Þjóðviljinn - 19.07.1991, Side 9

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Side 9
Enginn gat séð fyrir þá eldskím, sem grútarmengunin á Ströndum átti eftir að verða þessum nýja pólitíkusi íhaldsins. Flestir bjugg- ust reyndar við því að fyrrum siglingamálastjóri yrði þama á heimavelli með 15 ára reynslu við að fást við mengun sjávar. Annað hefur samt komið á daginn. Engin afgerandi viðbrögð hafa verið höfð í frammi. „Mestu máli skiptir auðvitað að brugð- ist sé við kjarnorkuslysum með skjótum og skynsamlegum hætti“ Svo hijóða lokaorð Víkverja í Morgun- blaðinu, 17. júh', sl. Eg verð að viðurkenna, að við fyrsta lestur fannst mér Víkverji vera að fjalla um mcngunarslysið á Ströndum eins og allir aðrir þessa dagana, en svo gerði ég mér grein fyrir að Morgun- blaðið var að hnýta í Stöð 2 fyrir fréttir af ferðum bandarískra herskipa búnum kjarnavopnum í íslenskum höfnum. Eða eins það er orðað þarna: „vegna aðstæðna um borð í bandanskum herskip- um“. Aðstæðurnar voru sem sagt þær að sannað þykir að kjarnavopn muni hafa verið um borð þrátt fyrir fullyrðingar ís- lenskra ráðamanna um hið gagnstæða. Fagmannleg frétta- mennska Stöðvar 2 Fréttamaður Stöðvar 2 beitti sömu aðferð- um og Greenpeace samtökin hafa m.a. lýst í ritum sínum „The Neptune Papers", þar sem sýnt var ffam á komu kjamavopnabúinna vígdreka til sænskra hafna. Sænskir kratar tóku þessar upplýsingar alvarlega og var leynimakki Bandaríkjamanna harðlega mót- mælt af sænskum yfirvöldum. Yfirklór ís- lenskra krata er svo aumt að DV les úr dag- bókum hafnarstjómar Reykjavíkur staðfest- ingu á komu skipanna, sem utanríkisráðu- neytið sór af sér í fréttatilkynningu. Það þarf ekki bandarísk leyniskjöl til! Og aðstoðarmaður Jóns Baldvins í ráðu- neytinu, sem eitt sinn var hægri hönd Magn- úsar Kjartanssonar og þótti róttækur vel sagði: „Við erum svo fáliðuð hér núna, það em allir í sumarfríi". Það var verið að spyrja um svör við brennandi spumingum Ingibjargar Sólrúnar og ráðuneytið veit ekki sitt rjúkandi ráð! Þama er um að ræða mál, sem skipt hefúr þjóðinni í andstæðar stjómmálafylkingar í meira en Ijóra áratugi! Það er eins og sé ver- ið að halda í eitthvert hálmstrá vonarinnar að ekki komi styggð að „vemdurunum" á Mið- nesheiði. Friðvænlegra er nú í veröldinni en verið hefúr um árabil og sambærilegum herstöðv- um víða lokað. A sama tima naga menn negl- umar í utanríkisráðuneyti og senda bænaskjöl vestur um haf. „Þetta er atvinnuspursmál fyr- ir Suðumesjamenn" segja þeir. Það ekki spurt um þjóðlega reisn og framtíð íslenskrar menmngar í landinu. Slíkri „væmni“ er líka ofaukið í Evrópusamningum ffamtíðar. En það er önnur saga. Við göngum svo léttir í lundu Það á að fara að ganga Keflavíkurgöngu. „Flallærisleg tímaskekkja" segja margir. Versta tímaskekkjan tifar þó í hugum þeirra sem láta sig málið engu varða og fljóta sof- andi áfram í samfélaginu. Sjálfstæði er hugtak sem teygja má á ýmsa vegu. Sá flokkur hérlendis, sem kennir sig við þetta hugtak, er líka afskaplega teygj- anlegur. Fyrir síðustu alþingiskosningar lýsti hann yfir engri stefnu í neinum málum og fékk út á það fylgi nærri fjögurra af hveijum tiu kjósendum. I kosningunum var afstaðan til hersins á Miðnesheiði ekki á dagskrá en þar hefði trú- lega verið komið eina málið sem „flokkur alFra stétta" hefði getað tekið afgerandi af- stöðu í. Það er kannski þægilegast að lifa lífinu í eilífu afstöðuleysi og fljóta fyrirhafnarlaust með straumnum. Það virðist samt ekki hafa verið háttur þeirra manna. sem við minnumst hvað helst í íslandssögunni. Þeir hafa oftar staðið fáliðaðir gegn straumnum. sem leið hugsunarlaust hjá. Auðvitað hrista allir göngufærir her- stöðvaandstæðingar af sér slenið hinn tíunda ágúst og þramma þessa fjörutíu kílómetra. Engum degi er jafn vel varið. Þetta er ekki spumig um málstað. þetta er spuming um út- hald. Ef við 3ndæfum ekki nú. munu afkom- endur okkar ekki andæfa siðar! En auð\ itað fer herinn fyrr eða síðar. Hvað er það sem hann mun skilja efiir sig? Sjálfgtæðisflokk í sárum? Ekki líklegt. A réttu augnabliki \ erður það orðin stefna þess flokks að herinn fari eins og ekkert sé eðlilegra. Þannig \ ar keyrt í landhelgismál- og Svein heitinn Eiríksson slökkviliðsstjóra. Lýsti hann m.a. fiaumi afisingarefna, sem ára- tugum saman hefðu farið niður í hraunið. 