Þjóðviljinn - 09.08.1991, Síða 10

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Síða 10
Sviðnar Svalinn? r Osonlag Norðurhvels eyðist hraðar en áður var reiknað með. í 38. erindi Grímnismála segir: Svalinn heitir, hann stendur sólu fyrir, skjðldur, skínanda goði; björg og brim, eg veit, að brenna skulu, ef hann fellur frá. Nútímamenn hafa margir viljað túlka þessar ljóðlínur sem forspá þess hvemig fara muni fyrir ósonlaginu, haldi mannkynið áfram á þeirri óheillabraut sem það er nú á. Það er ótrúlegt innsæi í svo gamalli speki að hremmingum nútímans skuli lýst af þessari nákvæmni: björg og brim skulu brenna, ef Svalinn fellur frá. Eins og flestir vita em menn mjög uggandi um áhrif útQólublárra geisla á lífkeðjuna. Suðurálfubúar telja sig þegar merkja skaða á sviðnuðum gróðri, enda hafa vísindamenn þar syðra staðfest með mælingum að þvnning ósonlagins verður æ alvarlegri með hverju árinu. Norðurálfar vom hins vegar vaktir upp af væmm blundi í vor með þeim fréttum, að ekki væri allt með felldu við Norðurskautið heldur. Litrófsmælingar er kallast TOMS (Total Ozone Mapping Spectrometer) á ósonlagi Norður- hvels frá gervihnöttum á vegum geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, sýndu árið 1987 að þynningar gætti þá þegar. Bmgðist var við þessum nýju upplýsingum með þeim hætti að samþykkt var að draga úr notkun CFC efna um 50% fyrir árið 1998. Rannsóknir á astandinu yfir Norðurskauti vom um leið hertar og í grein i Science, 12. ágúst 1988, bls. 785 var greint frá fyrstu merkjum ósonþynningar Norður- skauts. Neíhd vísindamanna hafði líka skoðað ósonmælingar, sem gerðar höfðu verið frá jörðu niðri allt frá því fyrir 1970 og komist að þeirri niðurstöðu að á breiddargráðum á vettvangur fyrir efnahvörf, sem hvata ósoneyðingu. Myndin lýsir á táknrænan hátt áhrifum Cl róttæklinga á óson. Mynd 2 Ósonþynning Norðurhvels 7. febrúar 1989. Einar Valur Ingimundarson milli New Orleans (30°) og Seattle (50°) eyddist óson með hraðanum 1% til 3% á hveijum áratug. (Sjá grein í Science, 25. mars 1988, bls. 1489) TOMS háloftamælingamar sýna hins vegar mun alvarlegra ástand. William Reilly njá umhverfisvemdarstofnun Banda- ríkjanna (EPA) upplýsti 4. apríl sl., að eyðingin virtist mun hraðari, eða um 5% á áratug. Vetrarmánuðimir em verstir, en þá fer talan upp í 8%. Nú er jafnvel talið að ánrifa þynningar gæti í vormánuðunum apríl og maí. Þetta em mjöp alvarleg tíðindi fyrir menn og malleysingja. EPA spáir í ljósi þessa, að í Banda- nkjunum einum komi til 200.000 dauðsfalla af völdum húð- krabbameins á næstu 50 ámm vegna aukinnar geislunar. Michael Oppenheimer, sérfræðingur í háloftaefnafræði hjá Umhverfísvamasjóðinum í New York (Environmental Defense Fund) er ekki allskostar hress: „Þessar fréttir eru mjög alvarlegar. Við þeim verður að bregðast með hertum aðgerðum á alþjóðavísu. Við höfum ekki eins mikinn tíma og við héldum!“ Eins og áður var getið var skrifað undir Montreal samninginn 1987, þegar óson- þynningin yfir Suðurskautinu var endanlega staðfest. Nú í júní var samningurinn endurskoðaður í ljósi nýjustu upplýsinga. Þar var staðfest bann a notkun kol-flúor- kolvetnasambanda (CFC) frá aldamótunum 2000. Jafnframt skyldi dregið úr notkun CFC efna, eins og hver þjóð treysti sér til. Þratt fyrir góða tilburði má ætla að magn virkra klórfrumeinda muni aukast um 25 til 30 prósent á tímabilinu. Hver virk eining er Iíka lengi í umferð. Og íyrst að farið er að tala um efnafræði, er ekki úr vegi að lýsa þessum hvörfum með nokkrum þekktum efnajöfnum úr loftefnafræði Suðurskautsins. Algengustu CFC efnin eru koltetraklóríð og metyl klóróform. Fyrir áhrif orku sólarljóss klofna þessi efni í andrúmsloftinu í smærri, virkar einingar, sem kallast ,,róttæklingar“ á máli efnafræðinnar. A meðal þeirra er róttæklingurinn CIO. Hefst nú atburðarásin: A mynd 2 má sjá þynningar- linur ósons yfir Norðurskauti. Dökka Iínan sýnir mörk þau, þar sem aukið magn af hvarfgjömum klór róttæklingum og minnkað magn NOx mældist 7. febrúar 1989. Ef myndip prentast þolanlega má greina að Island fellur rétt utan svæoisins þennan tiltekna dag og mengunarlinumar tengja saman iðnaðarsvæði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Engu að siður finnst mér það full mikið léttlyndi af ágætum starfsmönnum Veðurstofu Islands af fullyrða að engrar ósoneyðingar sé fanð að gæta vfir Norðurhveli né hafi peinnar þynningar orðið vart yfir Islandi. Háloftamælingar virðast benda til annars. Samkvæmt nýlegum fréttum á að hefja háloftamælingar yfir Islandi í haust og hljóta menn að bíða niðurstöðu þeirra með dálitlum kvíða. Eins og áður hefur verið frá greint hefur það afar slæm áhrif á framleiðni hafsins ef útQólubláir geislar sólar ná til yfirborðs þess. Hætt er við að fleira en rauðáta gæti drepist við þannig aðstæður. Islenskt hagkerfi biði þess aldrei bætur, ef spádómsorð Grímnis- mála yrðu að vemleika á nýrri öld. CIO + CIO + X = ci2o2 + X X táknar hér burðarefni (súrefni eða köfnunarefni), sem „hýsa“ hvarfið. C1202 + sólarljós = C1 + CIOO CIOO + X = C1 + 02 + X C1 + o3 = CIO + o2 A síðasta stiginu er ósoneyðingu lýst, 03 breytist í 02 Annarri atburðarás má lýsa yfir Norðurskauti, þar sem háloftaský (Polar Stratospheric Clouds, PSC) myndast í 25 km hæð (Sjá mynd 1). Fer hún fram með tilstyrk köfnunarefnisoxíða, NOx , á yflrborði háloftaskýjanna: CIO + N02 + X = C10N02 + X (1) CIO + NO + X = C1 + N02 + X (2) Eins og sjá má, skilar stig 2 ósoneyðingu, eins og fyrr er lýst, en stig 1 þarf annað þrep: C10N02 + HCl = HN03 + Cl2 Cl2 + sólarljós = 2CI og ósoneyðing hefst. AF AÐSKILJANLEGUM NATTURUM SÍÐA 10 — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.