Þjóðviljinn - 13.12.1991, Side 17

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Side 17
L e i k h ú s Helgarrúnturinn Rætt um hamingjuna í jólastressinu Rannsóknastofa í sið- fræði stendur fyrir mál- þingi um hamingjuna á morgun kl. 13 í Háskóla- bíói, nánar tiltekið í sal 4. Málþing þetta er hugsað fyrir almenning en þar verða meðal annars rædd- ar hugmyndir kristninnar, goðafræðinnar og heim- spekinnar um hamingj- una. Dagskrá þingsins er sem hér segir: Kl. 13 ræðir Vilhjálm- ur Amason, dósent í heimspeki, um listina að lifa, foma speki um ham- ingjuna. kl. 13.40heldurl>órir Kr. Þórðarson, prófessor í guðfræði, erindi um lífs- haminguna. Eftir kaffihlé kl. 14.25 er komið að Jóni Bjömssyni, félagsmála- stjóra á Akureyri, að tala um hamingjuhugtakið og tilbrigði þess. Kl. 15 ræðir Eyjólfur Kjalar Emilsson, dósent í heimspeki, um hamingju og rétlæti í riki Platons, og þá er aftur stutt kaffi- hlé. Kl. 15.40 heldurséra Ólöf Ólafsdóttir, prestur í Skjóli, erindi sem hún nefnir Líf i fullri gnægð. Síðastur stígur Páll Skúla- son, prófessor í heim- speki, í pontu og heldur tölu um hamingjuna sem fúllnægingu, gleði, far- sæld og gæfu. Að því loknu verður þinginu slit- ið. Aðgangseyrir er kr. 500 og er allt áhugafólk um hamingjuna velkom- ið. Jólauppókomur ó Laugavegi Todmobile Risajólarokk Kórar skemmta fólki sem öslar Laugaveginn í leit að gjöfúm á morgun og surmudag. Skemmtunin byijar á laugardag kl. 13 og mætir þá kór Æfmgadeildar Kennaraháskólans. Þegar sá fagri söngur hættir hefúr ffést að Stúf- ur mæti á svæðið og verði hann með ærsl og læti ásamt bræðrum sín- um um stund. Skólakór Garðabæjar hrekur síðan sveinka á brott,_____ Kvöld- lokkur ó jólaföstu Laugardaginn 14. desember kl. 17 hefjast 10. árlegu jólatónleikar Blásarakvintetts Reykja- víkur, sem hlotið hafa nafnið „Kvöldlokkur á jólafþstu", í Kristkirkju . A tónleikunum verður flutt stærsta og metnaðar- fyllsta blásaraserenaða Mozarts sem er í B-dúr og leikin af þrettán blásurum. Daginn eftir verða fleiri kórar á ferð og jóla- sveinar dreifa gjöfum til góðra bama. Verslanir eru opnar á morgun ffá kl. 10 til 18 og á sunnudag ffá kl. 13 til 18. Vivaldi- hótíö í Askirkju Sunnudaginn 15. des- ember heldur Kammer- sveit Reykjavíkur sína árlegu jólatónleika í Ás- kirkju og hefjast þeir klukkan 17. Efnisskrá tónleikanna verður helguð tónskáld- inu Antonio Vivaldi, en á þessu ári eru liðin 250 ár ffá fæðingu hans. Auk Kammersveitarinnar kom ffam á tónleikunum einleikaramir Auður Hafsteinsdóttir, Camilla Söderberg, Rut Ingólfs- dóttir, Bryndís Pálsdóttir, Unnur María Ingólfsdótt- ir og Inga Rós Ingólfs- dóttir. Rokkdeild Félags ís- lenskra hljóðfæraleikara gengst fyrir tónleikum í Hinu húsinu (Þórskaffi) sunnudaginn 15. desem- ber. Húsið verður opnað klukkan 18, en tónleik- amir hefjast klukkan 19. Á þessum tónleikum koma ffam flestar þekkt- ustu hljómsveitir landsins og kynna efhi af nýút- komnum hljómplötum sínum. Þær em: Sálin hans Jóns míns, Todmo- bile, Geiri Sæm, Ný Dönsk, Eldfuglinn pg söngvaramir EgiII Olafs- son og Bubbi Morthens. Þrjú dansverk, Tóm eftir Guðbjörgu Amardóttur, tum on, tum off eftir Sharmilu Mukeiji og Nóvember eflir Lilju