Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringia í sima 904-1600. 39,90 kr. mínútan. ,r ö d d FOLKSINS 2 904-1600 Á að birta ieynilistann? Alilr I stafrana kerflnu mei tónvalsglwa fta nýtt sér >«sta HJðnustu. Skutu seli í óleyf i Guðmimdur Sigurðsson, DV, Flateyri; „Ég hélt að menn sem teldu sig al- vöruveiðimenn bæru meiri virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu en svo að skilja hræin eftir rotnandi í vegköntum. Það er varla mikið til að hréykja sér af að læðast að ungum selskópum með byssu búna hljóð- deyfi,“ segir Guðmundur Björgvins- son, svæðisleiðsögumaður á Flat- eyri, í samtali við DV. Gæsaskyttur, sem voru á ferðinni í Önundarfirði fyrir nokkrum dög- um, urðu varar við tvo kópa á leirum innarlega í friðinum og feUdu þá báða. Að sögn Guðmundar hefur meðferö skotvopna verið bönnuð í landi MosvaUarhrepps til fiölda ára. Bjami Kristinsson, eigandi umrædds lands, staðfesti við DV að gæsaskytt- umar hefðu ekki fengið leyfi og að mál þetta væri nú komið til lögregl- unnar á ísafirði. Fréttir Ragnar Böðvarsson loðdýrabóndi tapaði útburðarmáli eftir langa baráttu: Ráðuneytið svíkur loforð og fer frjálslega með sannleika - segir deildarstjóra hafa frestað uppboðum og gefið loforð sem ekki stóðust „Við vUjum að ráðuneytið standi við það sem það hefur sagt - hver sem er ráðherra. Slíkt verða allir heiðar- legir einstaklingar að gera. Auk þess finnst mér ákaflega súrt að ráðuneyt- ið skuU fara svo frjálslega með sann- leikann og raun bar vitni þegar það svaraði umboðsmanni Alþingis," sagði Ragnar Böðvarsson, refabóndi að Kvistum í Ölfusi, í samtah við DV. Ragnar er ekki alls kostar sáttur við niðurstöðuna í máU ríkisins á hendur honum þar sem dómur féUst á að hann yrði borinn út af jörð sinni. Ragnar segir að hann, eins og Hrönn Bergþórsdóttir og Björgvin Ármannsson, nágrannar hans, hafi verið svikinn af hálfu landbúnaðar- ráðuneytisins. Málavextir í útburð- armálinu éra þessir: Ragnar segir að í ábúðalögum kveði á um að ef leiguUði á jörð segi henni upp og fari þá kaupi ríkið eða aðrir eignir hans: Tillögur um lausn „Ég var orðinn þannig settur árið 1989 að ég notfærði mér þennan rétt og sagði upp. Síðan kom hugmynd fram af hálfu nefiidar sem Steingrím- ur J. Sigfusson skipaöi um lausn vanda loðdýrabænda á ríkisjörðum - um að ríkið leysti tíl sín eignir þeirra og þeir fengju að sitja áfram ef það dygði til að koma þeim á rétt- an kjöl. Ég ræddi þá við Jón Höskuldsson, deildarstjóra hjá landbúnaðarráðu- neytinu, sem ráðlagði mér að draga uppsögnina til baka, sem ég gerði. Síðan dróst málið og dráttarvextir hlóðust upp. Ég fékk síðan tilkynn- ingar um uppboð á eigninni og krafð- ist þess þá að ráðuneytið frestaði uppboðinu enda hefði ekki verið staðið við loforð um að kaupa eign- imar. Ráðuneytið frestaði því einu sinni en í síðara skiptið fékk ég skila- boð frá Jóni um að ekki þyrfti að fresta uppboðinu þvi það yrði gengið frá kaupunum alveg á næstunni. Síð- an kom aldrei upp minnsti vafi á þessu fyrirkomulagi fyrr en Halldór Blöndal varð landbúnaðarráðherra árið 1991. Þá um haustið var sagt að lagaheimild væri ekki fyrir hendi. Ríkið í útburðarmál Þá átti ég ekki annarra kosta völ en að segja upp ábúðinni til að knýja á um loforö um að eignir mínar yrðu keyptar. Þá var keypt en málið hefur Ragnar Böðvarsson loðdýrabóndi með eitt dýra sinna. Hann hefur tapað útburðarmáli sem ríkið höfðaði á hendur honum. DV-mynd BG síðan staðið í stappi um þaö hvort ég fengi að sitja áfram eða ekki þang- að til ríkið seldi jörðina þriðja aðila og höfðaöi útburðarmál. Aðfarargerð sem ríkið fór fram á var síðan samþykkt á þeim forsend- um að ég hefði sagt upp ábúð á jörð- inni. Það var ekkert minnst á lof- orðin sem ég fékk í dómnum. Héraðs- dómur Suðurlands hafnaði því að vitni, sbr. Steingrímur J. Sigfússon, yrðu leidd fyrir dóminn, sú ákvörðun var kærð til Hæstaréttar sem stað- festi ákvörðunina.