Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 24
Árni Bergmann-
Og hugsa á ný til ferða
'T þessum gráu dögum
A stendur það vitanlega
/-A næst þeim sem þetta
JL JLskrifar að hugsa til nær
þriggja áratuga starfs við Þjóð-
viljann og hvað blaðið gerði vel
og hvað illa. En samt er það ekki
efst í huganum, heldur sú eftir-
minnilega framsókn græðginnar
sem nú er á hvers manns vörum:
ég á vitanlega við níu hundruð
miljónirnar sem Sameinaðir
verktakar stungu í vasa sinn - til
viðbótar þeim fúlgum sem þang-
að höfðu fyrr runnið.
Þama er allt mögulegt á seyði.
Til dæmis sú fordjörfun tungumáls-
ins sem kemur fram í því að ffam-
kvæmdastjóri hermangara, Thor Ó.
Thors, kallar sinn þátt í málinu
„harmleik“. Harmleikurinn er, sem
kunnugt er, fólginn í því, að honum
tókst ekki að láta félaga sína í sukk-
inu fara hljótt með sitt framferði
með svipuðum hætti og áður. Og
siðferðisþrekið í andófinu gegn út-
borgununum frægu er ekki meira en
svo að allir hluthafamir vom sam-
mála um gjöminginn þegar til kast-
anna kom. Og Thor Ó.Thors sjálfur
ku hafa fengið átta miljónir í sinn
hlut fyrir þátttökuna i „harmlcikn-
um“ - geri aðrir leikarar betur.
Uppgjöfin algjöra
Eitt er það sem einna fyrst hrist-
ir upp í athyglinni í þessu máli, en
það er hin siðferðilega uppgjöf.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins
lætur að sönnu uppi þó nokkra
gremju yfir ffekjunni í eigendum
Sameinaðra verktaka, en gremjan
beinist aðallega að þvi að þessi
sýnikennsla í sjálfsafgreiðslu á pen-
ingum kemur á versta pólitiska
tima: þegar samningar við marg-
pínda launþega eru á döfinni og bú-
ið að leggja gífúrlega áróðursvinnu
og listilega hannaðan barlóm í að
dáleiða þá til að fara sér hægt og
sætta sig við hvað sem er. Að öðru
leyti er mjög áberandi viðleitni til
að gera sem minnst úr syndum
verktakanna. Steingrímur Her-
mannsson til dæmis, honum finnst
að það sé „út af fyrir sig ekki hægt
að gagnrýna þessa ákvörðun félags-
ins úr því lögin leyfa hana og menn
vilja fá pepingana í sínar hendur“.
Þetta er aum yfirlýsing og í raun-
inni samhljóða vesældarlegum mál-
flutningi framkvæmdastjórans,
Thors O. Thors, sem reynir sem
mest hann má að drepa málinu á
dreif með því að það sé í ætt við
erfðasyndina. Mannfólkið er bara
svona, það vill því meira sem það
hefur meira. Það sagði pabbi líka
(Ólafur Thors).
Þessi tvö dæmi eru skýrust af
þeim sem stefna í þá sömu átt og
einatt hefur verið kosin í Morgun-
blaðinu: en það blað hefur birt
frægan leiðara (um Hafskipsmálin)
sem segir að viðskipti á vorum dög-
um séu svo flókin að enginn viti
lengur hvað er rétt og hvað rangt.
Löglegt eða ólöglegt. Og sú sið-
ferðilega uppgjöf sem hér blasir við
er algjör: samkvæmt henni er ekk-
ert við „forstjóragræðgina" íslensku
að athuga, svo lengi sem hún slepp-
ur í gegnum net laganna og „menn
vilja fá peningana"!. Það stoðar lítt
að vísa til laga í þessu sambandi: al-
menningur er farinn að vita að sam-
anlögð löggjöfin er eins og sér-
hönnuð íyrir þá sem eiga eitthvað
undir sér í þessu landi til að koma
þeim undan ábyrgð og skattheimtu.
Og ef menn hlaupa sífellt á bak við
það að „svona gera allir", þá hefúr
heilt samfélag fúllkomlega gefist
upp á öllu sem siðferðilegur mæli-
kvarði heitir, allt tal um réttlæti og
jöfnuð og fleira gott verður fúll-
komin markleysa: menn lýsa í raun
og veru blessun sinni yfir strið alira
gegn öllum og andskotinn hirði þá
sem undir verða.
Einna dapurlegast er að heyra
úr predíkunarstól einhverskonar
viðvaranir um að menn megi vara
sig á öfund í garð hinna ríku. Það
voru svo sannarlega ekki orð í tíma
töluð. Og nægir i því sambandi að
minna á það, að svo sannarlega „öf-
undaði“ Jesús frá Nasaret eldci ríka
menn - en hann átti það til að segja
þeim beint til helvítis með mis-
kunnarleysi sem þætti í meira lagi
ókurteisleg á okkar geðlitlu tímum.
