Þjóðviljinn - 19.07.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Page 6
Ný ríki á Austurhorni Eritrea og Norður-Sómalíland þegar sjálfstæð í raun. Nýir ráðamenn í Addis Ababa óttast að það leiði af sér upplausn Eþíópíu og aðrir kvíða því að sú þróun breiðist út þaðan Þrjátíu ára stríði í Eþíópíu er loksins lokið og tveimur ein- ræðisherrum sem lengi réðu Iöndum á austurhorni Afríku hefur verið steypt af stóli, þeim Mengistu Haile Mariam í Eþí- ópíu og Siad Barre í Sómal- ílandi. Eins og sakir standa eru allar líkur á því að þessum um- skiptum fylgi að ríkjum Afríku fjölgi um tvö. Ráðamenn ættbálka í Norður- Sómalílandi, sem áður var bresk nýlenda en aðrir hlutar landsins ítölsk, hafa lýst landshlutann sjálfstætt ríki. I ílalska hlutanum fyrrverandi eru ættbálkahöfðingj- ar að reyna að koma sér saman um nýja stjóm, en óvíst er enn hvað út úr því kemur. Ráðamenn í Norður-Sómalílandi taka ekki þátt í þeim samningaumleitunum, þær eru okkur óviðkomandi segja þeir, þar eð við tilheyrum því ríki ekki lengur. Sjálfsákvöröunar- réttur viðurkenndur Enda þótt EPRDF-hreyfmgin, þar sem Tígremenn ráða mestu, tæki Addis Ababa og stjómi nú Eþíópíu allri að Eritreu frátalinni, þá er nokkuð ljóst þegar á heild- ina er litið að það var sjálfstæðis- barátta Eritreumanna, sem mestu olli um fall stjómar Mengistus. Sú barátta hófst þegar 1961 og varð slíkt álag fyrir það fátæka ríki Eþíópíu að kraftar miðstjóm- ar hennar vom þegar fyrir nokkr- um árum komnir í þrot. Þegar fór að draga úr sovésku hjálpinni eft- ir að Gorbatsjov kom til valda og Mengistu tókst ekki að verða sér úti um neina öfluga erlenda stuðningsaðila í staðinn, var sýnt að hverju fór. Eritreanska sjálfstæðishreyf- ingin EPLF, sem nú stjómar því landi, fer ekki í grafgötur með að hún vilji Eritreu fullsjálfstæða. Bráðabirgðastjóm sú á vegum EPRDF, sem nú ríkir í Addis Ab- aba, viðurkennir að þjóðir Eþíóp- íu hafi rétt til sjálfsákvörðunar og Issaias Afewerki - bráð þörf fyrir efnahagsaðstoð og hjálp gegn hungursneyð. Massawa SAÚDÍ-ARABIA o ERITREA Asniant ^lllll NpH-: IN \ , á o uJEMEN TIGRE As^ab SÚDAN ....... SÓMALÍLAND Asddis Ababa ' m 9& o EÞÍÖPÍA , ÚGANDA KENÝA þar með rétt til að segja sig úr Eþíópíu, ef þeim sýnist svo. En þar með em ekki öll kurl komin til grafar. Uggur út aff Oromóum EPRDF og EPLF vom í mörg ár í bandalagi gegn stjóm Meng- istus og þeim er því varla Ijúft að fara í slag sín á milli, enda lands- Júgóslavía: Árás sambandshers hótað Mikil hætta var í gærkvöldi á því að júgóslavneski herinn hæfi þá og þegar árásir á hersveitir lýð- veldanna Króatíu og Slóveníu. Forsætisráð Júgóslavíu hafði sett lýðveldunum úrslitakosti þess efn- is, að þau leystu upp vopnað lið sitt fyrir miðnætti í nótt leið, ann- ars yrði hemum beitt gegn þeim. Engar horfur vom á því í gær- kvöldi að stjómir iýðveldanna fæm að því. Lýsti stjóm Króatíu því yftr að hún myndi því aöcins leysa upp þjóðvarðarlið sitt að vopnaðir flokkar Serba í Króatíu yrðu leystir upp. Úrslitakostir for- sætisráðs munu að