Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 17
Rikkrokk á morgun Hið árlega Rikkrokk fer fram á morgun. Þá munu tólf hljóm- sveitir spila við félagsmiðstöðina í Fellahelli, Norðurfelli 17-19. Klukkan 14:00 hefst bama- og fjölskylduskemmtun, en fyrsta hljómsveitin stígur á stokk kl. 17:00. Það er poppsveitin Synir Ra- spútíns úr Kópavogi. Kl. 17:25 spilar Tolstoy, rokksveit sem segist vera einhvers staðar á milli R.E.M. og The Smiths. Sláturrokksveitin Rotþróin frá Húsavík rekur upp gól kl. 17:50. Nú ermikið fjörí rokklífi á Húsavík og gaman að fulltrúar bæjarins skuli spila á Rikkrokkinu. Fast á hæla Rotþróarinnar koma Bleeding Volcano, sem spila kl. 18.15. Sú sveit sérhæfir sig í miðju- vigtar þungarokki. Þungarokkið heldur áfram með dauðasveitinni Sororicide sem leikur frá kl. 18:40. Sveitin kemur frisk til leiks eftir að hafa haldið uppi bindindisstuði á Galtalæk síðustu helgi. Bootlegs spila frá kl. 19:05, þungarokk sem aldrei bregst. Riþ- matríóið Bless leikur ffá kl. 19:30. Fulltrúar messurokksins, HAM, leika krossfestingarpopp ffá kl. 20:10. HAM luku nýlega upptök- um á nokkrum lögum með hljóm- fræðingnum Roli Mosiman. Þessar upptökur verða því miður ekki HAM á Rikkrokki 1 fyrra, gefnar út fyrr en á næsta ári, og þá sem hluti „sándtrakksins“ úr „Sód- óma Reykjavík“, nýjustu mynd Oskars Jónassonar. Kl. 20:50 viðra Vinir Dóra blús af alkunnri snilld. Diskurinn „Blue Ice“ ætti þegar að vera kominn í safh allra íslenskra blúsara. Ekki hefur heyrst mikið í Gildrunni á árinu, en kl. 21.35 hefja þeir upp raust sína. Sígilt sveita- rokk sem ekki klikkar. GCD, Bubbi, Rúnar og félagar slá væntanlega ekki af kl. 22:20, þegar þeir taka svið Fellahellis í gíslingu og rokka fyrir lýðinn. Gleðikombóið Júpiters á svo lokasprettinn, kl. 23.05 spila þeir sitt góðlátlega jive og samba útí nóttina, eða til kl. 23.45, þegar áætlað er að herligheitin endi. Rúmliggjandi fólk fær notið dagskrárinnar, því tónleikamir vera sendir út á Rás 2 ffá kl. 19:30- 24:00. Fyrri hluta tónleikanna verður skotið inn í eyður í dag- skránni. Allir aðrir ættu því að drifa sig upp í Fellahelli og sjá stærstu Rokkhátíð sumarsins í borginni með eigin augum. P.S->kk-plakatið er af Bií4^^\.oinunds að syngja með lappanum, og ég hef ekki hug- mynd um hvað hún er að gera á því. Húnaver '91 Gerð var tilraun til að ná hápunkti íslensks tónlistarsumars síð- ustu helgi, á Húnavershátíðinni hinni miklu. Það tókst, en glæsi- bragurinn hefði verið enn meiri ef gestir hefðu verið svo sem eins og tvö, þrjú þúsund fleiri. Um fjömtíu sveitir léku fyrir gesti. Hljómurinn var óaðfmnan- legur, ljósasjó og reykmaskínur gerðu aðstöðuna sambærilega við það besta erlendis. Gestir vom að- allega á aldrinum um og undir tví- tugt, og um þrjú þúsund þegar best lét. Ekki bar á að neinum leiddist- ölvun var almenn, eins og á flest- um öðmm samkomum helgarinn- ar; menn gengu um með glampa í augunum og sumir drógu á eftir sér tjöldin oig kölluðu: komdu héma hvutti minn. Hljómsveitimar Sálin, Sólin, Todmobile og Stuðmenn vom aðal uppistaða veislunnar og stóðu sig vel. Sú saga gekk um svæðið að tónleikar Stuðmanna á sunnudag- inn yrðu þeirra allra síðustu, en Jakob Magnússon bar söguna til baka og sagði enga ástæðu til að lýsa yfir formlegu andláti sveitar- innar. Samstarfið