Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 16
EHann tuggði bik á Siglufirði, litaði Faxaflóann tómatarauðan,
vann hjá franska sjónvarpinu og komst sem pólitískur flóttamað-
ur inn í Tékkóslóvakíu.
Hann er einn orðhagasti rithöfundur íslands, vill láta leggja niður
embætti þjóðleikhússtjóra og Mannréttindanefndin tók gildan
málflutning hans gegn íslenska ríkinu. Um allt þetta og margt
fleira má lesa í viðtali Nýs Helgarblaðs við Þorgeir Þorgeirsson.
g kemst
e i nh vern veg i n n
alltaf mínar leiðir
- Hvar ertu fœddur Þorgeir?
- í Hafnarfirði
- Attirðu lengi heima þar?
- í þijá mánuði.
- Hvert fórstu þaðan?
- Til Siglufjarðar.
- Hvað varstu lengi þar?
- í átta ár.
- Hvað manstu þaðan?
- Eg man afa minn og ömmu. Ég
man mikil sólskinssumur þegar
aldrei var nótt, verslanir opnar allan
sólarhringinn, unnið nótt og dag og
við gengum sjálfala á götunum
krakkamir. Það var mikil dýrðarpa-
radís. Við tuggðum bik.
- Bik?
- Já, það var mikil dýrð. Með-
fram tönkunum var þétt með biki.
Maður greip sér bita, milli þumal-
fingurs og vísifingurs, sneri upp á og
sleit sér tuggu. Við sátum stundum í
hópum og tuggðum bik.
- Var það gott?
- Ekki veit ég til þess að sé neitt
dóp í þessu, en það var einhver dóp-
stemmning í kringum það. Við höf-
um líklega litið út eins og kaninuhóp-
ur. Ég man vel eftir þessu. Þetta er
falleg minning. Ég átti góða æsku á
Siglufirði.
- Olstu upp hjá afa þínum og
ömmu?
- Já, faðir minn dó þegar ég var
tveggja ára. Þau voru dæmigert far-
andverkafólk, foreldrar mínir. Móðir
mín var að norðan, mikil og dugleg
síldarsöltunarstúlka. Faðir minn var
Hafnfirðingur og ég held þau hafi
verið vetrarvertíðimar héma syðra
og farið svo á sumarsíld eins og tíðk-
aðist. Fólk fór á milli. Það sakar
kannski ekki að geta þess að ættaróð-
al mitt heitir Flekkuvík og var nýlega
selt fyrir á annað hundrað milljónir.
Þar bjó afi minn, Þorgeir Guðmunds-
son. Ég hef nú verið að segja við þá
þessa pólitíkusa að þar verði aldrei
reist neins konar verksmiðja meðan
gramm sé eftir af galdri í mér. Ég lít á
þetta sem ættaróðal mitt. Ég held að
faðir minn sé fæddur þama. Þó er ég
ekki alveg viss um það.
- Hvert lá leiðin frá Siglufirði?
- Hingað suður, í þéttbýlið. Við
settumst að í Kópavogi. Móðir mín
bjó þar með okkur krakkana og
gamla fólkið. Þau vom orðin veik, afi
minnislaus, amma dó þama. Við
bjuggum í Kópavoginum í þrjú ár,
1941-1944. Það var ósköp erfiður
tími. Víö bjuggum í sumarbústað allt
árið. ]> ið hefur verið óskaplegt hús-
næðisli >si á þessum árum. Straum-
urinn I Reykjavíkur. Ég held þeir
hafi te-1 sig saman um það móður-
bræður mínir að kaupa þennan sum-
arbústað. Svo flosnaði sú fjölskylda
upp líka og þá fór ég að heiman, ell-
efu ára gamall, og hef verið á eigin
vegum síðan. Ég þvældist norður í
Húnavatnssýslu, í Egilsstaði og á
Neskaupstað. Ætli ég hafí ekki verið
búinn að sjá megnið af þessu landi
þegar ég var fimmtán ára gamall. Ég
hugsa það.
- Þetta er ansi ólíkt nútíma ung-
lingum.
