Þjóðviljinn - 19.07.1991, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Qupperneq 10
f ' ,/! >'J K'i IV/: YiÁ-s V, HELGARMENNING Menningarpílagrímar Fjórmenningarnir á mynd- inni létu sig ekki muna um að bregða sér bæjarleið til þess að huga að íslenskri tungu og menningu. Þau eru Rudolf Ge- deon frá Tékkóslóvakíu, Kell- inde Wrightson frá Astralíu, Nobuyoshi Mori frá Japan og Rudolf Uvíra frá Tékkóslóvak- íu. Kellinde sagðist vera komin til Islands til þess að lesa handrít í Amastofnun. Hún hló að blaða- manninum þegar hann spurði hvort þetta væri ekki ansi langt og hvort hún væri ekki að sækja vatnið yfir lækinn. - Ég var vissulega ansi lengi á leiðinni en þetta er afar mikilvægt fyrir feril minn í fræðimennsku, sagði Kellinde. Hún sagði að Is- land hefði verið um það bil eins og hún átti von á en vinir hennar og samstarfsmenn höfðu lýst landinu fyrir henni og hún varð ekki fyrir vonbrigðum. Um nota- gildi þeirrar menntunar sem hún kynni að ná sér í á Fróni sagði Kellinde að augljóslega myndi hún ekki halda langar ræður á ís- lensku þegar hún kæmi aftur til Astralíu en það hafa heldur ekki allir ástralskir fræðimenn séð handrit á Amastofnun með eigin augum. Kellinde verður á nám- skeiðinu í tvær vikur en hefur síð- an eina viku til þess að ljúka við handritalesturinn. Hún fékk námsstyrk til þess að fjármagna ferðalagið. Nobuyoshi Mori sagðist hafa bmgðið sér til lslands frá Japan vegna þess að hann er kennari í norsku við háskóla í Tokyo. Hann hefur áhuga á því að reyna að koma þar á fót kennslu í íslensku. Mori sagðist ekki enn geta komið fyrir sig orði á íslensku en skildi flest sem sagt væri. Island hefur alltaf verið mitt draumaland, sagði Nobuyoshi Mori. Ég hef aldrei komið hingað áður. Þetta er heillandi fagurt land. Ég vona að Japönum verði ljóst að ísland er ekki einungis viðskiptavinur heldur einnig dásamlegur staður sem gaman er að heimsækja. Næst langar mig til þess að kom- ast til Færeyja. Því fleiri norræn tungumál sem mér tekst að ná valdi á, þeim mun betra. Rudolf Gedeon kennir sænsku í Bralislava. Hann er hér í sömu erindagerðum og Mori, þ.e.a.s. að reyna að ná sér í fleiri Norðurlandamál. Hann sagðist oft vera spurður að því hvers vegna hann hefði áhuga á Norðurlönd- unum. Hann sagði að áhugi sinn hefði kviknað gegnum lestur nor- rænna bókmennta. Hann taldi líka að Tékkum fyndist Norðurlönd spennandi þó að þeir vissu lítið um þau. Þess vegna er þekking á Norðurlöndum gagnleg fyrir mig sem háskólakennara í Bratislava, sagði Rudolf Gedeon. Tékkamir heita báðir Rudolf og eru komnir til Islands á sama styrknum. Þeir skipta honum á milli sin en það samstarf tengist nafni þeirra akki á nokkum hátt. Rudolf er reyndar sjaldgæft nafn í Tékkóslóvakiu. Rudolf Uvíra er frá lítilli borg sem heitir Olomoc og er í ná- grenni Vínar. Það sem dró hann í þessa íslandsreisu var öðm frem- ur áhugi á ýmsum þáttum mál- ffæðinnar. Þeir félagar sögðu einnig að þá langaði til þess að sjá bæði hitt og þetta á íslandi áður en þeir fæm og Rudolf Gedeon tók það sérstaklega fram að sig langaði til að ganga á Heklu. Ekki vom þeir þó vissir um að af því yrði. - Þakka þér fyrir samtalið, sagði Rudolf Uvíra á ómengaðri íslensku þegar við kvöddumst. -kj Glöggt er gests augað Þýski myndlistarmaðurinn Andreas Green dvaldi í Gesta- vinnustofu Hafnarborgar vorið 1990 og sýnir nú afrakstur þeirrar dvalar. Hafnfirðingar láta ekki deigan síga í menningarmálum. Þar er ný- lokið glæsilegri menningarhátíð og um helgina verður haldið áfram störfum af fullum krafti í Hafnar- borg, Menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Þýski myndlistar- maðurinn Andreas Green frá Cux- haven opnar sýningu í Sverrissal í dag kl. 18.00. Andreas Green stundaði myndlistamám sitt í Bre- men í Þýskalandi og síðar í Frakk- landi. Síðan 1981 hefur hann hald- ið fjölda einkasýninga í heimalandi sínu og tekið þátt í samsýningum. Andreas Green dvaldi í gesta- vinnustofúnni í Hafnarborg vorið 1990 og þau verk sem hann sýnir nú em m.a. afrakstur þeirra áhrifa sem hann telur dvölina á Islandi hafa haft á sig. Sýning Andreas Green verður opin frá 14.00 -19.00 alla daga nema þriðjudaga ffarn til 5. ágúst. -kj Græn- lenskur dans Nýstárleg dagskrá verður í