Þjóðviljinn - 13.12.1991, Qupperneq 2
Teygt og to g a ð
Þeir eru siálfsagt
gó&ir í ab klappa
kettinum
Hverertu?
Sigurður Rúnar Magnús-
son, aðaltrúnaðarmaður
Dagsbrúnar í Sundahöfn.
I hvaða stjörnumerki
ertu?
Eg er hrútur.
Hvað erfólkflest?
Mjög gott.
Hvað er verst i fari
fólks?
Óáreiðanleiki.
En best?
Hjálpsemi og umburðar-
lyndi.
Ergaman i verkfalli?
Það er ekki gaman að
þurfa að beijast um afkomu
sína.
Ræður verkafólk of litlu i
þjóðfélaginu?
Hið almenna verkafólk
gerir það. Forysta þess ræð-
ur kannski miklu, en er of
oft í litlum tengslum við
hinn vinnandi mann.
Hvemig líkar þér við at-
vinnurekendur?
Persónulega eru þetta
margir ágætis menn og eru
sjálfsagt góðir við bömin sín
og að klappa kettinum.
Ertu með nóg bensin á
bilnum?
Já, ég keyri lítið og bíll-
inn eyðir litlu.
Ottastu um ástkæra yl-
hýra málið?
Já, mjög.
Ertu myrkfælinn?
Já.
Hefur þú séð draug?
Ef undan er skilið kvik-
indi sem ég sá einu sinni í
Hólsdal, sem er afdalur af
Fnjóskadal. I þokunni var
þetta annarlegasta skepna
sem ég hafði séð, en þegar
betur var að gáð reyndist
hún vera hrútur.
Værir þú ekki þú, hver
vildirþú vera?
Hann afi minn.
Hefur þú hugleitt að
breyta lifi þínu algjörlega?
Það geri ég á hveijum
degi.
Hvað er það pinlegasta
sem fyrir þig hefur komið?
Þegar ég átti ekki fyrir
leigubíl, sem ég tók einu
sinni.
Ertu með einhverja
dellu?
Ég safna gömlum bílum.
Attu þér uppáhalds flik?
Stóru úlpunum mína.
Ertu dagdreyminn?
Já.
Skipta peningar máli?
Auðvitað skipta þeir
máli, ég á alla vega aldrei
nóg af þeim.
Hvað skiptir mestu máli i
lifinu?
Konan mín og bömin.
Hvar vildir þú helst búa?
Norður i Fnjóskadal.
Hvað er fullkomin ham-
ingja?
Að sjá bömin sín vaxa úr
grasi heilbrigð, og finna það
í lífinu sem maður hefur
helst óskað.
Hvaða galla áttu auð-
veldast með að umbera?
Ég get umborið alla galla
fólks, svo framarlega sem
manneskjan er góð.
Hver er eftirlœtis sögu-
hetjan?
Skarphéðinn Njálsson.
En eftirlœtis persóna
sögunnar?
Jesús Kristur kemur
mest upp í huga mér.
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera?
Að sitja undir stýri á Bu-
ick Roadmaster, árgerð 1955
og hlusta á Presley í útvarp-
inu.
Bak við fána Dagsbrúnar dylst Sigurður Rúnar trúnaðarmaður. Mynd: Jim Smart.
Hver eru persónuein-
kenni þín?
Ég er fljótfær, ör og ráð-
ríkur.
Hver er þinn helsti galli?
Að leyfa fólki að komast
upp með allan andskotann í
kringum mig.
Uppáhaldsliturinn þinn?
Rauður.
Áttuþér uppáhaldsnafn?
Já, mitt eigið.
Hvaða persónu sögunn-
arfyrirlitur þú mest?
Mörð Valgarðsson.
Hvemig vildir þú helst
deyja?
Fljótt.
Hvernig liður þér núna?
Ágætlega.
Áttu þér mottó í lífinu?
Að komast af.
Ertu trúaður?
Já.
Þorvaldur Kristjánsson gaf nýlega út Ijóðabókina Við enda sléttunnar.
Mynd: Kristinn.
d a g
S k ú m u r
13. desember
er föstudagur.
Lúcíumessa.
Magnúsmessa hin
síðari.
247. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykja-
vik kl. 11.12 - sólarlag
kl. 15.32.
Viðburðir
Jón Þorláksson á Bæg-
isá fæddur 1744.
