Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 5
Þjóðviljinn jafnan
umdeildur - aldrei áhrifalaus
Einar Olgeirsson var fyrsti ritstjóri Þjóðviljans. Tveimur árum eftir stofnun blaðsins kom Sigfús Sigurhjartarson til starfa með Einari og voru þeir fyrstu rit-
stjórar blaösins eftir að það varð málgagn Sóslalistaflokksins.
jóðviljinn hefur komið út í rösk-
lega 55 ár, jafnan umdeiidur, en
aldrei áhrifalaus. Það er mikil
saga, í senn vitnisburður um
áræði og dugnað og síðast en ekki síst
fórnfýsi þeirra fjölmörgu sem lagt hafa
blaðinu lið í áranna rás. Þessa dagana
höfum við, sem þurfum nú að bera
ábyrgð á því að útgáfu blaðsins sé hætt,
fengið marga vitnisburði um áhyggjur
fólks yfir því að biaðið skuli hætta að
koma út. Algengasta spurningin er
þessi: Er engin leið lengur til? Aðrir
spyrja um hvað muni taka við. Við höf-
um neyðst til að svara fyrri spurning-
unni afdráttarlaust. Langvarandi halli á
rekstri blaðsins er orðinn meiri en svo
að við verði ráðið. Við seinni spurning-
unni er svarið á hinn bóginn óljósara.
Hér verður ekki fjallað um þessi efni.
Það gerir Hallur Páll Jónsson fram-
kvæmdastjóri Þjóðviljans í grein á bls.
??. En það er að ýmsu öðru að hyggja á
þessum sérkennilega degi.
Hverskonar þjóðfélag var á íslandi á því
tímabili sem Þjóðviljinn var stofnað-
ur? Seinni tíma kynslóðum veitist sem
vonlegt er erfitt að átta sig á þeim gifur-
legu breytingum sem orðið hafa á nálega
sex áratugum. Þessa mánuðina er þjóðin að
ganga í gegn um það sem gjaman er kallað
kreppa. Ríkisstjómin vinnur að því öllum
ámm að skera niður velferðarþjónustuna
og lama menntakerfið. Við okkur blasa
margvísleg vandamál sem koma verst nið-
ur á þeim sem allra síst mega við því að
taka á sig aukin útgjöld. Það hvarflar ekki
að mér að gera lítið úr þessum vandamál-
um, ennþá síður að telja það nokkra hugg-
un að ástandið hafi verið miklu verra á
þeim dögum sem Þjóðviljinn varð til. A
hinn bóginn blasir við að á fyrstu áratugum
aldarinnar var ekkert velferðarkerfi í nú-
tímaskilningi til á íslandi. Þeir allra snauð-
ustu gátu átt von á einhverjum sveitarstyrk
þegar í ýtmstu nauðir rak. Þetta var i raun-
inni ekki styrkur, því menn misstu kosn-
ingaréttinn um leið og þeir þáðu af sveit og
fengu hann ekki aftur fyrr en styrkurinn
hafði verið endurgreiddur. Fátækt fólk var
flutt nauðugt á milli byggðarlaga og til em
mörg dæmi um að sveitarstjómir reyndu að
koma í veg fyrir að fólk með ómegð, ein-
stæðar mæður eða aðrir sem hætta gat ver-
ið á að gætu ekki séð sér farborða, gætu
sest þar að.
Líkumar á því að heilu íjölskyldumar
gætu ekki séð fyrir sér á þessum ámm vom
miklar, af þeirri einföldu ástæðu að allan
íjórða áratuginn var nánast slegist um
hvert fáanlegt starf. I flestum þéttbýlis-
stöðum máttu verkamenn sæta þvi að fara
dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir
mánuð heiman að frá sér á morgnana í leit
að einhverri vinnu þann daginn. Hvort þeir
fengu eitthvað að gera var algerlega undir
hælinn lagt og má nærri geta að mörgum
manninum hefur verið gangan í leit að
vinnu þungbær.
I stuttu máli sagt: á þessum ámm var
íslenska þjóðfélagið óra vegu frá því að
búa þegnum sínum mannsæmandi kjör,
hinn gríðarlega stóri hópur fátæks fólks
naut ekki raunvemlegra mannréttinda í
skilningi nútímans.
