Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 19. UKTUJtiKK 1995
Spurningin
Hvað finnst þér
skemmtilegt?
Davíð Harðarson nemi: Mér finnst
t.d. gaman að fara niður í bæ um
helgar.
Elías Örn Bergsson nemi: Að fara
á ærlegt bjórfyllirí.
Kristinn Ingvarsson nemi: Að
vera með félögum mínum.
Zanny Vöggsdóttir nemi: Að fara á
böll og niður í bæ.
Tinna Dröfn Marinósdóttir nemi:
Að skemmta mér. T.d að fara á böll.
Þórir Baldursson, nemi og plötu-
snúður: Mér finnst skemmtilegast
að spila.
Lesendur
Tillitsleysi
hjólreiðamanna
Auðvitað er til fullorðið fólk sem hagar sér vel í umferðinni þótt það sé hjól
ríðandi, segir Kristinn m.a. í bréfinu.
Kristinn Snæland skrifar:
Pétur Magnússon skrifar í DV 4.
okt. sl. um hjólreiðar í borginni.
Annars vegar nefnir hann tillits-
leysi ökumanna gagnvart hjólreiða-
fólki, og þó einnig að tillitssemi
þeirra sé að aukast. - Ekki get ég
dæmt um það. Hitt get ég dæmt um
að nú með haustinu og myrkrinu
eykst hættan á því að góðir og til-
litssamir bifreiðastjórar - jafnt og
hinir - aki niður ljóslausa hjólreiða-
menn.
Það eru hinir fullorðnu meðal
hjólreiðafólks, þessir svona yfir tví-
tugt. Engir sýna aðra eins villi-
mennsku í umferðinni og þetta hjól-
reiðafólk. Það hjólar ljóslaust í
dökkum fötum, það hjólar á ak-
'brautum gegn umferðarmerkjum, á
móti einstefnu, og það hjólar yflr
gatnamót algjörlega án tiliits til þess
hvernig stendur á umferðarljósum.
Nýlega munaði hársbreidd að ég
æki niður einn svona umferðarböð-
ul, er hann hjólaði beint yfir Reykja-
nesbraut af Bústaðavegi og hvarf
inn í Elliðaárhólmann. Þessi böðull
í umferðinni, í sjálfsmorðshugleið-
ingum (að því er maður verður að
telja) þeyttist þarna í veg fyrir mig,
þvert fyrir framan bíla, sem biðu
ljóss, heilar þrjár akreinar. Það er
ótrúlegt að einungis fá ár skuli
skilja þessa hjólreiðaböðla og unga
fólkið, börnin sem eru sannarlega
til fyrirmyndar á hjólum sínum í
umferðinni.
Auðvitað er til fullorðið fólk sem
hagar sér vel í umferðinni, þótt það
sé hjólríðandi. Fjöldinn sem hagar
sér sem villimenn er samt svo mik-
ill að sannarlega ættu hjólreiða-
menn að taka til í eigin garði áður
en aðrir eru gagnrýndir. Svo er loks
eftir að biðja fjárvana lögreglu um
að hirta þetta stjórnlausa hjólreið-
alið. Það ætti alla vega að vera hægt
ef lögreglan fengi liðsinni svo sem
1000 manna hers, a.m.k. þá stundina
sem hann væri ekki að verja opin-
berar byggingar fyrir alþingi göt-
unnar.
P.S. Má ég í leiðinni biðja um að
hjólreiðar verði bannaðar í Elliðaár-
hólmanum áður en slys hlýst af
samveru reiðhjóla og gangandi fólks
á þröngum skógarstígunum.
Fangelsismála-
stofnun á villigötum
Faðir skrifar:
Það er með ólíkindum hvemig
Fangelsismálastofnunin hér á landi
starfar. - Þannig er mál með vexti
að sonur minn lenti á glapstigum á
sínum yngri árum. Hann byrjaði
snemma i fikniefnum og í framhaldi
af því leiddist hann út í afbrot til að
fjármagna fíkniefnakaupin. Hann
hefur, því miður, verið meira og
minna i fangelsi mörg undanfarin
ár, bæði hér á landi og erlendis.
í júlímánuði sl. var hann fram-
seldur af erlendum yfirvöldum til ís-
lands til að ljúka afplánun á dómi
sínum. Það er löngu búið að dæma
hann fyrir sín afbrot, en samt sem
áður er honum enn í dag, 3 mánuð-
um seina, haldið í gæsluvarðhaldi,
en ekki refsivist. Þótt drengurinn sé
afbrotamaður á hann sín mannlegu
réttindi eins og aðrir þegnar þjóðfé-
lagsins. Hann ætti að vera í afplán-
unarfangelsi, þar sem hann gæti
stundað vinnu eða nám, en ekki í
gæsluvarðhaldi, þar sem ekkert
uppbyggingarstarf er mögulegt,
heimsóknir takmarkaðar o.s.frv.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við
Fangelsismálastofnunina um að fá
hann fluttan hefur það ekki tekist.
Þegar ég spyr starfsmenn stofnunar-
innar hverju þetta sæti bera þeir við
ýmsum afsökunum sem satt að segja
eru fáránlegar. Mig grunar því að
þarna fari fram óeðlileg valdbeiting.
Manni dettur í hug hvaða þekk-
ingu þessir starfsmenn hafi á fang-
elsismálum hér á íslandi, lögum
þess og reglugerðum? Annars staðar
á Norðurlöndum þurfa fangaverðir
að sækja ýmis námskeið sem lúta
t.d. að sálfræðilegum þætti fanga, og
fá ekki fastráðningu fyrr en eftir 2
ár.
