Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 16
Þú skalt ekki girnast - heldur gæta Mig langar til að staldra enn frekar við eitt af því sem mér lá á hjarta i síðustu viku, sem sagt hve lítið fer fyrir baráttugleði okkar Islendinga nú orðið. Er það einfaldlega þannig að fólk á sér ekki sameiginlegan málstað til að berjast fyrir? Er orðið svo langt síðan háð var barátta fyrir mikilvægum mál- stað á Islandi að stór hluti yngri kynslóðarinnar veit ekki hvað barátta er, hvað hún felur í sér? Jafnréttisbarátta kvenna hef- ur verið talsvert áberandi í þjóð- félaginu í hartnær þrjá áratugi, en hér á landi sem annars staðar virðist sú kynslóð kvenna, sem er að komast á fullorðinsár, hafa mun minni áhuga en sú á undan. Nema hún sjái einfaldlega ekki ástæðu til að berjast fyrir því að réttur kynjanna sé jafnari en orð- ið er. Sett hafa verið lög um jafn- an rétt, fleiri konur sitja á þingi en áður, kvenþjóðin fer í lang- skólanám í auknum mæli. A yfir- borðinu hafa orðið framfarir. En ef grannt er skoðað er munurinn sá, að frá því að bera ábyrgð á heimilum sínum og því sem inn- an þeirra veggja gerist, eru konur líka famar að vinna fullan vinnu- dag utan heimilisins. Ég efa það ekki að einhver hluti karlpen- ingsins tekur virkari þátt í heim- ilisstörfunum en áður tíðkaðist, en ábyrgðin er sem fyrr á herðum kvenna. Það er mikill vandi að þekkja sinn vitjunartíma; að vita hvenær mál er að söðla um, grípa til nýrra aðgerða, finna ný markmið að stefna að. Það er nauðsynlegt að endurskoða viljayfírlýsingar og stefnuskrár frá grunni. Þjóð- félagsaðstæður breytast, nýir starfskraftar bætast í hópinn með nýjar hugmyndir, unnir sigrar hljóta að fela í sér ný markmið. Innan stjómmálaflokkanna hafa verið töluverðar sviptingar undanfarin misseri. Sé Alþýðu- bandalagið tekið sem dæmi þá fór hópur fólks í einu stökki yfír í Nýjan vettvang, í öðru yfir í Al- þýðufiokkinn, og vitaskuld væri við hæfi að a.m.k. sumir kláruðu þrístökkið og fiyttu pólitískt lög- heimili sitt alla leið yfir í Sjálf- stæðisflokkinn, þar sem þeir virðast eiga heima. Það hefur margofl verið lýst eftir Uppgjöri innan Alþýðu- bandalagsins, að Flokkurinn geri upp við fortíðina eins og það er kallað, og leggi línur þess starfs er koma skal. En annað hvort er dagur uppgjörs ekki kominn, eða þá að þeir em færri sem þekkja sinn vitjunartíma en þeir sem vilja viðhalda gamla mynstrinu. Þetta er eins og slæmt hjóna- band. Þó svo að ektaparið viti og finni að hvorugur aðilinn er ham- ingjusamur, þá veit það líka hvað það hefur og það gefur alltaf ákveðið öryggi, jafnvel þótt (folsku) örygginu fylgi vanlíðan og óhamingja. Við erum krónísk hjón, krónískir áskrifendur, krónískir kjósendur, emm lík- lega alltaf að vonast til þess að einn góðan veðurdag lagist þetta, svona-svona-elskan-þetta- lag- ast. En ekkert lagast af sjálfu sér. Betri tímar koma ekki íyrr en við tökum af alvöru til í lífi okkar og hendum mslapokunum. Betri laun koma ekki af sjálfu sér, heldur eftir launabaráttu sem, eins og ljóst er orðið, á sér ekki stað við samningaborðin. Þar fæðast samningar sem kallaðir em þjóðarsáttir eða öðmm vel- lyktandi nöfnum sem blekkja okkur. Þau hljóma alltaf svo grand, eins og allir séu virkilega sammála. Þjóðin lætur sig hafa það hvað eftir annað að fóma, fóma