Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 Fólk í fréttum Pálmi Matthíasson Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur í Bústaöaprestakalli, Kjal- arlandi 8, Reykjavik, fekk mest fylgi sem hugsanlegur forseta- frambjóöandi í skoðanankönnun DV er spyrjendur voru beönir um aö gera upp á milli tíu einstak- linga. Starfsferill Pálmi fæddist á Akureyri 21.8. 1951. Hann varð stúdent frá MA 1971 og lauk embættisprófi í guð- fræði frá Háskóla íslands 1977. Pálmi starfaði hjá Rannsóknar- lögreglunni í Reykjavik og RLR sumrin 1974-77, var sóknarprest- ur í Melstaðarprestakalli 1977-81, sóknarprestur í Glerárprestakalli á Akureyri 1982-89 og er sóknar- prestur í Bústaðaprestakalli frá 1989. Þá stundaði hann dagskrár- gerð og fréttamerinsku hjá Ríkis- útvarpinu 1982-89. Pálmi sat í srjórnum Æskulýðs- félags Akureyrarkirkju, Ung- templarafélagsins Fannar á Akur- eyri, ÍBA 1967-70 og var formaður um skeið, Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti 1979-89, í kjaranefhd Prestafélags íslands 1979-82, var formaður Frjálsí- þróttaráðs Akureyrar, formaður íþróttabandalags Akureyrar 1989, í dómaranefnd og nú í lands- liðsnefhd HSÍ, í héraðsnefnd Reykjavikurprófastsdæmis frá 1991. Fjölskylda Pálmi kvæntist 12.10.1974 Unni Ólafsdóttur, f. 9.6.1954, kennara og skrifstofumanni. Foreldrar hennar eru Ólafur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, og Borghildur Kjartansdótt- ir kjólameistari. Dóttir Pálma og Unnar er Hanna María, f. 25.9. 1975, við- skiptafræðinemi við HÍ. Bræður Pálma eru.Stefán Ein- ar, f. 4.5.1958, doktor í æðaskurð- lækningum í Hálsingborg í Sví- þjóð; Gunnar Rúnar, f. 4.4.1961, sjúkrahúsprestur og háskólakenn- ari í Chicago í Bandaríkjunum. Foreldrar Pálma: Matthías Ein- arsson, f. 10.6. 1926, lögregluvarð- stjóri á Akureyri, og k.h., Jó- hanna María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927, fulltrúi. Ætt Matthías er sonur Einars, vél- stjóra í Grenivík, bróður Jak- obínu, ömmu prestanna Jóns Helga á Dalvik og Péturs í Lauf- ási Þórarinssona. Önnur systir Einars var Anna, amma séra Kristjáns Vals, rektors í Skálholti, og Björns, skólastjóra á Grenivík, Ingólfssona. Einar var sonur Guð- bjarts í Sælandi á Grenivík Bjarnasonar og Sigríðar Bjarnar- dóttur. Móðir Matfhíasar var Guðrún, systir Hermanns menntaskóla- kennara, föður Stefáns borgar- verkfræðings. Guðrún var dóttir Stefáns, útvegsb. í Miðgörðum í Grenivík, Stefánssonar, og Frið- riku, systur Jóhanns, afa Jóhanns Konráðssonar söngvara, foður Kristjáns óperusöngvarar. Frið- rika var einnig systir Aðalheiðar, móður Fanneyjar, móður Krist- jáns Jóhannssonar. Bróðir Fann- eyjar er Hákon Oddgeirsson óp- erusöngvari en systir Fanneyjar er Agnes, móðir Magnúsar Jóns- sonar óperusöhgvara. Friðrika var dóttir Kristjáns, b. á Végeirs- stöðum í Fnjóskadal, Guðmimds- sonar, og Lísibetar Bessadóttur, b. í Skógum, Eiríkssonar, bróður Guðlaugs, langafa Halldórs, föður Kristínar alþm. Jóhaiina María er dóttir Pálma, útgerðarm. á Akureyri, bróður Sigríðar, ömmu Ólafs Magnússon- ar læknis. Pálmi var sonur Frið- riks, b. í Arnarnesi, Guðmunds- sonar, b. á Jódísarstöðum, Guð- mundssonar, bróður Halldórs, langafa Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups. Annar bróðir Guð- mundar var Helgi, langafi séra Birgis Snæbjörnssonar. Móðir Guðmundar var Helga Jónsdóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jónassonar á