Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 11
Ég myndi ekki ráðleggja hjartveiku fólki að fljúga til Fær- eyja. Allra síst ef þoka er yfir eyj- unum. en hún er þar tíður gestur, sérstaklega yfir hásumarið. Þegar við lentum á flugellinum í Vogey - eftir að hafa hringsólað yfir eyjun- um í klukkutima og farið svo bein- ustu leið ofan í kolgráa þokuna, hossast og henst til, séð hjólin koma niður, á meðan ekkert sást nema þoku út um gluggann, farið með aliar bænirnar og séð svo jörð um leið og hjólin snertu hana - heyrðust farþegar varpa öndinni léttar og lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Menn litu hver framan í annan og brostu út undir eyru. Olíklegasta fólk tók tal saman og reyndir Fær- eyja-ferðalangar sögðu sögur af enn skelfilegri lendingum í helmingi meiri þoku, sem við áttu erfitt með að ímynda okkur. En af hveiju var ég að leggja á mig þessa lífsreynslu? Jú, ég var þama komin til að taka þátt í FÓLKATÓNLEIKARASTEVN- UNNI, þjóðlagahátíð sem haldin var Andy Canf þenur ptpurnar á Viða- reyði. Myndir: AP. nú í þriðja sinn þar f landi og nú með yfirskriftinni: Norður- Atlantshafs þjóðlagahátíðin. Þátttakendur voru fulltrúar Grænlands, Samalands, Noregs, Danmerkur, Hjaltiands, Órkneyja og Skotlands, auk íslendinga og heima- manna. Aðalskipuleggjandi hátíðar- innar var Fólkatónleikara- félagið í Þórshöfn. En hvemig fer lítið félag, eins og Fólkatónleikarafélagið, að því að halda svona hátíð? Það er m.a. hægt með dyggilegum stuðningi Norðurlandahússins í Þórshöfn og eins er mikill áhugi meðal fólks al- mennt á menningarviðburðum sem þessum. Fyrst vom haldnir tvennir myndarlegir tónleikar í Norður- landahúsinu, en það er með eindæm- um skemmtilegt tónleikahús hvort sem maður er í hlutverki flytjanda eða áhorfanda. Húsið býður upp á ótal möguleika og þjónar öllum teg- undum tónlistar með sóma, sem og öðmm listagyðjum, því þama er al- hliða menningarmiðstöð sem starf- rækt er með miklum ágætum. Eftir tónleikahaldið í Þórshöfn, var þátttakcndum skipt í fjóra hópa, sem vom sendir út um allar eyjar. Eg og félagi minn, Aðalsteinn Asberg, vomm send norður á bóginn og átt- um að skemmta Fuglfirðingum, Klakksvíkingum og Viðeyingum. Aukatónleikar fyr- ir einn íslending Við komum til Fuglafjarðar síð- degis á föstudegi og ókum beinustu leið á tónleikastaðinn, sem var kaffi- stofa frystihússins. Bílstjórinn okkar haföi tjáð okkur það á leiðinni að að- standendur tónleikanna heföu lent í mesta basli með að finna stað fyrir tónleikana. Á hótelinu var brúð- kaupsveisla (þær standa í minnst sól- arhnng á Færeyjum), í Félagsheimil- inu var ættarmót (þau njóta mikilla vinsælda þar, eins og hér) og viðgerð stóð yfir á skólanum. Þrautalending- in var semsé í kaffistofa Frystihúss Fuglafjarðar. Fuglafjörður er á austanverðri Austurey, mikill útgerðarbær, eins og væntanlegar er ljóst orðið, og íbúar em um 1700 talsins. Þegar við gengum í hús mætti okkur þessi gamalkunna lykt, sem allir kannast við, sem einhvemtíma hafa í frystihús komið. En þama var saman kominn hópur af fólki, sem var ákveðið i að halda þama góða tónleika. Tveir menn unnu kappsam- lega að því að koma upp hljóðkerft og svo vom þama mættar fúglfirskar húsmæður með smörrebröð og öl og sáu til þess að enginn væri svangur. Þama var mætt á staðinn orkn- eyska hljómsveitin The Hullions. Þau em sex og spila allt frá fjömgri danstónlist, í ætt við írska og skoska þjóðlagatónlist, til tregablandinna harmkvæða er lýsa ástum og örlög- um ibúa Orkneyja fýrr á tímum. Þegar ég sá The Hullions fyrst á sviði vakti útlit þeirra ekki síður at- hygli mína en tónlistin sem þau léku. Þau vom svo sannarlega sitt af hverri sortinni. Billy, skeggjaður, vingjam- legur, eins og faðir allra í hljómsveit- inni. Næstur honum var Mickey á sokkaleistunum, með stanslaust bros á vör og spilaði á banjóið eins og hann heföi fæðst með það í fanginu. Við hlið hans sat Susan, lítil og pen stúlka með krosslagða fætur, en frá fiðlunni hennar bámst eldfjörugir tónar. Hinn fiðlarinn i hljómsveitinni var Andy, rauðhærður og glaðbeittur náungi, sem gat ómögulega setið kyrr á meðan leikið var og fætur hans hoppuðu upp og niður, til hægri og vinstri, og maður beið nánast eftir því að hann ryki um koll. Næstur honum var Owen, sem ég heföi ekki viljað mæta í skuggalegu stræti að næturlagi. Hár hans dökkt, sítt og hrokkið þyrlaðist um höfúðið og á kinnum bar hann ægilega barta, sem þöktu svæðið á milli kinnbeins og kjálka. En leikur hans á gítar og man- dólín bar vott um þann ljúfling sem bjó að baki útlitinu. Að lokum var það svo Ingirid, sem minnti mann f fyrstu