Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 12
FTMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarfonnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingan ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrifl: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvauglísismennt.is. - Dreifing: dvdreíf@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMrÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Grænmeti vakti verðbólgu Grænmetisverð er hærra í þessum mánuði en það hef- ur verið í nokkrum októbermánuði frá því að mælingar Hagstofunnar hófust. Þetta er niðurstaða Hagstofunnar og staðfestir, að ríkisstjórn sérhagsmuna hefur misnotað GATT-samkomulagið til að nauðga neytendum. Alls staðar í heiminum er litið á undirritun GATT- samkomulagsins og myndun Alþjóðaviðskipta-stofnunar- innar sem markvissa aðgerð til að lækka vöruverð í að- ildarlöndunum. Eina undantekningin er ísland, þar sem við völd er neytenda-fjandsamleg ríkisstjórn. Forsætisráðherra hefur meira að segja ítrekað haldið fram, að markmið þessara fjölþjóðlegu aðgerða hafi ekki verið að lækka vöruverð, heldur eingöngu að efla við- skipti í heiminum. Þetta er afbrigðileg söguskýring, sem hvergi hefur sézt nema hér á landi, enda marklaus. Nú er hinn hrottafengni stuðningur ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar við hagsmuni stofnana land- búnaðarins farinn að koma henni sjálfri í koll. Verð- hækkanir á grænmeti eru farnar að hafa áhrif á vísitöl- ur verðlags og ógna fyrra jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Verðbólgan hefur tekið stökk og er nú skyndilega kom- in í um það bil 5%. Þáð er meiri verðbólga en er í lönd- um Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku og vísar veginn norður og niður í átt til þess ástands, sem einkenndi fyrri áratugi, sífellds hruns á gengi krónunnar. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar hafa sér ekki til málsbóta að hafa misreiknað dæmið í sumar, þegar ákveðið var að setja ofurtolla á innflutt grænmeti. Þá þegar var margsinnis og eindregið varað við útúr- snúningi GATT-samkomulagsins, en án árangurs. Það er merkilegt rannsóknarefni, hvernig stjórnmál geta krumpazt svo í einu landi, að flestir stjórnmála- flokkar þess og rúmlega meirihluti kjósenda skuh styðja opinberar aðgerðir, sem leiða beint til brennslu verð- mæta, meiri verðbólgu og mun lakari lífskjara almenn- ings. Enn merkilegra er, að stjórnarflokkar, sem eru núna rétt að byrja að súpa seyðið af óhóflega eindregnum stuðningi við aukinn ójöfnuð í þjóðfélaginu, skuli ekki reyna að bæta úr þeirri skák og friða fólkið í landinu með því að minnka neyzluvörukostnað heimilanna. Þegar gerðar eru tilraunir til að auka ltfskjaramuninn í landinu með því að skrúfa upp tekjur helztu embættis- og stjórnmálamanna, er mikilvægt, að fólkið í landinu finni ekki samtímis fyrir versnandi lífskjörum. Þess vegna hefði ríkisstjórnin átt að forðast ofurtolla. Þegar forsætisráðherra bætir ítrekað gráu ofan á svart með því að vekja athygli á, að þjóðartekjur hafa verið að vaxa, hlýtur þeim að fjölga, sem spyrja sjálfa sig, hvers vegna lífskjör þeirra hafa haldið áfram að versna í marg- umtöluðu góðæri forsætisráðherrans. Eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fyrsta starfsárinu hljóta að aukast efasemdir um, að sú þverstæða dugi til eilífðar, að stærsti stjórnmálaflokkur landsins flaggi frjálshyggju í efnahagsmálum, en stundi eindrégna mið- stýringu hins opinbera og sósíalisma sérhagsmuna. Samkvæmt gamalli reynslu kann svo að vera, að kjós- endur reynist bæði sljóir og gleymnir, þegar til kastanna kemur. En ríkisstjórnin hlýtur þó að vera að taka nokkra áhættu með eindreginni sérhagsmunagæzlu, sem felur í sér, að hún stofnar til ófriðar við almenning. Ef allt væri með felldu, væru lífskjör almennings að batna, viðskipti að eflast og umsvif að aukast, öllum til góðs. En ofurtollar ríkisstjórnarinnar standa í vegi. Jónas Kristjánsson Sem dæmi um flókna ákvörðun má nefna hugsanlega aðild Islands að ESB, segir m.a. í grein dr. Bjarka. Ákvarðanataka í flóknu samfélagi í dag heyrist oft talað um sér- fræðingctveldi og þverrandi áhrif almennings á ákvarðanir. Sérfræð- ingaveldið er afleiðing þess að þjóðfélagið verður æ flóknara og áhrif ákvarðana umfangsmeiri og víðtækari. Þó geta upplýsingar til almennings aukið skilning á ákvarðanatökunni, og opin um- ræða er nauðsynleg þegar margra hagsmuna er að gæta. Glötuð tækifæri Á 7. áratugnum gegnumsýrðist ákvarðanataka á mörgum sviðum af öftrú á tækni og reiknivélar. Það var trú margra að allt mætti reikna í peningum, m.a. heilsu fólks og líf. Aðrir töldu það vera siðferðislega rangt og einnig varð ljóst að fólk á mismunandi hags- muna að gæta. Margar ákvarðanir