Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 18

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 18
Emil í Þjóðleikhúsi Inæstu viku verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikrit um þann góðkunna Emil í Katt- holti sem var óforbetranleg- ur prakkari og ærslabelgur, en endaði með því að verða hrepp- stjcri þegar hann varð stór. Meðal leikara eru Bessi Bjamason sem hefur gert garðinn frægan í bamaleikritum, eða hver man ekki Mikka ref. Bessi leikur pabba Emils. Margrét Pétursdóttir, sem margir þekkja úr Söngvaseið, leikur Línu vinnukonu. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir og ljórar ungar stjömur sjá um að leika þau systkinin Emil og ídu. -kj Þessi fjögur sjá um að leika Emil og ídu. Þau heita Álfrún Örnólfs- dóttir, Jóhann Ari Lárusson, Sturla Sighvatsson og Aníta Bri- em. Mynd: Jim Smart. KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500 VÁTRY6G1NG SEMBRÚAR Þar sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við og tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Kynntu þér málið. Málverk við ljóð Matt> híasar Sveinn Bjömsson listmálari opnar máiverkasýningu í Hafhar- borg á morgun. A sýningunni verða 65 málverk við ljóð Matthí- asar Johannessens, Sálmar á atóm- öld. Sveinn hefúr málað mynd við hvert ljóðanna og leitast við að túlka þær myndhverfú líkingar sem koma þar fyrir. Myndimar em unn- ar í pastel og olíupastel og allar málaðar á árinu 1990. Sveinn Bjömsson hefúr haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Ljóðaflokkur Matthíasar, Sálm- ar á atómöld, birtist fyrst í ljóða- bókinni „Fagur er dalur“ árið 1966 og var endurútgefinn á síðasta ári. -kj Sveinn Björnsson listmálari. Mynd: Jim Smart. Hinrt eini sanni seppi Stúdentaleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Hinn eini sanni seppi eftir Tom Stoppard. Guðjón Ólafsson þýddi en Jakob Bjamar Grétarsson leikstýrir í sam- vinnu við Steinunni Ólafsdóttur. Hinn eini sanni seppi er morð- gáta í stíl Agötu Christie en bland- ið gamansemi. Sýnt verður í Tjamarbæ við Tjamargötu og sýningar heíjast kl. 21.00. Leiksýningin tekur rúman klukkutíma. - kj ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 18

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.