Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 4
Dagvist barna
Leikskólar - skóladagheimili
Dagvist barna í Reykjavík rekur 52 leikskóla og 12
skóladagheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4400
börn á aldrinum 6 mán. - 10 ára.
Megin markmið leikskóla og skóladagheimila er að
búa ungum Reykvíkingum þroskavænleg uppeldis-
skilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi
með jafnokum.
Til þess að ná settu marki þurfum við liðsstyrk
áhugasams fólks og minnum á að störf með börnum
eru áhugaverö og gefandi.
Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjáifum og fóiki
með sambærilega uppeldismenntun. Einnig vilj-
um við ráða fólk til aðstoðarstarfa.
Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf.
Möguleikar á leikskóla fyrir börn umsækjenda.
Upplýsingar gefur Þorsteinn Kristiansen á skrif-
stofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggva-
götu 17, 3. hæð, sími 27277.
íþróttakennarar
íþróttakennara vantar að grunnskólanum Hellu
næsta skólaár.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 98-75943 og hjá
formanni skólanefndar í síma 98-78452.
ISuðurbæjarlaug
^ - baðvörður
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu
baðvarðar kvenna, í Suðurbæjarlaug. Um dag-,
helgar- og kvöldvinnu er að ræða. Ráðið er í starfið
frá og með 1. september n.k.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Suðurbæj-
arlaugar, frá kl. 8:00 til 12:00 alla virka daga.
Umsóknir, þar sem m.a. er upplýst um menntun og
fyrri störf, berist eigi síðar en 21. ágúst n.k. til Bæjar-
skrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6.
Forstöðumaður
Auglýsing!
Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri
auglýsir eftir skólastjóra.
Við skólann er kennt á hljómborðshljóðfæri, gítar,
blokkflautur og málmblásturshljóðfæri, auktónfræði-
greina.
Nemendur skólans eru þrjátíu.
Gott húsnæði er í boði.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
starfsreynslu, sendist til skrifstofu Skaftárhrepps
Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Nánari upplýsingar veita: Ari Agnarsson í síma 91-
614613 og Bjarni Matthíasson í síma 98- 74840.
Hella
Auglýsið í
Nýju Helgarblaði
Shapour Bakhtiar myrtur
r
Var síðasti forsætisráðherra síðasta keisara Irans. Klerkastjómin þar
hafði dæmt hann til dauða
Bakhtiar- myrtur um leið og gisl var látinn laus í Libanon.
Shapour Bakhtíar, síðastí for-
sætisráðherra írans undir
keisarastjórn, og ritari hans
fundust myrtir á heimili Bakhtí-
ars í einni af útborgum Parísar i
gær. Ekki er vitað hver eða
hverjir frömdu morðin, en út-
sendarar íransstjórnar eða líb-
anskir fylgismenn hennar eru
undir grun.
Bakhtiar, sem varð 76 ára, var
síðastur í röð fjögurra forsætisráð-
herra sem Mohammed Reza Pa-
hlavi, síðasti Iranskeisarinn, skip-
aði og var þar um að ræða örvænt-
ingarfullar tilraunir hans til að
bjarga keisaradómnum. Bakhtiar
var andstæðingur keisarans, en
ekki hlynntur klerkunum og vildi
breyta stjómarfari eftir vestrænum
fyrirmyndum. Hann sagði af sér
embætti forsætisráðherra eftir að
hafa gegnt því í fimm vikur, er
hann taldi alla von úti um að
hindra mætti að íslamsklerkar und-
ir fomstu Khomeinis tækju öll
völd.
Fór Bakhtiar síðan í útlegð til
Frakklands, þar sem hann hafði
menntast, varð forustumaður ír-
anskra andófsmanna þar og dæmdi
klerkastjóm föðurlands hans hann
til dauða. Honum var sýnt banatil-
ræði 1980 og létu þá lífið nágranni
hans og lögreglumaður. Tilræðis-
maðurinn, sem var á vegum Hiz-
bollahsamtakanna líbönsku, náðist
í Frakklandi og var dæmdur til
fangelsisvistar ævilangt, en náðað-
ur og látinn laus s.l. ár.
Bakhtiar og ritari hans vom
báðir stungnir til bana. Ekki er
ljóst hvemig morðinginn eða
morðingjamir fengu færi á þeim,
þar eð heimili forsætisráðherrans
íyrrverandi, sem er í Suresnes,
kyrrlátlegri útborg, var stöðugt
undir lögregluvemd.
Tveir aðrir iranskir andófs-
menn hafa verið myrtir í Frakk-
landi á síðustu mánuðum.
