Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 1 I Iþróttir KA - Haukar (12-12) 27-26 1-0,1-3,5-5,5-8,9-9, (12-12), 12-13,15-15, 19-15, 19-17. 21-18, 22-21, 24-21, 26-25, 27-25,27-26* - Mörk KA: Julian Duranona 7, Björg- vin Björgvinsson 7, Leó Örn Þorleifsson 4, Patrekur Jóhannesson 4/2, Erlingur Krisrjánsson 3, Jóhann G. Jóhannsson 2. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 13, Björn Björnsson 1/1. Mörk Hauka: Petr Baumruk 7, Hall- dór Ingólfsson 6/2, Gunnar Gunnarss. 4/1, Þorkell Magnúss. 3, Aron Krisrjánss. 3, Sveinberg Gíslason 2, Björgvin Bjarnason 1. Varin skot: Bjarni Frostason 15/3. Brottvísanir: KA 14 mín., Haukar 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson, ákaflega slakir. Áhorfendur: 540. Maður leiksins: Björgvin Björgvins- son, KA. Staðan Staðan í Nissandeildinni í handknattleik eftir leikina í gær- kvöldi: KA...............4 4 0 0 124-107 8 Stjarnan......4 3 0 1 102-94 6 FH................4 2 1 1 109-95 5 Valur...........4 2 1 1 86-83 5 Haukar....... 4 2 1 1 90-89 5 ÍR.................4 2 11 80-82 5 Selfoss.........4 2 0 2 102-97 4 Víkmgur.,..,3 1 Ö 2 69-69 2 Grótta......... 3 102 64-65 2 ÍBV..............4 1 0 3 89-93 2 Aftureld......4 10 3 98-108 2 KR...............4 0 0 4 92-123 0 Fyrsti leikmaðurinn fráKínaíNBA Ma Jian frá Kína hefur skrifað undir tveggja ára samning við Los Angéles Clippers i NBA- deildinní í körfuknattleik. Jian er 26 ára gamall framheöi og er 2,02 metrar á hæð. „í Los Angeles er stórt Kinahverfi og góður Kínamatur og þvi valdi ég að pnga til liðs viö Clippers," sagði Jian sem verður þar með fyrsti leikmaöurinn frá Kína sem leikur íNBA. Hakeemekki meðíLondon Allt , útlit er fyrir að sjálfur Hakeem Olajuwon geti ekki spil- að með NBA-meisturunUm Hous- ton Rockets á McDonalds-mótinu sem hefst i London annað kvöld. Hakeem er meiddur á olnfaoga og hæpið aö hann nái sér I tæka tíð. Houston mætir Perth Wildcats frá Ástralíu annað kvöld en önn- ur þátttökuliö eru Real Madrid frá Spáni, Sheffield Sharks frá Englandi, Bologna frá ítalíu og Maccabi Tel Aviv frá ísrael. SteffiGraffékk háðulega útreið Besta tenniskona heimsins, Steffi Graf frá Þýskalandi, fékk háðulega útrelð á alþjóðlegu móti í Brightön í gær. Óþekkt tennis- kona frá Suður-ArHku, Mariaan de Swardt, sigraði Graf með yfir- - buröum, 6-2,4-6 og 6-1. Þetta var annar ósigur Graf á árinuenhun hefur sex sinnum sigráð á um- ræddu moti í Brighton. Fyrri ósigur Graf var einnig gegri stúlku frá Suður-Afríku, Ekkibelrahjá JönuNovotnu Önnur besta tenniskona heims um þessar mundir, Jana Novotna frá Tékklandi, fékk einnig á baukinn í Brighton í gær. No- votna tapaði fyrir Miriam Ore- mans frá Hollandi, 6-4 og 6-0, en sú hoilénska er lítt þekkt og kom sígur hennar mjög á óvart, ekki síður en hrakfarir Graf. Novotna vann mótíð í Brighton í fyrra. Akureyrarliðið eitt með fullt hús stiga: Erf ið fæðing KA-manna - efstir eftir baráttusigur