Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 27 íþróttir Sochaux er líklegast - segir Skagamaðurinn Amar Gunnlaugsson u „Það má segja að það séu mestar líkur á að ég fari til Sochaux í Frakk- landi og ég vona að það fari eitthvað að gerast í því máli á næstu dögum. Sochaux þarf að semja við Feyenoord og ég bíð eftir frekari fréttum af því,“ sagði Amar Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Sochaux fylgd- ist með Arnari leika með ÍA gegn Raith Rovers í UEFA-bikarnum í haust, eins og fram kóm í DV á þeim tíma. Sochaux er í 4. sæti frönsku 2. deildarinnar eftir að hafa fallið úr 1. deildinni í fyrra. „Það yrði mjög gott að komast til Frakklands, ekki síst vegna þess að þar eru leikmannasamtökin mjög öflug, öfugt við það sem er í Hol- landi. Sochaux virðist vera sterkur klúbbur þó hann sé í 2. deild sem stendur og liðið hefur yfirleitt leikið í 1. deildinni," sagði Arnar. Fyrirspurn frá Tyrklandi Hann sagði ennfremur að hann hefði fengið fyrirspurn frá tyrknesku liði Óli Þór er hættur - tekur llklega viö Víðisliðinu Róbert Sighvatsson skorar eitt af 6 mörkum sínum fyrir Aftureldingu í gær- kvöldi án þess að Magnús Agnar Magnússon, Stjörnumaður, fái að gert. DV-mynd Brynjar Gauti Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Óli Þór Magnússon, sá margreyndi knattspyrnumaður, er hættur að leika með Keflvíkingum og flest bendir til þess að hann verði leik- maður og þjálfari hjá 3. deOdar liði Víðis úr Garði næsta sumar. „Ég skil sáttur við Keflvíkinga og það er allt í góðu milli mín og þeirra. Ég er orðinn þreyttur á 1. deildinni og langar að breyta til. Það skýrist á •næstu dögum hvort ég tek við Víðisl- iðinu,“ sagði Óli Þór við DV í gær. Óli Þór er 32 ára gamall og hefur leikið með Keflvíkingum í sextán ár að einu undanskildu þegar hann spil- aði með Þór á Akureyri. Hann er einn reyndasti leikmaður liösins, á 183 leiki að baki í 1. deild og fjölmarga í 2. deild og hefur skorað 59 mörk í 1. deild. Það yrði mikill fengur fyrir Víði aö fá hann til hðs við sig fyrir baráttuna í 3. deildinni en sam- kvæmt heimildum DV stendur valið á milli Óla Þórs og Guðmundar Vals Sigurðssonar sem lék með þeim í fyrra og þjálfaði Ægi í sumar. Enn tapar Blackburn - Ajax, Spartak og Juventus með fullt hús í meistaradeildinni Ajax frá Hollandi, Spartak Moskva frá Rússlandi og Juventus frá Ítalíu eru öll með full hús stiga þegar riðlakeppni meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu er hálfnuð og þessi þrjú lið eru nær örugg með sæti í 8-liða úrslitunum. Spartak Moskva lenti þó í mikl- um hremmingum í Noregi, var 2-0 undir gegn Rosenborg en náði að snúa dæminu við og vinna, 2-4. Juventus vann auðveldan sigur á Glasgow Rangers, 4-1, og var kom- ið í 3-0 eftir 22 mínútur. Ravanelli skoraði tvö markanna og Conte og Del Piero eitt hvor. Evrópumeistarar Ajax fóru létt með Grasshoppers, 3-0. Kluivert skoraði tvö markanna og Finidi George það þriðja. Ensku meistaramir Blackburn töpuðu eina ferðina enn, nú 1-0 gegn Legia í Póllandi, og eiga hverf- andi möguleika á að komast áfram. Real Madrid lék Ferencvaros frá Ungverjalandi grátt, 6-1, og skoraöi Raul Gonzalez þrjú markanna. Úrslitin í meistaradeildinni í gær- kvöldi og staðan í riðlunum: A-riðill: Porto - Panathiriaikos.......0-1 Nantes-AaB...................3-1 Panathinaikos....2 2 0 0 4-1 6 Porto.........3 1112-14 Nantes........3 1114-44 AaB...........2 0 0 2 1-5 0 B-riðill: Rosenborg - Spartak Moskva.2-4 Legia Varsjá - Blackburn..1-0 Spartak.......3 3 0 0 7-3 9 Legia.........3 2 0 1 5-3 6 Rosenborg.....3 1 0 2 5-8 3 Blackburn.....3 0 0 3 1-4 0 C-riðill: Juventus - Rangers............4-1 Dortmund - Steaua.............1-0 Juventus.......3 3 0 0 10-2 9 Dortmund.......3 1 1 1 4-5 4 Steaua........:3 10 2 1-43 Rangers........3 0 1 2 3-7 1 D-riðill: Ajax - Grasshoppers..........3-0 Real Madrid - Ferencvaros....6-1 Ajax............3 3 0 0 9-1 9 Real Madrid.....3 2 0 1 8-2 6 Ferencvaros.....3 1 0 2 5-11 3 Grasshoppers....3 0 0 3 0-8 0 UEFA-bikarinn: Kaiserslautern - R.Betis.....1-3 Bow skoraði á síðustu sekúndu Halldór Halldórsson skrifar: „Við vorum aðeins of bráðir í skot- unum á síðustu mínútu leiksins á meðan