Þjóðviljinn - 19.07.1991, Síða 2
Gamla pakkhúsið hefur verið gert upp að utan ( sem næst upphaflegri
mynd.
Gamla, pakkhúsið
í Ólafsvík
Eitt hús öðrum fremur
fangar athygli þeirra sem
leggja leið sina um Ólafsvík.
Húsið sem hér um ræðir er
Gamla pakkhúsið, eins og það
er gjarnan nefnt af heima-
mönnum.
Gamla pakkhúsið var upphaf-
lega reist 1844 af Hans A. Clau-
sen kaupmanni og er elsta húsið í
Ólafsvík. Upphaflega var húsið
hugsað sem pakkhús og þjónaði
því hlutverki með sóma um langt
skeið. Með breyttum kröfum tím-
ans missti húsið það hlutverk sem
því var í upphafi skapað og húsið
varð nánast allra manna gagn án
þess þó að þjóna í rauninni
nokkru föstu hlutverki.
Nú er öldinn önnur og þetta
þetta aldna og virðulega hús hefur
gengið í endurnýjun lífdaga. End-
urbætur hafa verið gerðar á hús-
inu á undanfömum árum. Það
hefur verið klætt upp að utan í
sem næst upphaflegri mynd og
jarðhæð hússins hefur verið tekin
í gegn og er nú svo komið að að-
eins loft og hanabjálki upp undir
súð eru enn með sömu innviðum
og þegar húsið var reist 1844.
Sá sem fer með húsbóndavald
í Gamla pakkhúsinu er ungur
„Ólsari“ Páll Hrannar Hermanns-
son að nafni. Páll, sem er að hálfu
starfi ferðamálafulltrúi Ólafsvík-
ur, hefur aðsetur í Gamla pakk-
húsinu og rekur þar upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn sem leið
eiga um utanvert Snæfellsnes
með viðkomu í Ólafsvík. Auk
upplýsingamiðstöðvarinnar er
vísir að byggðasafni fyrir Ólafs-
vík kominn upp í Gamla pakk-
húsinu. A neðri hæðinni gefur að
líta ýmsa muni sem tengjast sögu
Ólafsvíkur.
- Mikill fjöldi ferðamanna
staldrar orðið við hér í Ólafsvík
og flestir þeirra koma hér við.
Það á þó sérstaklega við um Is-
lendingana, enda vekur húsið
óskipta athygli þeirra, segir Páll.
- Áhugi útlendinganna bein-
ist aðallega að jöklinum og því
mikla fuglalífi sem er hér við alla
strandlengjuna.
Þetta er fyrsta sumarið sem
sérstakur ferðamálafulltrúi er í
Ólafsvík. Páll segir að mikið og
gott samstarf hafi tekist milli
sveitarfélaganna á Snæfellsnesi
um ferðamál og ráðinn hafi verið
sérstakur ferðamálafulltrúi fýrir
Snæfellsnes, sem aðsetur hafi í
Stykkishólmi. - Mitt starf er því
hugsað sem smá viðbót við fram-
lag Ólafsvíkinga til sameingin-
legs starfs sveitarfélaganna að
ferðamálum og mér sýnist ekki
hafa verið vanþörf á því að hér
væri einhver tiltækur til að Ieið-
beina ferðamönnum og beina
þeim á áhugaverða staði, segir
Páll.
Hann segir að ferðamanna-
straumur um utanvert Snæfells-
nes hafi verið með meira móti í
ár. - Útlendingar hafa fram lil
þessa mestanpart ætt hugsunar-
laust hér í gegn. Með því að setja
upp þessa upplýsingamiðstöð hér
bjóðast þeim margvíslegar upp-
lýsingar, s.s. um áhugaverða staði
til að skoða, auk þess sem við
skipuleggjum dagsferðir með
leiðsögn á áhugaverða og sögu-
fræga staði, sagði Páll.
En hvað skyldi Páll hafast
annað að þann hluta dagsins sem
hann er ekki í hlutverki ferða-
málafúlltrúans. - Ég vinn við að
steypa gagnstéttir og kanta þegar
ég er ekki hér, segir Páll, en í
haust mun hann hefja nám í raf-
eindavirkjun. -rk
Páll Hrannar, ferðamálafulltrúi Ólafsvlkur gægist ofan af hanabjálka I
Gamla pakkhúsinu. Myndir Kristinn
Á pakkhúsloftinu gefur að líta „signeratúr" pakkhúsmanna. Hér hefur
Sigurður Gunnarsson nokkur párað nafn sitt og sett dagsetninguna við
24. september 1919.
ÍRÓSA-
•GARÐINUM
UPPHEFÐ MATAR
OG DRYKKJAR
Perlan hlaut blessun kirkj-
unnar við hátíðlega athöfn í gær,
sunnudag... Séra Þórir Stephen-
sen sagði húsið vera tákn um há-
leitar hugsanir og óskaði þess að
það yrði til að þjóna hamingj-
unni og stuðla að jákvæðum
hliðum lífsins.
DV um vígslu Perl-
unnar
ÞAÐ ER FULL-
KOMNAÐ, SAGÐI
FRELSARINN
Það er dásamlegt að enda
ferilinn með þessum hætti. Hér
eru mörg hundruð manns við-
staddir og segja má að húsið sé
fullkomnað, sagði Davíð Odds-
son
DV um sama
atburD
OG SAMA
FÝLAN I' ÞESSUM
FRAMSÓKNAR-
MONNUM!
Kirkjan.. ætti ffemur að víta
bruðlið og foreyðsluna en segja
hégómann þjóna hamingjunni.
Að minnsta kosti ætti kirkjan að
hafa eitthvert hóf á smekkleysi
hræsninnar meðan hún er þjóð-
kirkja.
Tíminn um sama
atburð.
HANN ÁTTI
ÞENNAN UNDRA-
HATT, EKTA
MEXÍKANAHATT..
Einna hreinskilnastur var án
efa Jón Baldvin en í stuttri ræðu
sem hann flutti líkti hann Sjálf-
stæðisflokknum við mexíkóskan
bófaflokk.
DV
HÉR ER VERKEFNI
FYRIR DAVIÐ
Hvaða vit er í því að skírdag-
ur, laugardagur fyrir páskadag
og annar í páskum séu ffidagar?
Hvaða vit er í því að sumardag-
urinn fyrsti sé frídagur? Og svo
mætti lengi telja.
Morgunblaób
ER HANN EITT-
HVAÐ FYRIR
FUGLINN?
Fuglafræðingur gripinn við
gluggagægjur
MorgunblaóÖ
EN ALLTOF MARG-
AR SITJA SEM
FASTASTí
LÍFSINS VEISLU .
Spariklædd sauðkind slapp
úr afmælisboði.
Morgunbiaöib
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. júlí 1991