á Haukum, 27-26 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hentar mér miklu betur að spila á móti svona vörn sem kemur langt út á móti skyttunum og eltir Patrek og Duranona. Annars skiptir mestu máU að við unnum, þetta var spurning um að ná upp stemningu í liðinu eftir Evrópuleikinn og það tókst," sagði KA-maðurinn Björgvin Björgvinsson sem fór á kostum þegar KA lagði Hauka í gærkvöldi, 27-26, á Akureyri. KA-menn eru eina tap- lausa lið deildarinnar og eru efstir með fullt hús stiga eftir 4 umferðir. Það var ekki auðvelt hjá KA að innbyrða þennan sigur. Haukarnir brugðu á það ráð aö taka Patrek strax úr umferð og gengu það vel út á móti Duranona að hann færði sig inn á línuna og lék þar lengst af. Hauk- arnir höfðu undirtökm lengi vel og KA komst aðeins einu sinni yfir í fyrri hálfleik sem endaði 12-12. Alfreð í vörnina og KA sigldi fram úr Þegar staðan var 15-15 í síðari hálf- leik kom Alfreð Gíslason inn á í 6-0 KA-vörnina sem lokaði leiðinni að markinu um tíma og leikurinn tók skyndilega aðra stefnu. Vörn KA hirti hvern boltann af öðmm og stað- an breyttist skyndilega í 19-15. „Haukar töpuðu leiknum á þessum kafla, gerðu of mörg mistök í sókn- Valdi með 16mörk Þórður Gíslason skriíar: Selfyssingar byrjuðu leikinn í 3-2-1 vörn, þ.e. léku mjög framar- lega og komu vel út í skyttur KR-inga. Sóknarleikur KR riðlað- ist við þetta og á fyrstu tíu mínút- unum náöu Selfyssingar fimm marka forskoti. Þar af gerði Valdimar þrjú mörk úr hraða- upphlaupum á meðan KR-ingar voru að skipta inn á í vörnina og í hálfleik munaði þessum þremur mörkum á liðunum. Þegar um tólf mínútur voru til leiksloka meiddist Hilmar Þórlindsson, langbesti maður KR-inga, og það var meira en þeir þoldu. Selfyss- ingar juku forskotið jafnt og þétt og sigruðu, 28-35. Valdimar gerði sextán mörk í leiknum þrátt fyrir að fara af leikvelli þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. KR-Selfoss (13-16) 28-35 0-1, 2-7, 6-8,10-12, (13-16), 16-19, 16-22, 22-27, 25-31, 25-34, 28-35. Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 11/3, Einar B. Árnason 4, Ágúst Jóhannsson 4/1, Jóhann Kárason 3, Gylfi Gylfason 2, Óli B. Jónsson 2, Ingvar Valsson 2. Varin skot: Ásmundur Einarsson 7, Sigurjón Þráinsson 5. Mörk Selfoss: Valdimar Gríms- son 16/7, Einar Guðmundsson 4, Sigurjón Bjarnason 3, Einar Gunn- ar Sigurðsson 3, Siguröur Þóröar- son 3, Björgvin Rúnarsson 2, Grímur Hergeirsson 2, Finnur Jó- hannsson 1, Atli Marel Vokes 1. Varin skot: Hallgrímur Jónass. 11. Brottvísanir: KR 6, Selfoss 6. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, dæmdu yel. Áhorfendur: 150.