Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 Fréttir Brún slepja f russast aftan úr haugsugunni - bæjarbúar ná vart andanum meðan rotþró bæjarins er hreinsuð „Losunin var unnin í samráöi viö Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Viö vorum hins vegar óheppnir því að vindáttin var ekki eins og viö þurft- um á að halda,“ segir Ágúst Ingi Ól- afsson, sveitarstjóri á Hvolsvelli. Megna skítafýlu hefur undanfarna daga lagt yfir Hvolsvöll meðan unnið hefur verið að losun og hreinsun rotþróar bæjarins. í rotþróna rennur megnið af skólpi bæjarins. Ekið hef- ur verið með skólpið í haugsugu í gegnum þorpið og dreift á tún rétt norðan við það. Brún slepja hefur að sögn margra bæjarbúa frussast aftan úr haugsugunni sem dregin hefur verið af dráttarvél á miklum hraða í gegnum bæinn. Að sögn eins bæjarbúa, sem ekki vildi að nafns síns væri getið, hefur verið nánast ólíft í bænum vegna þessa. Syðst í bænum hefðu þó fund- ist blettir þar sem hægt var að draga andann. Einkum heföi ástandið veriö slæmt á laugardaginn og mánudag- inn. í gær var flutningunum hins vegar hætt skyndilega og drifið í að plægja túnblettinn sem búiö var að dreifa saurnum á. Að sögn Ágústs Inga þarf að losa rotþróna einu sinni á ári. Undanfarin ár hefði losunin gengið áfallalaust en nú hefði norðanvindurinn hins vegar sett strik í reikninginn. Óþef hefði því lagt yfir bæinn en í kjölfar- ið verið hætt við losunina og drifið í að plægja túnið norðan viö bæinn. Aöspurður segir Ágúst Ingi umdeil- anlegt hvort rétt væri að dreifa saurnum svo nærri bænum. „Af heilbrigöisyfirvöldum er þetta ekki tahð hættulegt en auðvitað er þetta hvimleitt. Núna munum við endurmeta stöðuna. Við verðum aö vona að hægt verði að komast hjá því í framííðinni að svona lykt leggi yfir pláS'sið," segir Ágúst Ingi. -kaa Skítafýla hefur angrað Hvolsvellinga eftir að saur úr rotþró bæjarins hafði verið dreift rétt norðan við bæinn. að plægja landið og koma saurnum þannig ofan i jörðina. Skítafýla angrar Hvolsvellinga: Til að eyða lyktinni var gripið til þess ráðs DV-mynd Jón Ben. DV Flugvellirmr: Fé til fram- kvæmda skorið nið- urumnær helming Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samkvæmt fjárlögum, sem eru til afgreiðslu á Alþingi, er gert ráð fyrir að sú upphæð sem verja á til framkvæmda á flugvöllum landsins verði lækkuð úr 393 milljónum króna í 203 milljónir. Lækkunin nemur þvi 190 milljón- um eða upp undir helmingi þess sem áætlað var að veija til þessa málaflokks á næsta ári. „Þetta eru okkur auðvitað geysileg vonbrigði en við getum lítið annað gert en taka þessu með karlmennsku," segir Jóhann H. Jónsson, fulltrúi hjá Flugmála- stjórn. Hann segir ekki liggja fyr- ir hvaða verkefni verði að bíða af þeim sem fyrirhugað var aö ráðast i á næsta ári. Af stærstu verkefnunum sem fyrirhuguö voru má nefna breikkun flugbrautarinnar á Ak- ureyri úr 35 í 50 metra og stækk- un flugvélastæðis. Á Homafiröi stóð til að lengja flugbrautina úr 1250 metrum í 1500 metra og leggja þar klæðingu og á ísafirði átti m.a. að vinna við bílastæði við flugstöðina. Varðandi snjómokstur á flug- völlum landsins, segir Jóhann að gert hafi veriö ráð fyrir 18 milfj- ónum króna á yfirstandandi ári. „Sú upphæð er búin og einni milljón króna betur. Við vonum því að tíðarfarið veröi okkur hag- stætt,“ segir Jóhann H. Jónsson; í dag mælir Dagfari Opel, vinsælasti bíll Evrópu Opel mest seldi bíll Evrópu 5 ár í röö Hjá hverjum vaknarðu? Ein athyglisverðasta frétt síðustu dagana er frásögnin af manninum sem lenti í því aö sofa hjá vitlausri konu. Eða réttara sagt