Þjóðviljinn - 19.07.1991, Qupperneq 7
Bandarískar stórmyndir
eru að kafna í kostnaði
Stórmvndirnar sem eiga að slá
aðsóknarmetin eru orðnar
svo dýrar að það verður æ ólík-
legra að þær geti borgað sig.
Fyrir nú utan það, að þær
byggja söluvonir á örfáum rán-
dýrum stjörnum og miklum
gauragangi í dýrum tækni-
brögðum - og verða því hver
annarri leiðinlega líkar.
Það er á sumrin sem helstu
„metsölumyndir" hvers árs koma
á markaðinn. A þessu ári eru það
þijár hetjusögur bandarískar sem
eiga að gera það gott. Ein er
„Hudson Hawk“ með Bruce Will-
is - saga af þjófi (sem er um leið
mesti heiðursmaður eins og Hrói
höttur) - þessi þjóíur kemur á sið-
ustu stundu í veg fyrir að djöful-
leg klíka nái í sínar hendur lyklin-
um að heimsyfirráðum. Þessi
kvikmynd kostar rúmlega 50
miljónir dollara. Önnur myndin er
„Terminator 2“ með vöðvabákn-
inu Schwarzenegger. Þar segir frá
því hvemig garpurinn bjargar
Messíasi næstu aldar frá tortím-
ingu. Það ævintýri kostar hvorki
meira né minna en 94 miljónir
dollara. Þriðja myndin er svo Hrói
höttur Kevins Costners, sem þeg-
ar er til Islands komin og hefur
reyndar þegar gefið fyrirheit um
að skila góðum arði. En fram-
leiðsluskotnaður hennar er „að-
eins“ 45 miljónir dollarar.
En hvort sem stórmyndimar
nálgast 100 miljónir dollara í
framleiðslukostnaði eða sleppa
við helmingi minna, þá er hér um
upphæðir að ræða sem feikna erf-
itt er að láta skila sér. Auglýsinga-
og kynningarkostnaður er gríðar-
legur, 50 - 100 prósent af fram-
leiðslukostnaðinum. Þar með er
búið að leggja t.d. í Terminator 2
sem svarar 150 miljónum dollara.
Og ef reikna má með því að um
það bil þriðjungur þess fjár sem
alls kemur inn fyrir myndina fari
til kvikmyndafyrirtækisins (tveir
þriðju fara til dreifingaraðila) þá
verður sú sama Schwarzenegger-
mynd að hala inn 450 miljónir
dollara í aðgangseyri til að fram-
leiðendur standi á sléttu. Og svo
mikið kom ekki einu sinni inn
fyrir „Batman“ árið 1989, en sú
mynd sló mörg aðsóknarmet.
Batman varð mikil freisting
til að halda áfram með hina rán-
dýru stórmyndaframleiðslu. En
það mistókst að verulegu leyti í
fyrra. Helstu stórmyndir ársins
eins og Dick Tracy, Godfather III,
Havanna og fleiri, létu ekki þær
gróðavonir rætast sem við þær
voru tengdar. Sumar snarféllu.
Mun ódýrari myndir höluðu hins-
vegar inn mikið fé, eins og t.d.
„Dansað við úlfa“, „Aleinn
heirna" og hin slóttuga lífslyga-
saga um vændiskonuna heppnu,
„Pretty Woman“.
En þegar þessar myndir (sem
kostuðu kannski ca 20 miljónir
dollara hver) verða metsölu-
myndir, þá gerist það, að þær
verða til þess að ýta undir sihækk-
andi ffamleiðslukostnað væntan-
legra vinsældamynda. Þeir sem
leikið hafa í slíkum myndum eða
komið þar við sögu, þeir hafa
hækkað í sér hlutabréfín, þeir
krefjast mun hærri þóknunar fyrir
að koma fram næst, hlutdeild í að-
gangseyri og þessháttar.
Stórmyndaæðið hefúr þar fyr-
ir utan lamandi áhrif á kvik-
myndaframleiðslu yfir höfuð.
Smærri framleiðendur geta ekki
keppt við þessar risamyndir,
hvorki í stjömukaupum, dýrum
brögðum, dýrum fjöldasenum, né
heldur í dýrri sölumennsku. Há-
vaðinn og gauragangurinn kring-
um fáeinar Hollywoodmyndir
sem þarf að selja um heim allan ef
að mikil spilaborg á ekki að
hrynja, þessi gauragangur stendur
allri fjölbreytni og skapandi hugs-
un mjög fyrir þrifum. Jeffrey
Knatzenberg, sem tók fyrir nokkr-
um ámm við Disneyframleiðslu-
bákninu og lagði mikið undir við
gerð Dick Tracey, hefur hvatt sína
menn til að hverfa frá „snarhækk-
andi kostnaði og hugsunarlausum
yfirboðum“. Auk þess sem sú ár-
átta að festa sig við metsölu-
myndir sé sama og að lýsa „sköp-
unargáfuna gjaldþrota"
áb byggði á Spiegel.
