Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 9
Síðasti meistari deyjandi tungu Fyrir skömmu lést Isaac Bashevis Singer. Hann var 87 ára að aldri. Hann fékk Nóbelsverðlun í bókmenntum árið 1978. Þau vöktu athygli ekki aðeins á sérstæðum og frjóum sögumanni, sem Singer var svo sannarlega, heldur og á þeirn heimi sem hann skrifaði um og því tungumáli sem hann notaði. Hvorutveggja stóðu höllum fæti í tilverunni, tilheyrðu veröld semn var. Isaac Bashevis Singer: a loshon fun golus.... Veröld sem var Heimur austurevrópskra Gyðinga sem Singer lýsir í ótal sögum, heimur ríkur af undarlegum þversögnum trúar og veraldarhyggju, skynsemi- dýrkunar og hjátrúar, heilag- leika og svika, hann var alla okkar öld á hröðum flótta undan þeim valtara nútímans sem vill gera alla eins. En þessum heimi var svo greitt banahögg í gyðingamorðum Hitlers sem blátt áfram gerðu út af við það fólk sem hann byggði. Gyðingar héldu samt áfram að vera til; og vettvang- ur sagna Singers _ fluttist til Ameríku eða þá Israels, þar sem tilvistarvandi hans fólks fékk á sig nýjan brag. Dæmi eru um að Singer hafi sagt tvær náskyldar sögur, eina sem gerist „í gamla landinu", í Póllandi, og aðra í Banda- ríkjunum. Nefna má söguna um manninn sem elskar þrjár konur, sem hver um sig höfðar til einhvers þáttar i honum, hann reynir að halda í þær all- ar en verður að lokum að láta sig hverfa með einum hætti eða öðrum, hann getur ekki leyst þennan hnút. Um þetta er „pólska“ sagan um Töfra- manninn frá Ljúblín og „am- eríska“ sagan um „Óvinina“, sem kom hingað á kvikmynd. Tungan sem var En þótt gyðinglegur rit- höfundur ætti sér söguefni jafnt í veröld sem var og þeim veruleika sem við tók eftir Hörmungarnar miklu, þá var tungumálið sem Singer skrif- aði á, jiddíska, dæmt til að fylgja í gröfina þeim sem það helst notuðu, gyðingum Aust- ur-Evrópu, þeim sex miljón- um sem fórust í útrýmingar- búðum. Að sönnu hefur til skamms tíma verið margt manna bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum sem mælti á jiddísku. En smám saman hafa nýjar kynslóðir gefið þetta mál upp á bátinn. Það var reynt að fýta fyrir því með því að loka blöðum og tímaritum á jiddísku í Sovétríkjum Stal- íns. En bæði þar og í Banda- ríkjunum hefur það mestu ráð- ið, þegar allt kemur til alls, að jiddískan naut ekki virðingar meðal menntaðra gyðinga, þeim fannst hún óþarfa baggi og til trafala í samskiptum við umhverfið. Og í Israel var sú stefna tekin snemma að end- urvekja til daglegs lífs mál ritninganna, hebresku - mjög stór hluti innflytjanda til Pal- estínu og síðar Isaraelsríkis voru mæltir á jiddísku, en þeir voru mjög hvattir til að leggja málið niður. Singer segir sjálfur, að jid- díska sé eina málið í heimin- um sem öngvir valdhafar hafl talað. Og það er rétt. Eins þótt það kæmi víst fyrir að ráð- herrar Verkamannaflokks ísraels gripu til jiddisku þegar þeim varð heitt í hamsi innan luktra dyra; þeir réðu betur við að láta tilfinningar í ljós á því máli en hebresku. I mikilli bók um Ger- mönsk tungumál eftir Claus- Juergen Hutterer er talið að þeir