launahækkunum, borga hærri beina og óbeina skatta, borga matarskatt og hvað það nú er sem herrunum þóknast að gera til að bjarga þjóðarskútunni sem þeir reyna svo að kollsigla um Ieið og nýtt tækifæri gefst. Skólagjöld og legugjöld á sjúkra- húsum em nú handan við homið ef marka má orð ráðherra. Og við, við gefum þeim tæki- færi til að halda leiknum áfram óáreittir. Ég efa ekki að til séu einstaklingar í ráðherrastólum sem kysu að sjá betri vinnu- brögðum beitt, en það em líklega ekki þeir sem fara með æðsta valdið. Þau velja þó frekar að vera í ríkisstjóm og fá þar með einhverju framgengt, heldur en að horfa upp á enn einn meðals- kussann athafna sig í stólnum. Stór hluti þjóðarinnar lifir við sæmilegar aðstæður, hefur ofan í sig og á, búinn að koma sér upp húsnæði og sæmilegum bíl, jaftt- vel utanlandsferð þegar hlaupár er. Búinn að puða ámm saman (nema þeir heppnu sem fengu húsnæðið í verðbólgugjöf frá þjóðarbúinu) og því skyldi mað- ur gæta bróður síns? Barátta fyrri áratuga hefur skilað sér í viðunandi hag ákveð- inna stétta, en ekki allra. Gæti hugsast að hagur okkar hafi of lengi verið of góður, og skilað sér í týndum baráttuvilja? Að það sé þess vegna sem við horf- um upp á óréttlætið í kringum okkur án þess að kippa okkur upp við það? Látum berja (líka bókstaflega) á náunganum án þess að rétta hjálparhönd? Í ræðu og riti ausa þeir misvitm úr for- dómabrunnum sínum án þess að nokkrum detti í hug að svara fyr- ir þá sem minna mega sín. Pass- aðu sjálfan þig - ekki bróður þinn. Við eigum sameiginlegan málstað; við eigum meira að segja fleiri en einn: K.onur eiga rétt á sömu möguleikum í þjóð- félaginu og karlar; láglaunafólk á heimtingu á öðm en lúsarlaunum fyrir utan styttri vinnudag; minnihlutahópar eiga að öðlast aukin réttindi - mannréttindi sem þykja eðlileg og sjálfsögð; mis- munandi stéttir ættu allar að hafa sömu möguleika til menntunar; viðunandi húsnæði ætti ekki að vera lúxusvara á uppsprengdu verði. Listinn er langur, en til að ná þessum markmiðum þarf samstöðu; tilfinningu fyrir sam- ciginlegum málstað. Þú átt að gæta bróður þíns, svo ég tali nú ekki um systur. Joan Backes opnar sýningu ( Hafnarborg laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Mynd: Jim Smart ísland í augum Joan Backes Listakonan Joan Backes opnar sýningu í Hafnarborg á morgun, laugardaginn 10. ág- úst. Joan voru veitt Iaun til starfa hér á íslandi árið 1989 og nýlega hlaut hún styrk úr sjóði, „The American- Scandinavian foundation", tii að vinna að verkum sínum í vinnustofu Ed- vard Munchs í Noregi. í sýningarskrá segir Aðal- steinn Ingólfsson: „Myndir er- lendra listamanna á borð við Joan Backes vekja með okkur efa- semdir um þá siðfáguðu evrópsku landslagssýn sem við erum alin upp við og markað hefur skynjun okkar á eigin náttúru." Joan var spurð að því hvort þær myndir sem hún ætlar nú að sýna í Hafnarborg væru árangur íslandsdvalarinnar og hún sagði að margar þeirra væm það. Sumar gerðar hér og í sumum tilvikum hefði hún gert frummyndina hér og unnið úr henni seinna. Hún sagðist ekki beinlínis geta gert grein fyrir þeim áhrifum sem ís- lensk náttúra hefði hafi á sig, en Island hefði lifað í minningu sinni og þannig einnig haft áhrif á myndir sem hún gerði eftir að hún fór héðan. - En hvers vegna kemur Joan Backes til