Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 5
„Við tökum það allt“ Iþýska vikuritinu Der Spieg- el birtist nýverið eftirfar- andi viðtal þess blaðs við mann að nafni Vojislav Seselj, sem að eigin sögn og blaðsins er yfir- foringi skæruliða þeirra serb- neskra, sem undanfarnar vikur hafa barist gegn Króötum. Se- selj er 36 ára og formaður serb- nesks stjórnmálaflokks, sem nefnist Róttæki flokkurinn. Hann er félagsfræðingur að mennt og á valdatíð kommún- ista í Júgóslavíu sat hann tæp tvö ár í fangelsi fyrir „fjand- samlegan áróður“. SPIEGEL: Hvað létuð þér verða yðar jyrsta verk, ef þéryrð- uð forseti Serbíu? SESELJ: Að kveðja alla Serba til vopna tafarlaust, aflima Króatíu með leiftursókn og til- kynna jafnframt umheiminum að Serbía hefði fengið ný landamæri. SP: Og hvar yrðu þá þau landamœri? S.: Serbíu verða að heyra til auk núverandi lands hennar, þ.á m. héraðanna Vojvódinu og Kosovo, lýðveldin Bosnía-Herze- góvína, Makedónía og Svart- ljallaland. Einnig svæði þau í Króatíu, sem byggð eru Serbum. Landamæri okkar við Króatíu yrðu við borgimar Karlobag, Karlovac og Virovitica. SP: Með öðrum orðum sagt: Króatia myndi ekki halda nema um þriðjungi núverandi land- svæðis síns. S.: Já, landamæri okkar yrðu svo nærri Zagreb að við gætum ffá þeim séð tuminn á dómkirkj- unni þar. Nægi Króötunum það ekki, tökum við það allt eigi að síður. Um 200.000 Serbum í Za- greb og um 30.000 í Rijeka verð- um við vitaskuld að fá nýja bú- staði. SP.: Þér hafið hótað múslim- um í Bosniu hefndum, geri þeir bandalag við Króata þar. Mœtti ekki búast við andspyrnu gegn serbnesku hemámi á lýðveldinu? S.: Múslímamir í Bosníu em Serbar, sem snemst til íslams, og sumir svokallaðra Króata þar em kaþólskir Serbar. Eftir striðið þvingaði Tito miljón kaþólskra Króata hvarvetna í Júgóslavíu til að kalla sig Serba. SP: Og ef múslímar ekki vilja afneitaþjóðerni sínu? S.: Þá verðum við að reka þá burt úr Bosníu. SP.Hvert? S.: Til Anatólíu. SP.: Hvert mynduð þér þá senda Makedónana, sem lika vilja lýsa sigfiullvalda? S.: Það leyfum við ekki. Makedónía heyrði Serbiu til þeg- ar áður en Júgóslavía var stofnuð. SP.: Hverskonar stjómarform vilduð þér hafa í sjálfstœðri Stór- Serbíu? S.: Aður vomm við hlynntir því að konungurdómur yrði end- urreistur. En það sem við heyrum ffá Alexandri prins hentar okkur ekki. Hann hælir lýðræði Slóvena og Króata, en virðist ekki sjá ann- að í Serbíu en bolsévíka. Þar af leiðandi höfum við ákveðið að Serbía verði lýðveldi áfram. SP: Gœti Júgóslavía haldið áfram að vera til sem rikjabanda- lag? S.: Við beijumst fyrir því að Júgóslavía verði lögð niður sem ríki. Ríkjabandalag af því tagi, sem hér um ræðir, fyrirfinnst ekki. Við forum ekki að gera okk- ur að tilraunakanínum fyrir svo- leiðis nokkuð. SP: Hvernig œtlið þér þá að vinna þau svæði, sem þeir ætlist til að heyri til þessu mikla riki framtiðarinnar? S.: Við lögðum til að Slóvenía yrði aðskilin ffá Júgóslavíu. Það er þegar orðið. Nú ætti herinn að hverfa frá Zagreb og taka sér stöðu á vesturmörkum serbnesku byggðanna, þar sem vesturlanda- mæri Serbíu verða. SP.: Hafið þér ekki áhyggjur af 100.000 manna vopnuðu liði Króata? S.: Þér sjáið sjálfúr hvemig Króatamir falla í