lvarsdóttur, verða sýnd í Kramhúsinu á mánudagskvöld kl. 20.30. Dansari í sýningunni, auk höfundanna þriggja, er Marta Rúnarsdóttir. Foreldrar floga- veíkra LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, gangast fyrir stofnun for- eldradeildar nk. þriðjudag. Markmið deildarinnar verður ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við flogaveik böm og aðstandendur þeirra. Á fundinum á þriðju- dag mun Pétur Lúðvíksson bamalæknir flytja erindi um flogaveiki hjá bömum. Foreldrar og ættingjar flogaveikra bama eru ein- dregið hvattir til að mæta á stofnfundinn, sem verður haldinn kl. 20 í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 2, ann- arri hæð. Lúsíuhátíð í Norræna húsinu Jólasveinn kemur í heimsókn með sælgæti í poka og dansað verður kringum jólatréð í Nor- ræna húsinu í kvöld. Þar verður þá haldin hin ár- lega Lúsíuhátíð og munu Lúsía og þemur hennar syngja íslensk og sænsk jólalög ásamt kór Kárs- nesskóla undir stjóm Þómnnar Bjömsdóttur. í kaffistofu Norræna hússins verða hefð- bundnir Lúsíukettir og piparkökur á boðstólum. Jól í Hlaó- varpanum Á mogun, laugardag, verður milið um að vera í Hlaðvarpanum. Nemendur Söngskólans syngja kl. 1.30 og aflur kl 16.00, Grýla flengir óþekktaranga kl 15.00 og hljómsveitir hússins leika; Jarþrúður kl. 16.30 en „Hver þekkir þær?“ kl 15.30. Einnig lesa höfundar nokkurra bóka úr verkum sínum á milli atriða og Margo Renner blæs gler yfir gasloga, gestum og gangandi til fróðleiks og skemmtunar. Grí’la kerlingin heilsar upp á gesti Hlaðvarpans Fenrisúlfur gengur laus Leikbrúðuland Bannað að hlæja! eftir Hallveigu Thorlacius Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Tónlist: Eyþór Arnalds Leikendur: Bára L. Magn- úsdóttir, Bryndis Gunn- arsdóttir, Erna Guðmars- dóttir, Hallveig Thorlaci- us, Helga Arnalds Raddir: Anna S. Einars- dóttir, Bára L. Magnús- dóttir, Margrét Ólafsdótt- ir, Þórhallur Sigurðsson Brúðugerð: Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guð- marsdóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Arnalds Leikbrúðuland frum- sýndi siðastliðinn sunnudag nýtt verk eftir Hallveigu Thorlacius, eins konar sköp- unarsögu frá nútímasjónar- miði - eða öllu heldur foma norræna sköpunar- og þró- unarsögu túlkaða með hlið- sjón af atburðum líðandi stundar. Hallveig leitar fanga í Snorra- Eddu og Völuspá og út frá þeim gmnni er leikur- inn byggður, skapanomimar þrjár em kynntar, Askur og Embla, og Loki Laufeyjar- son, og upp úr því kjami málsins: Fenrisúlfur, sem nærist á öllu því msli og drasli, sem mennimir láta frá sér fara, eflist af því og stækkar og er mikið hrifinn af sólinni. Sýningin Bannað að hlæja! fer hægt af stað. Hún hefst á sköpun jarðar og síð- an er stiklað á stóm, uns kemur að því, að Fenrisúlfur verður vandamál og er þá sýningin um það bil hálfn- uð, enda efnið viðamikið. Þó virðist kynning þessi helst byggð á þeim forsend- um að menn þekki þessa sögu og geti því munað samhengið þó látið sé nægja að rifja upp einstaka þætti hennar - suma þeirra í óljósum tilgangi. Við annan tón kveður í seinni hlutan- um, þá vofa Ragnarök yfir, það er horfíð frá fomri norrænni trú til ævintýris og áhorfendur beðnir að leggja leikpersónum