\ Zerkalýðshreyfmgin, sem þá var að
V mestu leyti félagsskapur ófaglærðs
fólks, var að komast á legg. Frá stofnun
Alþýðusambandsins i mars 1916 til ársins
1940 var ASÍ og Alþýðuflokkurinn eitt og
hið sama og menn vom ekki gjaldgengir til
trúnaðarstarfa á vegum Alþýðusambands-
ins nema að sverja Alþýðuflokknum holl-
ustueiða. Við þessi skilyrði kom upp klofn-
ingur í samtökunum sem leiddi til þess að
mörg stéttarfélög vom beinlínis rekin úr
Alþýðusambandinu vegna þess eins að for-
ystumenn þeirra vom í öðmm stjómmála-
samtökum en Alþýðuflokknum, fyrst og
fremst í Kommúnistaflokknum sem stofn-
aður var seint á árinu 1930. Eftir því sem
leið á áratuginn hörðnuðu þessar deilur og
leiddu að lokum til þess haustið 1938 að til
varð nýr stjómmálaflokkur, Sameiningar-
flokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn. Um
leið var Kommúnistaflokkurinn lagður nið-
ur, en liðsmenn hans gengu í hinn nýja
flokk ásamt stómm hópi manna úr Alþýðu-
flokknum. Þá hafði Þjóðviljinn komið út í
tvö ár, en varð við stofnun Sósialista-
flokksins málgagn hans. Ritstjórar blaðsins
urðu Einar Olgeirsson, sem hafði ritstýrt
blaðinu frá stofnun þess haustið 1936, og
Sigfús Sigurhjartarson sem kom úr Al-
þýðuflokknum við stofnun Sósíalista-
flokksins.
Þetta voru miklir umbrotatímar og
gríðarleg pólitísk átök í þjóðfélaginu. I
þeim átökum varð Þjóðviljinn strax afar
virkur, enda áttu margir af snjöllustu penn-
um þjóðarinnar samleið með blaðinu um
árabil.
Sex árum eftir stofnun Þjóðviljans og
tæpum fjórum ámm efiir stofnun Sósí-
alistaflokksins hlaut flokkurinn 10 þing-
sæti í kosningum og átti alla sína lifdaga
meira fylgi að fagna með þjóðinni en Al-
þýðuflokkurinn sem sótti fylgi sitt að
miklu leyti til sömu þjóðfélagsstétta. Fyrir
þá sem hafa gaman af þjóðfélagsrannsókn-
um og sagnfræði getur verið fróðlegt að
velta fyrir sér hvemig á því stendur að
hreyfingin yst til vinstri varð hér á landi
sterkari en hinn hefðbundni jafnaðar-
mannaflokkur gagnstætt því sem gerðist í
grannlöndunum og auk þess miklu áhrifa-
meiri en þar gerðist. Alþýðubandalagið
hefur líka lengst af notið meira fylgis, oft
um fimmtungs þjóðarinnar. Þar að auki
hefur þessi hreyfing átt aðild að mörgum
ríkisstjómum sem skilið hafa eftir sig
djúpstæð spor í þjóðlífinu.
Hver er hlutur Þjóðviljans í þessari
sögu? Þeirri spumingu verður sjálfsagt
seint svarað til fullnustu. Hitt er aftur á
móti víst að þótt blaðið hafi alltaf verið
umdeilt meðal velunnara þess þá hefur það
jafnframt á löngum tímabilum verið sam-
einingarafl fyrir vinstri menn.
/
Aævidögum Þjóðviljans hefur orðið
lífskjarabylting á íslandi. Með faglegri
og pólitískri baráttu verkalýðshreyfingar-
innar og þeirra flokka sem henni hafa verið
nátengdastir hefur tekist að umskapa þjóð-
félagið. Þegar talað er um baráttu í þessu
sambandi þýðir það að einhverjir vom á
móti því að hér yrði komið upp félagslegu
öryggisneti, atvinnuleysistryggingum,
sjúkratryggingum og fleim í þeim dúr.
