Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 1
Forsíðuleiðari
Horft til framtíðar
f dag eru tímamót í sögu vinstri hreyf-
ingarinnar, með því að Þjóðviljinn kemur út
í síðasta sinn. Sem vonlegt er bregður vel-
unnurum blaðsins í brún. Svo lengi hefur
tekist að halda úti blaðinu að margir voru
famir að reikna með að alltaf tækist að
leysa úr flárhagserfiðleikum augnabliksins.
Langvarandi hallarekstur hefur nú leitt til
þess að ekki verður lengra haldið. Reynd-
ar hafa verið allar færar leiðir til að bæta
stöðu blaðsins og þó þær aðgerðir hafi
skilað miklum árangri f rekstri hefur það
ekki dugaðtil.
Þeir eru vissulega til sem fagna þess-
um tímamótum og láta sig um leið litlu
varða þótt með Þjóðviljanum hverfi mikil-
vægur vitnisburður um fijálsa fjölmiðlun og
skoðanaskipti í landinu. Vandi Þjóðviljans
er ekki bundinn við hann einan, lítil blöð
eiga víða mjög erfitt uppdráttar, svo undar-
lega sem það kann að hljóma þegar þess
er gætt að fjölskrúðug blaðaútgáfa er sjálf-
ur homsteinn lýðræðis og fijálsra skoð-
anaskipta í þjóðfélagi nútímans. Menn
verða þó að horfast í augu við þá stað-
reynd að um leið og blöð þjóna þessum til-
gangi eru þau markaðsvara sem lesendur
kaupa eða hafna eftir því hvemig þeim lík-
ar við blaðið. Þannig munu blöð framtíðar-
innar verða að reiða sig á eigin styrk og
áhuga lesenda til að lifa af, því ekkert
bendir til þess að innan tíðar fáist skilning-
ur á nauðsyn þess að styrkja blaðaútgáfu
myndariega eins og gert er í grannlöndun-
um.
Líklegt er að á næstu mánuðum verði
miklar breytingar á íslenskum blaðamark-
aði og bendir margt til þess að Morgun-
blaðið og DV geti fyrr en varir orðið alls-
ráðandi. Vinstrimenn hafa eðlilega áhyggj-
ur af þessari þróun, en áhyggjurnar eru
ekki bundnar við þá eina. Fjölmargir aðilar,
sem rætt hefur verið við vegna undirbún-
ings að stofnun nýs blaðs, hafa látið í Ijós
sömu skoðanir. Jafnframt benda kannanir
til að meðal þjóðarinnar sé mikill áhugi á
nýju dagblaði sem gæti á myndugan hátt
verið mótvægi við veldi Morgunblaðsins
og DV. Því virðist Ijóst að skilyrðin til varan-
legra breytinga á fjölmiðlamarkaði séu góð
um þessar mundir. Við sjáum auðvitað eftir
Þjóðviljanum og hefðum kosið að geta eflt
hann og aukið útbreiðslu hans á komandi
árum, en þegar þess gefst ekki kostur ber
aðstandendum blaðsins að kanna aðra
möguleika sem þjóna þeim tilgangi að
verja málfrelsið og tiyggja að þjóðin eigi
greiðan aðgang að fjölbreyttum sjónarmið-
um og upplýsingum.
Að sjálfsögðu kemur nýtt dagblað
aldrei í staðinn fyrir Þjóðviljann, enda þótt
aðstandendur hans ættu hlut í því blaði.
Það verður blað af allt öðru tagi og vænt-
anlega miklu stærra og fjölbreyttara en
Þjóðviljinn hefur nokkru sinni haft aðstöðu
til að vera.
Fari á hinn bóginn svo að ekki takist að
hleypa nýju blaði af stokkunum, í þeim
anda sem unnið hefur verið að, munu
vinstri sinnar ekki sætta sig við að verða
ofurseldir hægri blöðunum um aðgang að
lesendum. Þá ber þeim skylda til að safria
aftur liði og hefja útgáfu á blaði á sínum
vegum og það munu þeir gera.
Næstkomandi föstudag kemur út nýtt
vikublað, byggt á sérstöku samkomulagi
sem gert hefur verið við félag fjögurra
blaðamanna af Þjóðviljanum. Þessu blaði
er ætlað að byggja brú inn [ framtíðina,
með því m.a. að gefa kaupendum Þjóðvilj-
ans kost á að kaupa það í áskrift. Mikil-
vægt er að þeir bregðist vel við og tryggi
þannig að ekki verði hlé á útgáfu blaðs
sem hefur vöm velferðarkerfisins, baráttu
fyrir bættum lífskjörum og hagsmunum
þeirra sem minna mega sín f samfélaginu
að leiðarijósi.
Við þessi tímamót þakkar Þjóðviljinn
öllum þeim sem á margvíslegan hátt hafa
stuðlað að útgáfu blaðsins, fyrir mikilsvert
framlag þeirra. Síðast en ekki síst ber að
þakka lesendum, sem margir hafa verið
trúir blaðinu um marga áratugi, fyrir sam-
fylgdina.
Helgi Guðmundsson
1