Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Síða 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NYTT SÍMANÚMER
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995.
Verkamannasambandið:
Formlegra
viðræðna
krafist?
Talið er líklegt að framkvæmda-
stjóm Verkamannasambandsins
taki á morgun ákvörðun um að fariö
verði fram á formlegar viðræður við
Vinnumálasambandið og Vinnuveit-
endasambandið um kjarasamninga.
„Það væri ekkert óeðlilegt í fram-
haldi af því sem gerst hefur að sam-
band eins og Verkamannasambandið
fari fram á formlegar viðræður ein-
hvern tíma á næstunni. Við erum
með stórt þing í lok þessa mánaðar
og auðvitað þurfum við að vita hvar
við stöndum gagnvart atvinnurek-
endum. Ég er ekki sammála því að
þeir séu stikkfrí í þessu máli,“ segir
Björn Grétar Sveinsson formaður
Verkamannasambandsins.
Björn kveðst ítrekað hafa beðiö
opinberlega um gögn frá kjaradómi
og beðið forsætisráðherra um aðstoð
í því máli. „Það er ekkert sem segir
mér að kjaradómur taki ekki mið af
þessum almenna markaði í efri lög-
unum þar. Ég hef bara fengið
hnútukast um að það sé langt út úr
kortinu að við séum að biðja um gögn
frá þessum æruverðuga dómi. Þarna
er ekki verið að íjalla um morð,
þarna er ekki verið að fjalla um
nauðganir heldur kjör og viðmiðanir
þannig að mér fmnst að þessir júrist-
ar megi ekki líta á sig sem einhvern
hæstarétt sem starfar fyrir luktum
dyrum í einhverju ægilegu máli.
Þetta er ekki þannig mál.“
Keflavík:
Þrír teknir med
fíkniefnatól
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
Lögreglan í Reykjanesbæ stöðvaði
þrjá menn í bíl innanbæjar í Keflavík
í gærmorgun, grunaða um fíkniefna-
misferli. A tveimur mannanna fund-
ust tól til fíkniefnanotkunar og við
húsleit hjá einum þeirra kom meira
í ljós. Þar fundust fleiri tól og leifar
af fíkniefnum í sumum þeirra, auk
þess sem töflur fundust sem ekki
höfðu verið efnagreindar í gærkvöld.
Við yfirheyrslur viðurkenndu
mennirnar að hafa átt tólin og telst
málið upplýst. Tveir mannanna eru
um fertugt en einn nokkru yngri.
Allir eru þeir búsettir í Keflavík og
hafa áður komiö við sögu lögreglu
vegna fíkniefnamála, samkvæmt
heimildum DV. -bjb
íslendingar sigruðu Rúmena með eins marks mun, 24-23, í Evrópukeppni landsliða i handknattleik í Kaplakrika
í gærkvöld. Á myndinni skorar Ólafur Stefánsson eitt marka islenska liðsins. Sjá nánar um leikinn og aðrar íþrótt-
ir helgarinnar á bls. 21-28. DV-mynd ÞÖK
- reyndi að ræna mig, segir gamli maðurinn
_ „Þetta var alveg voðalegt, Ég var ur, en gamla manninum tókst að góða lýsingu á árásarmanninum
á leiðinni aö bílnum mínum og hrista árásarmanninn af sér eftir en í gærkvöldi hafði hann ekki
stoppaði til aö skoða bækur í búð- mikil átök inni í húsasundi. Gamli náðst. Árásarmaðurinn var á aldr-
arglugga. Þá kom allt í einu maður maðurinn hlaut nokkra áverka. inum 20-30 ára, með dökkt, úfið hár
aftan að mér sem öskraði „helvítið Má þar nefna blæðingu úr öðru ogalskegg.Hannvariljósumgalla-
þitt“ og lét síöan höggin dynja á hné, skurð á höfði, mar á nefí og buxum og dökkum leðurjakka, um
mér. Eg reyndi að veita mótspyrnu eymsli í vinstri öxl. Gert var að 170 sentímetrar á hæð.
