Þjóðviljinn - 13.12.1991, Page 15
F r é t t i r
Jöfnunargjaldið
í hálft ár enn
Til stóð að jöfnunargjald yrði
aflagt á árinu 1992, en nú hefur
ríkisstjórnin horfið frá því.
Margoft hefur verið sagt að auka
þyrfti tekjur ríkisins um 900-
1000 miljónir vegna þess að þetta
stæði til. Nú verður hinsvegar
þrjú prósent jöfnunargjald inn-
heimt fyrstu sex mánuði ársins
og á það að gefa ríkissjóði 3S0
miljón króna tekjur, en þetta
jöfnunargjald á innfluttar iðnað-
arvörur hefur á undanförnum
misserum lækkað úr flmm pró-
sentum í þrjú. Lagt hefur verið
fram á Alþingi frumvarp þessa
efnis.
Þá ætlar ríkisstjómin að skatt-
leggja opinbera íjárfestingarsjóði
til jafns við banka og sparisjóði.
Frumvarp um þetta hefiir verið lagt
ffam og í greinargerð er sagt að
meginmarkmið ffumvarpsins sé að
jafna samkeppnisaðstöðu lána-
stofnana þar sem misræmi sé í
skattlagningunni. Bankar og spari-
sjóðir hafa greitt tekju- og eigna-
skatt síðan 1982 og einnig veð-
deildir bankanna síðan 1988.
Um er að ræða að skattskylda
Orkusjóð, Hafhabótasjóð, Ferða-
málasjóð, Fiskveiðasjóð, Stofn-
lánadeild landbúnaðarins, Iðnlána-
sjóð, Iðnþróunarsjóð og Lánasjóð
sveitarfélaga svo nokkrir séu
nefndir.
Hinsvegar sleppa samkvæmt
fmmvarpinu hinir, í sumum tilvik-
um, fallvöltu sjóðir hins opinbera
við að greiða skatt í ríkiskassann.
Hér má nefna
Framkvæmdasjóð Islands, Rík-
isábyrgðarsjóð, Byggðasjóð, Bygg-
ingarsjóð ríkisins, Byggingarsjóð
verkamanna og Framkvæmdasjóði
fatlaðra og aldraðra. Auk þess
gilda þessi lög ekki um Lánasjóð
íslenskra námsmanna. Þessi fjár-
öflun ríkisins á að skila 150 miljón
krónum í ríkiskassann á næsta ári.
-gpm
Jóhanna
ó undanhaldi
Tillögur þær sem ríkis-
stjórnin kynnti um tilflutning
verkefna i málefnum fatlaðra
frá ríkinu til sveitarfélaga
verða ekki einsog þær hafa
verið kynntar. Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra
upplýsti þetta við aðra umræðu
fjárlagafrumvarpsins. Hún
neitaði að uppiýsa að hvaða til-
iögum væri verið að vinna í
stað þessara.
Einsog kom fram í Þjóðvilj-
anum í gær stóð til að færa verk-
efiii i málefnum fatlaðra til sveit-
arfélaga uppá 353 miljónir króna.
Þetta hefur verið gagnrýnt harka-
lega af hagsmunaaðilum. Tillög-
umar komu frá ríkisstjóminni að
loknum næturfúndi að morgni
mánudags og vom kynntar í fjár-
laganefnd þingsins i vikunni.
Ekki hefúr komið fram tillaga á
þingskjali, en það var boðað að
svo yrði gert við þriðju umræðu.
Jóhanna var að svara gagn-
rýni stjómarandstöðunnar og sér-
staklega gagnrýni Svavars Gests-
sonar, Abl. Svavar sagði þetta þá
ljótustu hugmynd sem heyrst
hefði varðandi niðurskurð ríki-
stjómarinnar og væri þar þó af
mörgu ljótu að taka. Hann skor-
aði á Jóhönnu að draga tillögum-
ar til baka, enda væm þær brot á
lögum. Svavar nefndi til bæði lög
um verkaskiptingu sveitarfélaga
og lög um málefni fatlaðra í þvi
sambandi. Svavar gagnrýndi til-
lögumar harkalega á þeirri for-
sendu að sveitarfélögin hefðu
hvorki fjárhagslegt bolmagn né
faglegt til að ráða við þessi verk-
efni. Hann sagði að alls ætti að
spara um 400 miljónir á málefn-
um fatlaðra með þessum tillögum
og öðrum sem fælu í sér að öll
verkefni yrðu flutt til sveitarfé-
laganna utan sólarhringsstofnanir
og sambýli.
Jóhanna var næst í pontu og
má segja að hún hafi orðið við
áskoruninni um að draga tillög-
umar til baka. Jóhanna talaði af
miklum tilfmningahita og gagn-
rýndi Svavar fyrir að hafa ekki
stutt sig nægilega dyggilega í
síðustu ríkistjóm og fyrir að nafa
velt kostnaði af lagasetningum
um grunnskóla og leikskóla yfir
á sveitarfélögin. Hún margtók
fram að tillögumar um flutning
verkefna yfir á sveitarfélögin
væm ekki með breytingartillög-
um meirihluta í fjárlaganefndar
við þessa aðra umræðu fjárlaga-
frumvarpsins. Hún sagði að lík-
legasta niðurstaðan í þessu máli
vrði önnur en sú sem þingmenn
hefðu verið að gagnrýna í undan-
fömum ræðum. Hún sagði að það
væri verið að skoða alla þætti
tiessa máls og að það yrðu lík-
ega engar breytingar á verka-
skiptingunni.
