Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 6
Drottinn gaf og drottinn tók... Bandaríkjamenn endurtaka að þeir kunni að hætta hersetu á Clarkflugvelli Gosmökkurinn yfir Pinatubo - Bandarfkjamönnum finnst varia borga sig aö gera viö stöðvarnar eftir gosið. Bandaríska varnarmála- ráðuneytið gaf til kynna í gær að til greina kæmi að Bandarík- in hættu starfrækslu Clarkflug- vaUar, annarrar af tveimur helstu herstöðvum sínum á Fil- ippseyjum. Hin er flotastöðin Subic Bay. Ástæðan sem ráðuneytið gef- ur upp er að Bandaríkjamönnum þyki vart borga sig að gera við mannvirkin á Clarkvelli, sem eld- fjallið Pinatubo hefur valdið miklu tjóni á. Bandaríkjastjóm hefur áður gefið þetta í skyn, en mun hafa gert það af meiri alvöruþunga í gær, a.m.k er sagt að ráðamönn- um i Manila, höfuðborg Filipps- eyja, hafi brugðið nokkuð. Sagði Raul Manglapus, utanríkisráð- herra þar, að Filippseyingar vildu að Bandaríkjamenn gerðu við skemmdimar á vellinum og skil- uðu honum í nothæfu standi. Bandaríkjamenn lokuðu Clarkilugvelli í síðasta mánuði og fluttu þaðan um 15.000 flugliða og aðstandendur þeirra. Subic- stöðin hefur einnig skaðast mikið af ösku og hrauni, sem Pinatubo er nú búinn að spúa síðan fyrir rúmum mánuði, en er þó enn starfrækt. Raunar hefúr allrasíðustu árin nokkrum sinnum komið til tals hjá Bandaríkjamönnum að gefa upp stöðvar þessar. Að þeirra mati er leigan, sem Filippseyja- stjóm krefst fyrir afnotin af land- inu undir stöðvamar, óhæfilega há, og þar sem kalda stríðið er bú- ið finnst mörgum bandarískum áhrifamönnum að þær séu ekki svo nauðsynlegar sem fyrr. Filippínskir herstöðvaand- stæðinar glöddust mjög er Pinatu- bo stökkti Bandaríkjamönnum frá Clarkvelli og þeir kættust enn meira er fréttist að Bandaríkin væm að hugsa um að gefa stöðina alveg upp á bátinn. Rene Saguisag, öldungadeild- arþingmaður sem vill Bandaríkja- her burt, sagðist ekki efast um að Guð væri nú að binda enda á her- setu Bandaríkjamanna á eyjun- um, þar sem þeir hafa haft her frá því um aldamót, er þeir unnu eyj- amar af Spánveijum. Sagði se- natorinn á þá leið að Guð hefði gefið Bandaríkjunum stöðvamar, en nú væri hann á sama hátt að taka þær af þeim. Það sem herstöðvaandstæð- ingum mistókst, „það tókst Pin- atubo ... á þremur klukkustund- um,“ sagði Jovito Salonga, forseti filippínsku öldungadeildarinnar, eftir að Bandaríkjamenn höfðu yfírgefið Clarkvöll. Sfðasti verkamaðurinn meðal sænskra ráðherra látinn „í vikunni lést Svante Lundkvist, landbúnaðarráð- herra Svíþjóðar 1973-76 og 1982-86. Hann varð 71 árs. Svante Lundkvist fæddist í verkamannafjölskyldu í Eskilst- ima í Södermanlandi, mikilvæg- um stað fyrir jám- og stáliðnað Svía. Skólagöngu naut hann ekki utan skyldunáms, hóf 16 ára störf hjá póstinum við að bera út bréf og vann þar að meira eða minna leyti til ársins 1958. Hann var frá unga aldri í flokki jafnað- armanna, komst þar smámsaman til mannvirðinga og var kjörinn á ríkisdaginn (þingið) 1959. Áður en hann varð landbúnaðarráð- herra hafði hann gegnt ýmsum Svante Lundkvist ráðherraembættum öðrum