“ Ragnar segir jafhframt að svör ráðuneytísins til umboðsmanns al- þingis vegna máls hans hafi að mestu leyti verið ósannindi. Það hafi svarað þvi á þá leið að Ragnar hefði hvorki fengið munnleg né skrifleg vilyrði. „Það vaknar sú spuming um skyn- semina hjá ríkisvaldinu að hafa nú þessar tekjur af okkur með því að útiloka okkur úr rekstrinum og skapa félagsleg vandamál hvað varð- ar atvinnu og húsnæði. Verð á refa- skinnum er gott núna,“ sagði Ragnar Böðvarsson. -Ótt Stuttarfréttir Ábúendur á refabúinu að Hvoli I í Ölfusi segja landbúnaðarráðuneytið hafa svikið sig: Ábyrgðarlausir menn sem standa ekki við loforð sín „Mér finnst ósköp eðlilegt að ráð- herrar og ýmsir embættismenn séu á lágum launum því þetta em með öllu ábyrgðarlausir menn sem ekki standa við gjörðir sínar eða loforð. Þegar þeir fara að taka ábyrgð má hækka launin. Það hafa verið brotín á okkur stjómsýslulög sem ráðherra og aðstoðarmaður hans þrættu ekki fyrir, Halldór Blöndal sagði bara: „Farið þið þá bara í mál,“ þegar viö hittum hann,“ sagði Hrönn Berg- þórsdóttír að Hvoh I í Ölfusi í sam- tali við DV í gær. 'Hrönn rekur refabú ásamt Björg- vini Ármannssyni, eiginmannni sín- um. Ríkið hefur höfðað útburðarmál á hendur þeim á sama hátt og Ragn- ari Böðvarssyni á nágrannabænum, Kvistum í Ölfusi. Ríkið vann útburð- armál á hendur honum á miðviku- dag, hliðstætt máli Hrannar og Björgvins. Ábúendumir hafa selt jarðimar en vildu fá að sitja áfram á þeim, annað- hvort með því að leigja þær eða kaupa þegar rekstur loðdýrabúanna batnaði með hækkandi afurðaverði. Björgvin Ármannsson refabóndi á Hvoli I. Ríkið hefur höfðað útburðarmál gegn honum og fjölskyldu hans. DV-mynd BG Þessu hefur ráöuneytið hafnað, að sögn hjónanna. „Ég spurði Sigurgeir Þorgrímsson, aðstoðarmann landbúnaðarráð- herra, í fyrra hvort það stæði til aö leigja jarðimar og hvort við gætum þá ekki fengið okkar jörð leigða eins og aðrir. Hann sagöi nei, við hefðum ekki sama rétt og aðrir. Þó svo við legðum fram umsóknir yrði ekki litíð á þær,“ sagði Hrönn. „Við emm líka ákaílega ósátt við að þegar jarðirnar voru boðnar út aftur áttum við hæsta tilboðið en næsthæsta tilboðinu var tekið," sagði Björgvin. „Samt sem áður var sendur reikningur um svipað leyti að viö greiddum jarðarafgjöld, bseði fyrir árin 1995 og Að vera með ráðherra í fyrirsvari í þessum mál- um sem kemur frá flokki sem ætlar að skapa 12 þúsund ný störf fyrir aldamót. Ég held að þeir hafi orðið áttavilltfr þarna á leiðinni," sagði Björgvin. BHMR ályktar Að mati miðstjómar BHMR era kjarasamningar háskólamanna byggðir á röngúm forsendum og þarfiiast endurskoðunar. Jarðarsala gagnrýnd Á Kirkjuþingi í gær kom fram hörð gagnrýni á sölu ríkisins á jörðinni Alftanesi sem var í eigu kirkjunnar. Klerkar telja sölu- verð einn tíunda af raunvirði jaröarinnar. Samkvæmt Rúv kom fram sú hugmynd aö höfða mál gegn ríkinu. HeytíiBretiands Bretar era reiðubúnir að kaupa 300 tonn af heyi af íslendingum, jafnvel þótt það komi frá riöubæj- um. Þetta kom fram á RÚV. Starfsmenntun skortir Yfir flöratíu prósent árgangsins frá 1969 er án starfsmenntunar. Þetta kemur fram í doktorsrit- gerð Gerðar G. Óskarsdóttur. RÚV greindi frá þessu. Þorsteinn í framboð? Stuðningsmenn Þorsteins Páls- sonar á Suðurlandi hafa rætt þann möguleika að hann fari í forsetaframboð. Samkværat RÚV hefur Þorsteinn ekki hugsað sér slíkt. Eiliðaár varðar mengun Innan skamms heijast rann- sókniráþví hvemig hagkvæmast verður að vexja Elhðaárnar mengun um regnvatnsræsi. Þetta mátti lesa í Mbl. Kettírfjóðraðir Samkvæmt fýrirhugaðri reglu- gerð um kattahald á Akureyri skulu kettir vera inni um nætur. Aö öðrum kosti verði þeir tjóör- aðir á lóðum. Samkvæmt frétt Tímans mun þetta vera einsdæmi í röðum sveitarfélaga. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.