Þjóðviljinn - 09.08.1991, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Qupperneq 19
Rauðakrosskrakkar með hringlurnar slnar að syngja og dansa Jambó. Rauðakrosskrakkar Þau eru mörg námskeiðin, sem íslenskum börnum hefur verið boð- ið upp á í sumar. Það eru leikja- námskeið og íþróttanámskeið og listanámskeið út um allt land. Og einu sinni, þegar konan a HÆNSNAPRIKINU var að bíða eft- ir strætó, þá sá hún auglýsingu frá Rauða krossinum, um námskeið sem heitir MANNÚÐ OG MENN- ING. Ég varð forvitin og fór að hitta rauðakrosskrakkana, þegar þau komu úr landgræðsluferð austan úr Gunnarsholti á Rangárvöllum. Hænsnaprikið: Hvers vegna völduð þið þetta námskeið? Krakkarnir: Mamma sá auglýs- inguna. Ein telpan í hópnum kom með viðbótarskýringu: Mamma mín er alltaf að vinna, svo ég varð að fara á eitthvert námskeið. Og krakkarnir hafa ekki orðið fyrr vonbrigðum. Námskeiðið er svo fjölbreytt að þau fá að fara á marga staði. Krakkarnir: Við erum alltaf að gera eitthvað nýtt. Hænsnaprikið: Og hvað hafið þið þá verið að gera? Krakkarnir: Við höfum lært svo- lítið í skyndihjálp. Lært hvað á að gera ef við komum fyrst að slysi. við höfum verið að mála og tekna og leika okkur úti. Og við höfum haft hrísgrjónauppákomu. Hp: Hrísgrjónauppákoma? Hvað erþað? Krakkarnir: Þá fræðist maður um hrísgrjón. Og æfir sig í að borða hrísarjón með prjónum. Hp: Til hvers eruð þið að því? Krakkarnir: Til þess að okkur líði eins og við værum Kínveriar. - Veistu af hverju Kínverjar borða alltaf af dökkum diskum? Hp: Nei. Krakkarnir: Til þess að bau sjá þegar hrísgrjónin eru búin! (Ha ha) Þau segjast hafa búið til þennan brandara sjálf eins og Hafnarfjarð- arbrandara. Afríkudagur En krakkarnir setja sig ekki bara í spor Kínverja. Einn daginn vart.d. Afríkudagur. Oa hann var mjög skemmtilegur. Ekki síst vegna þess jRmo o, jtx.mbo bwcxnoL bcLböurú Ojcxrú, ? O^u.'surt íiCurxcu'. V/cxt^tTLL, p^úkarLbi^wcv. Ke-ay ol ruch m u^wcC imu rvxoctodcw að leiðbeinandinn þeirra hún Krist- ín átti sjálf heima í Afríku, þegar hún var krakki. Hún flutti með jabba sínum og mömmu til Kenya, jegar hún var 7 ára. Og þar átti hún íeima í 5 ár. Eitt áriö gekk hún í venjulegan afríkanskan skóla. Þar var hún eina hvíta barnið. Hún var með Ijóst sítt hár, og hin börnin vildu alltaf fá að koma við hárið á henni. Hana langaði líka til að koma við svarta nrokkna hárið á þeim. En hún þorði það ekki. Hún var of feimin. Rauðakrosskrakkarnir vita að það er allt öðru vísi að vera barn í Afríku en á Islandi. Þau sáu t.d. mynd um börn sem voru að byggia skólann sinn sjálf. Þau reistu handa sér skólastofu úr leðju og leir. Og það var enainn gluggi á henm. Flest börn í Afríku eru miklu fátæk- ari en börn á íslandi. Oft eru ekki til neinir peningar til að byggja skóla handa þeim. Margir búa i nreysum og tjöldum. Og þó að það sé hræði- lega heitt á daginn getur verið rosa- lega kalt á nóttunni. Og krakkar sem sofa undir berum himni geta vaknað við það að haglið dynur á andlitunum á þeim eins og kúlna- hríð. Furðulegt. Krakkarnir hafa líka lært um sjúkdóma eins og malaríu, sem berst með moskítoflugunum og er svo hættuleg. Sýklum líður nefni- lega alveg agætlega í hitunum í Affíku. Jambó sJLchcu ycxmu, yctu. \-lakurvcv. pr\atoJtcx En lífið er samt langt í frá bara sjúkdómar og fátækt og hungurs- neyðir. Það getur líka verið gaman að vera barn í Afríku. Og þau sýna M Cchcx y cxh^ptnoUxcx ?lér hl)?ðfæri- sem Þeu hafa huið fil 7 r ^ ur spytum og gostoppum. Svona Whu.no. mcctcutcv hringlur notalcrakkar i Afríku til að hringlur slá taktinn þegar þau dansa og sýngja. Og Kristín hefur kennt þeim mjög skemmtilegan söng, sem heitir Jambó. Jambó þýðir halló. Og þeir sem vilja vita hvað orðin þýða í söngnum, sem birtist hér á síounni, verða bara að skrá s>g á næsta námskeið Rauða krossins. Þar er kennt að syngja á Afríkumálinu Swahili. Hvaö er mannúð? Ég spyr börnin áður en ég kveð þau, nvað þau hafi lært um mann- úð. Krakkarnir: Mannúð þýðir að maður á að vera aóður og almenni- legur við allt fólk. Alveg sama hvað- an það kemur og hvernig það lítur út. Við höfum Tíka fengið flótta- mannafræðslu. Hænsnaprikið: Hafið þið hitt ein- hverja flóttamenn? Krakkarnir: Nei. Bara eina stelpu, sem var að leika sér í garð- inum, þar sem við vorum. Hp: Hvernig haldið þið að sé að vera barn á flotta? Krakkarnir: Hrikalegt! Hp: Hvað er hægt að gera fyrir þann sem er á flótta? Krakkarnir: Það á að gefa flótta- mönnum að borða. Láta pá fá hús- næði og læknishjálp. Vera mann- úðlegur. Krakkarnir eru svolítið hikandi í svörum, þegar ég spyr þau að lok- um, hvort þau ætTi ao leggja fyrir sig hjálparstarf, þegar þau eru orðin stór. En þau segja hiklaust að þetta sé skemmtilegasta námskeið, sem þau hafi verið á. Krakkarnir: Það er svo fjölbreytt. Maður hugsar svo margt. Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.