Þjóðviljinn - 19.07.1991, Síða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Síða 8
NÝTT þlÓÐVILIINN Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjartti h.f. Auglýsingadeild:« 68 1310-6813 31 Framkvæmdastjórl: Hailur Páll Jónsson Ritsijórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson, Símfax: 68 19 35 Verð: 150 knónur i lausa sölu Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson Söfcníny öq untbrot. Pit .. Prentun: Oddi hf. íntsmiöja Pjóðviljans hf. Auglýslngastjóri: Stelnar Haröarson Afgreiðsla: » 68 13 33 Aösetur: Slöumúla 37, I08 Reykjavík Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóðfrelsis Heræfingar Bandaríkjamanna Fyrir dyrum standa miklar heræfingar Bandaríkjamanna hér á landi. „Markmið æfinganna er að æfa liðs- og birgðaflutn- inga til landsins," er haft eftir fulltrúa varn- armálaskrifstofunnar í Þjóðviljanum í gær. Sami maður sagði einnig legu okkar á Norður- Atlantshafi vera þess eðlis „að við getum ekki horft fram hjá því sem í kring- um okkur er.“ Þetta eru nokkuð kyndugar upplýsingar og vekja m.a. þær spurningar hvaða stefnu íslensk stjórnvöld hafa í alþjóða- málum. Eins og kunnugt er leitar NATO nú logandi Ijósi að nýju hlutverki fyrir sjálft sig. Þetta er skiljanlegt, séð með augum þeirra sem mega ekki til þess hugsa að bandalag þetta verði óþarft, eins og veru- leikinn „í kring um okkur“ er að sýna fram á, en ekki að sama skapi skynsamlegt í Ijósi sama veruleika. Svo langt eru NATO- sinnar þó komnir á þróunarbrautinni að þeir hafa tekið eftir því að „óvinurinn" í austri mun hafa um annað að hugsa á næstu árum en að gera vesturlandabúum skráveifu. Þess vegna er þörf á nýju hlut- verki, nýjum óvinum til að glíma við. Hverj- ir nýju óvinirnr eru hefur ekki verið ákveð- ið ennþá, en samkvæmt upplýsingum sem borist hafa frá höfuðstöðvum NATO má reikna með að þá verði að finna á ýmsum stöðum utan bandalagssvæðisins í náinni framtíð. Þetta þýðir að þróunar- löndin eru líklegasti bardagavettvangur NATO-herja. Talað er um að hafa til taks, snaggaralegt lið sem senda má út fyrir svæði bandalagsins. Þannig er í reynd ætlunin að koma upp einhverskonar heim- slögreglu, sem til að byrja með hefur það hlutverk að skipa málum í næsta nágrenni við bandalagið, en getur hæglega þróast yfir í annað og meira. Af sjálfu leiðir að sama liði má að beita ef innalandsástand- ið í bandalagsríkjunum fer eitthvað úr böndunum. Ef íslensk stjórnvöld tækju eftir því sem er að gerast í kring um okkur og hefðu sjálfstæða afstöðu til mála hefðu þau komið í veg fyrir þessar heræfingar. Frá herfræðilegu sjónarmiði hljóta þær að vera algerlega óþarfar og í pólitísku sam- hengi úr öllum takt við þróun öryggis- og friðarmála. Vandinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hefur aðeins þá skoðun á ör- yggismálum sem NATO og Bandaríkja- mönnum hentar hverju sinni. Þetta stefnu- leysi kemur líka fram í þeirra afstöðu sem allir utanríkisráðherrar svokallaðra „lýð- ræðisflokka" hafa haft gagnvart kjarnorku- vopnum á íslensku yfirráðasvæði. í orði kveðnu eru íslendingar andvígir því að slík vopn séu í íslenskri lögsögu. Flotar stór- veldanna, sigla um heimshöfin hlaðin kjarnorkuvopnum, enda væri „fælingar- máttur" þeirra harla lítill ef svo væri ekki. Þegar til kastanna kemur eru íslensk stjórnvöld hins vegar svo aum í afstöðu sinni að þau láta sér vel líka loðin svör um kjarnorkuvopnabúnað skipa sem hingað koma og gildir einu þótt sannað sé að í skipunum hafi verið kjarnorkuvopn. Það er því í samræmi við ósjálfstæði ís- lenskra yfirvalda, gagnvart Bandaríkja- mönnum og NATO, að ríkisstjórnin uni því vel að hér sprangi um vopnum búið lið og æfi sig í að glíma við fjandmenn sem ekki eru til en í þeim tilgangi einum að vera til- búið til að berjast við nýja óvini sem ætlun- in er að koma sér upp annarsstaðar. Með þessum hætti er ríkisstjórnin að taka ábyrgð á stefnumótun innan NATO sem er ekki í nokkru samræmi við íslenska hags- muni. hágé. 0-ALIT •'V W//I Hi , 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.