Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 20
ÞlÓÐ¥nj3NN
Kvalræði
að skrifa
leiðara
Það fannst Silju Aðalsteinsdóttur sem var rit-
stjóri^Þjóðviljans á árinu 1989. Hún er eina kon-
an á Islandi sem hefur verið ritstjóri dagblaðs
Aður en hún varð ritstjóri hafði hún aldrei lesið
leiðara. Að skrifa slík íyrirbæri var það eina sem
hún gat aldrei lært og það eina sem hún gat ekki
sætt sig við sem ritstjóri.
Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Þjóöviljans 1989. „Þjóðviljinn var eini vettvangurinn fyrir skoöanaskipti fólks með skoðanir."
Mynd: Jim Smart.
Silja Aðalsteinsdóttir var rit-
stjóri Þjóðviljans í sex mánuði árið
1989, út reynslutímann. Það voru
henni vonbrigði að hún skyldi ekki
halda út lengur, en hún segist ekki
telja sig hafa verið til nægilegs
gagns á blaðinu og því hafi verið
réttast að fara. Hún bendir á að rit-
stjórastarfið bijóti upp alla hrynj-
andi í fjölskyldulífi, ijölskyldan fái
einungis afgangana af ritstjóranum
þegar heim er komið. Hún telur að
karlar eigi auðveldara með að
brjóta þessa hrynjandi. Eitthvað er
það sem veldur því að konur
verma ekki, ritstjórastóla fækkandi
dagblaða á íslandi.
Lifandi starf
„Ég held nú að það eigi ekki að
draga pá ályktun af reynslu minni
að konur geti ekki verið ritstjórar
dagblaða. En þetta er erfitt starf
sem brýtur upp alla eðlilega hrynj-
andi hversaagslífsins og konur
eiga ef til vill erfiðara með það en
karlar. Ef mér hefði fundist að
framlag mitt væri ómetanlegt, eða
að það skipti mjög miklu máli,
hefði ég eflaust verið tilbúin til að
fóma mér,“ sagði Silja.
Starfið var sem sagt erfitt og
skilaði hvorki henni né blaðinu því
sem hún ætlaðist til. En það vant-
aði ekki að þetta væri skemmtilegt,
segir hún. „Það er, finnst mér, af-
skaplega lifandi að vinna á fjöl-
miðli. Það kennir fólki að vinna
hratt og framleiða texta hraðar en
nokkurt annað starf. Það var mér
alveg ómetanlegt að læra að yfir-
vinna óttann við að sjá eitthvað
eftir mig á prenti sem ég hafði ekki
látið liggja í salti lengi og látið
marga lesa yfir. Það var skelfilegt
fyrir gamlan „perfeksjónista", en
þetta var eitthvað sem maður lærði
í eitt skipti fyrir öll. Ég lærði að
vera hæfilega kærulaus og meta
hvenær ég væri að gera stórskan-
dal og hvenær einhverjar vitleysur
væru það veigalitlar að þær skiptu
ekki máli.“
Mikill lærdómur
Þetta var dýrmætur lærdómur
fyrir Silju því hún fékk góða þjálf-
un í að skrifa. Hinsvegar bendir
hún á, þar eð hún er komin út í
játningar sínar sem fyrrum ritstjóri,
að það var eitt sem hún gat aldrei
lært. ,
„Ég átti alltaf mjög erfitt með
að sknfa leiðara. Ég gat ekki séð
hvaða rétt ég hafði til að predika
eða messa yfir fólki, einsog menn
gera í leiðurum. Að taka af skarið
með eitthvað, eða boða eitthvað.
Ég gat ekki séð hver hafði gefið
mér umboð til þess ama. Leiðar-
amir voru alltaf kvalræði. Ég gat
skrifað klipp, greinar, viðtöl, frett-
ir, einsog ekkert væri, en leiðaram-
ir vom mér algjör þjáning,“ sagði
Silja.
Og þrátt fyrir allt sem hún
lærði varð aldrei auðveldara að
skrifa leiðara. Aður en hún varð
ritstjóri hafði hún aldrei lesið leið-
ara. Núna les hún ekki leiðara
nema í undantekningartilvikum og
þeir gera hana jafn tortryggna og
predikanir presta úr stólnum.
