Þjóðviljinn - 31.01.1992, Side 11

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Side 11
Fátækari fj ölmiðlaflóra Rætt um fortíð og framtíð í íslenskri fjölmiðlun Það eru óneitanlega mikil tímamót þegar Þjóðviljinn Iýkur göngu sinni. Fjölmargir telja skarð fyrir skildi, aðrir láta sér fátt um finnast. Fjölmiðlaflóran breytist óumdeilanlega, þótt skoðanir séu skiptar um það hvort þær breytingar verði miklar eða litlar við brotthvarf Þjóðviljans. Hver er framtíð íslenskrar Ijölmiðlunar? Hvaða brevtingar hafa orðið á allra síðustu árum og hvaða breytinga er að vænta? Hefur Þjóðviljinn skipt máli í þjóðmálaumræðunni? Þannig má spvrja í stærra samhengi. Þessar og vmsar fleiri spurningar höfum við lagt fyrir nokkra einstaklinga sem starfa við fjölmiðlun. Það eru þau Atli Rúnar Halldórsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, Birgir Guð- mundsson, fréttastjóri á Tímanum, Gunnar Steinn Pálsson, stjórnarfor- maður Nvmælis, Helgi Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður, Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, Sig- urveig Jónsdóttir, fréttastjóri á Stöð 2, og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vtð spyrjwn fyrst að þvi hvemig islenskurjjölmiðlamarkaður hafi ver- ið aó breytast á undanjornum árum. „íslenskur fjölmiðlamarkaður hef- ur breyst geysilega mikið á undan- fómum ámm. Ef við lítum aðeins á dagblöðin fyrst þá em þau flest eld- gömul, stofnuð á ámnum 1910-1920, Þjóðviljinn nokkm yngri. Dagblöðin standa öll á gömlum merg. Arið 1985 hafði því lítið gerst annað en að Sjón- varpið bættist við um miðjan sjöunda áratuginn. Eg man hins vegar ekki eft- ir öðm en að litlu blöðin haft verið að berjast í bökkum. Á síðustu ámm, með ljósvakafrelsinu. hefúr orðið gíf- urleg breyting á öllum sviðum fjöl- miðlunar. Utvarpsstöðvar hafa fæðst og dáið, sameinast og sundrast og enginn hefur getað séð fyrir hvað gerðist. Sömuleiðis er ýmislegt í notk- un á fjölmiðlum sem maður sá ekki fyrir. Maður hefði til dæmis getað bú- ist við því að með fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvum myndi blaðalestur minnka, en það virðist ekki hafa orðið raunin. Aftur á móti dró úr áhorfí á sjónvarp með tilkomu Stöðvar 2 sam- tímis því að áhugi á íslensku efni minnkaði, en fæstir, ef nokkur, sá þá þróun fyrir," segir Sigurveig Jónsdótt- ir. Gunnar Steinn Pálsson bendir á að ffelsisvindar hafi leikið um ís- lenska fjölmiðla. Þá haft dagblöðin þurft að mæta stöðugt harðnandi sam- keppni frá ljósvakamiðlum og tímarit- um. Offramboð á fjölmiðlum hafi síð- an leitt til lélegri vinnubragða. „Fjölmiðlamarkaðurinn er að festa sig í sessi,“ segir Jónas Krist- jánsson, „þannig að eftir verða tvö fyrirtæki í hverri grein. Það er sejn sagt, í dagblaðaheiminum Morgun- blaðið og DV, í sjónvarpi er það ríkið og Stöð 2, í útvarpi er það Rás 2 og Bylgjan. Þctta eru þeir íjölmiðlar sem eru þegar fastir í sessi og það er ekki mikið sótt að þeim. Svo eru nokkrar aðrar útvarpsstöðvar. Það stafar af því að útvarpið er langódýrasta fjölmiðl- unin. Það er hægt að halda úti fjöl- breytni í útvarpi því tæknibúnaður þar er áberandi ódýrastur. Mér finnst lík- legast að þeir sem vilja bijótast inn á þennan markað muni eiga auðveldast með það í gegnum útvarp. Það er nægt pláss fyrir útvarpsrásir og það er hægt að byrja með litlum tilkostnaði einsog dæmin sanna. Hinsvegar er svo annað mál hvemig manni tekst að vinna sér sess. Það virðist nú fyrst og fremst vera gert með tónlist og ég ef- ast urn að það sé hægt að kalla það fjölmiðlun í hefðbundnum skilningi. Það er einsog að í stað þess að vera með eigin geislaspilara skrúfi menn ffá útvarpinu. Að minnsta kosti er það mjög einhæf fjölmiðlun. Niðurstaðan eftir þessar sviptingar er að það sitja eftir tveir aðilar á hveijum pósti, sex aðilar alls, þar af eru tveir sameinaðir, þannig að þetta eru íjögur fyrirtæki. Það væri eðlilegra að hugsa sér sex óháða aðila. En ég sé ekki að það verði mikil breyting á þessu á næst- unni.“ Birgir Guðmundsson segir að breytingin hafi orðið mjög veruleg á síðasta áratug. „í hnotskum felst hún í meira framboði af minna unnu efni. Þetta á ekki hvað síst við um ljósvaka- miðlana. Útsendingartími útvarps- og sjónvarpsstöðva hefur margfaldast á þessum tíma en aukningin hefur ekki orðið eins mikil í því sem lagt hefúr verið til dagskrárgerðarinnar sjálffar. F^nir vikið er sent út meira af efni en þetta efni er yfirleitt lítið unnið og oft- ast heldur lélegt. Frá því em þó vissu- lega undantekningar. Áhrifin hafa orð- ið tvenns konar. Annars vegar em fjölmiðlanotendur ekki eins gagnrýnir á fjölmiðlana og hætta einfaldlega að nota þá. Þeir segja upp blaði, skipta um rás eða hreinlega slökkva á við- tækjunum, sem ég held raunar að sé að verða sífellt algengara. Hins vegar hefur þessi þróun þrengt að möguleik- um fjölmiðlanna sjálffa því fleiri aðil- ar slást um auglýsingatekjur og at- hygli almennings, en hvomgt er ótak- mörkuð auðlind,“ segir Birgir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það liggi nokkuð ljóst fyrir hvaða breytingar hafi orðið á undanfbmum ámm. „Ljósvakaíjölmiðlun hefúr ver- ið í sókn á kostnað blaðaútgáfú sem hangir á horriminni. Að vísu hefúr heldur hægst um á ljósvakamiðlunum eftir æði fyrstu áranna en engu að síð- ur em þeir mjög plássfrekir á fjöl- miðlamarkaðnum. Þeir hafa fyllt upp í tómarúm hjá sumum fjölmiðlaneyt- endum en stækkað það rúm hjá öðr- um. Með heiðarlegum undantekning- um má segja að nú sé meira ffamboð en áður af því sama. Það ér ekki um auðugan garð að gresja hjá þeim sem vilja annars konar fjölmiðlun, þar sem ekkert er tekið sem geftð, gagnrýni á vald situr í fýrirrúmi og heiðarleg sjálfgagnrýni er ástunduð." ,JVleginbreytingin er auðvitað sú sem blasir við öllum, nýjar sjónvarps- og útvarpsstöðva'- Samhliða hafa svo stærri dagblöðin bætt stöðu sína en hin minni orðið veikari. Þar að auki hafa ný og tiltölulega öflug tímarit komið til sögunnar. Kakan sem þessir fjölmiðlar allir hafa til skiptanna hefúr á hinn bóginn ekki stækkað að sama ^ Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.