Hermang og samfélag
Sem fyrr segir óttast Morgun-
blaðið pólitískar afleiðingar verk-
takamálsins. Blaðið segir sem svo í
Reykjavíkurbréfi að það hafi ekki
verið til þess ætlast að amríski her-
úm væri hér til að 150-200 einstak-
lingar og fyrirtæki gætu rakað til
sín miklum einokunargróða. Má vel
rétt vera. En blaðið (og Alþýðu-
blaðið líka) viðurkennir um leið, að
gróðinn af herstðvunum hafi verið
gjald sem Amrikanar voru reiðu-
búnir til að greiða til að meiri friður
yrði um herstöðina (sem er eins og
Alþýðublaðið segir, annað orð yfir
mútur). Sannleikurinn er sá að stór
hluti Islendinga sætti sig við herinn,
ekki vegna þess að þeir færu að trúa
á hemaðamauðsyn hans, heldur
vegna þess að það var hægt að
græða á honum. Og það er líka
þessvegna sem Sameinaðir verktak-
ar hafa til þessa sloppið fúrðu vel
frá almennu ámæli. Menn hafa
hugsað sem svo (mjög margir):
Þetta eru náttúrlega bófar, en þeir
em þó ekki að ræna af okkur, held-
ur af amrískra hemum. Og það ger-
ir ekki mikið til.
En það er þessi blekking sem
slitnar þegar tíðindin um miljarðinn
skattlausa spyijast út: þetta lið sér
ekki einu sinni sóma sinn í því að
borga í sameiginlega sjóði. Óg svo
er annaÐ: menn fara í vaxandi mæli
að gera sér grein fyrir því að herm-
angsgróðinn er ekki „meinlaus“.
Hann hefúr gert höfuðpaura vallar-
verktakanna að stórveldi í íslensku
þjóðlifi yfir höfúð, leyft þeim að ná
ítökum og forráðum í nokkmm
helstu fyrirtækjum þjóðarinnar. Og
enn og afiur sannast það að eigna-
söfnun á Islandi kemur því lítið við
hvemig menn hafa staðið sig í
rekstri fyrirtækja - hún fer ekki síst
eftir því hvort menn hafa komið
fæti inn í þá gulltryggðu uppsprettu
gróðans sem verktakaklíkan var. Og
það er þess vegna sem meifa að
segja Morgunblaðið er hikandi við
að selja Búnaðarbankann - þar vita
menn sem er að ef allt fer sem horf-
ir þá mundu þeir sömu hluthafar
Sameinaðra verktaka sölsa undir sig
þann ágæta banka fyrir hálfvirði.
Og enn lifum vér
Við vorum að tala um það fyrir
skemmstu að „forstjóragræðgin“ sé
að verða eitt af stórmálum tímans.
Verktakamálið er enn ein áminning
um þetta fyrirbæri hér á landi. Það
kemur upp um leið og við erum að
kveðja hér á Þjóðviljanum. Og
minnir meðal annars á það, að hvað
sem öllu líður verður jafnan mikil
þörf fyrir málgögn sem eftir bestu
getu og rökum rísa gegn sukki,
græðgi og ranglæti eins og því sem
nú var að vikið.
Steinn Steinarr orti eitt sinn vís-
ur um sinn feril í tilverunni. Hann
lauk þeim á þá leið, að þótt flest
hefði á annan veg farið en hann
helst kaus, þá skal samt „upp hug-
ann herða og hugsa á ný til ferða".
Nokkuð góður boðskapur það.
Hann segir að vísu ekkert um það,
hvert halda skuli eða á hvaða far-
kosti. En hann minnir á þá einfold-
ustu allra staðreynda að menn eiga
alltaf kost á öðru en setjast í hnipri
við veginn og vola.
NISSAN SUNNY SLX 1.6
STÓRSKEMMTILEGUR 0G GLÆSILEGUR
Nissan Sunny SLX 1.6 16 ventla
hlaðinn aukahlutum s.s. rafdrifnum rúðum,
rafstillanlegum speglum, upphituðum sætum,
vökvastýri, samlæstum hurðum og m.fl.
Fáanlegur í ýmsum útfærslum.
Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700.
Nissan Sunny SLX 1,6, 3ja dyra.
Verð kr. 880.000 stgr.
4ra dyra stallbakur. Verð kr. 961.000 stgr.
5 dyra hlaðbakur. Verð kr. 956.000 stgr.
Ingvar
Helgason ht
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992
Síða 24