sem eiga jiddísku að móðurmáli ^éu um tvær milj- ónir. Þetta var árið 1975. Síð- an hefur þessu fólki fækkað jafnt og þétt, vegna þess að flest var það komið til ára sinna, nýjir koma ekki í stað- inn. Isaac Bashevis Singer var víst síðasti merki höfundurinn sem á þessa tungu ritaði bæk- ur. Þýska og hebreska Fjallað er um jiddísku i bók um germönsk tungumál. Það er einmitt ein af skrýtnum glettum sögunnar, að jiddísk- an er að stofni til þýsk mál- lýska sem Gyðingar tóku með sér á miðöldum þegar þeir voru smám saman að færa sig um set, austur til Póllands og Úkraínu. Við skulum taka dæmi úr texta eftir Singer sjálfan til að minna á það hvernig þetta tungumál lítur út. I Nóbelsræðu í Stokkhólmi 1978 sagði hann þessi orð á jiddisku: Verðlaunin: „is ojkh an anerkenung fun jiddish - a loshjon fun golus, ohn a land, ohn grenitzen, nisht gshtitzt fun kein shum melukhokh" Sem þýðir að Nóbelsverð- launin „eru einnig viðurkenn- ing fyrir jiddískuna, tungumál útlegðarinnar, án lands, án landamæra, sem nýtur ekki stuðnings neinna stjórn- valda“. Líkindin við þýsku eru augljós, sem og annað ein- kenni jíddískunnar: Hún tekur til sín orð héðan og þaðan. Náttúrlega nokkuð úr hebr- esku - „golus“ er hið hebr- eska „galút“, útlegð, svo dæmi sé nefnt, orðið sem not- að er yfir stjórnvöld á rót að rekja til hebreska orðsins „melekh“, konungur. Beyg- ingarendingar eru flestar ger- manskar („froj“ kona, „froj- en“ konur, „hojz“ hús, fleir- tala „hajzer"). En orð hebr- eskrar ættar geta tekið á sig fornar semítískar endingar: „Haver“, félagi, fleirtala „ha- verim“. Hrói höttur tungumálanna En auk þessara tveggja uppsprettulinda orðaforða í jiddísku, tók málið til sín úr þeim málum sem það lenti í nábýli við á hverjum tíma. Eins og Singer sjálfur sagði : Jiddískan er Hrói höttur tungumálanna, hún tekur frá þeim ríku og gefur þeim fá- tæku. Þar er að finna mikið af otðum úr slavenskum málum og bera þau kannski vitni miður velviljuðum samskipt- um: „paskúdnik“, sem þýðir fúlmenni, drullusokkur, kemur úr pólsku og úkra- insku. í Bandaríkjunum (New York var um tíma helsta mið- stöð jiddískunnar í veröld- inni) komu svo inn ný orð eins og fara gerir og sum spaugi- leg. Eins og til dæmis „opst- ersikeh" sem þýðir „konan sem býr uppi“ (upstairs). Af þessu verða mörg ævin- týri. Það er ekki sist gaman að fylgjast með þvi hvernig orð verða sér úti um merkingar. Tökum dæmi af „pisher". Það þýðir fyrst sá sem pissar und- ir. En þar að auki er það haft um ungan mann og óreyndan, græningja, eða þá um ómerk- ing og dusilmenni. Þriðja tungumál hvers og eins Gyðingar voru alltaf bóka- þjóð, en lengst af stunduðu þeir einkum bókvísi á hebr- esku, máli synagógunnar. Jid- dísku notuðu þeir sín í milli - og í þriðja lagi notuðu þeir mál þjóðarinnar sem þeir áttu í sambýli við. Jiddískan, með sínum sérstæðu, „syngjandi" áherslum, með þeim sið að svara spurningu með spurn- ingu (og var svarið fólgið í hreim seinni setningar) setti þó mjög svip á málfar flestra Gyðinga þegar þeir töluðu rússnesku eða pólsku. Eða eins og einn ágætur höfundur