Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 13 Fréttir Utanríkis- ráðuneytið Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Slökkviliðið á Keílavíkurflugvelli brenndi til grunna tvö íbúðarhús í eigu íslendinga 25. september, að beiðni vamarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins. DV fékk þær upplýsingar hjá ráðuneytinu að bæði húsin hefðu verið ólöglega byggð og án lóðarsamninga. Ódýrasti kosturinn var að brenna þau, eigendum að kostnaðarlausu. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja fór fram á að húsin yrðu fjarlægð enda heilsuspillandi og samkomustaður fyrir ketti og rottur. Eigendum var gefmn kostur á að íjarlægja þau. Þarna var búið fyrir 26 árum. Annar eigandinn hafði farið fram á fyrir 8 áram að ríkið keypti hús hans á 500 þúsund krónur. Ríkið hafði ekki áhuga en húsið var brunatryggt þar til fyrir 2 árum. Lögreglan tók mynd- ir af húsunum áður en kveikt var í þeim. íþróttamannvirki Auglýsingar stjórnmála- flokka bannaðar Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Engar stjórnmálaauglýsingar verða leyfðar á gólfum íþróttahúsa eða veggjum íþróttahúsa í Reykja- nesbæ samkvæmt nýjum reglum íþróttaráðs um auglýsingar í íþrótta- mannvirkjum Reykjanesbæjar. Fyrir síðsustu alþingskosningar auglýstu stjórnmálaflokkarnir mjög og voru hálfu íþróttagólfin og veggir þakin andlitum frambjóðenda flokk- anna. íþróttaráð fór nú eftir samþykkt framkvæmdastjórnar íþróttasam- bands íslands frá í sumar um auglýs- ingar í íþróttamannvirkjum. Þar seg- ir í 1. grein. „Auglýsingar sem varða stjórnmál eða trúmál eða sem brjóta í bága við jafnrétti kynjanna eða al- mennt velsæmi eru ekki leyfðar." ÞjófaráÓlafsfirði Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Mikill þjófnaðarfaraldur hefur gengið yfir Ólafsíjörð síðustu vik- urnar og kveður svo rammt að ófögn- uðinum að fólk þorir varla að yfir- gefa hús sín án þess að læsa. Það er af sem áður var. Talsvert hefur borið á því að pen- ingar hafi horfið - hæsta upphæðin, sem heyrst hefur um, er 70 þúsund krónur. Lögreglan hefur fengið fjöl- mörg mál inn á borð sín en ekki hef- ur þó neinn verið handtekinn. Sagt er að þessir bífræfnu þjófar hringi í hús til að athuga hvort einhver sé heima. Afgreiðslutímar B Y K O r frá 1. október Timbursala Breiddinni I S: 515-4100 Mánudaga - fimmtudaga Föstudaga Laugardaga Verslun Breiddinni I \ S: 515-4001 J Mánudaga - föstudaga Laugardaga BYKO Hafnarfirði I \S: 555-4411 J Mánudaga - föstudaga Laugardaga BYKO Hringbraut í X S: 562-9400 J Mánudaga - föstudaga » Laugardaga 8:00-12:00/13:00-17:00 8:00-12:00/13:00-18:00 Lokað 8:00-18:00 10:00-16:00 8:00-18:00 9:00-13:00 9:00-18:00 10:00-16:00 BYKO w Viö byggjum á breiddinni ~S: 515-4000 ~ FACMENNSKA I FYRIRRÚMI FLOKKS NATTURUAFURÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.