konunni sem svaf hjá vitlausum manni. Annars var þaö ekki aðalatriði málsins hver svaf hjá hveijum heldur hjá hverjum þau vöknuðu. Sem sannar hið fomkveðna að það skiptir ekki öllu máli hjá hveijum maður sefur heldur hjá hverjum maður vaknar. Tildrög málsins vom þau að kona nokkur sem lenti í partíi úti í bæ gekk til hvílu í svefnherbergi húss- ins. Ségir ekki frekar af því nema að svo vildi einnig til að maður, sem einnig var staddur í þessu sama húsi og þessu sama partíi, þurfti líka að ganga til sængur og fyrir einhveija tilviljun mun hann hafa lent í sama rúmi og konan sem áður hafði lagt sig. Eða konan lenti í rúminu sem maðurinn svaf í. Þess er ekki getið í fréttinni hvort lagð- ist hjá hvom á undan, sem kannske skiptir ekki máli ef maður veit ekki betur en maður sé í sama húsi og sama rúmi og vaknar upp hjá sama fólki og sofnar í sama rúminu. Þegar þau bæði vom komin upp í sama rúmið í sama húsinu og bæöi vom vöknuð leiddi þaö tíl þess að maðurinn fór að hafa kynmök við konuna og lét konan sér það vel líka þar til hún áttaði sig á því að maðurinn sem hafði mök við hana var ekki sami maöur- inn og hún hafði haldið að væri í rúminu. Ber konan að hún hafi verið í tygjum við annan mann í partíinu og talið að sá maður væri með henni í rúminu. Maðurinn sem var í rúminu vissi auðvitað ekki að konan héldi að hann væri annar heldur en hann var og hafði aldrei gert neina til- raun til að þykjast vera annar en hann var, hélt að konan sem var í rúminu væri önnur kona en sú sem var í rúminu. Hann taldi sig sem sagt í góðri trú vera að hafa mök við konú sem vildi hafa mök við hann, enda var ekkert í framferði konunnar í rúminu sem benti til annars. Mun hún meðal annars hafa hjálpað honum að komast úr klæðum sínum til að kynmökin gætu gengið fljótar fyrir sig. Sem sagt, þarna í rúminu í hús- inu, þar sem partíið hafði farið fram, lá ókunnugt fólk og hóf kynmök hvað við annað í þeirri góðu trú að það væri að hafa mök við allt annað fólk heldur en var í rúminu. Að þessu leyti má segja Sjálfsagt heföi maðurinn sömu- leiðis getað kært konuna fyrir kyn- feröislega áreitni að því leyti að konan sem hann hafði kynmök við villti á sér heimildir og var alls ekki konan sem hann hélt aö hann væri að hafa kynmök viö. Það sýnir hins vegar ágæti réttar- farsins og réttlætisins að dómari í máhnu komst að þeirri niðurstöðu að þessi kynmök hefðu ekki verið gerö af ásetningi heldur slysni af því að fólkið vaknaði upp hjá vit- lausum einstakhngum og átti það bæöi við um karlinn og kvenmann- inn. Maðurinn var sýknaður af ákæru um nauðgun og öflum öðr- um sakargiftum. Má það heita mesta mhdi að ekki fór verr en þessi frásögn er víti tfl vamaðar fyrir fólk sem fer í partí í húsum þar sem hægt er að leggja sig í rúmum þar sem vitlausir ein- staklingar geta lagt sig. Þetta er ekki spurning um að sofna hjá vit- lausum einstaklingum heldur að vakna hjá vitlausum einstakhng- um. Menn verða að kanna það rækflega hjá hverjum þeir sofa áð- ur en þeir taka til við kynmök við bráðókunnugt fólk sem af tflvfljun hggur hjá þeim þegar þeir vakna. Dagfari að fólkið, sem ekki var í rúminu (og þeir sem í rúminu voru vildu hafa kynmök við), missti af þessum kynmökum og var fjarri góðu gamni. Var það í rauninni synd því þama fóm góð kynmök fyrir lítiö. Segir svo í frásögninni af þessum atburði að þá fyrst þegar konan hafi uppgötvað að hún var að hafa kynmök við annan mann en hún vildi hafa kynmök við brást hún hin versta viö og rak manninn aft- ur í fötin og kæröi hann fyrir meinta nauðgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.