Norræna húsinu sunnudaginn 21. júlí kl. 17.00. Grænlendingamir Peter Qaavigaq og Anda Kuitse syngja og dansa að fomum græn- Ienskum sið við eigin trommuleik. Þeir félagar koma hingað ásamt Vittius Lorentzau, hljóð- og myndatökumanni sem hefúr fylgt þeim á tónleikaferð þeirra um Norðurlöndin. Anda Kuitse kynnti reyndar grænlenska tónlist í Norræna hús- inu 1. júlí s.l. og var fjallað um hann í Þjóðviljanum. Það er óhætt að hvetja menn til að líta við í Nor- ræna húsinu kl. 17.00 á sunnudag- inn. -kj Utlendingar vilja íslenska tungu Stofnun Siguróar Nordal sér um framkvæmd íslensku- námskeiðs í Háskóla Islands þessa dagana. Þetta er flmmta námskeiðið. Framvegis verða þessi námskeið haldin á hverju ári. Ulfar Bragason, forstöðuinað- ur stofnunarinnar sagði að margir sem væm á þessu námskeiði væm í námi í málvísindum, íslenskum fræðum eða einhverju því sem tengdist islenskri tungu og menn- ingu. Á námskeiðið er einnig mættur nokkur hópur manna sem hefúr einfaldlega tekið ástfóstri við Island. Það er ákaflega erfitt að skilgreina beinlínis hvemig á því stendur, sagði Úlfar. Hins vegar hefur það komið fyrir að fólk hafi komið á þessi námskeið til þess að reyna að læknast af áhuga sínum á Islandi en það hef- ur ekki gefist vel. Því meiri sem þekkingin er þeim mun meiri verður áhuginn. Úlfar sagði jafnframt að Stofnun Sigurðar Nordals væri ætlað að hafa forgöngu um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis en stofnunin hefði hins vegar haft svo tak- mörkuð íjárráð að stuðningi við kennslu í nútímaíslensku hefði ekki verið sinnt sem skyldi. Við byijuðum á þessum nám- skeiðum fyrir þremur árum, sagði Úlfar. Við vissum af nokkrum hópi sem hafði sýnt áhuga en ekki komið vegna þess að ekki var boðið upp á neitt en síðan sýndi það sig að þetta var ekki einungis uppsafnaður vandi heldur var mun meiri áhugi heldur en við höfðum gert okkur grein fyrir. Ásóknin í þessi námskeið hefur vaxið stöðugt og því betur sem þetta er kynnt þeim mun fleiri sýna áhuga. Það er mikill áhugi á íslensk- um fræðum erlendis en þeim áhuga hefur verið veruiega illa sinnt hér heima. Á hverju ári ber- ast nokkur erindi frá erlendum að- ilum sem fara fram á stuðning ís- lendinga við íslenskukcnnslu í heimalöndum sínum. Það hefur engri stefnu verið fylgt um það hvemig skuli tekið á slíkum er- indum. í Þýskalandi og Austurriki til dæmis hafa menn sýnt áhuga á því að koma upp íslenskukennslu en það vill enginn sinna því. Það er miklu meiri áhugi á ýmiss kon- ar upphlaupum. Aftur á móti er það opinbera hrætt við uppbygg- ingarstarf sem hugsanlega gæti breyst í fastan útgjaldalið og gild- ir þá einu hversu gagnlegt það kann að vera. Að vísu ver menntamálaráðu- neytið allmikiu fé til kynningar á íslenskri menningu í öðrum lönd- um en það er oftast gert að frum- kvæði útlendinga eins og sjá má í sambandi við íslenskuna. Meðal þess sem hrint hefur verið í fram- Úlfar Bragason: Vilji Islendingar efla menningarsamskipti við aðrar þjóðir styrkja þeir kennslu ( Is- lensku fyrir útlendinga. kvæmd má nefna að fyrir rúmlega tveimur árum var hafinn stuðn- ingur við íslenskukennslu í Lyon á Frakklandi og í haust hóf ís- lenskur lektor störf við Lundúna- háskóla með tilstyrk íslenskra stjómvalda. Einnig hefur verið ákveðið að styðja kennslu við há- skólann í Erlangen - Niimberg í Þýskalandi frá næsta hausti. Þar í landi er mikill áhugi á greininni og háskólinn vel staðsettur. Nýlega var ákveðið að hefja ítölskukennslu við Háskóla ls- lands með tilstyrk stjómvalda á Ítalíu. Vitað er að vaxandi áhugi er á íslenskum fræðum á Ítalíu og það væri ekki úr vegi að íslensk stjómvöld styrktu íslensku- kennslu þar í landi með fjárfram- Iögum. Úlfar gat þess að lokum að Norræna húsið hefði haldið nám- skeið í íslensku fyrir útlendinga og að vöxtur væri í útlendinga- kennslu við Háskóla íslands. Menning hverrar þjóðar grund- vallast á tungumálinu sagði Úlfar og það er útlendingum lykill til skilnings á eðli hennar. Ef íslend- ingar vilja efla menningarsam- skipti við aðrar þjóðir hljóta þeir að styrkja kennslu í íslensku fyrir útlendinga, hvort sem það er hér á landi eða annars staðar. -kj 10 SÍOA—MÓÖVHJINN Föstudagur 1i. júM 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.