Það var annað sem kom Silju á
óvart. Fréttahungrið. Hún talar um
mennina sem einn vetrardag týnd-
ust uppi á fjöllum af tómum
glannaskap og þjóðin fylgdist með
leitinni að þeim heilan dag í ljós-
vakamiðlunum. Samkvæmur sjálf-
um sér skýrði Þjóðviljinn frá at-
burðinum í nokkrum línum, enda
fréttir gærdagsins. „Það vom ótrú-
lega margir sem hringdu reiðir yfir
því að við skyldum ekki vera með
siðu um þetta, með nákvæmri frá-
sögn, korti af leiðinni sem menn-
imir röngluðu, eftir og viðtölum
við alla aoila. Ég skildi þetta ekki.
Asamt leiðaraskrifunum skildi ég
aldrei þessa fréttasýki. Kannski var
ég svona vondur dagblaðsritstjóri
vegna þess að ég er alveg laus við
þetta fréttahungur sem svo margir
Islendingar em haldnir.
Frá því Silja flutti ung að
heiman hefur hún verið áskrifandi
að Þjóðviljanum og mun sem slík-
ur fa þetta síðasta eintak inn um
bréfalúguna. „Þjóðviljinn var í rúm
20 ár eina dagblaðið sem ég
keypti. Það var ekki fyrr en ég fór
að vinna á Þjóðviljanum sem ég
fékk önnur blöð inn á heimilið.“
Blómaskeiðið
„Fyrir mér var blómaskeið
Þjóðviljans þegar hann var eini
vettvangurinn fyrir skoðanaskipti
fólks með skoðanir í þessu landi.
Þetta er náttúrlega Iangur tími en
mér fannst hann skemmtilegastur
milli 1970 og 1980. Dagskrár-
greinamar i Þjóðviljanum vora
markvissastar pegar stór hópur
fólks skrifaði reglulega, safnaði
efni í sarpinn, og þegar út ffá þeim
greinum spunnust skemmtileg pg
jafnvel merkileg skoðanaskipti. Ég
nefni til dæmis rifrildið um gúan-
ótexta Bubba Morthens og Utan-
garðsmanna og allharkalegar deil-
ur um leikhús þar sem fjöldamarg-
ir leikarar, leikstjórar og leikhús-
stjórar brýndu kutana á síðum
Þjóðviljans. Og sjálfsagt mætti
nefna.margt fleira,“ bætti nún við.
„Ég held að Morgunblaðið hafi
byijað að drepa Þjóðviljann með
því að opna síður sínar fyrir skoð-
anaskiptum. Þá verður fljótlega
meira aðlaðandi að birta í miklu
stærra blaði sem fer inn á fleiri
heimili. Stundum reifst fólk milli
blaða. Annar aðilinn skrifaði í
Morgunblaðið og hinn í Þjóðvilj-
ann. Það er nátturlega best ef það
getur gerst. Þá sér fólk þörfina fyr-
ír andstæða miðla. En þetta hefur
einhvem veginn dáið út. Það er
mikil eftirsjá að þessu.“
Og fyrst Silja er komin út í
samanburð á blöðum getur hún
ekki látið hjá líða að lýsa því
hvemig henni hefúr alltaf fúndist
Þióðviljinn vera fallegra en önnur
blöð, betur teiknaður og prýddur
vandaðri ljósmyndum. „Þjóðvilj-
inn hefúr löngum borið gæfti til að
nýta vel starfskrafla sína. Auðvitað
hefur þetta oft þýtt ofnýtingu á
fólki sem hefúr ef til vill farið fyrir
sinn tíma vegna þess að það skrif-
aði of mikið á fáhðuðu blaði,“ seg-
ir Silja og bendir á að Þjóðviljinn
hafi verið uppeldisstöð fyrir marga
bestu fjölmiðlunga á íslandi.