væri byggt á ár- tuga löngum vinskap, og alltaf mætti spila saman aftur, þó engin áform væm um það eins og er. Hvað um það; Stuðmenn vom hálf stirðir í fyrstu, en spilagleðin ógurleg, enda menn líklega orðnir langsoltnir 1 að rokka. Haldið var hljómsveitareinvígi og úr undanúrslitunum á laugar- daginn komust átta sveitir áfram af tuttugu og einni. Þetta vom sveitimar Rotþróin, In Memori- um, Alvilda, Guði gleymdir, Ber að ofan, 911, Hugrakka brauðrist- in og Helgi og hljóðfæraleikaram- ir. A sunnudaginn kepptu þessar sveitir til úrlita og komust þrjár áffam: In Memorium, speed-metal sveit sem eitthvað er tengd hljóm- sveitinni Bootlegs, og poppsveit- imar Ber að ofan og Helgi og hljóðfæraleikaramir. Það skýrist á næstu vikum, á öldum ljósvakans, hver þessara sveita sigrar í einvíg- inu og fer á Köbenhagen-popp- mótið í september. Það er furðulegt hvað Húna- vers- hátíðimar verða alltaf fyrir miklu andsteymi í Qölmiðlum. Gott dæmi em fyrirsagnir Morg- unblaðsins sl. þriðjudag. Blaðið segir um Vestmannaeyjahátíðina: „Mikil stemmning var 1 rigning- unni á þjóðhátíð". Húnavershátíð- in fær aftur á móti einkunnina: „Meiri fikniefnaneysla en á fyrri hátíðum". Neikvæðu hliðamar virðast alltaf vera dregnar fram þegar fjallað er um Húnaver. Það er eins og lifandi rokktónlist sé púki sem verði að kvaða niður, og núna hlakkar eflaust 1 mörgum yfir slakri mætingu á hátíðina. Ég vona bara að aðstandendur tónleikanna bíti á jaxlinn, því það er nauðsynlegt að hér verði gmnd- völlur fyrir að halda rokkhátíðir á borð við Húnavers- hátíðina. Til hamingju með frábært rokkmót! Södd sveltur sólin á Á meðan tjaldbúðir á Húna- veri hituðu sig upp um síðustu helgi slöppuðu poppararnir af á Varmahlíð. Sumir gistu á hótelinu en aðrir á býlinu Lauftúni, sem rekið er af ferðaþjónustu bænda. Þar átti Helgarvagg stefnumót við Síðan skein sól. Ætlunin var að spjalla um nýju plötuna þeirra „Klikkað". Áður en af spjallinu gat orðið var þó hámað í sig kjötmeti sem Stefán Hilmarsson grillaði af alúð. Nokk- uð vom menn daprir yfir slakri mætingu, en létu það þó ekki draga sig alveg niður og tóku léttan boltaleik eftir grillið. Síðan skein sól í heiði og Helgi Bjömsson og Eyjólfur Jóhannesson gítarleikari tylltu sér í grasið. - Hvað á það að þýða að vera að gefa út plötu nú um mitt sum- ar? „Ætlunin var að halda gamla standardinum,“ segir Helgi, „að gefa út tvö lög á sumarsafnplötu og albúm fyrir jól. Þetta vatt alltaf upp á sig. Við áttum fínar tónlei- kaupptökur og ætluðum að gera tólftommu, en enduðum svo með því að gera heila plötu, fimm ný jög og fimm gömul. Gömlu lögin vom tekin upp á tónleikum á Ak- ureyri. Við settum smá svita og brennivín í þau og útkoman er fln. Við emm líka ánægðir með nýju lögin. Þau era tenging út í þá átt sem við emm að fara tónlistar- lega.“ - Hvað erþá framundan? „Við emm bókaðir fram í októ- ber. Þá ætlum við að stoppa, skipta um gír og hlaða batteriin, æfa og skapa.“ „Málið er að við höfum ekkert æft í mörg ár,“ tekur Eyjó við af Helga. „Við höfum spilað stíft og keyrslan á okkur verið alveg rosa- leg síðustu fjögur árin. Við höfum lent í keðju sem erfitt var að losna úr, nema við gerðum eitthvað rót- tækt.