hrönnum. Þeir em hugleysingjar, við emm öfl- ugri. í Borovo Selo vom 300 Kró- atar í umsátri 22 Serba. SP.: Hatiðþér Króata? S.: Króata sér engan stað í sögunni, þeir era varla raunvem- leg þjóð. Takið þér Þjóðverja og Tékka til dæmis og samanburðar. Að vera Tékki er það sama og að teljast hugleysingi. Þjóðveijar em aftur á móti þjóð striðsmanna. Hliðstæður er munurinn á Serbum og Króötum. Króatar em spillt þjóð. Ennþá hef ég ekki fyrirhitt nokkum sómamann af því þjóð- emi. SP.: Hvert er álit yðar á for- seta Króatiu, Tudjman? S.: Stjóm Tudjmans er völt á fótum. Hún getur fallið þá og þeg- ar, vegna manntjónsins á öllum vígstöðvum. Ennþá hefur ekki verið gefið upp, hve margir hafa raunvemlega fallið af liði Króata. Okkar tíma sétníkar - „Komi til eriendrar íhlutunar drepum við ykkur alla.“ Seselj sétnlkaforingi eru ragmenni." „Króatar SP: Sagt er að þar á meðal séu margir útlendingar. S.: Já, aðallega Albanir frá Kosovo. Þeir fara flestir heim aft- ur, en ekki lífs. Tudjman lætur borga hveijum málaliða 1500 mörk. Það em miklir peningar. Þingmannslaun mín em ekki svo há. Auk Albana berjast í liði Tu- djmans Kúrdar, Ungverjar, Pól- verjar og Þjóðveijar. SP: Þýska sendiráðið neitar þvi að nokkrir Þjóðverjar séu þar i liði. S.: 1 árás á eldflaugastöðvam- ar fyrir tveimur vikum létu a.m.k. 40 herþjálfaðir Þjóðverjar lífið. En ég geri ekki ráð fyrir því að þeir hafi verið gerðir út af stjóm- inni í Bonn, heldur hafi þeir verið þama að eigin ffumkvæði. SP.: Þér eruð æðsti maður sjálfboðaliðahers ykkar. Hverjar eru hemaðarfyrirætlanir yðar? S.: Eg er vojvódi. Þeim titli sæmdi mig Momcilo Djujic, sem er elstur sétníkaforingja þeirra, sem enn em á lífi og býr í Kali- fomíu. Ég skipulegg aðgerðir skæmliðasamtaka okkar, ákveð árásarmörk og hvaða staðir skuli herteknir. SP: Ráðast hersveitir yðar sem sagt einnig á þorp, þar sem eingöngu búa Króatar? S.: Nei. Við verjum aðeins serbnesk þorp. SP.: Hversu öfiugur er heryð- ar? S.: Nógu öflugur! SP: Hvaðan eru liðsmennim- ir? S.: Þeir em allir Serbar. Marg- ir þeirra koma raunar úr útlegð. Þegar við sendum þá á vígstöðv- amar, taka þeir sér óborgað frí frá vinnu. SP.: Eitthvað af vopnum ykk- ar erfrá sambandshernum? S.: Eitthvað já, en það em bara úreltir þýskir hólkar. Svo er- um við með Thompsons úr heimsstyijöldinni síðari með mik- illi hlaupvídd og þmkki. í Borovo Selo var einn ústasjinn svo óheppinn að fá þannig skot í höf- uðið og hmkku við það úr honum augun bæði. Það leiddi til þess að Króatar héldu því fram að Við hefðum níðst á líkunum. SP.: Hafið þið einnig keypt vopn erlendis? S.: Auðvitað, meira að segja i Ungverjalandi. Við komumst í samband við einn ráðherrann þar, borguðum honum og hann sendi okkur vopn. SP: Hvar berjast menn yðar nú? S.: Við sendum þá ffá Belgrad til óffiðarsvæðanna. Þegar 20 eða 30 sétníkar em komnir til ein- hvers þorpsins, dugar það til að hvetja íbúana til dáða. SP.: Atta afhverjum tiu mönn- um í sambandshemum eru Serb- ar. Hversvegna látið þér honum ekki eftir að verja Serba? S.: Vegna þess að hingað til hefúr her þessi ekki vemdað okk- ur Serba. Herinn hefst ekki að nema þegar Serbar berjast við Króata. Við höldum alltaf undan, þegar herinn lætur sjá sig. I