Hudson Hawk: Á síðustu stundu er heiminum bjargað úr klóm glæpakllku.... Hefur einhver heyrt það áður?
,Nöfn skattsvikara á
Italíu gerð lýðum liós
Italska fjármálaráðuneytið
hefur gripið til þess ráðs að
birta nöfn hálfrar miljónar
skattborgara þar í landi sem
ekki hafa hirt um að greiða
keisaranum það sem honum
ber. Ráðuneytið telur sig til-
nevtt að grípa til þessara óyndi-
súrræða til þess að ýta við
mönnum svo þeir greiði skatt-
inn sinn á tilsettum tíma, en
innheimta þess opinbera hefur
lengi verið í hinum mesta lama-
sessi.
Á lista fjármálaráðuneytisins
ítalska er að finna nöfn ýmissa
þeirra sem almúginn álítur alla
jafnan að tilheyri máttarstólpum
samfélagsins, s.s. nafntogaða við-
skiptajöfra, leikara og fjölmiði-
unga. Allt í allt telur ríkissjóður-
inn ítalski sig eiga vanheimtar 33
triljónir ítalskra líra hjá þessari
rúmu hálfú miljón undanskots-
manna. Það er ekki að sökum að
spyrja að sum itölsku blaðanna
hentu strax á lofti nöfn sumra
þeirra sem eru á listanum, enda
kærkomið fréttaefni mitt í gúrku-
tíðinni.
Á meðal þeirra nafna sem
fjölmiðlum þykir fengur að er
nafn athafnamanns í Tórínó,
Renzo Sosso, en sá er skuldseig-
astur allra þeirra sem á listanum
eru. Rikissjóður telur sig eiga ein-
ar 27 biljónir líra hjá þeim heið-
ursmanni. Á listanum er einnig að
finna argentínsku fótboltahetjuna
Daníel Passarella, sem sakaður er
um að hafa „gleymt“ að telja fram
umtalsverðar fjárhæðir, eða 540
miljónir líra.
Að sögn Reuters-fréttastof-
unnar eru skattsvik og undanskot
jafn sjálfsagður hlutur ítalsks
þjóðlífs og pastaréttir.
-Reuter/rk
Föstudagur 19. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 7
Keflavíkurganga
10. ágúst 1991
Skrifstofan í Þingholtsstræti 6 er opin alla virka
daga frá kl. 14 til 18.
Komið eða hringið og skráið ykkur í gönguna, einn-
ig vantar sjálfboðaliða til að vinna.
Hringið í síma 620273 og 620293.
HEILBRIGÐIS - OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laus lyfsöluleyfi, sem
forseti íslands veitir
Laus eru til umsóknar lyfsöluleyfi í:
1. Efra-Breiðholti, Reykjavík (Lyfjaberg)
2. Hveragerði (Ölfusapótek)
Hægt er að krefjast þess að viðtakandi lyfsali
kaupi birgðir, húsnæði, áhöld og innréttingar
apóteksins, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um
lyfjadreifingu.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með
1. janúar 1992 í Efra-Breiðholti, Reykjavík, og
frá og með 1. október 1991 í Hveragerði.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf skulu hafa
borist ráðuneytinu fyrir 20. ágúst n.k.
Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
17. júlí 1991
Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur
Ath. minnt er á að kynningu og fresti
til að skila inn athugasemdum ef ein-
hverjar eru, lýkur 24. júlí n.k.
Suður Mjódd
Hjá Borgarskipulagi eru nú til kynningar teikn-
ingar að íbúðum aldraðra í Suður Mjódd, dags.
júní '91, sem lagðar hafa verið fyrir skipulags-
nefnd og byggingarnefnd.
í tillögunum er gert ráð fyrir tveimur 13 hæða
háum húsum með alls 102 íbúðum ásamt 600
m" þjónustumiðstöð, (í beinum tengslum við
fyrirhugað hjúkrunarheimili) nyrst á svæðinu.
Uppdrættir og líkan verða til sýnis á Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 9.00-
13.00 alla virka daga frá miðvikudeginum 26.
júnítil 24. júlí 1991.