“ „Við emm búnir að ná öllum markmiðunum sem við settum í byijun," segir Helgi, „svo saddir getum við byrjað að svelta á ný. Við höfum hugsað um markaðinn nánast eingöngu, og kannski ekki alltaf gert það sem við vildum gera sjálfir. Vonandi verður hægt að bú- ast við öðmvísi efni frá okkur 1 framtíðinni, þ.e.a.s. ef við fáum að ÍShIíí Slðan skein sól ( Varmahlið, Jakob var fjarri góðu gamni. Mynd: Pétur Þóröarson. HELGARVAGG GunnarL Hjálmarsson Vagg- tíðindi Forvitnileg hljómsveit, Leiksvið Fáránleikans, spilar á Púlsinum á sunnudagskvöldið. Meðlimimir eiga allir sameigin- legt að vera sprottnir upp úr pönkinu, þó tónlistin sé ekkert pönk. Sem áhrifavalda var bent á af handahófi: the Dead Kenne- dys, Birthday party og D.A.F. Hljómsveitina skipa Harry bassaleikari, Alfreð trommari, Sigurbjöm gítarleikari og Jó- hann söngvari. Jóhann var á sín- um tíma söngvari með hljóm- sveitinni Vonbrigði... Vinir Dóra blúsa á Púlsinum í kvöld og annað kvöld. Sveitina skipa nú, auk Dóra, Ásgeir Ósk- arsson, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson og Andr- ea Gylfadóttir. Á 2 Vinum spilar hljómsveitin Góðkunningjar lögreglunnar alla helgina... David Bowie og félagar í Tin Machine gefa út nýja plötu 2. september. Nýja platan heitir því frumlega nafni „Tin Mac- hine 2“. Smáskífa kemur út á mánudaginn og heitir „You bel- ong in Rock'N Roll“. Hljóm- sveitin er um þessar mundir að æfa fýrir tónleikaferðina sem hefst í Englandi í október. EMI endurútgefur plötur Bowies, „Low“, „Heroes“ og „Lodger“ þann 27. ágúst að viðbættum aukalögum... Rokksveitin Jane's Addic- tion er að hætta. Síðustu tón- leikar hennar verða síðar í ágúst í Seattle. Drengimir segjast hafa farið eins langt og þeir vilja og vilja ekki verða „aðrir Rolling Stones". Jane's Addiction er um þessar mundir aðal númerið í mikilli tónleikareisu um þver og endilöng Bandaríkin. Þeir kalla tónleikarununa „Lollapalooza" og líkja henni við sirkus. Hug- myndina fengu þeir eftir að hafa séð Reeding-hátíðina í fyrra. Aðrar hljómsveitir á rununni era Siouxssie and the Banshees, Li- ving colour, Nine inch nail, Butthole Surfers, Ice-T og Henry Rollins. Lollapalooza- ferða Reading-hátíðin hefúr ver- ið mjög vinsæl og jafnvel ógnað tónleikaferðalagi Guns N'Roses í vinsældum. Þegar upp verður staðið er talið víst að um hálf miljón manna hafi séð hátíð- ina... spila frjálst og gleyma skyldum markaðarins." - Hvernig hafa árin fjögur gef- ið af sér? Drengimir velta spumingunni fyrir sér, en svo segir Helgi: „Kyn- ferðislega emm við fúllnægðir og fjárhagslega sjálfstæðir. Það hefúr skapast þægilegur hringur, við fá- um fé fyrir að spila...kannski verð- ur erfitt að losna úr þessum hring.“ - Eru einhver plön i gangi um að koma Sólinni á loftytra? „Jú, en það er engar meirihátt- ar væntingar í gangi. Við ætlum að taka nokkur gigg 1 London í haust, en aðallega til að prófa eitthvað nýtt, flippa aðeins erlendis.“ - Hvemig var að spila i Húna- veri i gær (fostudag)? „Það var dúndur gaman,“ sam- þykkja Helgi og Eyjó, „gott fólk. Við emm óánægðir með mæting- una, en þetta er þó staðfesting á að það er til rokkhlustendaskari á landinu. Annars er verslunar- mannahelgin orðin meiriháttar grýla á þjóðarsálinni. Það era vakt- ir upp gamlir sukkdraugar nokkr- um dögum áður. Þetta hefúr alltaf verið svona, en aldrei verra en núna.“ Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.