Þjóðviljinn - 28.06.1991, Page 13
ömmu fer á 5.000 krónur. „Fólk
vill ofl kaupa útvörp eða síma sem
virka og nota það en við prófum
ekki tækin þegar þau eru keypt inn
og getum ekki ábyrgst þau. Sumir
setja bara nýtt útvarp inn í það
gamla,“ segir Hrafnhildur.
Kreppan í Austurstræti var
opnuð fyrir stuttu. Þar er mun
snyrtilegra umhorfs en í öðrum
búðum sem við heimsóttum en
líka mun færri hlutir. „Við viljum
ekki troða of miklu í búðina, enda
er húsnæðið ekki stórt,“ segir Þór-
arinn St. Halldórsson sem þar
vinnur. Sjálfur viðurkennir hann
að hann þjáist af „antík-dellunni“
og hefur sankað að sér góðu safni
fomra muna.
Hann tekur undir að æ yngra
fólk stundi antíkverslanimar. „Það
em aðallega unglingamir sem
kaupa þessar eftirlíkingar af
gömlu kókauglýsingunum. Orgin-
alamir em saftigripir sem ekki fást
lengur,“ segir hann aðspurður um
veggskreytingamar. Undir þessari
litlu búð er kjallari þar sem hinir
ýmsu hlutir bíða eftir því að vera
fluttir upp. Meðal annars perma-
nettgræjur, kókflöskur úr plasti,
glerflaska frá gosdrykkjagerðinni
Mími. „Það er kók-æði í gangi,“
segir Þórarinn. „Skilti, hitamælar,
flöskur. Þetta fer að nálgast það að
teljast antík. „Öðmvísi mér áður
brá.“
En kenningin um „innflutt
drasl á uppsprengdu verði“ sem
einhver sló fram við mig um dag-
inn, stenst ekki fullkomlega eftir
þennan dag í antíkbúðum bæjar-
ins. Vissulega er inn á milli rán-
dýrt smádót, líklega keypt ódýrt á
flóamörkuðum erlendis. En sam-
anborið við verðlag almennt á hús-
munum og innbúi er tæplega hægt
að segja að gamla dótið sé mjög
dýrt, a.m.k. ekki það sem er í
vandaðri kantinum. Og sé vand-
lega skoðað, leitað og borið saman
má eflaust gera sæmileg kaup, þ.e.
hafi maður á annað borð áhuga á
sjarmanum, þessum karakter í
gömlum munum. Reyndar eru
flestir búðareigendur til í prútt ef
það er reynt. Og hafa gaman af
því.
Þetta er
hiröusemi
En þeir sem hafa tekið antík-
sótthitann „illa“, þ.e. þeir sem vilja
ekki annað inn á heimilið en gam-
alt reyna að sjálfsögðu með öllum
ráðum að útvega sér hlutina annars
staðar en í verslunum enda myndi
það kosta skildinginn að kaupa allt
saman í antíkbúðum.
„Maður stelur þessu úr ýmsum
áttum, notar ættingjana. Björgum
hlutum ffá glötun sem gamlar
frænkur og ömmur ætla að henda á
haugana. Þetta er hirðusemi,“ seg-
ir einn „draslsafnarinn" sem svo
kýs að kalla sig. „Við kaupum lítið
í búðunum, það er oft smurt svo
rosalega á þar. Kunningjamir hafa
okkur í huga þegar þeir rekast á
eitthvað. Hvers vegna við höfum
þennan áhuga? Tja, þessir gömlu
hlutir búa yfir einhverri rómantík.
Það er svo mikil sál í þeim. Og
þeir em fallegir. Það skiptir okkur
engu máli frá hvaða tíma þeir em
efþeir em fallegir.“
Þessi viðmælandi vill ekki
gera upp á milli þegar spurt er
hvað sé merkilegast til á heimil-
inu. „Kannski baðkarið. Það er
með svo fallegum amarlöppum,"
segir hann.
Hrafnhildur í Frlðu frænku í „nostalg(upiknik“.
Persónulausi
áratugurinn
„Við fengum mikið frá foreldr-
um okkar, þau höfðu þennan
áhuga og þetta hefur líklega fylgt
okkur alla tíð. Kannski höfum við
bara svona gamaldags smekk,“
segir Edda Björgvinsdóttir leik-
kona en hún og maður hennar,
Gísli Rúnar Jónsson, eiga heljar-
mikið safn antíkur og gamalla
muna.
Edda segist kaupa sáralítið hér
heima, það sé of dýrt. „Við kaup-
um oft eitthvað á mörkuðum í
London. Til dæmis er Cambden
hreinasta gullnáma. Ættingjar og
kunningjar hafa okkar smekk í
huga þegar þeir færa okkur eitt-
hvað. Til dæmis eigum við upp-
stoppaða fugla og fiðrildasafn sem
ffænka hans Gísla, sem var trúboði
i Affíku, færði okkur. Fuglamir
sóma sér vel ffaman við snjóþrúg-
ur sem við fengum ffá pabba. Við
röðum þessu upp í homunum. Hér
ægir öllu saman. Við eigum til
dæmis eldgamla handsnúna
reiknivél, rokka, strokka, gamlar
heynálar, borð í sixties-stílnum.
Hlutir sem em á einhvem hátt
táknrænir fyrir sinn tíma höfða
sérstaklega til okkar. Okkar tími,
nútíminn, er svo persónulaus. Æ,
þetta er einhver rómantík. Kannski
fortíðarfíkn," segir Edda.
I ffamhaldi af þeim orðum má
boma þessa samantekt á vanga-
veltum um hvað muni teljast eftir-
sóknarverðast af níunda áratugn-
um af antíksöfnumm framtíðar-
innar. Kannski tölvumar eða fax-
tækin? Kannski krómhillur frá Ik-
ea? Hver veit..?
-vd.
Gömlu Telefunkentækin eru vinsæl, sérstaklega ef þau virka.
Föstudagur 28. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13