Abolhassan Bani Sadr, fyrr-
verandi forseti írans, sem einnig
býr í útlegð í Frakklandi, og Mehdi
Rouhani ajatolla, sem lýst hefur
sig leiðtoga sjíta í Evrópu, segja að
það sé engin tilviljun að morðin
skyldu eiga sér stað einmitt um
leið og vestrænn gísl var látinn
laus í Líbanon. Muni þeir, sem á
bakvið morðin stóðu, hugsa sér að
fognuður vesturlandamanna út af
frelsun gíslsins muni drepa á dreif
athygli þeirri og reiði sem morðin
valdi.
Samskipti Frakklands og írans
hafa batnað mjög undanfarið, en
líkur em á aflurhvarfi til íýrra
ástands í þeim efnum vegna morð-
anna.
Vesturlandamanni sleppt,
öðrum líklega rænt
Sennilegt að verið sé að reyna að hindra samkomulag um að vestrænir
gíslar verði látnir lausir í skiptum fýrir líbanska fanga í haldi Israela
John McCarthy, 34 ára gamall
breskur sjónvarpsfréttamað-
ur sem hefur verið í gíslingu frá
öfgamönnum af sjítatrú í Líban-
on í yfir fímm ár, hefur verið lát-
inn íaus og er kominn tíl Bret-
lands. En síðdegis í gær fréttíst
að starfsmanni franskrar líkn-
arstofnunnar hefði verið rænt í
Beirút og í símtali var honum
hótað bana ef fleiri vestrænir
gíslar yrðu látnir lausir.
Þeir sem héldu McCarthy
fongnum em í samtökum sem
nefnast Islamska Jihad og em ná-
tengd Hizbollahflokknum sem
hlynntur er Iran. Talið er að enn
séu 11 vesturlandamenn fangar Ji-
hads eða annarTa álíka aðila í Líb-
anon. Sá af þeim er lengst hefur
verið fangi er Terry Anderson,
bandariskur fréttamaður sem rænt
var 16. mars 1985, eða fyrir næst-
um hálfu sjöunda ári. Hann er nú
43 ára.
McCarthy lítur fremur vel út
eftir fangavistina, betur en aðrir
vestrænir gíslar sem líbanskir
mannræningjar hafa sleppt. Að
hans sögn em Anderson og annar
bandariskur gísl, Thomas Suther-
land sem verið hefúr fangi mann-
ræningjanna næstum eins lengi og
Anderson, við góða heilsu og bera
sig vel. Þeir vom í haldi ásamt
McCarthy og einnig Terry Waite,
sendiboði ensku kirkjunnar, sem
rænt var í janúar 1987. Er þetta í
fyrsta sinn síðan þá að staðfest hef-
ur verið að Waite sé enn á lífi.
Terry Anderson, sem lengst hefur
verið fangl af vestrænu gíslunum f
Llbanon. Myndina sendi Islamska
Jihad frá sér fyrr I vikunni.
Ýmsir, sem vel teljast þekkja
til í Líbanon, telja að líkur séu á að
fleiri vestrænum gíslum verði
sleppt innan skamms, meðal ann-
ars af því að íranskir og sýrlenskir
ráðamenn, sem hafa sambönd við
mannræningjasamtökin og vilja
bæta samskipti stn við Vesturlönd,
leggi að Jihad og álíka samtökum
að láta fanga þessa lausa.
McCarthy hafði meðferðis
bréf ffá Jihad til Javiers Perez de
Cuellar, ffamkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna. Kvaðst ffétta-
maðurinn telja að í því væri boðist
til að sleppa fleiri vestrænum gísl-
um gegn því að ísraelar láti líb-
anska fanga sína lausa. ísraelar
hafa hundruð Líbana í haldi og
munu margir þeirra eða flestir vera
sjítar.
ísraelsstjóm kvaðst í gær
reiðubúin að láta líbanska fanga
lausa gegn því að sleppt yrði auk
vestrænu gíslanna sjö ísraelskum
hermönnum, sem ísraelar telja að
séu fangar Hizbollah, Sýrlendinga
og Palestínumanna í Líbanon.
Vonimar um að fleiri gíslar
yrðu látnir lausir fljótlega dvínaði
hinsvegar er fféttist af hvarfi Jer-
omes Leyraud, 26 ára gamals
fransks líknarstarfsmanns í Beirút.
Stjómaði hann starfsemi líknar-
stofnunarinnar Medicins du Mon-
de þar í borg. Hafi honum í raun
verið rænt, er sennilegt að þar sé
um að ræða tilraun til að koma í
veg fyrir samkomulag þeirra ýmsu
aðila, sem eitthvað em tengdir
gíslamálinu.
Umsjón:
Dagur
Þorleifsson
4-SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. ágúst 1991