Kjaradómur: Þorsteinn Júlíusson hrl. (form. dómsins), Sigurður Snævarr hagfr. (ritari dómsins), Hólmfríður Árna-
dóttir viðskiptafr., Jón Sveinsson hdl. og Magnús Óskarsson hrl.
Leynisamkundan kjaradómur
Halldór Sigurðsson skrifar:
Kjaradómur, sem starfar eftir lög-
um frá Alþingi, virðist vera orðinn
að eins konar þjóðarmeini hér, eftir
fréttum að dæma. Manni kemur
ekki önnur hliðstæð stofnun í hug
en rannsóknarrétturinn illræmdi á
Spáni á sinni tíð. Ekki vil ég líkja
athöfnum kjaradóms við þær sem
rannsóknarrétturinn framdi. Veldi
kjaradóms hér á landi er þó óum-
deilt, og efa ég að slík leynisam-
kunda samræmist nútíma þjóðfé-
lagi.
Hún sló óhug á marga hádegis-
frétt Bylgjunnar sl. þriðjudag, þar
sem fram komu svör eins dómenda
kjaradóms, en hann sagði að hvorki
forsætisráðherra né fjölmiðlum
kæmi við hvenær kjaradómur kæmi
saman eða um hvað hann fundaði.
Þessi svör eru með þeim eindæm-
um, að Alþingi ber umsvifalaust að
svipta kjaradóm umboði sínu, sem
hann hefur þaðan fengið.
Og svo mikið er víst að á meðan
kjáradómur hefur það vald sem
hann sýnilega nýtur verður enginn
friður á vinnumarkaði hér á landi.
Fólk er búið að fá yfir sig nóg af
hrokafullum yfirlýsingum frá kjara-
dómi. Kjaradómur verður að víkja.
Svo einfalt er það.
Þjóðarsátt
er lokið
O.U.J. skrifar:
Þjóöarsáttinni er löngu lokið.
Það er aðeins fólkið innan ASÍ
sem hefur haldiö hana. Við alla
aðra hefur verið samið um miklu
hærri laun. Og núna vita verka-
lýðsforingjarnir ekki sitt rjúk-
andi ráð. Líklega langar þá mest
tO að sitja í makindum sínum
eins og venjulega og skilja um-
bjóðendur sína eftir með laun
undir hungurmörkum. Það er
líka kannski ósköp skiijanlegt,
því ekki svelta verkalýðsforingj-
arnir. Nú er sá rólegi tími þeirra
hins vegar á enda runninn og al-
varan tekur við. Tími launaleiö-
réttingar er runninn upp.
Árna Slgfússon
til forseta
Ingibjörg Ólafsdóttir skrifar:
Við íslendingar erum góðu
vön þar sem við höfum haft frú
Vigdísi sem forseta. En þar sem
hún gefur ekki kost á sér lengur,
gæti ég vel hugsað mér ungan og
myndarlegan mann sem forseta.
Mann sem hefði góða framkomu
og ætti faliega fjölskyldu, Ég vil
þess vegna nefna Árna Sigfússon
sem heppilegan til forseta. Hvað
varðar það að hann sé og hafi
verið í pólitík þá vil ég minna á
að Ásgeir Ásgeirssn var það líka
og ég gæti trúað að Sveinn
Bjömsson hafi nú látið sig póli-
tík varða. Ég vænti að fólk íhugi
þetta áður en það segir „af og
frá“.
Nagladekk
eða ekki
nagladekk?
Frímann hringdi:
Fádæma skinhelgi er í því að
auglýsa nú og hvelja ökumenn
til þess að skipta um dekk á bíl-
um sínum og setja undir vetrar-
dekkin. Þó segja lögin að ekki
megi t.d. setja nagladekk undir
bíla fyrr en 1. nóvember. Nú er
hálka á flestum vegum utan
Reykjavíkur en hvaö eiga menn
að gera og hvað mega þeir gera?
Atvinnurógur í
Ríkisútvarpinu
Ragnar skrifar:
í dægurmálaútvarpi rásar 2 sí.
mánudag setti þáttarstjórnandi
upp leikþátt þar sem lék sjálfur
„þolanda" áskriftarásókna hinna
ýmsu útgáfufyrirtækja eða stofn-
ana sem atla sér viðskiptavina
með áskrift. Engin fyrirtæki
voru nafngreind utan Sinfóníuna
sem bauð þáttarstjórnanda á tón-
leika gegn því að hann gerðist
áskrifandi að Sinfóníunni. Þama
var um svo mikinn atvinnuróg
að ræða gagnvart hinum ýmsu
fyrirtækjum að ég skil ekki ann-
að en þau höfði mál á hendur
Ríkisútvarpinu. Ótækt er að líða
bákninu RÚV, sem hirðir allt sitt
á þurru, slíkan atvinnuróg.
Áskorun á
Davíö Scheving
Þorsteinn Björnsson skrifar:
Hér með skora ég á Davíö
Scheving Thorsteinsson að gefa
kost á sér til framboðs í embætti
forseta íslands. - Davíð hefur allt
það til að bera sem hæfir þeirri
virðulegu stööu. Hann er af-
burða vel gefinn, gæddur góðum
skipulagshæfileikum, vel mennt-
aður, heiðarlegur og sjálfum sér
samkvæmur. Ekki spillir það
fyrir að hann er myndarlegur
maður og kemur mjög vel fram
og auk þess traustvekjandi.
Jafnfamt skora ég á allan al-
menning aö láta frá sér heyra
um þessa uppástungu og helst að
fylkja sér um áskorun þessa.