frá 1967. Segja má að þegar Lundkvist hætti störfúm sem ráðherra 1986 hafi punktur verið settur aftan við vissan kafla í sögu sænskra jafnaðarmanna og Svíþjóðar sjálfrar. Hann var síðasti ráðherr- ann sem hafði verið í stjóm með Tage Erlander (forsætisráðherra 1946-69) og „síðasti verkamað- urinn“ meðal sænskra ráðherra, eins og það var orðað. Það er án efa nokkuð til í því. Svante Lundkvist var einn af mörgum áhrifamönnum í jafnað- armannaflokknum sem höfðu litla skólamenntun, en hófust smámsaman til áhrifa í verka- lýðsfélögum og sveitarstjómum. Þetta vora náttúragreindir menn og sjálfmenntaðir, djarfir og fastir fyrir, hugsjóna- og raunsæ- ismenn í senn. Undir þeirra stjóm var mótað sænska velferð- arþjóðfélagið, líklega besta sam- félag sögunnar til þessa, þrátt fyrir aðskiljanlega galla. Þessir menn heyra nú liðna tímanum til. 66 ára að aldri gaf Svante út ljóðabók (Noteringar - dikter om liv och politik á frummál- inu). Þegar hann vék úr ráðherra- stóli árið eftir sagðist ætla að veija því sem eflir væri ævinnar til að elska konuna sína og leika á fiðlu. Skotið úr þyrlum á jarðarför Langflestir rúmenskir eyðnisjúklingar eru börn 94 af hundraði Rúmena þeirra, sem veikir eru af eyðni, eru börn undir 12 ára aldri, og er það yfir helmingur allra eyðnisjúldinga á þeim aldri í Evrópu. Skýrði embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Rúmeníu frá þessu í gær. Hann sagði að vitað væri að eyðnin hefði verið komin til landsins 1985, en þangað til Ceausescu einræðisherra var steypt í árslok 1989 hefði þar í landi ekki mátt minnast á sam- kynhneigð eða eyðni. Bömin munu flest hafa sýkst við blóð- gjöf, en fyrir árið 1990 var ekki í landinu tækni til að greina hvort eyðniveirur væru í blóði. 12 menn hafa verið drepnir og hátt á annað hundrað særðir í átökum yfírvalda og Kúrda í tyrkneska Kúrdistan síðustu daga. Er þetta mesta mann- tjónið á svo stuttum tíma í átök- um tyrkneskra her- og lög- reglumanna og kúrdneskra skæruliða og andspyrnumanna það sem af er árinu. Meðal þeirra sem særðust vora fjórír kúrdneskir þingmenn á tyrkneska þinginu. Ólga er mikil í tyrkneska Kúrdistan siðan á mánudag er Vedat Aydin, kúrd- neskur stjómmálamaður, fannst myrtur þremur dögum eftir að menn, sem að sögn eiginkonu hans vora lögreglumenn, höfðu haft hann með sér á brott. Um 25.000 manns vora við jarðarfor hans í Diyarbakir á miðvikudag og skaut tyrkneskt lögreglulið á mannfjöldann, að sumra sögn úr þyrlum. Hundruð manna voru handteknir. „Það sem öryggisliðið gerir hér er miklu verra en það sem Israelar gera Palestínumönnum,“ sagði Salih Sumer, einn þing- mannanna sem særðist. Var hann skotinn í annan fótinn. Vestur-Sahara: Friður f sjðnmáli Hálfs annars áratugar stríði í Vestur-Sahara milli þarlendrar sjálfstæðishreyfíngar og Mar- okkó virðist nú vera að ljúka. Hafa stríðsaðilar fallist á að láta snemma næsta ár fara fram í Iandinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort það skuli heyra undir Marokkó eða verða sjálfstætt. Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefúr stungið upp á að vopnahlé stríðsaðila hefjist 6. sept. Hann hefúr tilkynnt að 36 ríki hafi boðist til að leggja menn fram í friðargæslulið á svæðið, þ.á m. rík- in fimm sem fastaaðild eiga að Ör- yggisráði S.þ. Er þetta í annað sinn sem fimmveldi þessi sýna slíkan bræðralagsanda; í fyrra skiptið var það er þau sendu liðsforingja í gæsluliðið á landamærum íraks og Kúvæts. Svæði það er nú er kallað Vest- ur- Sahara var lengi spænsk ný- lenda, en Spánveijar létu það af höndum við Marokkó og Máritan- íu 1976. Undu margir landsmenn því illa og hófú skærustríð með stuðningi Alsírs. Mannskæð flóð í Kína Um 1000 manns hafa farist I flóðum (Kína s.l. rúman mánuð og tjónið eftir flóðin nemur yfir þremur miljörðum dollara, sam- kvæmt fréttum frá stjómvöldum. Flóðin era mest í austurhluta landsins. Miklar rigningar hafa verið þar undanfarið og hleypt vexti í fljót og ár. Aðstoð berst er- lendis frá til héraða þeirra er harðast hafa orðið úti, einkum frá Japan. Vinnustaða- sellur fá að bjóða fram Deildir kúbanska kommúnista- flokksins á vinnustöðum munu að líkindum fá rétt til að stinga upp á frambjóðendum til kjörs í mið- stjóm flokksins, sem kosið verður í á þingi hans í október, að sögn þarlendra fjölmiðla fyrr í vikunni. Hingað til hafa aðeins efri lög flokksins haft möguleika á að út- nefna frambjóðendur i miðstjóm- ina. I henni era yfir 100 fulltrúar. Breyting þessi, segja fjölmiðl- amir, er til þess að koma forastu- mönnum í betra samband við „grasrótina" í flokknum og gera al- menningi kleift að hafa meiri áhrif á landsstjóm. Drukkin lögregla skaut niður flugvél Peráanskir lögreglumenn skutu á þriðjudag niður farþega- flugvél (innanlandsflugi, er hún var að taka sig á loft af Bellavista- flugvelli í Amasonskógum. 15 manns fórast. Vitni segir aö lög- reglumennimir hafl verið drakknir. Pílagrímar farast Kanadísk farþegaflugvél í leiguflugi fórst í gær er hún var nýhafin til flugs af flugvellinum við Jeddah í Saúdi-Arabíu og fórust allir sem með henni vora, yfir 260 að tölu. Farþegamir voru flestir Nígeríumenn, pílagrímar á leið heim frá Mekka. Eldur kom upp í einum af hreyflum vélarinnar, sem var af gerðinni DC-8, og hafði flugmað- urinn snúið henni við og var að reyna að nauðlenda er hún hrap- aði. 20.000 Serbar flúnir frá Króatíu Yfir 20.000 Serbar hafa flúið frá Króatíu til Vojvódínu, sjálf- stjómarsvæðis sem á landamæri að því lýðveldi en er hluti af Serb- (u. Skýrði upplýsingamálaráð- herra svæðisins svo frá í gær. Munu flóttamenn þessir flestir hafa komið frá Slavóníu, þeim hluta Króatíu sem liggur að Vojv- ódínu. [ þeim hluta Slavóníu sem næstur er landamæranum búa margir Serbar og þar hefur und- anfarið oftsinnis komið til blóð- ugra átaka milli þeirra og Króata. [ gær féllu tveir menn og þrír særð- ust í átta stunda bardaga milli króatískra þjóðvarðarliða og seri> neskra þjóðemissinna í Osijek, borg á þeim slóðum. Ekki var að heyra á fréttum ( gær að neitt hefði dregið úr yfir- vofandi hættu á stríði milli Króata og Serba. Föstudagur 12. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.