« Maöur leiksins: Valdimar Grimsson, Selfossi. inni en leikir þessara liða eru alltaf svona spennuleikir," sagði Páll Ól- afsson, fyrrum leikmaður Hauka, sem fylgdist með leiknum. Petr Baumbruk hrökk þó í gang og raðaði inn mörkun á KA-menn. Haukarnir náðu þó aldrei að brúa bilið alveg, minnkuðu muninn nokkrum sinnum í eitt mark og skor- uðu síðasta mark leiksins þamiig að KA-sigur var sanngjarn í lokin. Leikurinn var „háspennuleikur" tveggja taplausra liða og oft hefur sést betri handbolti á Akureyri. Haukarnir spiluðu skynsamlega frcunan af, langar sóknir sem báru árangur en misstu taktinn um tíma í síðari hálfleik. Varnarleikur þeirra kom KA-mönnum úr jafnvægi í byrj- un og Bjarni varði vel í markinu. KA spilaði sína 6-0 vörn sem opnað- ist oft illa framan af en sýndi styrk sinn í síðari hálfleik. í sókninni mun- aði mikið um þátt Björgvins Björg- vinssonar og svo Duranona sem tók rosalega rispu í síðari hálfleiknum og skoraði með ótrúlegum þrumu- fleygum. Bestu menn liðanna voru Björgvin Björgvinsson og Julian Duranona hjá KA og Bjarni Frostason hjá Haukum. Petr Baumruk tók góða „rispu" í síðari hálfleiknum. Halldór Ingólfsson átti afar erfitt uppdráttar og munar um minna fyrir Hauka. Grislingarn- ir stoðu i Val Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: Valsmenn þurftu svo sannar- lega að hafa fyrir hlutunum i gærkvöldi þegar þeir lögðu „grislingana" hans Þorbergs, 20-23. Eyjamenn stóöu uppi í hár- inu á meisturunum léngst af og það var ekki fyrr en þjálfari Vals, Jón Kristjánsson, tók af skarið undir lok leiksins aðhann tryggði sínum,mönnum sigurínn. Það var langt í frá meistara- bragur á Valsmönnum og ef til yill bjuggust þeir ekki ,yiö miklu af Eyjamönnum sem léku án tveggja Iykilmanna, Evgeni Dudk- in var í banni pg Daði Pálsson er meiddur. Valsmenn virkuðu eins og höfuölaus her pg vandræða- gangur var á varamannabekkn- um. Þeir þurfa að taka sig veru- lega á og mættu byriá á að leita uppi leikgleðina. Sigfus var yfir- burðamaður hjá Val en Sigmar Þröstur frábær í marM ÍBV. ÍBV-Vahtr (12-14)20-23 1-0, 3-2, 5-3, 7-4, 7-10, (12-14), 14-16,17-19, 17-22,19-22, 20-23. Mörk ÍBV: Arnar Pétursson 9/1, Gurmar Berg Viktorsson 7, Svavar VígnissOn 3, Arnar Ríchardsson 1. Varín skot: Sígmar Þröstur 18/1. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 5, Sigfús Sigurðsson 5, Ingi R. Jóns- son 3, Valgarð Thoroddsen 3, Jón Krisriánsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Davíð Ólafsson 1, Sveinn Sig- fmnsson 1, Júlíus Gunnarsson 1. Varih skot: Guðmundur 13/1. Brottvísanir: ÍBV 8 mín„ Valur lOmín. Dómurar: Öm Markússon og; Egill Mar Markússon, slakir. Áhorfendur: 415. Mað u r leiksins: Sigma r Þrðstur Óskarsson, ÍBV. FH kastaði f rá sér sigri gegn ÍR Guomundur Hilmarsson skrifer: FH-ingar köstuðu frá sér sigri gegn ÍR-ingum í frekar slökum leik í Kaplakrika í gærkvöldi. FH hafði 5 marka forskot, 21-16, þeg- ar um 10 mínútur voru til leiks- loka en með baráttu og klaufa- skap hinna leikreyndu leik- manna FH-Uðsins tókst Breið- hyltingum að jafna metin. FH-ingar hafa mannskap til að vera meö í toppbaráttunni í vetur en með leik eins og þessum geta þeir gleymt því. ÍR-ingar geta prísað sig sæla með jafnteflið eins og leikurinn