Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 12
Hermann Pálsson
Rýnt í foman kveðskap II
estu útgáfu
V ö 1 u s p á r
sem enn er til
gerði Jón
Helgason á
sínum tíma;
mér er ekki
kunnugt hve-
nær hún birt-
ist fyrst, en eintak mitt er ljósrituð
endurprentun frá árinu 1962. Eng-
um skyidi koma á óvart að Völu-
spá ffá hendi hans beri aföllum út-
gáfum öðrum: hann þekkti íslensk
handrit allra manna best, var ljöl-
fróður um fom vísindi og skap-
andi skáld sjálfúr, enda bar hann
gleggra skyn en flestir aðrir á eðli
þeirra kvæða sem ort voru í norðri
að fomu. Jón lagði texta svokall-
aðrar Konungsbókar Sæmundar-
Eddu til grundvallar, eins og sjálf-
sagt þykir, en með því að sá texti
er engan veginn gallalaus þá hirð-
ir Jón einstaka leshætti úr öðmm
handritum og auðkennir þá að
hætti fróðra manna. Með slíku
móti getur lesandi áttað sig til hlít-
ar á orðbragði Konungsbókar og
notið þó um leið þeirrar þekking-
ar og birtu sem stafar frá Hauks-
bók og Snorra- Eddu. Lesandi þarf
helst að lesa Völuspá í Ijósi allra
[æirra fomrita, í bundnu máli og
ausu, sem glæða skilning á kvæð-
inu. Sérstakur fengur er að Gylf-
aginningu Snorra Sturlusonar,
enda eru skýringar hans á kvæðinu
enn í fullu gildi.
Völuspá er eitthvert göfug-
asta kvæði sem ort hefur
verið á íslenska tungu, en
enginn skyldi reyna að lesa nana í
flýti; margir snjoar hafa fallið síð-
an hún var fýrst kveðin; í henni er
meira færst í fang en í margri
skræðu; og auk þess mun hún hafa
verið myrk frá upphafi. Völuspá
var ekki einungis ort af miklu
skáldi heldur mun hún hafa eink-
um hafa verið ætluð skáldum, og
þarf því engan að undra hve vel
peim kom saman Völuspá og Jóni
Helgasyni.
Þótt ýmsir myrkir staðir séu í
kvæðinu, þá hefur það að
geyma býsna margar setn-
ingar sem em bæði einfaldar og
Ijúfar, og meginhlutinn af orða-
forðanum er enn að alþýðu skapi.
Sögninni að koma bregður býsna
oft fyrir, og völvan beitir yfirleitt
algengum sögnum um sjálfa sig:
eg man, veit (vissi), sé (sá). Sögn-
in að muna er notuð í upphafi
kvæðis þegar völvan er ao rifja
upp það sem verið hefir, en hinar
sagnimar tvær, þegar nokkuð er
liðið af kvæðinu. Nú er það eðli-
legt að sögnin að sjá gegni mikil-
vægu hlutverki í kvæði sem felur
í ser spár: framtíðin blasir við
sjónum hennar, svo að sér fyrir
hvað síðar verður. Hitt er ekki síð-
ur athygli vert að sögnin að vita
merkti upphaflega að „sjá“, og sú
er raunar merkingin í latínu (vi-
dere) og öðmm fjarskyldum tung-
um. Notkun sagnarinnar að sjá í
Völuspá kann að vera eitt þeirra
atriða í kvæðinu sem benda til
ævafomra hugmynda.