vísu ná til þeirra einnig, en ekkert bendir til þess að þeir séu að leggja niður vopn og Króatar saka herinn um stuðning við þá. Bardagar og morðtilræði héldu áfram í Króatíu í fyrradag og gær. Hafa átta menn a.m.k. verið drepn- ir í illindum Króata og Serba í Króatíu síðan á sunnudag. Fyrstu milliliðalausu viðskipti Kóreuríkja 5000 smálestir af hrísgijónum verða fluttar út frá Suður-Kóreu sjóleiðis til Norður-Kóreu síðar í mánuðinum. Verður þetta fyrsta milliliðalausa verslunin milli ríkja þessara í sögu þeirra. Hinsvegar hafa þau þegar fyrir nokkru tekið upp viðskipti sín á milli gegnum milliliði. Kóreuríkin tvö em enn form- lega í stríði síðan í Kóreuófriðnum 1950- 53. AD UTAN Umsjón: Dagur Þorleifsson menn stríðsþreyttir og meira en nóg að gera við að forða þeim frá hungursneyð og koma einhverj- um gangi í efnahagslífið. En þeg- ar hefúr fram komið að EPRDF er óhress með sjálfstæði Eritreu. Nýja stjómin í Addis Ababa ótt- ast að því muni fylgja að aðrar þjóðir og þjóðflokicar vilji gerast sjálfstæð. Sá uggur er líklega helst bundinn við Oromóa, fjöl- mennustu þjóð Eþíópíu, sem var ekki lögð undir það ríki fyrr en um síðustu aldamót. Þar að auki hefur Eþíópía hvergi aðgang að sjó nema um hafnarborgir Eritreu. Ekki er að efa að önnur Afr- íkuríki sunnan Sahara hafa stórar áhyggjur út af umræddum sjálf-' stæðistilhneigingum á Austur- homi. í flestum þeirra úir og grú- ir af þjóðum og þjóðflokkum, þar er víða ágreiningur út frá trúar- brögðum o.fl. Sú þróun sem hafin er á Austurhomi gæti því breiðst út eins og eldur í sinu. Evrópu- og vesturlandaríki vilja Iíka hindra að til þess komi, enda þótt áhugi þeirra á Afríku hafi minnkað áberandi frá því að kalda stríðinu lauk. Þörff ffyrir aöstoö Það var líklega með þetta í huga sem EPLF-forustan lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði látin fara fram um sjálfstæð- ið innan tveggja ára. EPLF reikn- ar efalaust með því að fá drjúgan meirihluta í þeim kosningum og vonast til að þar með öðlist sjálf- stæði Eritreu slíkt lögmæti í aug- um umheimsins að hvorki EPRDF, Afríkuríki og umheimur- inn að öðru leyti muni eftir það reisa rönd gegn því. Loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu er og lík- legt til að greiða fyrir efnahagsað- stoð frá Vesturlöndum og mat- vælaaðstoð til að halda aftur af Sigurinnreið EPLF (Asmara - margir þar I liði eru gramir út af ákvörðuninni um þjóðaratkvæða- greiðslu. hungursneyð. Eritrea hefur sára þörf fyrir hvorttveggja. Þeir Menes Zenawi, helsti ráðamaður í EPRDF og þar með nýju stjóminni í Addis Ababa og Issaias Afewerki, leiðtogi EPLF, em sagðir vera vinir, en samt er þegar farið að bera á spennu milli valdhafa í Addis Ababa og As- mara, höfuðborg Eritreu. Fjar- skiptasamband Eritreu við Eþíóp- íu er í ólagi og er sumra gmnur að EPLF sé ekki saklaus af því. Þá segja Eþíópar að Eritreumenn hamli samgöngum þeirra við Ass- ab, hafnarborg syðst f Eritreu sem um 70% af utanríkisverslun Eþí- ópíu hefur farið fram um. Sagt er að með þessu séu