og á endanum tókst mér að hrista sármn hans á slysadeild og fékk Skömmu eftir átökin fór gamli
manninn af mér,“ sagöi 72 ára hann að fara heim að því loknu. maðurinn á lögreglustöðina við
Reykvíkingur i samtali við DV en Þá brotnaði gleraugnaumgjörð í Hverfisgötu. Þaðan var honum
ungur maður réðst á hann við átökunum. Þegar DV ræddi við komið á slysadeild. í átökunum
Hverfisgötu snemma í gærmorgun. manninn síðdegis í gær sagðist náði hann poka með kassettum og
Reynt var að ræna hann peninga- hann vera óðum að ná sór. fleiru af árásarmanninum.
veski, sem í voru 10 þúsund krón- Maðurinn gaf lögreglu greinar- -bjb
Norðfjörður:
Ung stúlka
lést í bflslysi
Tuttugu og eins árs gömul stúika
úr Norðfirði lést í umferðarslysi á
Norðfjarðarvegi, skammt vestan við
Neskaupstað, aðfaranótt sunnudags-
ins. Stúlkan var farþegi í framsæti í
bíl sem endastakkst og fór nokkrar
veltur eftir að hafa lent á háspennu-
staur. Talið er að hún hafí látist sam-
stundis.
Ökumaðurinn, 21 árs piltur úr
Norðfirði, slapp frá slysinu án tölu-
verðra meiðsla en hann er grunaður
um ölvun við akstur. Þau voru bæði
í bílbeltum.
Banaslysið varð um klukkan rúm-
lega fjögur aðfaranótt sunnudagsins.
Bílnum var ekið vestur Norðfiarðar-
veg þegar ökumaðurinn missti stjórn
á honum. Bíllinn hafnaði á há-
spennustaur við vegarkantinn. Við
höggið tvíbrotnaði staurinn en bíll-
inn hélt áfram nokkurn spotta sam-
síða veginum. Talið er að bíllinn hafi
endastungist nokkrum sinnum þar
til hann stöðvaðist.
Önnur háspennulínan datt niöur
og hékk yfir Norðfiarðarveg í það lít-
illi hæð að lögregla varð að stöðva
umferð um veginn þar til rafmagn
hafði verið tekið af línunni.
Ekki er hægt að greina frá nafni
hinnar látnu að svo stöddu. -bjb
ísafjörður:
Ungmenni tekin
meðfíkniefni
-20. máliðáárinu
Lögreglan á ísafirði stöðvaði bíl
með nokkrum ungmennum á föstu-
dagskvöldið vegna gruns um fíkni-
efnamisferli. Við leit í bílnum fund-
ust 7 grömm af amfetamíni og tæki
til fikniefnaneyslu.
Tveir karlmenn úr þessum hópi
heimamanna og aðkomufólks voru
einkum grunaöir um fíkniefna-
neyslu. Viö húsleit á heimilum þeirra
beggja fannst smáræði af hassi og tól
til neyslu fíkniefna og annarra ólyfia.
Þetta er tuttugasta fíkniefnamálið
sem upp kemur hjá lögreglunni á
ísafirðifrááramótum. -bjb
Breiðadalsheiði:
Tvö snjóf lóð
Tvö snjóflóð féllu á veginn við Kinn
á Breiðadalsheiði á laugardaginn.
Annað flóöið var nokkuð stórt en
engin slys urðu á fólki.
Lögreglan á ísafirði lokaði heiðinni
þar til veðrinu slotaði og Vegagerðin
gathreinsaðsnjóinnafveginum. -bjb
B
LOKI
Banna myndatökur, læsa
gögn inni - hvaða myrk-
fælni er þetta eiginlega?
Veðriðámorgun:
Norðaust-
lægátt
Búist er við norðaustlægri átt
og víða kalda. Um landið norðan-
og austanvert verður súld eða
rigning með köflum en víöa létt-
skýjað um landið sunnan- og
vestanvert. Hiti verður á bihnu 2
til 8 stig, kaldast norðvestan til
en hlýjast um landið sunnanvert.
Veðrið í dag er á bls. 44.
! ........
PT-7000
Merkivél
m/íslensku letri
Ir/ilsl
Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443
K I N G
Lffli
alltaf á
Miðvikudögum