sagði: Ég tala tíu tungumál og öll á jiddísku. Þessi áleitni syngjandi hreimur, með óvæntum slettum úr jiddísku var eitt af því sem reyndist málinu skeinuhætt. Þegar Gyðingar fóru að rétta úr kútnum og vildu vera menn með mönnum og tala þýsku eða rússnesku helst betur en þeir sem áttu þær tungur að móðurmáli, þá efldist sú hneigð, sem fyrr var getið, að losa sjálfan sig og allavega börn sín, við þennan aukabagga. Þetta „sláng“. Þetta „götumál“. Hitt er svo annað mál, að alltaf hafa þeir Gyðingar ver- ið margir sem finnst að án jid- dísku væru þeir ekki þeir sjálfir. Skrýtla er sögð frá Tel Aviv: Kona í strætisvagni er að skamma son sinn fyrir að tala hebresku og segir: Talaðu jiddísku strákur! Maður sem á heyrir spyr: Hvað er þetta kona, hvers vegna má dreng- urinn ekki tala hebresku? Eg vil ekki, segir móðirin, að hann gleymi því að hann er Gyðingur! Sem talar mál útlegðarinn- ar. Og kemur aldrei heim - frekar en persónur í svo mörg- um sögum Isaacs Bashevis Singers. Gamalt ritmál Jiddíska varð ritmál strax á tólftu öld. Þótt málið sé ger- manskt er það skrifað með hebresku letri, frá hægri til vinstri. Blómaskeið þess varð með svokallaðri upplýsingu, Haskalah, meðal Gyðinga á nítjándu öld. Þá fóru menn að þoka sér út úr mjög lokuðum heimi synagógunnar og shtetl, gyðingaþorpsins, leituðu frétta af veraldlegum bók- menntum og eignuðust sínar eigin. Helstu höfundar þess tíma voru Mendele Mojkher- Sforim (Mendele sem ber með sér bækur) sem uppi var 1836- 1917, Jitsok Leib Perets (1851- 1915) og Sholem Al- eikhem (1859- 1916). Það var hann sem samdi sögurnar um Tevje mjólkurpóst sem löngu síðar urðu uppistaða í vinsæl- um söngleik, Fiðlarinn á þak- inu. Þú nýtuf þess guð að ég næ ekki til þín! ísaac Bashevis Singer var af rabbíum kominn og fjölskylda hans vildi helst að hann fylgdi í sömu slóð. En bókmenntirn- ar urðu honum sterkar freist- ing; hann hóf rithöfundaferil sinn 1935 með skáldsögunni „Satan í Gorej“— sem fjallar um falsspámanninn Sabbatía Zeví, sem upp reis meðal hrjáðra Gyðinga á 17. öld. Skömmu síðar flutti hann til Bandaríkjanna og þar birtust flestar sögur hans fyrst sem framhaldsögur í jiddísku blaði, „Forverts". Frægð utan hins jiddíska heims öðlaðist hann ekki fyrr en upp úr 1950 með ættarsögunni um Moskat- fjölskylduna, sem þýdd var á ensku. Hann var maður gáfað- ur og úrræðagóður, hann van- treysti skynseminni („kjarni bókmennta er stríð milli skyn- semi og tilfinninga“ sagði hann), hann var óþreytandií glímu sinni við ófyrirsjáan- leik mannlegrar hegðunar: „sérhver manneskja, jafnvel fábjáninn, er miljónamæring- ur í tilfinningum“. segir hann á einum stað. Hann trúði á guð á sinn hátt en skildi vel þá helga menn úr liði Hassída sem áttu það til að steita hnefa að Drottni allsherjar og segja sem svo: Þú ættir að skamm- ast þín að fara svona með þitt fólk! Þú ert sífellt kavartandi yfir syndum mannanna, en þú ættir helst að vera undrandi á því hve margt gott leynist með þeim, þrátt fyrir alla þá ógæfu sem þú sendir þeim.... Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.