leiða til þess að sumir hagnast meðan aðrir tapa og eins gróði bætir ekki alltaf annars tap. Ýms- ar opinberar ákvarðanir eru því pólitískar fremur en tæknilegar. Afturhvarf til ágiskana og hyggjuvitsins eins leysir þó ekki málið. Mikilvægt er að upplýsing- um sé safnað og þær settar fram á kerfisbundinn hátt til þess að gefa þeim sem taka eiga ákvörðunina betri heildarmynd af afleiðingun- um. Sem dæmi má nefna að svæðaáætlanir innan ESB byggja á svonefndum SWOT-athugunum, sem sýna styrkleika, veikleika, tækifæri og vandamál svæðanna á kerfisbundinn hátt. Reiknanlegur kostnaður er að- eins einn af mörgum þáttum sem taka þarf tillit til og oft rikir óvissa um bein áhrif ákvarðana. Nauðsynlegt er að gerð sé grein fyrir hvaða þættir eru óvissir og hvort og hvenær þeir muni upp- lýsast. Stundúm getur niðurstaðan orðið sú að ráðlegt sé að bíða með ákvarðanatöku þar til línur ský- rast. Þá er best að ákveða einnig hve lengi á að bíða. Oft er gott að Kjallarinn Bjarki Jóhannesson doktor í skipulagsfræði hafa takmarkað vægi í svo flók- inni ákvarðanatöku. Líta má á aðild að ESB sem fjár- festingu, þar sem beinn kostnaður er greiddur af opinberum srjórn- völdum, en hagnaður eða tap fell- ur að miklu leyti til einkaaðila. Marga þætti málsins er heldur aldrei hægt að meta í peningum. Má þar nefna sjálfstæði og óryggis- mál. Athugun Háskóla íslands fjallar um ýmsa af þessum þáttum. Hún er því nauðsynleg en ekki tæmandi. Ýmsir þættir augijósir Ýmsir þættir málsins eru enn óljósir og hefur ákvörðun um aðild verið frestað um sinn. Málinu er þó ekki lokið, og nauðsynlegt er að vinna áfram að því og fylgjast vel með þróun ESB. Það er þó fiókn- „Líta má á aðild að ESB sem fjárfestingu, þar sem beinn kostnaður er greiddur af opinberum stjórnvöldum, en hagnaður eða tap fellur að miklu leyti til einkaað- ila." flýta sér hægt, en stundum getur það þó þýtt glötuð tækifæri. Athugun Háskóla íslands Sem dæmi um flókna ákvörðun má nefha hugsanlega aðild íslands að ESB. Þar er margra hagsmuna að gæta og verður ákvörðunin að byggja á besta mögulega mati á sem flestum þáttum. Fyrir skömmu mátti lesa hér í kjallaragrein að Þjóðhagsstofnun hafi reiknað kostnað hins opin- bera af EES-samningnum rangt og sé henni því ekki treystandi til að reikna kostnað af ESB-aðild. Að sjálfsögðu verður að gæta ná- kvæmni í slíkum reikningum, en varast ber þó að einblina á slíka þætti, þar sem slíkir reikningar ara en virðist í fljótu bragði, því þróun ESB ræðst að hluta í ýms- um vinnuhópum og undirnefhd- um, svo sem hinni nýstofhuðu svæðanefhd. Framtíð ESB mun e.tv. skýrast á ríkjaráðstefhu ESB á næsta ári, en e.t.v. verða margir þættir áfram óljósir. Þar sem ákvörðun um að- ild er flókin og margra hagsmuna að gæta, er mikilvægt að almenn- ingur fái góðar upplýsingar um málið og að umræða í fjölmiðlum haldi áfram. Nauðsynlegt er að hún sé á sem breiðustum grund- velli, þannig að almenningur geti gert sér sem skýrasta mynd af málinu. Bjarki Jóhannesson Skoðanir annarra Verkalýðshreyfingin pappírstígur? „Vinnuveitendur telja samþykktir verkalýðs- hreyfingarinnar markleysu, enda séu engar forsend- ur til þess að segja upp samningum.... Fyrr en síð- ar mun uppúr sjóða og VSÍ ætti að íhuga það í al- vöru hvort það séu hagsmunir vinnuveitenda að bíða í heilt ár eftir því að takast á við málið. Ólík- legt verður að teljast að verkalýðshreyfingin muni biða svo lengi, enda yrði hún þá trausti rúin eftir öll stóru orðin. í augum vihnuveitenda og ríkissrjórnar yrði hún pappírstígur, sem ekkert mark væri á tak- andi." Úr forystugrein Alþbl. 18. okt. Neytendur og búvörurnar „Það er engu líkara en Neytendasamtökin hafi það að meginmarkmiði að brjóta íslenskan landbún- að á bak aftur og alveg sérstaklega sauðfjárfram- leiðsluna. . . . Sama má segja um krataforingjana. Þeir reyna aftur og aftur að koma höggi á landbún- aðarframleiðsluna og alveg sérstaklega á dilkakjöts- framleiðsluna.. .. Nú síðustu vikurnar hafa bæst í þennan hóp forustumenn ASÍ, VSÍ og BSRB." Sigurður Lárusson bóndi í Tímanum 18. okt. Launastefnan hrunin „Þegar gengið var til kjarasamninga um og eftir síðustu áramót var samið með það fyrir augum að stöðugleiki myndi áfram ríkja. Lagt var hart að verkalýðshreyfingunni að sýna ábyrgð. . . . Launa- þróun hefur gengið á skjön við það sem búist var við, í reynd hafa allir þeir sem í kjölfar verkalýðs- hreyfingar fylgdu orðð samsekir um að spilla þeim markmiðum sem sett voru í febrúar. Hin almenna launastefna er hrunin — hvort sem mönnum líkar það betur eða verr og hverjum svo sem um er að kenna. . . . Vandi ríkisstjórnarinnar er sá að tal hennar um stöðugleika er ekki lengur trúverðugt." Úr forystugrein Viöskiptablaðsins 18. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.