hon- um em sem sé ennþá þó nokkrir gamlir kommúnistaforingjar með hleypidóma gegn sétníkum. SP: Óttist þér ekki að rót- tœkniyðar leiði tilþess að Serbar einangrist? S.: Það yrði þá ekki í fyrsta sinn í Serbasögu. I byijun aldar- innar lenti Serbía í tollastríði við Austurríki-Ungveijaland og hélt velli. SP: Hvað gerið þér, ef Evr- ópa eða Bandaríkin aðstoða lýð- veldi þau er Serbia ógnar? S.: Langi ykkur til að deyja - gerið þá svo vel! Það sýndi þá að þið hefðuð ekkert af sögunni lært. Við emm reyndir í skærahemaði, við eium engir arabar, okkar land er ekki Irak. Komi til erlendrar íhlutunar drepum við ykkur alla, hvar sem við komumst í færi. SP.: Hverjir eru „ við “? S.: Meirihluti Serba. Banda- ríkin og Evrópa hafa af fyrir- hyggjuleysi fúllkomlega fyrirgert samúð okkar. Þið hafið hjálpað Króatíu og Slóveniu, einungis vegna þess að þær em kaþólskar en við rétttrúnaðarkristnir. Við gleymum aldrei þeirri smán, sem okkur var gerð með því að þrír ráðherrar frá Evrópubandalagi komu á fund forsætisráðs og þvinguðu það til að kjósa Króat- ann Stipe Mesic í forsetaembætti. SP.: En hafa Vesturlönd samt ekki hjálpað til við að frelsa Aust- ur- Evrópu undan kommúnisman- um? S.: Kommúnistastjóminni var neytt upp á Júgóslavíu. Churchill sveik sétníkaleiðtogann Draza Mihailovic og Pétur konung með því að viðurkenna Tito. í hálfa öld studdu Vesturlönd Tito og enginn spurði þá hvort við hefðum ffelsi og lýðræði eða hversvegna við sætum í fangelsum. Nú, þegar við erum fijálsari en nokkru sinni fyrr, er hreytt í okkur að við séum bolsévíkar. SP: Greiðir Milosevic Serb- íuforseti yður launin? Sagt er að þið séuð í raun í þjónustu hans, að framkvæma stefnu hans. S.: Þegar ég kem til valda læt ég sennilega handtaka Milosevic. En ég stend með honum meðan Bandarikjamenn halda áffam að reyna að steypa honum af stóli, jafnframt því sem þeir styðja Vuk Draskovic, sem genginn er af göflunum, og Lýðræðisflokk Micunovics. Það kemur ekki til greina að í Washington verði ákveðið hvað gerist í serbneskum stjómmálum. (Skýringar: Anatólía er vest- urhluti Tyrklands. Undir yfirráð- um Tyrkja var það sem sumir Bo- sníumanna snemst til íslams. Al- exander prins er sonur Péturs ann- ars, siðasta konungs Júgóslavíu. Vojvódi er gamall balkanskur höfðingjatitill. Ustasjar nefndust fasistar þeir sem réðu í Króatíu í heimsstyijöldinni síðari; svo kalla nú serbnesku skæmliðamir þjóð- varðarlið og lögreglu Króata. Sétníkar vom konunghollir serb- neskir skæmliðar í heimsstyrjöld- inni síðari, sem börðust stundum gegn Þjóðverjum, en stundum með þeim gegn her Titos. Núver- andi serbneskir skæmliðar líta á sig sem arftaka þeirra. Milosevic Serbaforseti er leiðtogi fyrrver- andi kommúnistaflokks þess lýð- veldis, en Draskovic helsti and- stæðingur hans í stjómmálum þar, eitthvað hægrisinnaðri og enn þjóðemissinnaðri. dþ.) Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5 Sérkennslufulltrúi Staða sérkennslufulltrúa við Fræðsluskrifstofu Norð- urlandsumdæmis eystra er laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 23. ágúst. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri I síma 96- 24655. Fræðslustjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.