Eritreumenn að sýna Eþíópum í tvo heimana, beita þá þrýstingi til að þeir láti af allri andstöðu við sjálfstæði Eritr- eu. Innan EPLF er sögð rikja tals- verð óánægja með ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslu. Við emm búnir að berjast fyrir sjálf- stæði í 30 ár og nú höfúm við unnið það, er sagt. Þjóðarat- kvæðagreiðsla er því út í hött. Eritreumenn eru ekki ein þjóö Á bak við þetta kann að liggja kvíði um að landsmenn séu, þrátt fyrir harða andstöðu við Eþíópíu- keisara og síðar Mengistu, ekki að öllu á einu máli um framtíðina. Hinar og þessar ráðstafanir EPLF-stjómarinnar næstu árin geta orðið meira eða minna óvin- sælar og sú hreyfmg hefur mest fylgi meðal þess hluta landsfólks- ins sem mælir á tígrinja, sem er semískt mál, og er kristin. Þetta fólk er ef til vill um helmingur Er- itreumanna (tölum ber ekki sam- an), hinir em af ýmsum kúsjítísk- um þjóðflokkum og múslímar. Onnur sjálfstæðishreyfing, ELF, sótti fýlgi sitt einkum til síð- amefnda fólksins en laut í lægri haldi fyrir EPLF og splundraðist. En á síðustu ámm Mengistus leit- uðu hópar úr því liði samkomu- lags við hann og virtust þá tilleið- anlegir að láta af kröfum um sjálf- stæði. 6.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. júlí 1991 Klaufaskapur - Iluolli manndrapum Israelskur dómari kvað upp þann úrskurð í gær að óeirðimar á Musterisfelli í Jerúsalem i okt. s.l. er lögregla skaut 17 Palestínumenn til bana, hefðu brotist út vegna klaufaskapar lögreglu og að fram- koma sumra lögreglumannna við það tækifæri hefði ekki verið upp á það besta. Hann telur þó ekki ástæðu til málshöfðunar gegn lög- reglumönnum þessum. Dómarinn telur sannað að óeirðir hafi hafist er táragas- sprengja frá lögreglunni hafi af slysni komið niður nálægt hópi ís- lamskra kvenna. Hann sagði að þegar arabar á staðnum fóm að kasta gijóti niður fyrir Grátmúrinn, helgasta stað gyðingdóms, hefðu flestir þeirra sem þar höfðu verið að biðjast fyrir verið famir. Áður höfðu ísraelsk yfirvöld haldið því ffarn að arabar saman- komnir á fellinu hefðu byijað óeirðimar með því að kasta gijóti í gyðinga á bæn við Grátmúrinn. Oeirðir þessar em þær mannskæð- ustu sem orðið hafa í Jerúsalem efl- ir sexdagastríð 1967. Olíunni skal náð úr Bliicher Thorbjðm Bemtsen, umhverf- ismálaráðherra Noregs, upplýsti í gær að stjómin væri í þann veginn að gera ráðstafanir til að dæla olíu úr þýska beitiskipinu Blúcher, sem liggur á botni Oslóarfjarðar síðan Norðmenn sökktu því þar 1940. Kvað ráðherrann stórfellt mengun- arslys vofa yfir að öðmm kosti. Síma Stalíns stolið Maður nokkur stal nýlega síma Jósefs Stalíns úr safni í fæðingar- stað hans Gorí í Georgíu. Lögregla handsamaði þjófinn fljótlega og gaf hann þá skýringu á stuldinum að hann vantaði betri síma. „Á lögreglustöðinni sagði hann að hann ætlaði að setja símann upp heima, þar eð nútíma símar væm oft í ólagi,“ segir Tass frá. Símanum, sem Stalín notaði í heimsstyijöldinni síðari, var skilað á safnið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.