Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 2
Þessi mynd heitir held ég ekki Beðið eftir Godot. Hins vegar hefur sá titill einhvemveginn orðið tákn- rænn fyrir biðina sem verður æ stærri þáttur í lífi nútímamannsins. Því meira frumkvæði sem frá okkur er tekið, þeim mim lengur verðum við að standa og bíða. Biðin er hin hliðin á sérhæfingu sam(élagsins. A myndinni er fólk að bíða eftir að komast inn í Þjóðleikhúskjallarann, en þar er fengist við þá sér- grein sem kallast skemmt- un og mun sú reynsla mörgum kunnug. Listamaðurinn heitir Hildur Hákon og bið er áleitið þema í verkum hennar Myndin hangir á myndlistarsýningu í Perl- unni. Um fólkið á mynd- inni sagði Hildur að hún notaði alltaf sömu mótin en gæfi þeim einstaklings- blæ með málningu. Það eru nefnilega ekki til nema ótrúlega fáar gerðir af fólki, sagði Hildur. Þegar nánar er skoðað erum við ftxrðu lík hvert öðru. -kj Þingað um landnám og goðaveldi Nú er hinn fomi þing- tími og af því tilefhi ætlar hópur mætra manna að efna til málþings á Þing- völlum við Öxará, þar sem rætt verður um land- námið og goðaveldið frá ýmsum sjonarhomum. Þar mun taka til máls Reykiavíkurgoðinp Jör- mundur Ingi, Jón Asgeirs- son tónskáíd, séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörð- ur, Páll Bergþórsson veð- urffæðingur, Þorgeir Kjartansson sagnfræðing- ur og Þórarinn Þórarins- son arkitekt. Málþing af svipuðu tæi var haldið í fyrrasumar og þótti takast með ágætum. Þingið nú er Íió örlítið ffábmgðið hinu bmaþví nú gefst al- menningi tælafæri til að sækja þmgstað heim og leggja orð í belg, auk þess að fylgjast með skoðana- skiptum ofanritaðra spek- inga, en þeir em ekki á eitt sáttir um hvaðan land- námsmennimir komu, hvað þeir höfðu með sér til hinna nýju heimkynna og hvað varð til hér á landi. Þeir sem áhuga hafa á að sækja þingið sem sett verður á sunnudag er bent á að hafa samband við Hótel Valhöll í síma 98-22622. Þátttökugjald er 950 krónur og er tnni- falið kaffihlaðborðið í þinghléi. •GARÐINUM ILLA FARIÐ MEÐ GÓÐAN ÞORSTA Stærsta viskíflöskusafn landsins á Húsavík... Að sjálf- sögðu era allar flöskumar óupp- teknar DV OG VOPNABURÐI FER AFTUR Barbara Hershey leikur stillta og prúða húsmóður í smá- bæ sem sökuð er um að hafa myrt kunningjakonu sína með öxi í 41 höggi. DV DREKKUM SKIPULEGA! Lögreglan í Reykjavík hyggst herða eftirlit með ölvun í Miðbænum á næstunni. MorgunbhóÖ Stígum fastará fjöl, spörum ei vorn skó MIÐLA VANTAR í STJÓRNMALA- FRÆÐINA Skoðanakannanir taka ein- göngu til þeirra sem em hér og nú. Þeir einir svara sem nú em á lífi. Forfeður okkar og afkom- endur hafa hinsvegar ekkert um það að segja. Hannes Hólmsteinn í MorgunMaðinu HVAÐ ÞÝÐIR LÍKA AÐ VERA AÐ , PÚKKA UPP A ÞANN AUMINGJA? Forsjónin getur víst einnig orðið fyrir vonbrigðum. Og hún hefur farið sér hægt í samskipt- um sínum við manninn eftir syndafallið forðum daga. Morgunblaób UNDANTEKNING FRÁ REGLUNNI Nú virðist mér það almennt álit manna að Hafskip hafi aldrei verið gjaldþrota. Þjóðdansar vom stignir af innlifun í Nor- ræna húsinu nýlega. Þangað var komin Unnur Guðjónsdóttir ballett- meistari á miðvikudags- kvöltjið og sá þar um líf- lega Islandsdagskrá. Hún sýndi litskyggnur, dans- aði, tók nokkur þekkt ættjarðarlög og klæddist íslenskum faldbúningi til ánægju op yndisauka fyrir þá turhesta sem mættu út í mýrina þetta þjóðlega kvöld. Unnur er Islendingum, og ekki síður útlendingum, að góðu kunn. Hún hefur af mikilli röggsemi unnið að landkynningu víða um heim og lön^um ver- ið búsett í Svíariki. Jim Smart leit inn í Norræna húsið kvöldið góða, tók nokkur spor og smellti þessari mynd af Unni og nokkmm dansandi ferða- mönnum. Morgunbtoób DJÖFULS ÓSVÍFNI ER ÞETTA íslendingar setja sig á háan hest og neita einir þjóða í Vest- urálfu að láta sjálfstæði sitt af hendi og kenna það við þjóð- rækni. Eiiert Schram í DV ER HEKLA Á RÖNGUM STAÐ? Við getum ekki beðið eftir þvi að herinn (amríski) hrekist á brott vegna eldgoss eins og raunin hefiir orðið á Filippseyj- um. 2.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. júlí 1991 Grein í DV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.