- Já, þeim er ekki leyft að fara
svona á flandur. Þau em miklu betur
vemduð.
- Er það gottfyrir þau?
- Það getur vel verið. Hitt var
gott fýrir mig. Fólk er oft að vor-
kenna unglingum sem hafa lent í
svona löguðu og kalla þetta þreng-
ingar. Þeir sem lenda snemma á eigin
vegum læra hins vegar bæði að bíta
frá sér og þekkja þá úr sem em
hrekkjóttir. Það er Iíka til alveg ótrú-
lega gott fólk sem greiðir manni götu
og sýnir manni björtu hliðina á lífinu.
Það brást mér aldrei þessi ár. Ég var
alltaf að hitta þess háttar fólk. Ég
man eftir því að þann fyrsta af þeirri
gerðinni hitti ég um borð í Laxfossi á
leiðinni upp á Akranes. Hans gæði
vom að vísu þannig á litinn að ég
kunni ekki að meta þau. Hann var
með fullt fangið af tómötum sem þá
vom alger nýjung. Ég hafði aldrei
bragðað tómata áður. Hann gaf mér
svo mikið af tómötum, sem ég laum-
aði jafnharðan út fyrir borðstokkinn,
að flóinn var rauður af þessu í marg-
ar vikur. Ég gat ekki með nokkru
móti étið þá, en söm var hans gerð.
- Mig minnir að þú hafir sagt
mér að þú hafir einhvern tima verið á
Egilsstöðum. Hvenœr var það?
- Ég var einn vetur á Egilsstaða-
búinu hjá Sveini. Það var veturinn
1947-8 þegar Heklugosið var.
- Varstu þá snúningastrákur
þar?
- Móðir mín og sambýlismaður
hennar vom þar, í fjósinu hjá Sveini,
og ég settist upp. Þá var ég búinn að
vera á Neskaupstað, en það var ekki
lengi. Svo þvældist ég hingað suður
aftur og asnaðist þá í gagnfræða-
skóla. Þá hafði ég eiginlega engar
bækur séð í fjögur ár. Að vísu hafði
ég verið í farskóla einn og einn mán-
uð. Það var gaman, en ég var lang-
soltinn í lesefni, lagðist yfir bækum-
ar og þá hélt fólk að ég væri eitthvert
lærdómsundur því það gekk svo vel
og þetta kom allt út úr mér á prófun-
um aftur.
- Var það ekki allt í lagi?
- Ég veit það ekki. Þá dreif fólk
að, Steinþór Guðmundsson og fleiri,
og sagði að þessum fátæka dreng
yrði að hjálpa til mennta. Ég var drif-
inn beint upp í landspróf og illu heilli
slampaðist ég í gegnum það.
- Af hverju illu heilli?
- Mér leið aldrei vel í mennta-
skóla. Né öðrum menntastofnunum
síðar. Maður sem hafði náð Iands-
prófi gat hins vegar ekki látið það
vera að fara í menntaskóla. Það var
engin leið til baka. Eina björgunin frá
menntaskóla var að falla á lands-
prófi. Hefði ég fallið gat ég vel orðið
nýtilegur iðnaðarmaður. Margt af
mínu fólki er lagið í höndunum. En
ég náði og lenti því héma á þessu
geðveikrahæli við Lækjargötuna í
fjögur ár.
- Ertu að tala um M.R. ?
- Já, og það er sjálfsagt ágætis-
stofnun og ég er sjálfsagt ágætismað-
ur, en þetta átti aldrei saman. Þetta
var mikil yfirstéttarstofnun. Það var
ekkert sniðugt fyrir svona lands-
homaflakkara eins og mig að vera
innan um alla þessa yfirstéttar-
krakka. Þar leið mér alveg herfilega
illa. Ég hugsa að það hafi tekið mig
meira en áratug að jafna mig eftir
menntaskólann. Ég gat ekki farið að
vinna nein andleg störf fyrr en löngu
eftir hann.
- Hefurðu lagt það nánar niður
fyrirþér hvað það var sem þér líkaði
svona meinilla?