Silju finnst Þjóðviljinn alla tíð
hafa staðið uppúr í menningar-
skrifúm, þótt það hafi stundum
leitt til uppsagna vegna þess að
lesendur töldu of mikið um menn-
ingu í blaðinu. „Ekki síst þegar,við
vomm þama bæði, ég og Ami
Bergmann," bætti hún við. Þetta
kom henni á óvart því hún hélt að
allir lesendur blaðsins væm einsog
hún, sólgnir í mennningarskrif.
Þá er það söknuðurinn eftir
Blaðinu okkar.
Þyngra en tárum taki
VERKSMIÐJUÚTSALA
ÁLAFOSSI í MOSFELLSBÆ Lopi - band - bómullarpeysur - ullarpeysur -
værðarvoðir - fínullarnærfot •• --jj
Opið daglega frá kl. i0.00-18.00, einnig sunnudaga.
Sendum 1 póstkröfu, sími 91-666303. |eurocard
STENDUR PU I FJARFESTINGUM?
YFIRSÝN LÁNA MARGBORGAR SIG!
Já, það er ekki ofsögum sagt þegar fjárfestingar eru í
burðarliðnum. Það að hafa heildaryfirsýn yfir öll lán,
kaupsamninga og aðrar skuldbindingar, getur skipt
sköpum á íslenskum lánsfjármarkaði.
Nú er loksins komið á markaðinn nýtt lánakerfi sem sinnir
kröfum jafnt skuldunauta sem lánadrottna. Lánakerfið
veitir heildaryfirsýn yfir öll lán, greiðslubyrði þeirra og
vexti. Einnig má gera alhliða áætlanir t.d. miðað við
fyrirhugaðar fjárfestingár.
Lánakerfið gerir m.a. eftirfarandi:
□ reiknar út lán m/vísitölu og vöxtum
□ reiknar út lán miðað við erlenda gjaldmiðla
□ sýnir greiðslubyrði lána
□ auðveldar bókhaldsfærslur lána
□ vinnur áramótauppgjör lána
□ gerir verðbótaútreikninga
□ sýnir vísitölutöflur
□ reiknar út heildaráætlanir á fjárfestingum o.fl.
Lánakerfið er hannað fyrir allar gerðir PC-tölva og nærnet
og fæst á mjög hagstæðu verði. Allar nánari upplýsingar
veittar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tölvölur hf.
Hugbúnaóu r
Tölvölur hf. • Háaleitisbraut 1
Sími 679410 • Myndriti 679430
„Mér finnst það satt að segja
þyngra en támm taki að sjá á eftir
Þjóðviljanum. Og maður spyr
hvort hægt hefði verið að koma í
veg fyrir þetta með einhveijum
ráðum. En ég held að það hefði
alltaf verið frestun — því miður.
Sérstaklega einsog aðstæðumar
em núna, með þessari ótrúlegu útt-
útnun ljósvakamiðlanna.
Þjóðviljinn breyttist, sem betur
fer, úr hörðu kjamamálgagni í víð-
ara málgagn, sem hefúr verið vel
skrifað og skemmtilegt í gegnum
tíðina. En í þessu samfélagi, þar
sem við á örfaum ámm höfum ver-
ið að fá yfir okkur æ fleiri hávaða-
fjölmiðla, fær svona rrjálgagn ekki
Erifist. Því miður. Ég sé ekki
vemig hefði verið hægt að halda
útgáfúnni áfram. Maður bara vonar
að í staðinn fyrir Þjóðviljann komi
stórt, raunvemlega sjálfstætt, víð-
sýnt, menningarlegt blað, þar sem
verða fjörug skoðanqskipti og
pláss fyrir sem flesta. An þess að
það beiti bolabrögðum til þess að
fá fólk til að kaupa blaðið og lesa
það.“
„Mér finnst alveg óbærilegt að
hugsa til þess að fá ef Jil vill ekki
að lesa greinar eftir Ama Berg-
mann áfram sem hefúr þennan
dæmalausa hæfileika til að rétta
mann af í tilvemnni. Þegar maður
heldur að allt sé sokkið í skamm-
sýni, í þröngsýni og heimsku, og
söguleysj, og mannúðarskort, þá
kemur Ámi og klappar manni á
bakið og segir, þetta er allt í lagi
Silja mín, það er ennþá til fólk sem
kann að hugsa.“
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992
Síða 20
-gpm