II
Sköpun
Allt frá því að völvan biður
sér kurteislega hljóðs uns
hún lýkur máli sínu með
því að kynna brotthvarf sitt í
þriðju persónu. „Nú mun hún
sökkvast“, heldur hún sér trúlega
við efnið, rekur örlög heims frá
því úr grárri fomeskju Ginnunga-
gaps allar götur fram yfir Ragnar-
rök til nýrrar jarðar þar sem „böls
mun alls batna“. Saga jarðar er séð
í einni svipan. Völvan er bæði
langsýn og langminnug, jafn
skyggn á það sem var og nitt sem
verður. „Sá hún vítt og um vítt/
níu heima sem hún minnist löngu
síðar. Heldur dguft og tómlegt hef-
ur verið hjá Ymi gamla: hvorki
sandur né sær né svalar unnir,
hvorki jörð né upphiminn og
hvergi gras að sjá. En svo hefst
sköpunarsagan. Þótt stiklað sé á
stóm, þá bregður fyrir fúrðu skýr-
um myndum. Þeir Oðinn og bræð-
ur hans, yppa jörðu úr hafi og
skapa mæran Miðgarð, og grámi
jötunheims þokar fyrir ferskum
litum: „Sól skein sunnan á salar
steina, þá var gmnd gróin grænum
lauki.“ Þó er enn ekki allt með
felldu: Himintunglin vom ekki
enn farin að átta sig á ætlunarverk-
um sínum, og því tylltu ginnheil-
ög goð sér á rökstóla sína að kippa
hlutunum í lag. Þau létu sól, tungl
og stjömur deila dægmm og jafn-
vel ámm, gáfu nöfn nóttu og degi,
morgni og kveldi. Sólkerfið lýtur
nú þeim aga og þeirri skipan sem
löngum hefúr vakið lotninu og að-
dáun með hugsandi fólki hvar sem
vera skal á hnettinum. Fyrr á öld-
Heimdallur blæs ( Gjallarhom en í þvl heyrist um veröld alla.
Myndin er úr Eddu- handriti sem Jakob Sigurðsson bóndi I Skálanesi við
Vopnafjörð skrifaði og myndskreytti á átjándu öld.
veröld hveija.“ Þau fomu spjöll
sem völvan man fremst varða
fmmstæða veröld löngu áður en
heimur okkar verður til. Fátt er vit-
að um þá jötna sem fóstmðu völv-
una unga og allt er á huldu um þá
um þóttu stjömufróðir menn
fremstir öllum í vísindum, enda
náði traust þekking á þessu sviði
langt inn í framlíðina og varð ekkj
hmndið með neinum rökum. [I
Rauðúlfs þætti kveðst Sigurður
kunna þá íþrótt „að vita allan gang
himintunglanria þeirra er eg sé, og
kenna stundir þær er merkja dæg-
ur, svo að eg megi vita lengd um
dag og nótt, þó að eg sjái eigi him-
intungl, og veit eg þó grein allra
stunda bæði dag og nótt.“]
Nú gera æsir nlé á sköpunar-
sögunni; þeir hittast á Iða-
velli, hátimbra þar hörg og
hof, fara að smíða sér tangir og tól,
skapa sér auð, enda skorti þá ekki
gull, og tefldu teitir í túni,
uns þrjár komu
þursa meyjar
ámáttkar mjög
úr jötunheimum.
Snorri hefur ákveðnar hug-
myndir um þennan sprett í
fomum spjöílum völvunnar.
Hann telur að Iðavöllur standi í
miðjum Asgarði. „Var það hið
fyrsta þeirra verk að gera hof það
er sæti þeirra tólf (þ.e. Ása) standi
í, önnur en hásætið það er Alfoð-
ur á: það hús er best gert á jörðu og
mest: allt er það utan og innan svo
sem gull eitt; í þeim stað kalla
menn Glaðsheim. Annan sal gerðu
þeir; það er hörgur er gyðjumar
áttu og var hann allfagur; það hús
kalla menn Vingólf. Þar næst
gerðu þeir hamar og töng og steðja
og þaðan af öll tól önnur. Og því
næst smíðuðu þeir málm og stein
og tré, og svo gnóglega þann
málm er gull heitir að öll búsgögn
og öll reiðigögn höfðu þeir úr
gulli, og er sú öld kölluð gullald-
ur, áður en spilltist af tilkvámu
kvinnanna: þær komu úr Jötun-
læimum.