Þessu undu þingmenn stjóm-
arandstöðunnar illa. Töldu það
ófært í miðri umræðu að boða
breyttar tillögur sem ekki væm
þó kynntar. Hjörleifúr Guttorms-
son, Abl., fagnaði því að sam-
viska félagsmálaráðherra væri
farin að mmska, en kraföist þess
að fá upplýst um hinar nýju nug-
myndir, enda væri spuming á
hverja ríkistjómin ætlaði að
leggjast næst. Verða það ef til
aldraðir? spurði Hjörleifúr. Jón
Kristjánsson, Frfl., fagnaði und-
anhaldi ráðherrans, einsog hann
orðaði það. Svavar sagði ljóst að
allar forsendur umræðunnar væm
orðnar aðrar en bara einni
klukkustund áður og vonaðist
hann til að spilaborg nkisstjópm-
arinnar héldi áfram að hrynja á
þennan hátt þótt hann tæki fram,
að hann treysti því alls ekki að
Jóhanna heföi algerlega snúðið
baki við þessum ófæm hugmynd-
um.
-gpm
Lögreglan var kvödd til þegar verkfallsverðir Dagsbrúnar læstu og hindruðu aðgang að bensindælu i Kópavogi. Frá
vinstri eru: Valdimar Jónsson yftrlögregluþjónn, Sigurður Bessason, starfsmaður Dagsbrúnar, og Halldór Björnsson,
varaformaður Dagsbrúnar. Mynd: Jim Smart.
Löggan kvödd til vegna
verkfallsaögeröa
Tveir lögreglubílar renndu
upp að biðskýlinu við Kópavogs-
braut 115 í gær vegna verkfalls-
aðgerða Dagsbrúnar. Sá sem þar
rekur bensínsölu hafði þrisvar
klippt í sundur lása sem verk-
fallsverðir höfðu komið fyrir á
bensíndælu. Þegar Dagsbrúnar-
menn stilltu sér upp við dæluna
og hindruðu aðgang að henni,
kallaði bensínsalin.. til lögregl-
unnar og kærði viðkomandi
verkfallsverði.
Þetta er í fyrsta skipti sem lög-
regla er kölluð til vegna yfirstand-
andi skyndiverkfalla Dagsbrúnar.
Halldór Bjömsson, varafor-
maður Dagsbrúnar, sagði eftir
skýrslutöku lögreglunnar að sjálf-
sagt yrði hann kallaður fyrir dóm-
ara vegna þessa. Það skipti hins
vegar engu máli, því fyrir öllu væri
að koma í veg fyrir bensínsölu á
félagssvæði Dagsbrúnar.
Olafúr Karl, verslunareigandi
og rekandi einnar bensíndælu,
sagðist ekki vera neinn verkfalls-
brjótur.
- Það er enginn Dagsbrúnar-
maður í vinnu hjá mér og hefúr
aldrei verið. Einu rökin sem þeir
hafa íyrir því að ég loki, em að ég
eigi að beijast fyrir kjörum bensín-
afgreiðslumanna. Hingað til hafa
atvinnurekendur ekki barist fyrir
kjömm verkafólks, sagði Olafúr.
Aðspurður um hvort hann
myndi kæra þennan atburð, sagði
hann að orð Guðmundar J. Guð-
mundssonar væm engin lög.
- Þessir menn koma hingað í
algjöm heimildarleysi og læsa
bensíndælunni. Þegar ég neita að
lúta þeirra aðgerðum vama þeir
viðskiptavinum biðskýlisins að-
gang að því. Eg sá þvi ekki annað
ráð en að kæra mennina, sem að
mínu mati em að brjóta lög, sagði
Ólafúr.
Sigurður Bessason, starfsmaður
Dagsbrúnar, var á vettvangi. Hann
sagði að Dagsbrún heföi samið við
rekendur nokkurra bensínstöðva
um að selja ekki bensín meðan á
verkfallinu stæði. Þeir heföu hins
vegar gefið þá yfirlýsingu að ef
einn færi að selja bensín, myndu
þeir gera það einnig.
- Þessi aðgerð skiptir því höf-
uðmáli fyrir okkur. Fyrir verslunar-
eigandann skiptir það litlu máli
hvort hann selur bensín eða ekki
þessa þrjá daga sem um ræðir.
Hann sagði að þrátt fyrír öll
rök væri vonlaust að semja við
manninn. - Við höfum þrisvar
sinnum sett lás á dæluna og hann
hefúr jafnóðum klippt þá i sundur.
Verkfallsverðir munu því verða
héma meðan á þarf að halda, sagði
Sigurður.