þróaðist,- Sóknar- leikur ÍR-inga var slakur en þeim til hróss gáfust þeir ekki upp. FH-ÍR (11-9)22-22 0-1, 2-3, 5-5, 7-7, (11-9), 13-9, 16-12, 20-15, 21-21, 22-21, 22-22. Mörk FH: Sigurjón Sigurðsson 5/2, Sigurður Sveinsson 4/2, Gunn- ar Beinteinsson 4, Hans Guð- mundsson 3, Guðjón Árnason 3, Sturla Egilsson 2, Hálfdán Þórðar- son 1. Varin skot: Magnús Árnason 11/2. Mörk ÍR: Daði Hafþórsson 6/1, Magnús Þórðarson 4, Njörður Árnason 4, Einar Einarsson 3, Jó- hann Ásgeirsson 2/1, Ragnar Osk- arsson 1, Frosti Guölaugsson 1, Guðfinnur Kristmannsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 13/1. Brottvísanir: FH 8 mín., ÍR 10 mín. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Sigurður Ólafsson, eiga margt ólært í faginu. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Daði Hafþórs- son, ÍR. Fyrstisigur Aftureldingar Róbert Róbertsson skrifar: Afturelding fékk sín fyrstu stig í 1. deild- inni í handknattleik í vetur þegar liðið sigr- aði Stjörnuna, 27-31, i Garöabæ í gær- kvöldi. Fyrir leikinn voru Stjörnumennmeð fullt hús stiga en Mosfellingar komu, sáu og sigruðu meö stórgóðum leik, Leikurinn var hin besta skemmtún og bæði Hð sýndu góðan leik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og jafnt á öllum tölum fyrstu 20 mínúturnar. Afturelding, með Bjarka Sigurðsson í miklu stuði,náði þá skyndilega 3 marka forystu en Stjörnumenn gerðu síð- ustu 4 mörk hálfleiksins. Mjög góður kafli Mosfellinga snemma í síðari hálfleik gerði hins vegar útslagið í Ieiknum. Þá náðu þeir 4 marka forystu sem beir héldu út leikinn þrátt fyrir örvænting- arfuílar tilraunir Srjörnumanna. Þrátt fyrir slæma byrjun í mðtinu er lið Aftureldingar greinilega geysísterkt ef marka má þennan leik. Bjarki var lengst af allt í öllu og átti stórleik en í siðari hálf- leik lék liðið mjög vel í heildina. Stjornumenn vantaðí einhvern neista til gera betur í þessum leik en þeir geta vissu- legá mun meira. Filippov og Konráð Olavs- son voru bestu menn liðsins. Stjarnan-Aftweláng (12-11)27-31 2-2, 4-4, 6-6, 8-8, 8-11, (12-11), 13-13, 14-15, 15-19, 19-22, 22-26, 25-28, 27-31.: Mörk Stjörnunnar: Dmitri Filippov 10/5, Konráð Olavsson 6, Gylfi Birgisson 4, Magnús Sigurðsson 2, Magnús Agnar Magnússon 2, Sigurður Bjaraason l, Oskar Óskarsson l, Jón Þðrðarson 1. Varin skot; Axel Stefánsson 12, Ingvar Ragn- arsson 2. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 9, Róbert Sighvatsson 6, Jóhann Samúelsson 5, Gunnar Andrésson 5, Páll Þórólfsson 4, Ingi- mundur Helgason 1, Bergsveinn Bergsveins- son 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 9/1. Brottvísanir: Stjarnan 10 mín. (Magnus S. rautt), Aftureldíng 16 mín'. (Bjarki rautt). Dómarar: Þorlákur Kjartanssbn og Einar Sveinsson, dæmdu vel frarnan af en misstu tökin tóluvert undir lokin, Áhorfendur: Um 350. Maður ieiksins: Bjarki Sigurðsson, Aftur^ eldingu. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.