Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 19
_______________ÞIÓPWJTON_____
Þetta var indælt stríð
Eg kom fyrst til starfa á Þjóð-
viljanum haustið 1981, þá
óreyndur í blaðamennsku.
Þetta var í ritstjómartíð þeirra
Kjartans Ólafssonar, Einars Karls
Haraldssonar og Ama Bergmanns.
Ekki man ég nákvæmlega hvað fyr-
ir mér vakti, nema hvað ég bað um
að fá að skrifa um erlend málefni án
þess að hafa til þess aðrar forsendur
en brennandi áhuga. Það leið heldur
ekki á löngu áður en mér varð að
þessari ósk minni og Ami Berg-
mann vísaði mér í homherbergið í
Síðumúlanum, þar sem ég fékk rit-
vél og stafla af erlendum blöðum og
átti að skila einni síðu með erlend-
um fréttaskýringum á dag. Þjóðvilj-
inn hafði engan aðgang að dagleg-
um fféttaskeytum á þessum tíma, og
reyndi ekki að fylgja daglegum
fVéttaþræði, en lagði þeim mun
meiri áherslu á að skýra baksvið
heimsviðburðanna. Efnið sem ég
hafði úr að moða vom nokkur nor-
ræn, engilsaxnesk og þýsk dagblöð
og fféttatímarit. „Það er betra að
vera stuttorður og skrifa 2-3 ffétta-
skýringar á síðuna og hafa þetta
blöndu af harðri pólitík og mjúkum
málum,“ sagði Ami, og bætti svo
við: „Ef þú heldur þetta út í tvo
mánuði þá getur þú kannski orðið
að blaðamanni.“
Þannig var blaðamannaskóli
Þjóðviljans. Það var ekki verið að
eyða tíma í óþarfa smámuni.
En ritstjómarfundimir hjá Kjart-
ani Ólafssyni vom okkar háskóli.
Hann var bæði eldhugi og ham-
hleypa til vinnu, og það gustaði af
honum þegar hann kom stórstígur á
ilskónum út úr homherberginu til
þess að lesa okkur pistilinn á rit-
stjómarfundum uppi á kaffistofunni.
Hann hafði yfirburðaþekkingu á
hinum ótrúlegustu sviðum, og í
rauninni finnst mér Þjóðviljinn
varla hafa haft raunvemlegan rit-
stjóra síðan hann hætti, að öðrum
ritstjómm blaðsins ólöstuðum. Það
var ekki bara að íslandssagan væri
honum í blóð borin eins og hann
hefði reynt hana alla á eigin skinni,
heldur hafði hann hagtölur mánað-
arins og hvers konar hagfræðivis-
indi á hraðbergi og lagði línumar í
hinni pólitísku dægurbaráttu þannig
að enginn átti að fara í grafgötur
með hvað væri rétt og hvað rangt.
Þar átti hann reyndar, og blaðið allt,
við ramman reip að draga, sem var
.það verkefni að veija ríkisstjóm
Gunnars Thoroddsens ffam í rauðan
dauðann. Það reyndist blaðinu og
flokknum á endanum dýrkeypt, en í
hita slagsins áttuðu menn sig ekki á
því að þar var blaðið að glata miklu
af trúverðugleik sínum og lesendum
um leið. Endirinn varð sá að Kjart-
an og Einar Karl hurfu frá blaðinu
og nýr og óreyndur maður settist í
ritstjórastólinn: Össur Skarphéðins-
son. Nú átti að losa blaðið undan
flokksvaldinu, eins og Össur orðaði
það í nýlegri kveðju sinni til blaðs-
ins. Og vissulega blésu nýir vindar
um Síðumúlann. Þeir Mörður Áma-
son og Óskar Guðmundsson fylgdu
Össuri í heilagt strið gegn flokks-
valdinu. Ég leit þetta jákvæðum
augum í fyrstu, og taldi að nú ætti
að gera blaðið að opnum vettvangi
fyrir þjóðfélagsumræðu vinstri-
manna. Það var ekki fyrr en þeir
Össur og Mörður ætluðu að banna
mér að birta viðtal við forseta Al-
þýðusambands Islands í Helgar-
blaðinu 1. maí sem ég áttaði mig
endanlega á að skilningur þeirra fé-
laga á hlutverki blaðsins var ekki sá
að opna það heldur að breyta um
einstefnu. I stað þess að gera blaðið
að raunvemlegum fjölmiðli og vett-
vangi málefnalegrar umræðu og
skoðanaskipta, átti það áffam að
vera „málgagn" í metnaðarlitlu
valdapoti. Það hlutverk sem rit-
stjóm blaðsins kaus sér á þessum
tíma í innbyrðis átökum innan
verkalýðshreyfingarinnar varð til
þess að rýra tiltrú blaðsins enn og
flýta fyrir falli þess.
