Þjóðviljinn - 28.06.1991, Side 15
HELGARMENNINGIN
Skáldkonan Ingibjörg
Haraldsdóttir með 9 ára dóttur
sína. Mynd: Þorfinnur.
í vor kom út sérlega áhugavert
ljóðasafn hjá Máli og menningu.
Þar eru saman komin á einni bók
öll ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur,
en hún hefur áður gefið út þijár
ljóðabækur. Þjóðviljinn sagði frá
útgáfu þessarar bókar fyrir
nokkru, en blaðamaður fór í vik-
unni sem er að líða og heimsótti
Ingibjörgu í Breiðholtið og spurði
hvers vegna ljóð hennar væru nú
gefin út í einni bók.
Fyrst og fremst er þetta prak-
tísk hugmynd. Eg var búin að gefa
út þijár bækur sem allar eru upp-
seldar. Þegar nýjasta bókin mín
seldist upp þá var um það að ræða
að gefa hana út aftur eða gn'pa til
þessa ráðs og það var gert. Eg not-
aði þá tækifærið og endurskoðaði
ljóðin mín dálitið.
Er ekki svolítið öðruvísi að sjá
þessi kvœði i svona Ijóðasafni?
Ekki veit ég nú hvort ljóðin
sjálf eru nokkuð öðru vísi, en
þetta er önnur tilfmning. Það má
ef til vill segja að hún sé svolítið
tvíeggjuð því að annars vegar er
gaman að vera með svona fína
Eg hef aldrei verið almennileg húsmóðir
bók, en hins vegar er varla hægt
að veijast því að setja svona ljóða-
söfn í samband við eldri skáld og
jaftivel dauð skáld. Það vaknar sú
spuming hvort maður sé þar með
hættur að yrkja og komin upp í
hillu.
Ertu hcett aðyrkja?
Nei, nei, það held ég ekki. Að
vísu er mjög misjafnt hvað ég
yrki. Þetta kemur í skorpum hjá
mér eins og allt annað. Það koma
tímabil þar sem ég yrki ekki nokk-
um skapaðan hlut mánuðum sam-
an.
Er einhver sérstakur munur á
þeim timabilum þar sem þú yrkir
og þeim sem eru skáldskapar-
snauð?
Það hlýtur náttúrlega að vera.
Eg held að enginn geti ort þegar
honum líður mjög illa. Ætli verði
mikið úr skáldskap heldur þegar
maður er spilandi kátur. Það er al-
veg sérstakt hugarástand sem
verður til þess að skapa ljóð.
Það er eins og þetta verði að
gerast af sjálfu sér.
Hefurðu aldrei áhyggjur af
þvi hvort eitthvað gerist eða ekki?
Nei, nei, ég er ósköp róleg út-
af því. Það er frekast að ég finni
fyrir svolitlum kvíða ef koma
mjög löng tímabil án þess að
nokkuð gerist. Það hefur hins veg-
ar gerst mjög oft og ég hef alltaf
lifað þau af.
Skiptir það miklu máli fyrir
Ingibjörgu Haraldsdóttur að vera
Ijóðskáld?
Eg held að það skipti miklu
máli. Eg er meira að segja ekki frá
því að það skipti vaxandi máli.
Það er mjög langt síðan ég byrjaði
að yrkja, en það er ekkert langt
síðan ég fór að trúa þvi sjálf að ég
væri ljóðskáld. Það held ég að sé
eitthvað sem kemur með aldrin-
um. Kannski hafa viðtökumar líka
áhrif á þetta.
Fyrir nokkru gáfuð þið systk-
inin úl Ijóð Jöður ykkar, Haralds
Bjömssonar. Hver voru tildrög
þess?
Meðan pabbi lifði lét hann sig
stundum dreyma um að gefa eitt-
hvað út en hann gerði það aldrei.
Það var mjög lítið sem birtist á
prenti eftir hann meðan hann lifði.
Þessi draumur skipti hann hins
vegar verulegu máli. Þegar hann
var dáinn þá vorum við með þessi
ljóð hans og lausavísur í okkar
fórum og okkur langaði til að hafa
þetta allt í einni bók. Við settum
þetta inn á tölvu og völdum svolít-
ið og létum svo afþessu verða.
Viltu segja mér svolitið frá
sjálfri þér? - Ertu uppalin i
Reykjavík?
Já, Reykjavík og Kópavogi.
Eg fór í MR. Þegar ég var komin
með stúdentspróf sótti ég um styrk
til þess að komast til Moskvu, en
fékk ekki, þurfti að bíða einn vet-
ur og kenndi þá í Vogaskóla.
Var það ekki skemmtilegt?