Hrafhagili. Móðir Friðriks var Sigríður, systir Guð- rúnar, langömmu Sigurgeirs, bæj- arstjóra á Seltjarnarnesi. Móðir Jóhönnu Maríu er Guð- rún, systir Friðriku, móður Þor- kels og Friðriks Guðbrandssona lækna og systir Guðjóns, fbður Hermanns vitamálastjóra. Guðrún er dóttir Jóhannesar, smiðs í Pálmi Matthíasson. Litla-Laugardal í Fáskrúðsfirði, Friðrikssonar, og Guðbjargar Vagnsdóttur. Móðir Guðbjargar var Þorbjörg Kristjánsdóttir. Móð- ir Þorbjargar var Guðbjörg, systir Matthíasar, afa Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Guðbjörg var dóttir Markúsar, prests á Álftamýri, Þórðarsonar, ættfoður Vigurætt- arinnar, Ólafssonar, ættföður Eyr- arættarinnar, Jónssonar. , i Afmæli Til hamingju með afmælið 19. október 75ára Gunnlaug Hannesdóttir, Langholtsvegi 92, Reykjavík. Valgerður Jónsdótt ir, Garðafiöt 5, Garðabæ. Ragnheiöur Eiríksdóttir, Stangarholti 22, Reykjavík. 70ára Sigríður Guðjónsdóttir, Lyngbergi 2, Þorlákshöfn. Elí Jóhannesson, Álfhólsvegi 151, Kópavogi. Elí verður að heiman. Torfi Kristinn Jónsson, Mosabarði 6, Hafharfirði. Urður Ólafsdóttir, Fellsmúla 13, Reykjavík. Gunnar Frímannsson, Lerkilundi 31, Akureyri. Sigurður Jónsson, Borgarheiði 27, Hveragerði. Hallbjörn Björnsson, Hólabraut 17, Skagaströnd. Karl Magnósson, Kleppsvegi 54, Reykjavík. Sigríður Jóhannsdóttir, Raftahlíð 45, Sauðárkróki. Guðmundur Kjalar Jónsson, Ásbúð 19, Garðabæ. Steinunn Pálsdóttir, Valhúsabraut 33, SeltjarnarnesL 40ára 60ára Guðrún Bjarnadóttir, Hrauni, Mýrahreppi. Gísli M. Indriðason, Sundstræti 31, ísafirðL 50ára Geirlaug Guðmundsdóttir, Fagrabergi 54, Hafharfirði. Geirlaug tekur á móti gestum á heinúli sinu laugardaginn 21.10., milli kL 17 og 21. Sigurður Teitur Halldórsson, Hverfisgötu 104 C, Reykjavík. Ámi Grétar Gunnarsson, Baughóli 54, Husavík. Þorsteinn I. Sigurðsson, Tunguseli 8, Reykjavík. Aðalheiður S. Valgeirsdóttir, Norðurtúni 4, Keflavík. Guftrún Árnadóttir, Hvassaleiti 30, Reykjavík. Lovísa Guðrun Viðarsdóttir, Klettahrauni 19, HafnarfirðL Ragna Sigrún Sigfinnsdóttir, Lónsá, Glæsibæjarhreppi. Ari Már Torfason, Norðurgötu 19, Akureyri. Árni Kristjánsson, Karfavogi 33, Reykjavík. Guðbjörn Kristmannsson Guðbjörn Kristmannsson út- gerðarmaður, Eyrargötu 4, Suður- eyri, er sextugur í dag. Starfsferill Guðbjörn fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós og stundaði sjómennsku, m.a. sem skipstjóri um árabil. Hann kom síðan í land og var verkstjóri hjá Fiskiðjunni Freyju í tólf ár. Þá starfaði hann við trésmíðar og beitningu um skeið en hefur gert út krókaleyfisbátinn Berta frá 1989, auk þess sem hann stundar enn beitningar. Fjölskylda Eiginkona Guðbjörns er Ingi- björg Friðbertsdóttir, f. 22.10.1937, húsmóðir og fiskvinnslukona, en þau hófu sambúð 1957 og giftu sig 22.10.1960. Hún er dóttir Friðberts G. Guðmundssonar og Jónu Magn- úsdóttur sem bæði eru látin. Börn Guðbjörns og Ingibjargar eru Hjördís Hávarðsdóttir, f. 1955, gift Ragnari Guðleifssyni, og eru börn hennar Hörður Ingi Gunn- arsson, Magnús Ástþór Ragnars- son, Guðrún Ingibjörg Ragnars- dóttir og Jóna Guðleifsdóttir; Þor- steinn Hörður Guðbjörnsson, f. 1957; Guðbjörg Guöbjörnsdóttir, f. 1959, gift Sigurði Þórissyni, og eru börn hennar Guðbjörn Helgi Sveinsson, Elísabet Rún Sigurðar- dóttir og Þórir Sigurjón Sigurðs- son; Kristbjörg María Guðbjörns- dótttir, f. 1964, gift Steingrími Á. Guðmundssyni, og eru börn þeirra Hjörtur Steingrímsson og Þorgeir