Fiórtán ára
aodáandi Rimbaud
Yngsti höfundur í bóka-
flóðinu er sennilega Þorvald-
ur Kristjánsson, nemandi í
Hlíðaskóla. Hann gefúr út
ljóðabók sem hann kaljar
„Við enda sléttunnar“. Ut-
gáfu sína kallar hann Listhús.
Þorvaldur kvaðst yrkja
um hlutskipti mannanna al-
mennt, stundum um ástina,
en það er þó ekki mikið um
hana í þessari bók, sagði Þor-
valdur.
Ljóðabókina sagðist Þor-
valdur gefa út af því að hann
hefði gaman af því, en sagð-
ist hins vegar ekkert um það
vita hvort áhugi sinn á ljóð-
um væri óvenjulegur. Hann
var spurður að því sérstak-
lega hvort það væri ekki satt
sem allir segðu að unglingar
hcfðu eingöngu áhuga á dæg-
urlögum og kvikmyndum og
svaraði stutt og laggott að
hann hefði ekki kynnt sér
það.
Uppáhaldsljóðskáldið
mitt er Rimbaud, sagði Þor-
valdur. (Arthur Rimbaud,
1854-1891, hafði mikil áhrif
á súrrealista og byltingar-
skáld á sínum tíma.) Rim-
baud hcfur Þorval^lur lesið í
þýðingum Jóns Oskars og
segir að þau ljóð séu töff og
mikill kraftur í þeim. Hann
sagðist vona að sín ljóð væru
lík ljóðum Rimbaud.
Þorvaldur les mikið, að-
allega þýðingar á erlendum
fagurbókmenntum. Þær
finnst honum betri en þær ís-
lensku sem hafa engan áhuga
vakið hjá honum. Ekki sagð-
ist hann eiginlega vita hvers
vegna hann hefði byijað á
þessu, en 12 ára las hann sög-
una af Sívagó lækni, eftir
Pastemak, í þýðingu Geirs
Kristjánssonar, og heillaðist
líka af þeim höfundi.
Ekki sagðist Þorvaldur
hafa nein tækifæri til að sinna
erlendum góðbókmenntum í
skólanum. Sú vinna fer öll
fram utan skólatíma.
Skáldið las góðfúslega
eitt kvæði fyrir blaðamann í
símann og er vonandi rétt
með farið:
Skím
Fólkið sajhaðist i hnapp
i rigningunni
yfir ginandi gröf.
Grátur og ekki
og siðasta setning
sálumessunnar
út úr eggi sinu
óútspningið yndi var
hér grátið
og óreynd móðurást
féll sem tárajlaumur
niður stilk blómsins.
Mosavaxttir veggir kirkjunnar
mergsugu allt líf
sem teygði anga sína
í átt til sólu
og skildi aðeins jolvan eftir og
fólblátt blóm
dó við hvitan vegg.
Sú sorg verður ekki numin
með sjáöldrum sjónaukanna.
Aðeins hjartað skilur
tungumál sálarinnar.
Fótspor hestsins,
draumur um geisla sólarinnar
á tœni vatni.
Gulur, rauður
og grœnn veggur,
múr. sem verður ekki brotinn.
Visar klukkunnar hreyfast
og kraftur hugans
fœr ekki við því spomað,
að sólin tekur
það, sem hún gaf,
með uppgufun sjávar.
Hnotuskógur í rigningu,
obláta bráðnar á tungubroddi,
skírn er numin,
enni grátandi barns
er vætt i vigðu vatni.
Vort líf er ekki virði
túskildings,
er hinstu stundu er náð.
Sólin vermir bak krypplingsins,
er hann tilbiður
heilagan anda yftr hafið.
Andlit hans verður aldrei
greypt í ásjónu helgimyndar,
en sál háns vex
sem vafningsvíður
inni upprisuná:
Sú tónlist sem Þorvaldur
hlustar á er aðallega jass og
„Doors“. Með titli ljóðsins,
„Skím“, sagðist hann frekar
vera að vísa til aukinnar þekk-
ingar, eins konar „manndóms-
vígslu" en hefðbundinnar
skímar. Hann er enginn Níhi-
Iisti þó að nútíminn sé andlaus,
og stefnir að því að gefa bráð-
lega út aðra bók.
-kj
NÝTT HELGARBLAÐ
2 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER1991