Ekki batnaði ástandið eftir að
margar skeleggustu konumar í ís-
lenskri vinstrihreyfingu yfirgáfu
skipið og flykktu sér um Kvenna-
listann. Fram að þeim tíma hafði
blaðið verið helsti vettvangur hér á
landi fyrir umræðu um réttindamál
kvenna. Nú var slík umræða allt í
einu vanrækt eða litin homauga og
þar með hoggið stórt skarð í les-
endahóp blaðsins.
Við þetta má svo bæta einni
sögu: fyrir fáeinum árum, þegar
ekki gekk hnífurinn á milli þeirra
Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins i
rikisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar, bryddaði ég upp á umræðu í
Helgarblaðinu um klofninginn í ís-
lenskri vinstrihreyfingu, sem á ræt-
ur sínar að rekja allt_ til stofnunar
Kommúnistaflokks íslands sem
kunnugt er. Þar lét einn mætur fé-
lagi í ljós þá skoðun í viðtali að
stofnun Kommúnistaflokksins hefði
verið sögulegt slys. Ekki veit ég
hvort viðtalið olli enn einni upp-
sagnahrinunni, en ég fékk margar
upphringingar vegna þessa viðtals.
Meðal annars ffá dyggum og gam-
algrónum stuðningsmanni blaðsins,
sem ég taldi og tel enn persónuleg-
an vin minn. Hann vildi tilkynna
mér það í eigin persónu, að þar sem
ég hefði lagt nafh mitt við umrætt
viðtal þá væri okkar vinskap hér
með lokið.
Það má endalaust deila um hlut-
verk fjölmiðla, en dýrkeypt reynsla
hefur kennt okkur að vilji þeir
standa undir nafhi, þá eiga þeir að
vera opnir fyrir skoðanaskipti og
vettvangur lýðræðislegrar og mál-
efnalegrar umræðu. Það er ógæfa
Þjóðviljans að hafa á stundum orðið
vopn í óvandaðri valdabaráttu, þar
sem litið hefur verið á blaðið sem
málgagn þröngra hagsmunahópa, en
ekki sem raunverulegan fjölmiðil.
Hafi útgáfustjóm blaðsins ekki gert
sér grein fyrir þessu fyrr, held ég að
hún hljóti að hafa lært sína lexíu nú.
Þeir félagar í hreyfingunni og þeir
fjölmörgu lesendur, sem hvað eftir
annað hafa tjáð skoðanir sínar í hita
leiksins með því að segja upp
áskrifl að blaðinu, hljóta einnig að
hafa lært sína lexíu. Því Þjóðviljinn
hefur þrátt fyrir öll mannleg mistök
verið okkur dýrmætur skóli. Og
ekki bara það: blaðið hefur auðgað
íslenska þjóðmálaumræðu og sett
mark sitt á íslenska blaðamennsku
með þeim hætti að það skilur eftir
sig vandfyllt skarð. Með því að loka
fyrir rödd Þjóðviljans er verið að
takmarka málffelsið i landinu og
gera alla stjómmála- og menningar-
umræðu fátækari. Það hefur verið
dýrmæt reynsla að starfa á Þjóðvilj-
anum þennan áratug. Eðlileg skoð-
anaskipti og málefnaleg umræða
hafa ekki orðið til þess að spilla fyr-
ir góðum starfsanda og félagsskap á
ritstjóminni og í stormum líðandi
stundar hafa það verið dýrmæt for-
réttindi að njóta leiðsagnar og dag-
legs félagsskapar blaðamanns á
borð við Ama Bergmann, sem hefur
með vakandi gagnrýni sinni, mann-
viti og óþreytandi eljusemi átt
drýgstan þátt í að fleyta blaðinu í
gegnum brotsjói þeirrar einstefnu
og þröngsýni sem sótt hafa að úr
ólikustu áttum. Nú þegar þessi saga
er á enda vildi ég nota tækifærið og
þakka fyrir mig: lesendum blaðsins
og samstarfsmönnum. Þetta var in-
dælt stríð, og þótt saga Þjóðviljans
sé nú öll, þá trúi ég ekki að sú rödd
sem hann á sér í þjóðarsálinni sé
þögnuð. Hún mun finna sér nýjan
farveg.
Ólafur Glslason
KomiÖ við í einni glæsilegustu
þjónustumiðstöð landsins.
Opið frá kl. 8-23.30 alla daga.
Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur -
Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs
Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals
snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn.
KAUPFELAG BORGFIRÐINGA - OLIUFELAGIÐ HF.
Mannesmann Tally
ÖFLUCIR
og fjölhæfir geislaprentarar
Q Miklir stækkunarmöguleikar
Q Hægt ab fá PostScript í allar tegundir
Q Afköst allt ab 10 blöð á mínútu
Q Hljóðlátir og hagkvæmir í rekstri
Verb frá 89.000 kr m/vsk.
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933
Síða 19
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992