við vorum yfir. Okkur var um leið refsað fyrir mistökin. Við ætlum okkur að vera með í toppbarátt- unni,“ sagði Gunnar Sverrisson, liðs- stjóri ÍR-inga, eftir að þeir höfðu tap- að fyrir KR-ingum, 81-80, í skemmti- legum leik í DHL deildinni á Seltjarn- amesi í gærkvöldi. Lokasekúndurnar voru dramatísk- ar. Staðan 78-80 fyrir ÍR og KR með boltann og sekúndurnar tifuöu burt. Allt í einu komst Jonathan Bow í færi fyrir utan þriggja stiga línuna og hleypti af og karfan var stað- reynd. Flautan gall og sigur KR-inga í höfn og þeir fógnuðu gríðarlega í leikslok. „Þessi leikur var ákaflega mikilvægur fyrir okkur því við höfð- um tapað síðustu 7 leikjum gegn ÍR. Ég er ekki nógu sáttur með leik fninna manna en þeir sýndu þó kar- akter og hvað þeir raunverulega geta,“ sagði Axel Nikulásson, þjálfari KR, eftir leikinn. í góðri liðsheild KR vora Jonathan Bow, Hermann Hauksson og Lárus Árnason bestir og einnig vakti at- hygli hinn 16 ára gamli Finnur Vil- hjálmsson. Hjá ÍR voru Herbert Arn- arsson og John Rhodes bestir. (38-46) 81-80 5-9, 11-11, 17-19, 25-30, 32-39, (38-46), 50-52, 57-52, 64-59, 74-74, 78-78, 78-80, 81-80. Stig KR: Jonatban Bow 35, Her- mann Hauksson 13, Lárus Áma- son 11, Óskar Kristjánsson 7, Finn- ur Viihjáimsson 4, Atli Einarsson 4, Ingvar Ormarsson 4, Amar Sig- urðsson 3. Stig ÍR: Herbert Arnarsson 29, John Rhodes 11, Jón Öm Guö- mundsson 10, Eiríkur Önundarson 10, Máras Arnarsson 8, Broddi Sig- urðsson 6, Guðni Einarsson 4, Eg- gert Garðarsson 2. Fráköst: KR 41, ÍR 37. 3ja stiga körfur: KR 9, ÍR 8. Vitanýting; KR 15/12, ÍR 19/13. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Leifur Garöarsson, mjög góðir. Áhorfendur: Um 180. Maður leiksins: Jonathan Bow, KR. Þróttarar skelltu HK Þróttarar gerðu góða ferð í Digra- nesið í gærkvöldi þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Islands- og bikarmeisturam HK þar, 3-0, í 1. deild karla í blaki. fangelsi? Hollenski knattspymumaðurinn Patrik Kluivert, sem skoraði tvívegis fyrir Ajax gegn Grasshoppers í meistaradeild Evrópu í gærkvöldi, gæti átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Kluivert varð manni að bana fyrir skömmu með því að keyra hann nið- ur á götu í Amsterdam á rúmlega 100 kílómetra hraða. á dögunum en hefði mjög takmark- aðan áhuga á að fara þangað og enn- fremur hefði hann heyrt aö skoskt félag hefði haft samband við Feyeno- ord. Áhugi Sochaux miðast við Arnar en Bjarki bróðir hans er ekki inni í þeirri umræðu. Eru þeir bræður sem sagt tilbúnir til að leika hvor í sínu lagi? „Auðvitað vildum við helst spila saman en það er ljóst að slíkt gengur ekki í öllum tilfellum og við erum tilbúnir að mæta því, held ég,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Sturlaugurekki meira með Skagamönnum? Daníel Ólafsson, DV, Akranesí: Óvíst er hvort Stur- laugur I-Iaralds- son, bak- vörðurinn snjalli. spili með ís- lands- meisturam Skagamanna i knattspyrnunni á næsta leikári. Sturlaugur varð aö hætta seinni part sumars vegna bakmeiðsla og vora memi svart- sýnir á að hann myndi geta leikið knattspyrnu á ný. Sturlaugur er síðan búinn aö vera í endurhæf- ingu sem hefur gengið nokkuð vel. Það mun síðan koma í Ijós í vetur hvort hann getur verið með á næsta ári. SteinarogJón bestir hjá Fjölni Steinar Ingimundarson og Jón Otti Jónsson voru á dögunum útnefndir leikmenn ársins hjá 3. deildar liði Fjölnis í knattspyrnu. Ólíklegt er að Steinar leiki áiram meö Fjölni en hann hefur áhuga á aö spreyta sig i efri deildunum á ný. Hann hefur spilað með KR, Leiftri og Víði. áfram með Leikni Pétm’ Amþórsson og Ingvar Jónsson voru í gær endurráðnir þjálfarar knattspyrnuliös Leiknis úr Reykjavík og stjórna því þriðja árið í röð. Undir þeirra stjórn vann Leiknir sig upp úr 4. deild- inni í fyrra og síðan upp úr 3. deildinni í ár og félagið leikur þvi í fyrsta skipti í 2. deild næsta sumar. I kvöid DHL-deildin í körfubolta Akranes - Keflavík............20 Skallagrímur - Tindastöll.........20 Grindavík - Haukar............20 Þór - Njarðvík................20 Valur - Breiðablik............20 Nissan-deildin í handbolta Grótta-Víkingur...............20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.