40-50 svæði voru afmörkuð á kort, sem síðar átti að vinna nánar úr. Þetta var unnið á vegum stofnunar, sem hét Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Kortið varð eftir í umsjá stofnunar- innar, er ég hvarf þar ffá störfúm. Fyrir nokkmm árum var síðan haft sam- band við mig af sveitarstjómarmönnum af inu. Andstaða íhaldsins við útfærslu landhelg- innar í tólf og síðar í fimmtíu mílur ætti að vera flestum kunn. En þegar farið var endan- lega út að tvö hundruð mílum var eins ekkert mál væri þeim jafn hugleikið. Jafnvel tekin upp landvinningastefna á Rockall-svæðinu. Svona er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann reynir að fljóta með straumnum en ekki að breyta honum. Skjót viöbrögö Eiturefnamengun frá hernum Aðumefndur Víkverji vildi gera litið úrá- hyggjum manna af umhverfismengun af völdum hersins á íslandi. Af þessu hafa aðrir áhyggjur, því stórkostleg eiturcfnamcngun hefur víða gert vart við sig í grennd við at- hafnasvæði Bandarikjahers víða um jarðar- kúluna. Um þetta má lesa fróðlega grein i The Los Angeles Times frá síðastliðnu sumri. Mikill fengur væri í að birta greinina í heilu lagi í Þjóðviljanum. Hið bandaríska blað greinir frá því að gengið sé hart fram í hreinsun þessara eiturefna, svo þau komist ekki í vatnsból þar- lendis. Sérstakur sjóður hefur verið stofnað- ur á vegum Bandarikjahcrs til að fjármagna þessar aðgerðir. Síðustu fregnir herma að þama sé um miljarða dollara kostnað að ræða. Fyrir nokkmm ámm lögðu Bandaríkjamenn til 600 miljónir króna til að flytja vatnsból Suður- nesjamanna til. Það var aldrei viðurkcnnt fonnlega að þetta væri vegna mengunar gömlu vatnsbólanna og með þessum hætti af- söluðum við okkur öllum skaðabótarétti vegna mengunar, sem síðar kann að koma í ljós. Það er á margra vitorði, að gífurlegt magn eiturefna hefur farið niður í hraunið í grennd við Keflavikurflugvöll og athafnasvæði hers- ins. Eg gerði tilraun til að kortleggja þetta árið 1974 i samráði við kunnuga heimamenn, sem höfðu verið vitni að mengunartilfellum, svo Suðumesjum, sem höíðu veður af kortinu, og ég spurður hvort ég ætti afrit afþví. Uppruna- lega kortið fyndist nefnilega hvergi. Því mið- urgat ég ckki greitt götu þeirra en benti í stað- inn á nokkra af heimildamönnum mínum, sem enn eru á lífi. Sagan endurtekur sig Þetta kom upp i hugann, þegar starfshóp- ur umhverfisráðuncytis um mcngunarrann- sóknir á Straumnesfjalli og Heiðarfjalli skil- aði af sér undarlegu áliti til ráðherra efiir nokkrar vcttvangsferðir. (Hafa ber í huga að gerð hefur verið skaðabótakrafa á hcndur Bandarikjahcr af landeigendum Eiðis vegna hugsanlcgrar mengunar frá haugum hcrsins á Hciðarfjalli). Þar má mcðal annars lesa þetta: „Prágangur á haugstæði. Samstarfsaðilamir hafa komist að þcirri niðurstöðu að ekki sé ráðlegt að grafa upp haugana og setja sorpið á þétt undirlag, vegna mikils kostnaðar. Þá hefur ekki verið sýnt fram á neina mengun í gmnnvatni á Eiði þrátt fyrir að liðin eru um 35 ár síðan þeir vom teknir i notkun. Hins vegar þykir ráðíegt í ljósi jarðfræði og aðstæðna á svæðinu að draga verði sem mest úr því að vatn komist í snert- ingu við sorpið. Það er í raun ein af megin- reglum við rekstur og frágang urðunarstaða til að draga úr hugsanlegri mengun af þeim.