Iþróunarsögu heimsins renna
jámöld og gullöld hér saman,
en hvergi bólar á steinöld nema
Í>á helst njá jötnum og öðmm
mrsum, enda hafa slíkir karlar
öngum átt bágt með að sætta sig
við þróun og nýja tækni. Gullöld
ása lýkur með því að þijár frum-
stæðar kellur koma á vettvang, en
hitt er öllum dauðlegum mönnum
hulið hverjar þær vom og hvemig
þeim tókst að binda endi á þessa
gullöld. Þó er hugsaniegt að þær
hafi verið ekki einungis forvemr
heldur einnig andstæður annarra
þriggja meyja, sem nefndar em
síðar í Völuspá og vom göfúgri að
eðii og uppruna: nomimar Urður,
Verðandi og Skuld. Sennilegt má
þykja að afskipti þursameyja hafi
leitt til þess sem næst gerist í sköp-
unarsögu.
Nú fara ginnheilög goð enn á
stúfana og setjast a rökstóla
sína: eina malið á dagskrá
er sköpun dverga. Snorri segir að
dvergamir hefðu „skipast fyrst og
tekið kviknun í holai Ymis og
vom þá maðkar, en af atkvæði
goðanna urðu þeir vitandi mann-
vits og höfrðu manns líki og búa
þó í jörðum og steinum." Nú er
þess vert að geta að dvergar vom
miklir smiðir úr gulli og jámi,
enda virðast þeir hafa verið skap-
aðir í því skyni að annast þær
smíðar sem æsir stunduðu sjalfir
áður en gullöld lauk. Fommenn
töldu jörðina kvika, og með því að
dvergar búa í henni munu þeir
hafa verið gæddir meira jarðar-
magni en aðrar vemr. Svo mikill
máttur fýlgdi dvergum að nöfn
þeirra ein bjuggu yfir miklum
krafti, enda hefur Völuspá langt
dvergatal, kyngi magnaða skrá
sem væri efni í heila bók, ef öllum
skyldum fróðleik, væri haldið til
haga, enda segir um langniðjatal
Lofars:
Það mun œ uppi
upp
meðan öld lifir.
Þegar dvergaþætti lýkur þykir
völvunni tími kominn til að
segja frá sköpun mannsins.
Þrír öflugir og ástugir æsir fundu
þau Ask og Emblu (að öllum lík-
um heiti á tijám) örlöglaus (þ.e.
líflaus): þau skorti önd, anda,
blóð, litaraft og rödd, en þrem
ásum, þeim Oðni, Hæni og Lóður,
verður ekki skotaskuld að ráða bót
á slíku.
III
Örlög og aldurtregi
Nú minnist völvan á helgasta
tré veraldar, askinn
Yggdrasill, sem er ausinn
hvítaauri, en „þaðan koma dögg-
var þær er í dala falla,“ og stendur
sígrænn yfir urðarbmnni, en ein-
mitt þaðan komu nomimar þijár:
þœr lög lögðu
þær lífkuru
alda börnum,
örlög seggja.
Maðurinn er því örlögum
háður ffá upphafi og brátt
kemur að ryrstu orrnstu í
heimi, Gullveig týnir lífinu, en
þótt hún hafi oft verið brennd á
báli þá Iifir hún enn, og má það til
sanns vegar færa að áhugi manns
á gullinu sé gersamlega ódrepandi.
Völvunni þykir mál til komið að
kynna sig fýrir áheyröndum:
Heiði hana hét
hvar er til húsa kom
völu vel spáa.
Nafnið Heiður merkir „hina
björtu“ og minnir það á
heiðskíra sjón hennar aftur
til frumbemsku hennar sjálffar og
fram um ókomna tíð tii heims-
enda. Hvergi ber skugga á skyggni
hennar, en á hinn bóginn em aðrir
þættir í fari hennar helsti myrkvir:
nún var mögnuð seiðkona. Heiður
12.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. ágúst 1991