með rósa-
mynstri. „Mahóní er viður sem
fæst ekki lengur til smíða. Sumir
hafa villst á ekta mahóní og vinyl.
Eftirlíkingin er góð en gæðin ekki
sambærileg.“
Skartgripir úr
aldamóta-
boiðbúnaði
í Antíkhúsinu fást líka frum-
legir skartgripir: Armbönd og
hringar sem búnir em til úr silfur-
borðbúnaði frá aldamótum. Skeið-
amar em hamraðar út og útflúrað
skaftið nýtur sín vel þegar skeiðin
er beygð í hring til að móta arm-
bandið. Stakt mynstrað gaffalskaft
verður falleg næla og verðið er
viðráðanlegt. Að minnsta kosti
ekki mikið hærra en sett er á
plastnælur í snyrtivömbúðum bæj-
arins.
Alls kyns smáhlutir standa um
allt ofan á skápum og borðum.
Myndir af dönskum aðli, blóma-
vasar af öllum gerðum, postulin,
vindlakassar frá einhveijum óðals-
bóndanum. Á meðan við stöldram
við er hringt og spurt eftir karöflu.
Jú, til er ein fjólublá. Kúnninn ætl-
ar að koma við síðar í dag.
Við höldum ofan í miðbæ og
heimsækjum næst hina ffægu
Fríðu frænku við Vesturgötu. Búð-
in er á góðum stað og óvenjulegar
gluggaútstillingamar vekja athygli
flestra sem framhjá fara. Inni er
allt á tjá og tundri, óreiðan og úr-
valið slíkt að hægt væri að eyða
þar nokkmm dögum við að skoða.
Postulínshaus,
kvöldkjólar,
mjólkurflöskur
Fríða frænka kaupir flest inn
frá Hollandi og Bandaríkjunum.
Stundum er þó keypt af fólki sem
býður eitthvað til sölu. Og það er
mikið um að það sé gert. „Það
kemur að minnsta kosti einn á dag
sem vill selja eitthvað," segir
Hrafnhildur afgreiðslustúlka.
Fatnaður hangir um allt, síðir
kvöldkjólar, náttsloppar, undir-
kjólar, brúðarkjólar. Alvöm antík,
þ.e. munir á tíræðisaldri, em í
bland við yngra dót en ekkert er þó
yngra en þijátíu ára að sögn Hrafti-
hildar. „Hingað kemur fólk af öll-
um gerðum. Unglingamir koma
Tlminn er stopp. Hér ræður fortíöin ríkjum.
Þegar amma var ung... Þorbjörg í Prófessorshúsinu í Árbæjarsafni.
miklu meira en áður og kaupa oft-
ast skartgripi eða aðra smáhluti
sem em einstakir."
Verðlagið er afar misjafht. Lít-
ið dúkkuhöfuð úr postulíni kostar
til dæmis 3.000 krónur. Máluð
tindós með loki 690 krónur. Kjól-
amir allt frá tvö til tuttugu þúsund.
Ekki svo mjög gamlar mjólkur-
flöskur á nokkur hundrnð krónur
stykkið. „Sumir safna flöskum,“
segir Hrafnhildur til útskýringar.
Útvarpstæki sem einhvem tímann
sómdi sér vel á stofuskáp afa og
Þórarinn í Kreppunni segir unga fólkið vera með kók-dellu. Kókflöskur,
gömul auglýsingaskilti og hitamælar með kókmerkinu seljast grimmt.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. júní 1991