á ljúfa yfirfóstm á bamaheim- ili, en gítarinn handlék hún eins og harðasti rokkari og því hraðari lög þeim mun ánægðari var hún. Auk okkar og Hullíónanna léku þama fjórir færeyskir trúbadorar. Kári Petersen, sem reyndar er búsett- ur á íslandi en er Færeyingum góð- kunnur gamanvísna- og ádeildu- söngvari, Hanus Johansen - hinn hár- prúði strigabassi - sem einhvetjir muna ef til vill eftir á Vísland- tón- leikum Vísnavina í Iðnó 1985. Jóg- van Andrías, nýbakaður vísnasöngv- ari frá Klakksvík og síðastan en ekki sístan ber að telja Fuglfirðinginn, far- arstjórann og bílstjórann Niels Mi- djord, sem er hinn mesti háðfúgl. Þegar líða tók að auglýstum tón- leikatíma fór fólk að streyma að og brátt var hvert sæti skipað. Þama komst ég að þvf, sem margsannaðist síðar í ferðinni, að á Færeyjum er stundvisi teygjanlegt hugtak. Tónleikamir hófúst, þegar allir vom tilbúnir - hálftíma of seint. Þeg- ar þeir Hanus og Kári P. höföu kom- ið ffam og glatt áheyrendur var röð- in komin að okkar. Við tókum þann kost að tala íslensku og kunnu áheyr- endur því nokkuð vel. Okkur þótti það skemmtileg upplifún að geta flutt kynningar á íslensku (með dönskum innskotum) fyrir „erlenda" áheyrendur. Við fengum góð við- brögð við samblandi okkar af göml- um og nýjum lögum, allt frá Ríðum, riðum (þar sem fólk tók hraustlega undir) til Braggablússins. Eftir tónleikana kom til okkar maður, mæddur mjög, og sagði okk- ur (á ástkæra, ylhýra málinu) að hann heföi komið of seint og misst af okk- ar þætti f dagskránni. Og hann, sem haföi búsettur í Fuglafirði í tæpan áratug, haföi bara komið til að heyra sungið á íslensku. Hann spurði hvort við gætum flutt eitt aukalag fyrir hann og við héldum honum auðvitað nokkurra laga aukakonsert úti i homi, svo að hann fór sæll og glaður heim til sín. Næsta dag tókum við fetjuna til Borðeyjar og tókum land í KJakks- vík, næststærsta bæ Færeyja, þar sem íbúar eru tæplega 5000. Hópurinn var sá sami og í Fuglafirði og nú voru haldnir tónleikar í húsi Sjónleikafé- lagsins, þar sem ungir og hressir krakkar ráða rikjum og halda upp öflugu leikhúslífi í þessu fallega bæ. Þau hafa m.a. sett á svið íslensku verkin Fjalla-Eyvind og Sildin er komin, er nutu mikilla vinsælda. Söngur, snafs og dans Klakksvíkingar gerðu ekki síður vel við okkur en Fuglfirð- ingar. Okkur var boðið til veislu að tónleik- um loknum, þar sem boðið var upp á ýmsar kræsingar, sem skolað var niður með sterku færeysku öli og fjallmyndarlegur náungi úr liði leik- ara gekk á línuna og bauð upp á danskan snafs. Er skemmst fiá þvi að segja að brúnin á mannskapnum lyft- ist (og var hún þó ekki þung fyrir) og skemmtu menn sér fram undir morg- un við leik, söng og færeyskan dans, sem okkur var kenndur af miklum eldmóði. Ég verð að segja að þetta er einn skemmtilegasti dansleikur sem ég hef sótt og finnst mér íslendingar missa af miklu við að láta Þjóðdan- safélaginu alfarið eftfi að viðhalda íslenskri danshefö. Á sunnudeginum voru haldnfi siðdegistónleikar á Viðareiði á Við- ey, sem er lítill byggðarkjami með u.þ.b. 100 íbúa. Engu að síður tón- leikana sóttu 50 manns og sýnir það enn og aftur einstakan áhuga heima- manna, sem á drjúgan þátt í þvi að gera félögum eins og Fólkatónleik- arafélaginu eða Jassklúbbnum kleift að halda svona hátíðir án þess að eiga það á hættu að verða gjaldþrota. Tónleikamir hófúst óformlega, þegar Andy hóf sekkjapípuleik utanhúss á meðan gesti bar að garði. Skapaði það milda stemmningu meðal tón- leikagesta og var framhaldið í sam- ræmi við það. Þessari velheppnuðu hátið lauk svo með tónlistarveislu í Félags- heimili Nólseyjar og stóð sú veisla fram undir morgun. Þar spiluðu og sungu menn írskar, danskar, íslensk- ar, orkneyskar og færeyskar viskur hveijir fyíir aðra. Islenska söngparið var tekið í danstíma hjá Skotum og Færeyingum og þcn mér það ólíkt skemmtilegri fitubrennsla en „er- óbikk“! Kem ég þessari hugmynd hér með á framfæri við stjómendur leikfimistöðva. Hápunktur næturinnar var þó þegar „Klakksvíkurgengið", eins og við vorum farin að kalla okkur, gekk út á klett og horföi á sólarupprásina og söng „We’ll be singing klip-klapp- Klakksvík when we come“ (lag: Det var Brændevin i flasken) og hét þvi að hittast fljótlega á ný. Er óskandi að Vísnavinum takist að standa við það heit. Anna Pálína Árnadóttir er varaformaður Vísnavina. Eftir tónleika gafst jafnan tlmi til aö syngja og spila dálftiö saman, eins og þeir Andy, Hanus og Owen gera hér. Anna Pálina og Aðalsteinn Ásberg voru fulltrúar Islands. Föstudagur 9. ágúst 1991 —NYTT HELGARBLAÐ —SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.