Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 4
Victoria Abril f spænsku myndinni Bittu mig, elskaöu mig f leikstjórn Pedros Almodovals. Winona Rider f nýjustu kvikmynd Jarmusch; Leigubflasögur. Topp 20 árið 2001 Árið 2001 hefur um langt skeið verið tákn framtíðarinnar. Enda þótt nú séu aðeins 10 ár til þessa dulúðuga ártals, leita margir þegar til ársins 2001 til að spá um framtíðina. Innan kvik- myndanna hefur þetta ártal síðan enn sterkari merkingu. Sjö- unda listformið - kvikmyndalistin - á sér stutta sögu og hefur að- eins verið stunduð á þessari öld. Eitt af klassískum kvikmynda- verkum aldarinnar er einmitt framtíðarsýn Stanleys Kubricks, sem kennt er við þetta ár: „2001, A Space Odysey". Leikkonan Audie Mc Dowell f kvikmynd Stevens Soderberghs; Kynlff, lygar og myndbönd. Mér datt þetta svona í hug þegar ég sá afmælisútgáfu ffanska kvikmyndaritsins Cahiers du cinéma í vor, en þá hélt blaðið uppá 40 ára afmæli sitt. Þetta blað hefur alla sína tíð verið á meðal virtustu tímarita um kvikmyndir. Það hefur líka haft meiri og beinni áhrif á kvikmyndasöguna en flest önnur. Strax á sjötta ára- tugnum voru starfandi við blaðið ungir menn og miklir eldhugar á borð við Frangois Truffaut, Jean- Luc Goddard, Jacques Rivette og Eric Rohmer. Þeir létu sér ekki nægja að skrifa um kvikmyndir, heldur vildu þeir breyta þeim, sem þeir og gerðu. Þannig fæddist ffanska nýbylgjan - la nouvelle vague - nánast inni á ritstjóm Ca- hiers du cinéma. Síðan eru liðin mörg ár og blaðið hefur átt sín góðu og slæmu skeið. En í fyrmefndri af- mælisútgáfu fer blaðið í spariföt- in og setur upp spekingslegan spámannssvip. Hveijir verða 20 helstu kvikmyndaleikstjórar heimsins árið 2001? er spurt. Auðvitað verður aldrei til eitt rétt svar við þessari spumingu, en Ca- hiers du cinéma segist eingöngu HANOBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæra og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup-Skeifunni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg Lóuhótsr 2-6 stmi 71539 Hraunfaerg 4 simi 77272 fara eftir eigin smekk og ályktun- um og tekur einnig fram, að auð- vitað er hætta á að spá kolvitlaust um gang mála. Það er ekki úr vegi að líta sem snöggvast á þessa ffamtíðarmenn, að mati blaðsins. íslenskir kvikmyndaáhugamenn eiga jú erfitt með að nálgast Cahi- ers du cinéma og finnst eflaust ffóðlegt að fá evrópskan vinkil á kvikmyndaheiminn. Sérstaklega þarsem margar mynda þessara merku manna hafa (nema hvað) aldrei verið sýndar hér á landi. Ef við vindum okkur beint í upptalningu þá hafa Frakkamir smekk fyrir sex bandarískum leikstjórum framtíðarinnar: Co- en- bræður, Tim Burton, Jim Jarmusch, Spike Lee, Steven So- derbergh og Gus Van Sant. A eft- ir Könum koma (vitaskuld) Frakkar sjálfir með fimm leik- stjóra: Luc Besson, Eric Barbier, Leos Carax, Fran^ois Dupeyron og Patricia Mazuy. Aðrir Evrópu- búar em Spánveijinn Pedro Almodóvar, Finninn Aki Kauris- maki og Júgóslavinn Emir Kust- urica. Tveir affískir leikstjórar hljóta náð fyrir augum blaðsins, Souleymane Cissé og Idrissa Ou- edraougo, og frá Asíu em Kín- veijinn Chen Kaige og Vitali Kanevski ffá Sovétríkjunum. Þá er þama einn fulltrúi Astralíu, Jane Campion. Það er auðvitað hægur vandi að setja eitthvað útá þennan lista Cahier du cinéma. Enda er ómögulegt að setja svona nokkuð ffam án þess að hægt sé að gera athugasemdir. En blaðið er alls ekki að kveða upp einhvem sleggjudóm, heldur að segja sína skoðun eða jafnvel ósk á kvik- myndum framtíðarinnar. Hvers vegna velur blaðið þá þessa leikstjóra en ekki einhveija aðra? Þama em ekki vinsælustu leikstjórar heims i dag, nema hvað Tim Burton leikstýrði Bat- man. Blaðið tekur því nokkuð djarfa stefhu og gerir nánast ráð fyrir að steíhubreytingar verði í kvikmyndaheiminum á þessum áratug. Það er reyndar ekki ný spámennska, því kvikmynda- spekúlantar hafa séð svipuð ein- kenni í þessum heimi í dag og var á sjötta áratugnum. Þ.e. ríkjandi eignaraðild stóm