Valdimar Jónsson, yfirlög-
regluþjónn í Kópavogi, sagði að
lögreglan skipti sér aldrei af vinnu-
deilum, nema ef til handalögmáls
kæmi. - í þessu tilfelli var einungis
um skýrslutöku að ræða. Með því
staðfestir Iögreglan aðstæður á
vettvangi, ef aðilar vilja fara í mál
seinna meir, sagði Valdimar.
Síðdegis í gær náðust sættir
milli Dagsbrúnarmanna og Ólafs
Karls um að hann myndi ekki selja
bensín meðan verkfallið stæði. Við
það hurfú verkfallsverðir á braut.
________________________
Jólasöfnunin
gekk vel
Hátt í fjórar miljónir króna
söfnuðust í jólasöfnun Mæðra-
styrksnefndar, Hjálpræðishersins,
Rauða krossins og Rásar 2 í gær
og er þá ekki meðtalið það fé sem
var lagt beint inn á reikninga við-
komandi félaga. Einnig barst mik-
ið af gjöfum, fatnaði og matvæl-
um.
Því sem safnaðist verður deilt
út af samtökunum þremur til
þeirra sem þurfa aðstoð fyrir jólin.
Aðilum ber saman um að vaxandi
örf sé fyrir slíka aðstoð. Þótt
essu söfnunarátaki með þátttöku
Rásar 2 sé lokið, munu samtökin
halda áfram að safna fyrir bág-
stadda og verður hægt að leggja
beint inn á reikninga þeirra. -ag
Atvinnubílar
bera lúxustolla
Hækkun aðflutningsgjalda á
einkabifreiðum bitnar verst á þeim
sem vegna vinnu eða búsetu þurfa
á öflugri bifreiðum að halda.
Leigubifreiðar munu hækka meira
í verði en venjulegar einkabifreið-
ar, sérstaklega hækka þó díselbflar
þar sem þeir bera hærri aðflutn-
ingsgjöld. Bandalag íslenskra
leigubifreiðastjóra, Félag íslenskra
bifreiðaeigenda og Bflgreinasam-
bandið hafa mótmæit þessum að-
gerðum ríkisstjórnarinnar.
,Á sama tíma og verið er að
boða skattahækkun á bifreiðaeigend-
ur þá er fyrirhugað að draga úr vega-
ffamkvæmdum með ffestun ffam-
kvæmda við Vestfjarðagöngin," seg-
ir í tilkynningu ffá FÍB. Þeirri rök-
semd stjómvalda að þessi aðgerð
leggist þyngst á þá sem kaupa stærri
bíla er vísað á bug af FÍB. Bent er á
að ástand vega og dreifbýli landsins
geri stærri aldrifsbíla nauðsynlega
sem samgöngutæki fyrir marga
landsmenn. Einnig þurfa margir á
slíkum bílum að halda vegna vinnu
sinnar. Leigubiffeiðar bera hærri að-
flutningsgjöld í dag en venjulegar
einkabifreiðar og í tilkynningu ffá
bandalagi leigubiffeiðastjóra kemur
ffam að aðgerðir stjómarinnar valdi
því að leigubiffeiðar muni hækka
enn meira í verði. „Er það óskiljan-
legt að það skuli vera stefna stjóm-
valda að leigubiffeiðastjórar skulu
þurfa að sæta því að greiða lúxus-
tolla af sínum atvinnutækjum," segir
í tilkynningu ffá leigubiffeiðastjór-
um. Þeir lýsa einnig furðu sinni á því
að díselbifreiðar skuli bera hærri að-
flutningsgjöld en bensínbifreiðar.
Bílgreinasambandið mótmælir
fyrirhuguðum hækkunum harðlega
og lætur í ljósi efasemdir um að
þessar aðgerðir hafi tilætluð áhrif,
enda oft verið reyndar áður með litl-
um árangri. í tilkynningu Bílgreina-
sambandsins er bent á að innflutn-
ingur biffeiða hafi dregist mjög sam-
an og líklegt að hækkun aðflutnings-
gjalda valdi enn ffekari samdrætti.
Sambandið telur vandséð hvemig
stjómvöld ætla að tryggja að hækk-
unin skili sér i auknum tekjum til rik-
issjóðs. -ag
Skemmtileg og fróðleg bók
ÆSKAN
Með alþýðlegum og glettnum hætti segir Vilhjálmur Hjálmarsson
frá samferðamönnum, sér og slnum og fjölbreyttri sýslan sem al-
þingismaður, ráðherra, kennari, blaðamaður, ritstjóri, bókavörð-
ur, oddviti, vegarruðslumaður, rithöfundur og bóndi.
Hann hefur gegnt formennsku í útvarpsráði og skólaráði hús-
mæðraskóla og átt sæti f fjölda annarra nefnda og ráða. Auk þess
hefur hann annast fermingarundirbúning bama og unnið að stldar-
söltun, fiskaðgerð og jarðvinnslu.
Þá er hann eftirsóttur ræðumaður, ekki sist ef vænst er gaman-
yrða. Hátt f hundrað Ijósmynda skreyta skemmtilega frásögn
Vilhjálms.
„Hann er sagður bóndi“ er skemmtileg bók !
NÝTT HELGARBLAÐ
15 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991