Þjóðviljinn - 19.07.1991, Side 19
Bréf
frá Völu
HÆNSNAPRIKINU barst á
dögunum skemmtilegt bréf frá
tæplega 11 ára Reykjavíkur-
stelpu, sem er í sveit fyrir norð-
an á sumrin. Og um leið og ég
þakka Völu fyrir bréfið, hvet ég
aðra krakka til að senda okkur
á prikinu sögur og frásagnir af
því sem þið eru að fást við í
sumar. Utanáskriftin er:
HÆNSNAPRIKIÐ
Þjóðviljanum
Síðumúla 37
108 Reykjavík
Kæra HÆNSNAPRIK
Ég heiti Vala Gísladóttir og
er í sveit í Svarfaðardal á bæ
sem heitir Hofsárkot. Ég vakna
kl. 7.30 til þess að fara út í Ijós.
Það eru 2 hundar, 1 köttur og
40 kýr. Svo eru 4 litlir kálfar og
3 naut. Ég gef þeim alltaf mjólk
að drekka, og svo þegar búið
er að mjólka allar kýrnar, (sem
ég geri náttúrlega ekki ein) eru
þær reknar út á tún.
A milli máltíða er ég oft að
laga girðingar eða gera hitt og
þetta. En þegar ég þarf ekki að
vinna, heimsæki ég vinkonu
mína á næsta bæ eða fer að
lesa eitthvað. Mér finnst gam-
an að vera í sveitinni vegna
þess að það er svo gott loft,
nóg að gera og svo mörg dýr.
að lokum vildi ég koma með
litla skrýtlu:
Dísa er í baði og allt í einu er
hringt dyrabjöllunni.
Dísa: Hver er þar?
Að utan: Þetta er ég, Albert.
Dísa hugsar: Albert er blind-
ur, þá get ég alveg boðið hon-
um inn án þess að klæða mig.
Dísa: Kom inn.
Þau tala saman.
Dísa: Jæja, eitthvað að
frétta?
Albert: Já, ég er búinn að fá
sjónina.
Bless, bless
Vala
SJÁLFSMYNDIN
Estrid Cederby heitir tæplega 12 ára sænsk stelpa, sem er á Islandi núna (fyrsta sinn. Hún
er mikill teiknari. Og hún er llka mjög áhugasöm um hesta. Þessa mynd teiknaði hún eftir
reiðtúr I Norðurárdal.
Hafnarfjaröar-
brandarar
Það eru fleiri krakkar en hún
Vala Gísladóttir, sem hafa
laumað skrýtlum og bröndurum
að konunni á Hænsnaprikinu.
Þessir Hafnarfjarðarbrandarar
eru í umferð um þessar mund-
ir:
Veistu af hverju Hafnfirðing-
ar taka alltaf hurðina af klósett-
inu, þegar þeir fara á það?
Svar: Svo enginn kíki í
gegnum skráargatið.
Veistu af hverju Hafnfirðing-
ar taka alltaf með sér stiga í
búðina?
Svar: Af því verðið er svo
hátt.
Svar: Þeir eru að leita að
lágu verði.
Veistu af hverju Hafnfirðing-
ar opna alltaf mjólkurfernurnar í
búðum?
Svar: Af því það stendur:
Opna hér.
Veistu af hverju Hafnfirðing-
ar búa í kringlóttum húsum? "
Svar: Svo hundarnir mígi
ekki í hornin.
Kunnið þið fleiri?
Kveðja
- Þetta er ís í brauðformi. Hann er harður á yfirborðinu, en þegar hlýnar,
bráðnar hann. Droparnir geta verið tár - maður er harður á yfirborðinu, en
samt getur maður stundum verið leiður.
Annika
Veistu af hverju Hafnfirðing-
ar skríða alltaf á gólfu í búð-
um?
Föstudagur 19. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19