Steingrímsson; Lilja Guðmunda Guðbjörnsdóttir, f. 1974. Systkini: Jón Kristmannsson, verkstjóri á ísafirði; Jens Krist- mannsson, skrifstofumaður á ísa- Qrði; Kristmann Kristmannsson, Guðbjörn Kristmannsson. póstmeistari á fsaflrði Foreldrar Guðbjörns: Kristmann Jónsson og Björg Sigríður Jóns- dóttir sem lést 1995. Guðbjörn er að heiman á afmæl- isdaginn. Héðinn Fífill Valdimarsson Héðinn Fífill Valdimarsson verkamaður, Laufásvegi 5, Stykk- ishólmi, er sextugur í dag. Starfsferill Héðinn fæddist í Rúfeyjum á Breiðafirði og ólst þar upp til átta ára aldurs en síðan hjá hjónunum Kristjáni Haraldssyni og Ástu Sturlaugsdóttur að Nyp á Skarðs- strönd. Hann fór sextán ára vinnumað- ur að Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd á þar sem hann starfaði fram yfir fertugsaldur. Hann flutti í Stykkishólm 1981 og hefur verið þar verkamaður síðan, lengst af í Þórsnesi hf. Fjölskylda Systkini Héðins: Guðlaug Þór- unn Valdimarsdóttir, f. 14.11.1919; Karítas Valdimarsdóttir, f. 30.3. 1924; Ingibjörg Valdimarsdóttir, f. 29.6.1925; Gunnlaugur Valdimars- son, f. 20.5.1927; Gunnar Hafsteinn Valdimarsson, f. 21.6. 1928; Jón Þorberg Valdimarsson, f. 16.11. 1929; Sigurður Óli Valdimarsson, f. 11.1.1931; Kristinn Sigvaldi Valdi- marsson, f. 2.6.1932; Ingvar Einar Valdimarsson, f. 21.12.1933; Svan- hildur Theódóra Valdimarsdóttir, f. 4.9.1937; Guðbrandur Valdi- marsson, f. 5.12. 1940; Kristrún Inga Valdimarsdóttir, f. 16.5.1942; Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir, f. 5.8. 1943. Foreldrar Héðins voru Valdimar Sigurðsson, f. 25.6. 1898, d. 26.9. 1970, bóndi í Rúfeyjum og síðar verkamaður í Reykjavík, og k.h., Héðinn Frfill Valdimarsson. Ingigerður Sigurbrandsdóttir, f. 22.8. 1901, d. 26.1.1994, húsfreyja. Margrét Matthildur Björnsdóttir Margrét Matthildur Björnsdóttir húsmóðir, Hliðarhjalla 53, Kópavgi, er fimmtug í dag. Fjölskylda Margrét fæddist í Drangavík en ólst upp á Svarthamri í Álftafirði. Hún giftist 31.12.1965 Kristjáni Einarssyni, f. 14.1.1940, starfs- manni hjá Pósti og síma. Hann er sonur Guðmundar Einars Krist- inssonar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur á ísafirði. Börn Margrétar og Krisrjáns eru Guðmundur Einar, f. 16.9. 1965, birgðavörður hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Kópavogi, var kvæntur Ölmu U; Paran en þau slitu samvistum og er dóttir þeirra Aðalheiður Rós, f. 26.4. 1990; Björn Ingi, f. 16.9. 1965, kvæntur Amelitu Ýr Caparidu og er dóttir þeirra Katfín Marie, f. 3.4.1991; Róbert, f. 2.6.1969, inn- kaupafulltrúi við matvöruverslun varnarliðsins en sambýliskona hans er Þórlaug Svava Arnardótt- ir en dóttir hans frá fyrra hjóna- bandi er Embla Isabella Pearl Ró- bertsdóttir, f. 4.8.1993; Friðrik, f. 1.3.1972, starfsmaður Kópavogs- bæjar; Kristinn Rúnar, f. 2.8.1984. Systkini Margrétar: Guðbjörg, f. 27.2. 1943, d. 4.100. 1993; Jón Guð- mundur, f. 6.12.1946, búsettur á ísafirði; Jónbjörn, f. 18.2.1948, bú- settur í Súðavik; Kristín, f. 1.9. 1949, búsett á ísafirði; Guðrún Sig- ríður, f. 18.3.1952, búsett á Djúpa- vogi; Hafsteinn, f. 9.7. 1954, d. 16.1. 1995; Steinunn, f. 9.10.1955, búsett í Reykjavík. Foreldrar Margrétar: Björn Jónsson, f. 21.8.1912, d. 12.12.1993, bóndi í Dalbæ í Súðavik, og Stella Guðmundsdóttir, f. 7.5.1923. Margrét verður að heiman á af- mælisdaginn. Margrét Matthildur Bjömsdóttir. « a ! í 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.