kvikmyndaver- anna, risavaxnar framleiðslur og stórstjömur, en að baki þessu öllu blunda óháðu ffamleiðslumar. Það er einmitt þetta sem Cahiers du cinéma ætlar kvikmyndum framtíðarinnar. Nýja nýbylgju. Hvenær hún skellur á veit enginn, en blaðið þykist sjá framtíðina í þessum áðumefndu mönnum. En það er varla hægt að nefna þessa kvikmyndaleikstjóra án þess að kynna þá frekar. Ef við byrjum á Bandaríkjamönnunum þá em þeir allir úr flokki þeirra, sem kallaðir hafa verið „evrópsk- ir“. Sér í lagi Spike Lee, Jarmu- sch, Coen-bræður og Soderbergh, en Tim Burton er nokkuð sér á báti (einnig miðað við aðra Kana). Þá hefur engin mynda Gus Van Sant verið sýnd á Islandi og er stórfúrðulegt að ekki hefur enn verið sýnd „Dmgstore Cowboy“ með Matt Dillon og Kelly Lynch. Það nýjasta frá þessum mönn- um kemur vonandi hingað innan tíðar: „Jungle Fever“ ffá Lee og Barton Fink eftir Coen-bræður hafa þegar verið kynntar hér, en mikil leynd hvílir yfir „Taxi Stori- es“ frá Jarmusch. Hér er þó um að ræða nokkrar stuttar sögur, sem gerast allar í leigubílum stórborg- anna. M.a. leika Gena Rowlands og Vinona Ryder í leigubílum New York og Béatrice Dalle í París. Soderbergh er enn að klára Kafka með Jeremy Irons og Ther- esu Russell, en talsvert er síðan „Edward Scissorhands“ eftir Tim Burton var sýnd ytra. Þessi nú- tíma Frankenstein var eigið hug- arfóstur Burtons, ólíkt Batman, en ffamhald hennar er nú í vinnslu. Frakkamir hjá blaðinu em bæði mikið og lítið þekktir. Luc Besson er kannski kunnastur hér á landi eftir myndir einsog „Le grand bleu“ og þó einkum Nikitu í vetur. í haust verður svo fmm- sýnd önnur neðarsjávarmynd ffá kauða og kallast hún „Atlantis“. Leos Carax var á sínum tíma kall- aður undrabam áratugarins, enda var hann aðeins 22 ára þegar hann gerði „Boy Meets Girl“ árið 1984. Skömmu siðar kom „Mau- vais sang“, en heil fjögur ár hafa farið í gerð „Les amants du Pont- Neuf'. Gerð þeirrar myndar er hrakfarasaga í heila bók, en af- raksturinn verður ftumsýndur í haust. Þar leikur sambýliskona Carax, Juliette Binoche (Óbæri- legur léttleiki tilverunnar) aðal- hlutverk líkt og í „Mauvais sang“. Aðra Frakka þekkir landinn trauðla. Einna helst Fran^ois Du- peyron, sem gerði „Drole d’en- droit pour une rencontre“ með stórleikumnum Gérard Depardi- eu og Catherine Deneuve og nú síðast „Un coeur qui bat“ sem tókst mun betur. Olivier Assayas, Eric Barbier og Patricia Mazuy em nánast óskrifað blað og hlýtur einhver krystalskúla að hafa verið með í ráðum. Aðra leikstjóra ffá Evrópu þarf varla að kynna. Pedro Almo- dóvar blandar saman öllum hugs- anlegum stefhum í æðisgenginn spænskan kokteil og við getum enn séð Bíttu mig í bíó. Aki Kau- rismaki er ofl líkt við Jarmusch, en þeir sem sáu finnsku vikuna í vetur vita hvers vegna. Hinsvegar hefúr Emir Kusturica því miður orðið undir í kvikmyndavali bíó- anna. Héma var jú Pabbi er í við- skiptaferð á kvikmyndahátíð fyrir margt löngu, en Tími sígaunanna er enn betri og verðskuldar fylli- lega sýningu. Þurfi kvikmyndir að vera á engilsaxneskri tungu til að hljóta sýningu hérlendis ættum við að geta notið mynda Ástralans Jane Campion. Hún vakti á sér athygli með „Sweetie" árið 1989 og síðan enn ffekar með „An Angel at my Table“ sl. vetur. Hinsvegar koma aldrei verk ffá Asíu eða Afríku, nema kann- ski á Kvikmyndahátíð, enda þótt affísk kvikmyndagerð sé í gífúr- legum uppgangi. Blaðið hefúr valið vel með Vitali Kanevski, en í íyrra birtist einstök mynd ffá honum sem kallast Vertu kyrr, deyðu og flýðu. Að síðustu er á listanum Kínverjinn Chen Kaige, sem átti kvikmyndina „Life on a String“ í Cannes í vor. Þeir sem lásu þetta eintak Ca- hiers du cinéma hafa eflaust sett útá þennan lista, og mörg önnur nöfn hafa skotið upp í kollinum. En þá er kannski tilgangnum náð. Eða ætlar blaðið kannski að taka eintak sitt fram eftir áratug og segja sem svo: Sko við höfðum rétt fyrir okkur. Sjáum hvað setur. þóm. 4.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.