íhaldið í landinu barðist hatrammlega á
móti öllum félagslegum framfaramálum.
Ut úr breiðfylkingu atvinnurekenda og
íhalds hefur aldrei tekist að toga eina ein-
ustu lífskjarabót, nema með því að beita
því afli sem verkalýðs- og vinstri hreyfing
hefur ráðið yfir, stundum verkfollum eða
öðmm aðferðum á vegum verkalýðsfélag-
anna, i annan tíma pólitískum aðgerðum
með þátttöku í ríkisstjómum. Og af því að
það er mikil tíska um þessar mundir að
heimta afsökunarbeiðnir fyrir skoðanir sem
þessar sömu kynslóðir höfðu á alþjóðamál-
um, sósíalisma og kommúnisma, þá væri
auðvitað réttast að fara fram á afsökun frá
þeim öflum sem alla tíð hafa legið eins og
dmmbar í götu fyrir félagslegum framför-
um og bættum lifskjömm vinnandi fólks á
íslandi. Um þetta má nefna eitt umhugsun-
arvert dæmi: það þurfli margra vikna alls-
heijarverkfall vorið 1955 til að koma á at-
vinnuleysistryggingum í landinu.
Lþessum breytingum öllum hefur Þjóðvilj-
inn átt sinn þátt. Þúsundir launamanna
hafa stutt blaðið og gert vinstri hreyfing-
unni fært að halda því úti, enda þótt rekstr-
arlegur hagnaður hafi aldrei verið neinn.
Nú er komið að því að vemleikinn rekur
okkur til þess að ljúka útgáfunni, lengra
verður ekki komist. Þessu fylgja vissulega
erfiðar ákvarðanir, en allir sem hafa orðið
að taka þessar ákvarðanir, eða verið í ráð-
um um þær, hafa verið sammála um að þær
væm óhjákvæmilegar.
Enda þótt vemleikinn sé stundum öðm
vísi en maður vildi helst hafa hann þá dug-
ir ekki að leggja árar í bát þegar svo stend-
ur á. Aðstandendur Þjóðviljans hafa ekki
hugsað sér að hætta afskiptum af blaðaút-
gáfu. Eins og flestir lesendur vita hefur
verið unnið að því í nokkra mánuði að
stofna til nýs dagblaðs, þar sem þeir kæmu
saman í einu félagi sem vildu veita Morg-
unblaðinu og DV öflugt mótvægi. Þessari
vinnu er haldið áfram. A næstu vikum mun
skýrast hverju hún skilar. Þangað til gefa
Qórir blaðamenn, samkvæmt samkomulagi
við útgáfufélögin sem að Þjóðviljanum
standa, út HELGARBLAÐIÐ, sem áskrif-
endum Þjóðviljans verður sent og gefinn
kostur á að kaupa. Stjóm Þjóðviljans hvet-
ur alla áskrifendur til að kaupa þetta blað
og hvetja aðra til að gera það, enda er litið
á blaðið sem brú inn í nýja framtíð. Verði
ekki af stofnun nýs dagblaðs, eða ekki
semst um aðild Þjóðviljans að því, verða
kannaðar aðrar leiðir til áframhaldandi út-
gáfu á vegum vinstri manna.
Útgáfustjóm Þjóðviljans færir öllum
þeim mikla fjölda fólks, ekki síst starfs-
mönnum blaðsins, blaðberum, umboðs-
mönnum og öllum þeim öðmm sem hafa á
einn eða annan hátt stuðlað að útkomu
Þjóðviljans, þakkir fyrir vel unnin störf.
hágé.
Fátækt fólk var flutt nauðugt á milli
byggðarlaga og til eru mörg dæmi um að
sveitarstjórnir reyndu að koma í veg fyrir
að fólk með ómegð, einstæðar mæður eða
aðrir sem hætta gat verið á að gætu ekki
séð sér farborða, gætu sest þar að.
Þetta voru miklir umbrotatímar og
gríðarleg pólitísk átök í þjóðfélaginu.
I þeim átökum varð Þjóðviljinn strax
afar virkur, enda áttu margir af
snjöllustu pennum þjóðarinnar samleið
með blaðinu um árabil.
Síöa 5
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992