Islands? - Til þess liggja margar ástæð- ur, sagði Joan. Móðir mín var af norsku bergi brotin og ég man eft- ir því þegar amma mín var að tala um ættingja okkar í Noregi og fékk bréf þaðan. Þegar ég var Iítil hugsaði ég oft um það hvers lags fólk og staðir þetta væru þama lengst í norðri. Ég er frá Viscons- in og mér finnst norðurljósin fal- leg. I Kansas City þar sem ég á heima er allt öðm vísi. - Skiptir uppmni miklu máli fyrir Bandaríkjamenn? - Ég hugsaði heilmikið um það fyrir stuttu, í flugvél á leiðinni í heimsókn til mömmu í Viscons- in. Þar var tímarit með greinum um tvo menn sem buðu sig fram í borgarstjóraembætti og greinamar snemst að langmestu leyti um það hverra manna þessir tveir náungar væm. Mér kom þetta ókunnug- lega fyrir sjónir. Ég er ekki vön þessu frá Kansas City þó að þar séu auðvitað svona hveifi með Itölum og þess háttar. En mér finnst gaman að þekk- ingu um uppmna minn og ég hafði gaman af því að lesa þessar tvær greinar. - Hvers vegna er uppruninn mikilvægur? - Ég held að líf okkar sé leit. Allt sem við vitum um það hver við emm gerir okkur gott; öll vitn- eskja um það hvaðan við komum og hvemig við höfum mótast er gagnleg. Hún verður til þess að við eignumst sterka sjálfsmynd. - Þegar þú komst til Islands fannst þér það þá vera eins og þú hafðir búist við? - Já, það var reyndar sterkari reynsla en ég hafði átt von á. Landslagið býr yfir sterkum, sér- stökum eiginleikum. Það er eigin- lega ekki hægt að lýsa þeim. Mað- ur verður að skynja þá. - A myndunum þínum má iðu- lega sjá staka steina eða kletta á sléttri gmnd. Sérðu ísland þann- ig? - Ætli þetta sé ekki eitt af því sem ég sé í islensku landslagi. Hins vegar finnst mér fleira í þessu. Ég er auðvitað líka að mála listamannslífið, sögur sem ég heyri og fólk sem ég kynnist. Sýn- in á mannlifið blandast því hvem- ig Island verður í augunum á mér. - Hvað þarf til þess að skapa frábæra mynd? - Þetta held ég að sé góð spuming. Ég held að þessi spum- ing haldi listamönnum stöðugt að verki og fái þá til þess að reyna að gera örlítið betur en síðast. Þegar best tekst til þá held ég hins vegar að það sé göldrum líkast. Um það verður ekki sagt fyrir. Allt verður að falla í ljúfa löð: Augnablikið, hugarástandið, efnið sem þú ert að vinna með og þá upplifirðu list- ræna nautn. Svo heldurðu stans- Iaust áffam vegna þess að næsta mynd verður betri. Deborah Emont Scott hefur skrifað ágæta grein um myndir Jo- an Backes og talar í grein sinni meðal annars um það hvemig hún sér vörðumar á íslenskum heið- um. I sýningaraskrá er þess ekki getið hver þýddi greinina: „Varð- an er fyrir henni tákn mennskrar nærveru. Ferðalangar í aldanna rás hafa reitt sig á leiðsögn hennai og sumir Uveijir bætt og aukið við þessa máttugu, lóðréttu smíði er þjónaði tilgangi leiðarmerkja í landslagi þar sem engin náttúrleg kennileiti var að finna. Varðan skyggnist út í fjarskann og vekur spumingu um upphaf og endi- mörk þessa staðar og allra staða. Það er sem varðan ýti okkur áfrarn eitt skref á leið lífsins, kaldhæðn- islega firrt sínu náttúrlega sam- bandi þar sem hún var leiðarvísir til raunverulegs áfangastaðar. Fönguð af Backes hefur varðan þann kost að vísa á stað sem er ekki til.“ -kj ’.t AéWiJ — yAJtl/SAyjJíl < i >'»' 16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.