lið. Það má því segja að fyrri hluti verksins sé miðaður við fullorðna, eða þá sem hafa forsendur til að þekkja þann gmnn sem byggt er á, en seinni hlutinn til þeirra sem yngri em og kannski til- kippilegir til að leggja sitt af mörkum til að bjarga per- sónum leiksins úr vondum málum. Nú er vissulega ekki nema gott eitt um það að segja að brúðuleikhússýning miðist við bæði böm og fullorðna þó í sitt hvomm hlutanum sé, og minni þannig á að brúðuleikhús er ekki síður list ætluð fúll- orðnum en bömum. Eins má benda á gildi þess að vekja áhuga bama á norrænum menningararfí og gefa um leið foreldrum þeirra eða uppalendum tækifæri til að uppfræða þau þegar og ef þau fara að leita skýringa á samhengi sýningarinnar. En þetta jafnvægisleysi hlut- fallanna í byggingu verksins væri engu að síður alvarleg brotalöm ef sýningin væri ekki eins falleg og vel unnin og raun ber vitni, og þrátt fyrir allt i góðu samræmi við sjálfa sig. Bannað að hlæja! er fyrst og fremst myndrænt verk og sem slíkt myndar það heild. Leikstjóri hefur unnið gott verk við að sam- eina ólíka þætti sýningar- innar, listilegar leikbrúður og góð notkun ljósa og skuggamynda gera leikinn að sannkallaðri veislu fyrir augað, kryddaðri með ljúf- um tónlistamndirleik. Það væri annars að æra óstöðug- an að ætla sér að telja upp eintaka framlög þátttakenda og aðstandenda sýningar- innar, það gera margir margt í þessum leik, ekki síst á bak við tjöldin og er visað til upplýsinga við upphaf þessa pistils því til sönnunar. Hér verður auðvitað ekki upplýst hvers vegna það er bannað að hlæja, en kannski óhætt að segja frá því, að Loki Laufeyjarson er stjama leiksins. Eins má benda á að túlkun Leik- brúðulands á spádómi völ- unnar er sett fram af hugar- flugi, verkviti og kunnáttu og er þar að auki allrar at- hygli verð - það skyldi þó ekki vera að það hafi verið þetta sem hún átti við sú gamla? Hörpuleikur Einleikur á hörpu í himna- ríki eftir Sjón Einleikari: Harpa Arnardóttir Harpa Arnardóttir lék einleik fyrir gesti í Kram- húsinu síðastliðið sunnu- dagskvöld, rétt rúmlega hálftíma verk í Ijómm stutt- um þáttum við texta eftir Sjón. Textinn er einhvers stað- ar á mörkum ljóðs og leik- verks og á örlög sín og ekki síst leikhústilvem algerlega undir túlkun leikkonunnar, sem að þessu sinni hafði kunnáttu til að nýta sér möguleika hans til fullnustu. Harpa Amardóttir túlkaði á skömmum tíma fjölda ólíkra hlutverka á sannfærandi hátt, allt frá ellihrumri kerl- ingu til bams í draumi og hélt athygli áhorfenda óskiptri allt frá upphafi til enda. Leikur Hörpu var yfir- leitt góður og persónusköp- un hennar skemmtileg. Leiktjöld eða sviðsmynd var engin, nema tjöld sem huldu spcglana í leikfimisal Kram- hússins og harmónikkuleik- arann ágæta, sem ekki lét nafns síns getið. Tveir gallar vom þó á þessari sýningu og er sá fyrri að ekki mun standa til að leika leikinn aftur. Sá síðari var aðbúnaður meiri hluta áhorfenda, þó það sé sjálfsagt hægt að láta fara sæmilega um sig á þessum bekkjum í hálftíma eða svo ef ekki stendur til að horfa á annað en bakið á þeim fyrir framan. Lilja Gunnarsdóttir skrifar NYTT HELGARBLAÐ 17 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.