- Ég hef aldrei komist alveg
niðrá hver skrattinn það var. En það
sat í mér þessi tilfinning um að ég
væri kominn á rangan stað og væri að
gera eitthvað á rangri forsendu. En
það var eins og ekki væri hægt að
snúa við, það var eins og maður hefði
verið settur inn í einhvers konar
hulstur sem búið er að setja inn í rör
og blása hulstrinu af stað. Ég vann
yfir sumarmánuðina og oftast í jóla-
ffíum líka, stundum í páskaffíum.
Mig langaði samt ekki út á vinnu-
markaðinn. Ég var bara eins og í
lausu lofti. Ég hef stundum hugsað
um það hvort öllum unglingum sem
vom í lausu lofti á þessum tíma hafi
bara verið troðið gegnum mennta-
skóla. Varla getur það verið, ha?
Út í Evrópu
- Hvað gerðirðu þegar þú komst
út úr þessum skóla?
- Ég vann eitt sumar á Keflavík-
urflugvelli. Þá var ég kominn með
þessa hugmynd að fara út í heiminn.
Ég var í dálítið bóhemískt innstilltri
klíku í menntaskólanum og við kom-
um okkur saman um að okkur myndi
þykja gott að búa í Vínarborg. Það
var Ingvi Matthías Amason, Jökull
Jakobsson og ég. Við fórum þrír
saman. Þorvarður Helgason var þá
búinn að vera þama í ár og auðvitað
fleiri íslendingar. Seinna kom Teitur
Benediktsson ffá Laugarvatni, mikill
latínumaður. Hann kunni stóru,
þýsku orðabókina, Duden, aftur að r
þegar hairn kom. Þegar hann loksins
jauk upp munni þá sögðu Austurrík-
ismennimir: „Er spricht vie ein
Buch.“ Þeim fannst hann tala eins og
bók vegna þess að það var ýmislegt í
Duden sem þeir höfðu aldrei heyrt.
En Teiti leiddist í Vínarborg. Við
vorum bóhemar - slugsarar og brand-
arakarlar. Hann fór til Gratz held ég
og settist þar að námi og var dugleg-
ur.
- Hvað varstu að nema i Vinar-
borg?
- Ég var innritaður í þýskar bók-
menntir, listasögu og sálarffæði.
- Sinntirðu þessum greinum eitt-
hvað?
- Nei, voða lítið. Leikhúsin
drógu okkur meira að sér. Þetta var
líka bara einn vetur. Ég fór heim
sumarið eftir og vann í Landsbank-
anum. Var þar ffam að áramótum og
ætlaði svo eitthvað að taka mig sam-
an í andlitinu og fara að læra í Vín.
En þegar ég var nýkominn þangað
einhvem tíma í febrúar þá var helvít-
is kuldi og ég fann splunkunýtt
myndablað með myndum af gang-
stéttakaffihúsunum í Paris. Þau opn-
uðu óvenju snemma þetta ár. Mér
leist svo vel á þetta að ég pakkaði
saman og lagði af stað fótgangandi.
Það voru margra mannhæða háir
snjóveggir sitt hvom megin við veg-
ina. En það var gaman að hitta
bændafólkið í Schleiem, gestrisið og
músíkalskt. Þegar ég kom loks til
Parísar var sólskin á gangstéttakaffi-
húsunum eins og ég hafði séð í
myndablaðinu.
Atvinnumaöur
í fjölskák
Þaðan þvældist ég aftur suður til
Madrid. Þar þótti mér gott að vera.
Seinna lá svo leiðin niður til Valenc-
ia og þar var ennþá betra að vera. Þar
vann ég meðal annars fyrir mér sem
atvinnuskákmaður. Kunni svona rétt
mannganginn, en fór eitthvað að tefla
þama á krá hjá vini mínum og drakk
mikið koníak með. Spánveijar þola
sterk vín mjög illa þó að þeir séu
stöðugt sullandi í þessu léttvíni sínu.
...miðaldra frekjuhlussur og kallar sjálft sig unga fólkiö.
16.SÍ — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. júlí 1991