Nei, það var ekki skemmti-
legt! Ég hef aldrei verið neinn
kennari. En eftir þennan vetur fór
ég til Moskvu og var þar í sex ár.
Þar gekk ég í kvikmyndaskóla og
lærði að leikstýra kvikmyndum.
Þessi skóli er sniðinn að aðstæð-
um sem em þannig að kvik-
myndagerð er mjög mikil að vöxt-
um í Sovét og þess vegna er
deildaskipting í skólanum mjög
mikil. I leikstjómardeildinni lærð-
um við margt um leikstjóm og
leik, en allt sem viðkom tækni var
meira á fræðilega planinu. Við
fengum ekki mikla reynslu. Strax
þegar við byijuðum að gera stuttar
kvikmyndir fyrir skólann fengum
við kvikmyndatökumenn með
okkur og alls konar tæknilið og
þurftum ekkert að læra það sjálf.
Við áttum að vera sérfræðingar í
handritinu og leiknum.
Ég gifti mig í Moskvu og fór
þaðan með eiginmanninum til
Kúbu, eða réttara sagt á eftir hon-
um því að hann var farinn á und-
an. A Kúbu bjó ég svo í sex ár.
Þaðan flutti ég svo heim til íslands
með Hilmar son minn, sex mán-
aða gamlan.
A það hefur verið minnst í
sambandi við Ijóðagerð þina að
Kúba hafi haft meiri áhrif á þig en
Rússland. Er það rétt?
Það er erfitt að segja til um
það. Auðvitað var ég ennþá yngri
og sjálfsagt áhrifagjamari þegar
ég kom til Moskvu heldur en þeg-
ar ég fór til Kúbu. En í Moskvu
bjó ég lengst af á stúdentaheimili
og þar voru engir Moskvubúar.
Þar kynntist ég til dæmis mjög vel
fólki frá Eystrasaltsríkjunum og
ég hef verið á leiðinni að heim-
sækja þau síðan, eins og gengur.
A Kúbu hefurðu hins vegar
verið búandi eins og almennileg
húsmóðir eða hvað?
Reyndar ekki, ég hef aldrei
verið almennileg húsmóðir (segir
lngibjörg og hlær hjartanlega). Ég
bjó á hóteli mest allan þennan
tíma, en það var nú ekkert flnt út-
lendingahótel. Það hafði verið
tekið handa fólki sem vantaði
íbúð. Ég bjó þar eins og hver ann-
ar Kúbani og hafði engin sérstök
forréttindi. Þetta var annars svolít-
ið fyndið hótel. Við áttum upphaf-
lega að vera þama til bráðabirgða
og það var töluverður glæsibragur
á öllu saman. Smám saman fór
hann nú af. Eiginlega var þetta
eins og framlenging á búsetunni í
Moskvu, „húsmóðurlega séð“.
Margt hefur verið sagt um það
hlutskipti að vera kona og skáld.
Finnst þér það móðgandi ef sagt
er að þú sért kvenrithöfundur og
skrifir kvennabókmenntir?
Nei, það finnst mér alls ekki.
Mér finnst það miklu frekar vera
ein af þessum staðreyndum lífs-
ins. Það er fjarri því að sé i eitt-
hvert kot vísað þar sem em ís-
lenskar kvennabókmenntir. Á
meðan við höfum konur eins og
Svövu Jakobsdóttur og Fríðu Á.
Sigurðardóttur skrifandi á meðal
okkar þá fæ ég ekki séð að
kvennabókmenntir séu ómerki-
legri en aðrar bókmenntir.
Engu að siður er mjög al-
gengt að heyra þann tón. Hvemig
stendur á þvi?
Það em að sjálfsögðu lifandi
ennþá miklir fordómar í garð
kvenna sem hafa fengist við rit-
störf og þeirra bókmennta sem út
úr því hafa komið. Þeir em auðvit-
að hluti af margvíslegum fordóm-
um í garð kvenna yfirleitt. í þess-
um tóni sem þú talar um birtist
einfaldlega kvenfyrirlitning, lítils-
virðing á konum og þeiira dútli.
Þessir fordómar hafa lifað góðu
lífi I bókmenntastofnun sem hefur
ekki tekið konum fagnandi gegn-
um árin.
Er það ótti við fordóma þegar
konur sverja af sér kvennabók-
menntir eða skammast þœr sín
jyrir að vera konur?
Það gæti verið ótti við að
verða settur skör lægra. Það er þá
auðvitað ótti við fordóma þvi það
héfur verið talað um bókmenntir
kvenna sem annars flokks bók-
menntir og konur em kannski
hræddar við að njóta ekki sann-
mælis. Það get ég vel skilið.
Af hverju ert þú þá ekkert
hrœdd við það?