“ Hér rekur sig eitt á annars hom. Annars vegar er gefið í skyn að þama kunni að leyn- ast eitraður úrgangur, sem veija verði vatni, og hins vegar að magnið sé vemlegt, þannig að af uppgreftri hljótist mikill kostnaður. Hagsmunir hins opinbera virðast fyrst og fremst hafðir í huga, en ekki skaðabótakrafa landeigenda. Þetta kemur raunar enn greini- legar í ljós á bls. 4 í sömu skýrslu: „Þar sem ekki hefúr verið sýnt ffam á mengun ffá haugstæðinu þykir tæpast veij- andi að nota þykkan þéttiduíc sakir kostnaðar. I stað þess er lagt til að nota þolplast sem lagt er á jarðvegsduk (síudúk). Loks yrði haug- stæðið þakið með 50 cm af jarðvegi og sáð yfir“ Ég ætla að láta lesendum eftir að meta essar niðurstöður nefndarinnar og það versu traustvekjandi vinnubrögðin em. Landeigendum hef ég sent mitt álit og er þeim til ráðgjafar í málinu. Umhverfismálin og Sjálfstæðisflokkurinn I síðustu alþingiskosningum lagði Al- þýðubandalagið milda áherslu á umnverfis- málin og hafói m.a. í ffamboði í Reykjavík verðugan málsvara þeirra. Vart varð töluverðs titrings í röðum íhaldsins þegar gagnrýni var beint að ffammistöðu flokksins í Reykjavík í þessum málaflokki og varð fátt um svör. Mörgum til mikilYar furðu reið þá ffam á ritvöll Morgunblaðsins Magnús Jóhannesson, siglingamáTastjóri, og hélt uppi vömum fyrir sína menn. Trúlega hefur hann viljað endur- gjalda sveitunga sínum, Matthíasi Bjamasyni fyrrum samgönguráðherra, greiðann þá er hann þáði af honum embættið í samkeppni við þijá vaska skipaverkffæðinga. (Matthíasar naut ekki við nokkrum árum áður þegar Magnús var ekki talinn hæfúr sem aðstoðarsiglingamálastjóri annars sveitunga, Hjálmars R. Bárðarsonar). Skrif Magnúsar boðuðu samt önnur og meiri tíðindi. Fundinn varkandidat Sjálfstæð- ismanna í umhverfismálin. Þetta varð enn bct- ur Ijóst, þegar honum var boðinn stóll aðstoð- armanns Eiðs Guðnasonar umhverfisráð- herra. Hugðu margir þetta hið besta ráðslag enda maðurinn með góða reynslu. Grútarmengun fyrir Norðurlandi Enginn gat séð fyrir þá eldskím, sem grút- armengunin á Ströndum átti eftir að verða Eiessum nýja pólitíkusi ihaldsins. Flestir juggust reyndar við því að fyrrum siglinga- málastjóri yrði þama a heimavelli með 15 ára reynslu við að fást við mengun sjávar. Annað hefur samt komið á daginn. Engin afgerandi viðbrögð hafa verið höfó í frammi. í stað þess hefur Magnús látið húsbónd- ann, Eið Guðnason, standa berskjaldaðan frammi fyrir beinskeyttum spumingum ffétta- manna: „Er engin neyðaráætlun til hjá Siglinga- málastofnun í tilfellum sem þessu? Er ekkert vitað um erlendar skipaferðir í íslenskri land- helgi? Eiga kannski erlend skip með eiturúr- gang greiða leið til losunar hér? Hefur sigl- ingamálastofnun engin skipulögð efnagrein- ingarfcrli til reiðu, ef um óþekkta sjávarmeng- un er að ræða?“ Það eina sem heyrst hefur ffá Magnúsi er að þetta og hitt sé of dýrt og þess vegna sé ekkert skipulag til. Vandræðagangijrinn er alger. Nýjar tilgát- ur fæðast daglega. 1 stað þess að viðurkenna cðlilegan þekkingarskort em allar tilgátur hentar á lofti sem ný sannindi þann daginn og afskrifaðar hinn næsta. Þetta er ekkert spaug! Umhveríísmál eru flókinn málafiokkur. Þar cr cnginn alvitur. Mestu skiptir að hafa sem víðast samráð við kunnáttumenn úr ýms- um grcinum og með.góðum samskiptum má Ieysa flestan vanda. Ég er ekki að draga úr al- vöru þessa máls. Viðbrögð stjómvalda hafa hins vegar verið á þann veg að allur almenn- ingur trúi því vart, að kæmi til alvarlegs slyss, eins og lýst er í fyrirsögn þessarar greinar, að „brugðist verði við með skjótum og skynsam- legum hætti“. Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkfrœ-ðingur NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. júlí 1991 —9 SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.