Ég er bara ekkert sammála
þessu. Ég held að bókmenntir
kvenna standist samanburð við
hvað sem er. Það ætti að blasa við
af því að við eigum svo góða rit-
höfunda sem em konur eins og ég
sagði áðan.
Hvað finnst þér almennt um
islenskar bókmenntir?
Ég hef í sjálfu sér ekki miklar
áhyggjur af bókmenntunum sem
verið er að skrifa á Islandi. Það
kemur yfirleitt alltaf út einhver
slatti af góðum bókum. Það er líka
á ferðinni ungt fólk sem er að
byija að skrifa og lofar góðu. Það
er allt eins og það á að vera. Hins
vegar hef ég talsverðar áhyggjur
af þeim sem lesa eða lesa ekki
þessar bækur. Ég veit ekki hvort
mér tekst að koma orðum að
þessu. Ég var að lesa ræðu eftir
Sigurð Pálsson um daginn þar sem
hann hélt því ffam að islensk
menning hefði alltaf verið há-
menning. Það kann að vera nokk-
uð til í því hjá honum. Það vantar
breidd. Ég hef ekki neinar sérstak-
ar áhyggjur af hámenningunni, en
ég vildi óska að eitthvað væri til
sem raunvemlega væri hægt að
kalla íslenska alþýðumenningu.
Þegar við hugsum eða tölum um
listræna, félagslega sköpun eins
og áhugaleikhús, alþýðubók-
menntir, kórsöng og annað þess
háttar þá emm við að tala um
landsbyggðina og hún er fámenn.
Ef fólk hér í Reykjavík væri jafn
virkt og landsbyggðarfólkið lægj-
um við kannski ekki svona kylli-
flöt fyrir þessari amerísku lág-
menningu sem streymir yfir okk-
ur. Ég hef áhyggjur af þessu og ég
hef áhyggjur af tungumálinu ef
bömunum er að verða álíka tamt
að nota ensku og sitt eigið móður-
mál. Ég held að menningarsvelti
sé vaxandi. Án þess að geta fullyrt
það held ég að þeim hópi fari
fjölgandi sem ekki fer í leikhús,
lítur ekki á myndlistarsýningar og
les ekki bækur heldur lætur sér
nægja að taka við því sem að þeim
er rétt, hvort sem það kemur gegn-
um sjónvarp eða útvarpsstöðvar.
Er íslensk menning að verða
undir í samkeppninni við þá er-
lendu?
Mér finnst eins og okkur vanti
eitthvert mótstöðuafl.
Dreymir þig um að verja
landið Jyrir erlendum menningar-
áhrifum?
Nei, það er ekki hægt. Ég er
hcldur ekki að biðja um neina ein-
angrun. Mér finnst hins vegar að
við þyrftum að hafa meira í okkur
sjálfum til þess að taka sómasam-
lega við því sem til okkar berst.
Mér finiist of margt fólk blátt
áfram ganga inn í bandaríska af-
þreyingarheiminn eins og það eigi
þar heima. Það er eins og ekkert
kalli á það út úr þeim heimi.
Þú ert víðjorul kona og hefur
séð annars konar menningu.
Hvaða gagn hefur það gert þér að
kynnast öðrum þjóðum?
Ég held að ég hafi haft dálítið
gott af að fara út úr hinum vest-
ræna menningarheimi, þó ekki
væri nema til að fá þá hugmynd
inn í kollinn að það sé til eitthvað
annað. Það sem mér finnst verst í
þessum menningarheimi okkar er
að allt virðist vera að fletjast út og
fjölmiðlar halda því að fólki að
hið eina sanna viðmið sé vel stæð,
vestræn millistétt og gildismat
hennar.
Svo kemur bakhliðin á þessu,
þriðji heimurinn sem verður alltaf
fátækari og fátækari. Ég held að
það sé styrkur í því fólginn að
komast aðeins út úr þessu og kíkja
á bakhliðina þó það sé ekki meira.
Sjá annað líf eða einhvem veginn
öðru vísi líf, fólk sem ekki er raul-
andi sömu auglýsingamelódíumar
- ef þú skilur hvað ég á við.
Þú segir að allir séu að verða
eins hér í frelsinu og sjálfstœðinu
á Vesturlöndum. Uppgötvaðirðu
þaðþegarþú bjóst i Moskvu?
Nehei, og nú er ég víst komin í
ógöngur. Kannski er bara fárán-
legt að vera að tala um þetta núna
og kannski er þetta bara búið.
Kannski er öll Austur- Evrópa að
drukkna í neonljósum. Mér finnst
samt að lífið eigi að vera fjöl-
breytt.
-kj
Föstudagur 28. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15